Morgunblaðið - 14.12.1990, Síða 34
SIEMENS
CBÓKQFORLflGSBÓK/
Sidnev Sheldon
Sidney Shddon \
t j
Ife nomalMWKl»w j
m t aovtrt, i
W haí þekki* þow"0» j
fsten&W9 ***" ^18 /
haf«te»^r*öok*h#a* j
ofiOiinterín *f f
Wk
fTlartröð
/7 iJtÍðHAAttÍ
MARTRÖÐ
Á MIÐNÆTTI
eftir Sidney Sheldon
Sidney Sheldon, sem er mest lesni
skáldsagnahöfundur i Bandaríkjun-
um, sendir nú frá sér nýja skáld-
sögu og tekur upp þráðinn um
Katrínu Douglas úr bokinni „Fram
yfir miðnætti“.
Það er grískur auðjöfur, Demiris,
sem hefur örlög hennar í hendi sér,
en hann þarf einnig að afmó spor
sem ekki mega sjóst. Atburðarásin
er hröð og spenna míkil, þvi öll
ámet
Evrópubandalagið:
Yfírgnæfandi stuðningur við sam-
starf um öryggis- og varnarmál
Af könnuninni er ljóst að yfir-
gnæfandi meirihluti íbúa banda-
lagsins styður markmið ríkis-
stjórnarráðstefnanna sem hefjast
í Róm um næstu helgi. Minnstur
er stuðningurinn við sameiginlega
utanríkisstefnu aðildarríkj anna.
51%, en á móti voru 26%. 66%
vilja sameiginlega stefnu í örygg-
is- og varnarmálum og 64% styðja
hugmyndina um frekari völd til
Evrópuþingsins. 56% styðja tillög-
ur um evrópskan seðlabanka og
sama hlutfall telur að Evrópuþing-
ið eigi að samþykkja tilnefningu
framkvæmdastjómarinnar. 55%
vilja sameiginlegan gjaldmiðil. Al-
mennt virðast íbúar EB ánægðir
með þróun bandalagsins og telja
að samkomulag innan EB hafi á
síðustu misserum batnað að mun.
Stanislaw Tyminski, kaupsýslumaður og frambjóðandi í forsetakosn-
_____________ ingunum í Póllandi, kemur til flugvallarins í Toronto í Kanada.
Tyminski fær að fara frá
Póllandi gegn tryggingu
- Walesa segir af sér formennsku í Samstöðu
Varsjá, Gdansk. Reuter.
STANISLAW Tyminski, sem tap-
aði fyrir Lech Walesa í síðari
umferð forsetakosninganna í Póll-
andi á sunnudag, kom til Kanada
í gær eftir að hann hafði lagt fram
100.000 dollara tryggingu fyrir
því að hann sneri aftur til að svara
til saka í meiðyrðamáli sem höfðað
hefur verið á hendur honum
vegná ummæla hans um Tadeusz
Mazowiecki forsætisráðherra.
Þessi umdeildi kaupsýslumaður,
sem náði óvæntum árangri í fyrri
umferð kosninganna og olli miklu
uppnámi í pólskum stjórnmálum, var
umkringdur af stuðningsmönnum
sínum og andstæðingum, þegar hann
kom til flugstöðvarinnar á Varsjár-
flugvelli á leið til Kanada. „Pólland
er með þér,“ kallaði hópur stuðnings-
manna og afhenti honum stóran vönd
af nellikkum í pólsku fánalitunum.
„Farðu til þíns heima,“ kölluðu
nokkrir aðrir í kór, „burt með komm-
únismann,“ bættu þeir við og vitnuðu
þar til orða Walesa um að Tyminski
hefði notið stuðnings fyrrverandi
yfirmanna í öryggislögreglu komm-
únista.
Tyminski var yfirheyrður í þijár
og hálfa klukkustund hjá saksóknara
á þriðjudag og á yfir höfði sér allt
að átta ára fangelsi verði hann fund-
inn sekur um meiðyrði í garð
Mazowieckis forsætisráðherra. Hann
sagði að honum hefði verið leyft að
fara úr landi eftir að hann lagði fram
100.000 dollara tryggingu fyrir því
að hann sneri aftur til Póllands 5.
janúar til að standa fyrir máli sínu.
„En ég endurtek það sem ég hef
áður sagt,“ sagði hann við frétta-
menn, „orð mín standa óhögguð."
Lech Walesa lét á þriðjudag af
embætti formanns Samstöðu. Hann
lagði til að gamall baráttufélagi í
samtökunum, Bogdan Borusewicz,
yrði eftirmaður hans þar til for-
mannskosningar færu fram. Bor-
usewicz vildi ekki taka formanns-
starfið að sér. Búist var við að annar
tveggja varaformanna Samstöðu,
Lech Karzynski eða Stefan Jurczak,
yrði tilnefndur í embættið.
Jaruzelski hérshöfðingi, fyrrum
leiðtogi kommúnistaflokksins, sagði
í sjónvarpsræðu nýlega að pólska
þjóðin hefði orðið að þola miklar
þjáningar og óréttlæti. „Það þykir
ef til vill þunnur þrettándi þó að ég
segist harma það, en mér dettur
ekkert annað orð í hug.“
Fjölhœf hrœrivél!
MK 4450
Blandari, grænmetiskvöm og hakka-
vél fylgja með.
• Allt á einum armi.
• Hrærir, þeytir, hnoðar, blandar,
brytjar, rífur, hakkar og sker.
• ísl. leiðarvísir og uppskriftahefti.
• Einstakt verð: 13.960 kr.
SMrTH&NORLAND
NÓATÚNI4 - SÍMI28300
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttantara Morgunblaðsins.
SAMKVÆMT skoðanakönnun,
sem birt var í Brussel fyrr í
vikunni, styðja 70% íbúa Evr-
ópubandalagsins (EB) hug-
myndir um stofnun sérstaks
varnarbandalags innan EB.
Helmingur þeirra sem tók þátt
í könnuninni taldi að setja ætti
á stofn sérstakar hraðsveitir
hermanna á vegum bandalags-
ins. I könnuninni kom fram al-
mennt meiri stuðningur við EB
og markmið þess en áður og
69% aðspurðra töldu aðildina
að EB af hinu góða.
Niðurstöður könnunarinnar um
öryggis- og varnarmál hljóta að
teljast mjög athyglisverðar en inn-
an EB hafa verið skiptar skoðanir
um hlutverk bandalagsins í þess-
um efnum. Það er t.d. eitt af skil-
yrðum Svía fyrir umsókn um aðild
að EB að öryggis- og varnarmál-
um verði haldið utan við bandalag-
ið.
í könnuninni sem gerð var í
október og nóvember í öllum aðild-
arríkjunum var m.a. spurt um mat
fólks á yfirvofandi ófriðarhættu
við Persaflóa. í ljós kom að 62%
Breta telja miklar líkur á styijöld
á næstu tólf mánuðum en einung-
is 25% Þjóðveija. Fyrir bandalagið
allt var niðurstaðan sú að 39%
töldu miklar líkur á ófriði en 42%
voru mjög efins um að til styijald-
ar drægi við Persaflóa.
Af könnuninni er ljóst að Danir
eru mun ánægðari innan EB en
áður. 58% þeirra styðja aðildina
en fyrir sex mánuðum var þetta
hlutfall 48%. Mestur er stuðning-
urinn við EB í Hollandi, 82% en
íbúar hins gamla Austur-Þýska-
lands eiga þó vinninginn en þar
reyndist stuðningur við aðild að
EB 84% en í heild styðja 73% Þjóð-
veija aðildina að EB.
ixmm
Tóbaksreyk
verði skipað í
flokk verstu
eiturefna
Flórída. Frá Atla Steinarssyni, frétta-
ritara Morgunblaösins.
SÉRSTÖK ncfnd bandarískra
vísindamanna hefur kveðið
upp þann úrskurð, að tóbaks-
reykur frá fólki sem reykir
geti valdið lungnakrabba hjá
þeim sem ekki reykja en eru
samvistum við reykingahóp-
inn.
Sérfræðingarnir segja að um-
hverfisverndarráð Bandaríkjanna
eigi að skipa tóbaksreyk í „A-
flokk eiturefna" því hann sé í
hópi 15 hættulegustu eiturefna
ásamt asbesti, radon og bensóli
vegna krabbameinshættunnar
sem af honum stafar.
Þessi ráðgjafamefnd umhverf-
isvemdarráðsins samþykkti orða-
lag í uppkasti að skýrslu um-
hverfisvemdarráðsins sem birt
var í fyrra, en þar segir að tó-
baksreykur frá reykingafólki geti
einnig valdið öndunarsjúkdómum
hjá börnum.
Samtök sem beijast gegn
reykingum hafa fagnað þessari
niðurstöðu og búast má við að
hún hafí mikil áhrif á vinnustöð-
um.
‘tmnzM ‘firsisrNs* ai öia>