Morgunblaðið - 14.12.1990, Síða 28

Morgunblaðið - 14.12.1990, Síða 28
es 28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESÉMÖER 1990 Hagkaup og barneignir eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í nóvemberhefti kvennablaðsins Veru er viðtal við tvær ungar konur sem var sagt upp störfum hjá Hag- kaupum sl. sumar. Þegar uppsögnin átti sér stað voru þær báðar í barn- eignarfríi. En þær eiga reyndar fleira sameiginlegt. Þær eru báðar tæplega þrítugar, vel menntaðar, áttu talsverðan starfsaldur að baki í Hagkaupum, höfðu unnið sig upp í ábyrgðarstöður í fyrirtækinu og voru báðar að eignast sín fystu börn um sl. áramót. Og þá fannst fyrirtækinu við hæfi að gleðja þær með uppsögn úr starfí. Gert er gert og blaðaumfjöllun breytir ekki stöðu þessara tveggja kvenna. En þessar uppsagnir gætu orðið öðrum fyrirtækjum víti til varnaðar ef okkur konum sýnist svo. Við eigum ekki að láta það viðgangast að konur séu meðhöndl- aðar sem annars flokks starfsmenn. Stefna eða tilviljun? Viðtalið í Veru varð tilefni um- fjöllunar um málið á Rás 2 sl. föstu- dag. Rætt var við konurnar og mál þeirra borið undir Jón Ásbergsson forstjóra Hagkaupa. Eins og við var að búast varðist Jón öllum ásökun- um um að uppsagnimar ættu rót sína að rekja til barneigna þeirra, þ.e. þess að ungu konurnar í ábyrgðarstöðunum voru skyndilega orðnar mæður með öllum þeim skyldum sem því fylgja. Auðvitað sagði forstjórinn að þar hefði annað komið til og gaf fylli- lega til kynna að þær hefðu ekki staðið sig í starfi. Þess vegna hefði þeim verið boðinn tilflutningur í annað starf sem þær ekki þáðu og þá var bara eitt eftir — uppsögn. Við annars konar starfsréttlætingu var varla að búast af hálfu atvinnu- rekandans enda er hverskonar skírskotun til vanhæfni vísasta leið- in til að þagga niður óþægilega umræðu og koma sér upp góðri vígstöðu í vörninni. En þetta hljómaði ekki sannfær- andi. Hagkaup er stórt fyrirtæki og yfírmenn þar eru margir. Kon- urnar störfuðu báðar sem inn- kaupamenn, en hvor í sinni deild- inni og þær höfðu sinn yfírmanninn hvor. Það væri óneitanlega ein- kennileg tilviljun ef þessir tveir yfír- menn hefðu hvor í sínu lagi upp- götvað það meðan á meðgöngu þeirra og barnseignarfríi stóð, að þær væru vanhæfar til að gegna þeim störfum sem þær höfðu haft með höndum í mörg ár. Og ef svo ólíklega hefði nú viljað til, þá hlyti maður engu að síður að spyija sig hvort þessi „uppgötvun" þeirra væri ekki í beinum tengslum við barnseignina? Smábörn séu undir- staða „vanhæfni" hjá konum? Mér segir svo hugur að þessir tveir yfírmenn hafí einfaldlega ver- ið að framfylgja meðvitaðri eða Minningar eftir Eyjólf Guðmundsson ÖRN OG ÖRLYGUR hefur gefið út bókina Minningar eftir Eyjólf Guðmundsson á Hvoli. í kynningu útgefanda segir: „Eyjólfur Guðmundsson bóndi og rithöfundur á Hvoli í Mýrdal (1870-1954) varð þjóðkunnur mað- ur er bók hans Afí og amma komu út 1941. Á eftir fylgdu minn- ingabækurnar Pabbi og mamma, Vökunætur og eigin ævisaga, Lengi man til lítilla stunda. Hin nýja bók, Minningar úr Mýrdal, tekur upp þráðinn þar sem hinni sleppir. Það er Þórður Tómasson safnvörður í Skógum sem býr verkið til prentun- ar. Bókin hefst þar sem ungur kenn- ari kemur til starfa í æskubyggð 1893 og er brátt einnig önnum kafinn í félagsmálum, langferðum, verslun, bústörfum, fjölþættu lífi líðandi stundar. Hér er lýst sveit sem er að vakna af svefni til nýrrar aldar og fram- fara, sagt er frá eftirminnilegu fólki og margvíslegum örlögum. Frá- Eyjólfur Guðmundsson sögnin einkennist af notalegri glettni, mannlegri hlýju og glöggri yfirsýn atburða. Þetta er hluti af þjóðarsögu, hugþekk og eftirminni- leg heimild.“ '„Við eigum að hætta viðskiptum við fyrir- tæki sém við höfðum staðfestan grun um að láti konur gjalda kyn- ferðis síns og beina þeim til þeirra sem sýna frumkvæði og vilja til að auka hlut kvenna.“ ómeðvitaðri stefnu fyrirtækisins varðandi fólk í ábyrgðarstöðum. í hnotskurn rúmast sú stefna kannski í orðunum — fyrirtækinu allt! Mæð- ur ungra barna eru ekki líklegar til að vera holdtekja slíkrar stefnu. Og þá er bara að breyta stefnunni en láta mæður ekki gjalda hennar. Löglegt en siðlaust í viðtalinu á Rás 2 sagði Jón Ásbergsson að þess væru mörg dæmi að barnshafandi konur væru í starfi hjá Hagkaupum og kæmu til starfa aftur að fæðingarorlofí loknu. Ég efast ekki um að þetta er rétt enda á fyrirtæki, sem bygg- ir beinlínis á vinnuafli kvenna, erf- itt með að setja sig upp á móti barneignum. í Hagkaupum munu vera um 1.000 starfsmenn og þar af um 700 konur sem langflestar starfa „á gólfinu" — ef svo má að orði komast. Mér segir hins vegar svo hugur að bæði séu konur í ábyrgðar- og stjórnunarstöðum til- tölulega fáar í fyrirtækinu og að þess séu ekki mörg dæmi að þær fari í barnseignarfrí og taki aftur til við sitt fyrra starf að því loknu. í Veru voru nefnd tvö dæmi um hið gagnstæða og eftir að blaðið kom út hef ég fengið fregnir af því þriðja. Þar er um að ræða konu sem hafði unnið hjá fyrirtækinu um nokkurt skeið þegar hún fór í bams- eignarfrí um mitt ár 1988. Var um það rætt að hún tæki sér launa- laust leyfí þegar því lyki og kæmi aftur til vinnu með vorinu 1989. Þegar þar að kom tilkynnti yfirmað- ur hennar henni að það þyrfti að skera launakostnaðinn niður um 15-20% og því væri hún ekki lengur inni í myndinni. Ekkert skriflegt var til um fyrra samkomulag henn- ar við yfirmann sinn enda reiknaði hún með að orð myndu standa. Hún stóð því uppi án atvinnu, Hagkaup sparaði sér uppsagnarfrestinn sem hún fékk aldrei greiddan og réttur hennar til atvinnuleysisbóta var verulega skertur. Þessi kona talaði við sitt verka- lýðsfélag, rétt eins og konumar sem sagt var frá hér að framan, og svar- ið var það sama; það er rétt og löglega að öllu staðið af hálfu fyrir- tækisins svo við getum ekkert gert. Sem sagt: Löglegt en siðlaust. Notum vald buddunnar En gott og vel: Ef verkalýðsfélög geta ekki staðið með konum í mál- um sem þessum þá geta konur að minnsta kosti gert það. Í septem- berhefti Veru er á það bent að við konur höfum mikil völd sem inn- kaupastjórar heimilanna og við eig- um að beita þeim bæði til að um- buna fyrirtækjum og til að refsa þeim ef svo ber undir. Við eigum að hætta viðskiptum við fyrirtæki sem við höfðum staðfestan grun um að láti konur gjalda kynferðis síns- og beina þeim til þeirra sem sýna frumkvæði og vilja til að auka hlut kvenna. í þessu sambandi má geta þess að heildarvelta Hagkaupa á þessu ári er áætluð um 8 milljarð- ar og ég er sannfærð um að mikill meirihluti þessarar upphæðar kem- ur úr buddum kvenna. Sigurður Gísli Pálmason, stjórn- arformaður í Hagkaupum, sagði í septemberhefti Veru: „Óánægju- raddir með að konur í ábyrgðarstöð- um fari í barnseignafrí heyrast meðal eldri karla en .ég hef fullan hug á að koma svona hugsunar- hætti út úr húsi hjá mér.“ Ekki verður séð að mikil vinna hafi verið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lögð í þetta mál innan Hagkaupa á undanförnum árum svo betur má ef duga skal. Hagkaup hafa alla burði til að ganga á undan öðrum fyrirtækjum með góðu fordæmi og framkoma, eins og lýst var hér að ofan, er þeim engan veginn samboð- in. Hagkaup eiga næsta leik og í biðstöðunni ætla ég að versla ann- ars staðar. Höfundiiv er blaðakona. Ljoð og laust mál eftir Huldu BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út ritið Ljóð og laust mál eftir Huldu (1881-1946). Er það úrval af kvæðum og sögum skáldkonunnar með inngangi eft- ir Guðrúnu Bjartmarsdóttur og Ragnhikli Richter. Ljóð og laust mál Huldu er níunda bókin í flokknum íslensk rit sem kemur út á vegum Bókmenntafræði- stofnunar Háskóla Íslands og Menningarsj óðs. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) hóf ung Ijóðagerð og þóttu fyrstu kvæði hennar slík að tvö höfuðskáld þjóðarinnar, Einar Benediktsson og Þorsteinn Erlings- son, ávörpuðu hina gáfuðu þing- eysku sveitastúlku í fögrum þakk- aróðum. Hulda gerðist og mikilvirk. Endurvakti hún íslenskan þulukveð- skap í listrænum stíl og sló jafnframt nýja strengi. Hulda samdi einnig margt í lausu máli á langri ævi. Kunnust mun hún þó sem frumlegt og listrænt ljóðskáld. Árið 1944 fékk hún 1. verðlaun fyrir kvæði sitt í samkeppni af tilefni lýðveldisstofn- unarinnar, en ættjarðarást og frels- ishugur birtist þar í skýrri mynd.“ Ljóð og laust mál Huldu er 330 bls. að stærð og hefur að geyma Hulda ásamt innganginum, kvæðunum og sögunum bókarauka með skrám um verk eftir og um skáldkonuna sem Kristín Bragadóttir tók saman. Rit- stjóri bókaflokksins hafa nú á hendi Davíð Erlingsson og Njörður P. Njarðvík, en meðritstjóri þessa bind- is er Ástráður Eysteinsson. Prent- smiðja Hafnarfjarðar vann bóking en kápu gerði Hringur Jóhannesson. BARNA- PAKKI Atomic skíði Koflac skór Salomon bindingar Atomic stafir UNGLINGA PAKKI Atomic skíði Salomon skór Salomon bindingar Atomic stafir Atomic skíði Salomon skór Saiomon bindingar Atomic stafir VERÐ FRÁ KR. 13.995,- VERÐ FRÁ KR. 19.990,- VERÐ FRÁ KR. 14.400,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.