Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR. 14. DESEMBER 1990
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Ohugnaður
í Kúvæt
Töluverð áhersla virðist nú
lögð á að finna pólitíska
lausn er leiði til þess að Sadd-
am Hussein, einræðisherra í
írak, kalli herafla sinn á brott
frá Kúvæt. Samkvæmt sam-
þykkt öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna er svigrúm fram til
15. janúar til að ná slíku sam-
komulagi en eftir þann tíma
brýtur það ekki i bága við
ályktanir öryggisráðsins, þótt
hervaldi yrði beitt til að ná
Kúvæt úr höndum Husseins.
Ógjömingur er að segja um
það á þessu stigi, hvort samn-
ingar takist. Sumir telja, að
komist Hussein upp með of-
beldið sem hann hefur sýnt og
nái ef til vill að halda eftir hluta
af Kúvæt hafi hann náð mark-
miði sínu. Hann hafi slegið sig
til riddara meðal arabaþjóða
sem sá leiðtogi þeirra er bauð
heiminum byrginn og komst
upp með það. Hann hafí ekki
hopað andspænis óvígum her
Vesturlanda. Stríð íraka og
írana og innrásin í Kúvæt yrðu
þó áfram víti til varnaðar og
svo kynni að fara, að vestrænn
herafli yrði um kyrrt á Arabíu-
skaga Hussein til viðvörunar.
ísraelar teldu öryggi sitt síður
en svo meira eftir en áður.
Vangaveltur af þessu tagi
eiga rétt á sér á meðan rætt
er um framvindu mála við
Persaflóa í því öryggi sem ríkir
fjarri svæðinu. I Irak og Kúvæt
ríkir hins vegar ógnarstjóm á
meðan Hussein fer sípu fram
þar. Lýsingar blaðamanns
Morgunblaðsins á ástandinu í
Bagdad endurspegla sálar-
ástand fólksins sem verður að
þola stjórnarhætti Husseins.
Viðmælandi blaðsins sagðist
fyrirlíta töku gíslanna og inn-
rásina og bætti við: „Græðgi
og mannvonska, og Guð hjálpi
mér og fjölskyldu minni ef þú
birtir þetta undir nafni.“
Lýsingar Gísla Sigurðssonar
læknis á ástandinu í Kúvæt
hafa vakið heimsathygli. Hann
hefur augljóslega verið í
iífshættu sjálfur ekki síður en
fólkið sem hann lýsir. Hann
stóð frammi fyrir því eins og
aðrir í Kúvæt, að írösku her-
mennirnir skutu á fólk til að
drepa og af tilefnislausu eins
og þessi frásögn Gísla ber með
sér: „Eg man til dæmis vel
eftir einum Kúvæta. Hann
hafði staðið í tvær stundir í
biðröð við bakarí til að kaupa
brauð þegar nokkrir íraskir
hermenn komu þar að og tróðu
sér framarlega í röðina. Hann
mótmælti því og benti þeim á
að fara aftast í röðina. Hann
galt þess með því að þeir drógu
hann út úr röðinni og skutu
hann í brjóst og kvið.“
Lýsingar af þessu tagi og
frásagnir af því að írakar hirði
allt steini léttara í Kúvæt og
flytji á brott sýna ekki annað
en að nauðsynlegt er að grípa
hið fyrsta til ráða sem duga
til að losa íbúa landsins undan
ofríki og ofbeldi Husseins. Efa-
semdir hljóta að vakna um,
hvort nokkum tíma sé unnt
að semja við þann sem lætur
her sinn ganga fram með þess-
um hætti. Með því að sleppa
gíslum er Hussein ekki að
hugsa um öryggi þeirra eða
tilfínningar fjölskyldnanna
sem bíða á milli vonar og ótta.
í hans huga er um áróðurs-
bragð að ræða sem hann ætlar
að beita til að knýja fram ofrík-
isfullan vilja sinn gagnvart
þeim sem hafa sett honum
skorður í krafti samþykkta
Sameinuðu þjóðanna.
Það er mikill vandi að glíma
við einræðisherra á borð við
Hussein og . tvískinnungur í
þeim samskiptum kemur fljótt
í ljós. Má þar minna á opinbera
afstöðu Frelsissamtaka Pal-
estínumanna (PLO) undir for-
ystu Yassers Arafats, sem vilja
eiga gott samband við Hussein
og horfa jafnvel framhjá örlög-
um hundruða þúsunda Pal-
estínumanna sem hann er að
hrekja frá Kúvæt. Það dugar
ekki alltaf að heiðra skálkinn.
Á næstu dögum kemur í ljós,
hvort unnt reynist að losa íbúa
Kúvæts við blóðugan innrásar-
herinn með friðsamlegum
hætti. Gífurlegur herafli hefur
verið dreginn saman umhverfis
írak. Líkurnar á að honum
verði beitt aukast dag frá degi.
Taugaspennan á stjórnmála-
sviðinu verður í hámarki um
hátíðarnar. Hingað til hefur
andstæðingum Husseins geng-
ið ótrúlega vel að samræma
sjónarmið sín og viðbrögð,
hann á sér enga öfluga formæl-
endur. Þeim íjölgar ekki við
að kynnast frásögnum Gísla
Sigurðssonar læknis af óöld-
inni í Kúvæt.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990
39
Fríverslun og fjárhagsaðstoð aust-
ur eða flóttamaimastraumur vestur
eftirJón Sigurðsson
I. Ástæður efnahagsvandans
Hagkerfi landanna í Mið- og
Austur-Evrópu eru að hruni komin
af því að valdstjórnarbýskapur að
hætti kommúnismans hefur verið
yfírgefinn áður en markaðsbúskap-
arhættir eru komnir á eða hafa feng-
ið staðfestingu í stjórnskipulaginu.
Efnahagur þessara landa er að
hruni kominn vegna þess að sú
víðtæka samvinna og samstilling í
framleiðslu og dreifingu sem nauð-
synleg er hagkerfi sem byggir á
verkaskiptingu og sérhæfíngu,
sprettur ekki af sjálfri sér. Annað
hvort þarf valdsstjórn til að knýja
hana fram með góðu eða illu eða
hún er löðuð fram af hvatningum
verðkerfís í í'tjálsum markaðsbú-
skap. Hrunið verður ef hagkerfið er
lengi á milli vita — á gráu svæði —
þar sem hvorki vald né verð ræður
för. Svipað ástand ríkti eftir stríðið
í Þýskalandi áður en endurreisnar-
starfið hófst.
Nánari skýringar á þessu ófremd-
arástandi má gefa í þrennu lagi:
1. Arfleifðin frá óstjórn kommún-
ismans.
Atvinnuvegir þessara ríkja eru
einfaldlega óhagkvæmir og ósam-
keppnisfærir. Það kemur í ljós þegar
markaðsverð og samkeppni fá loks-
ins að miðla réttum upplýsingum um
verð og framleiðslukostnað. Sam-
dráttur í framleiðslu og erfið aðlögun
að honum er því óhjákvæmileg í
fyrstu.
Úr sér gengin fjarskipta- og sam-
göngukerfí valda stöðugum töfum í
atvinnulífínu og koma jafnvel í veg
fyrir eðlilega dreifíngu á hráefnum,
framleiðsluvöru og matvælum.
Mengun og umhverfisspjöll eru
miklu alvarlegri í ríkjum Mið- og
Austur-Evrópu og fyrirtækjum hef-
ur liðist að níðast á umhverfinu með
úreltum framleiðsluaðferðum.
Strangari kröfur í þessum efnum
kalla nú á lausnir og ijármagn sem
erfitt er að finna.
Utanríkisviðskipti ríkjanna hafa
einkum verið við önnur austantjalds-
ríki og hafa byggst á miðstýringu
og falskri verðmyndun. Endalok
þessa fyrirkomulags í árslok 1990
kippa fótunum undan fjölmörgum
útflutningsfyrirtækjum f þessum
löndum.
Stór hluti útlána í bönkum eru í
vanskilum og allt að 60% í sumum
ríkjanna. Bankamir geta því alls
ekki fjármagnað nauðsynlega ný-
sköpun í atvinnulífínu. Gömlu lánin
— pólitísku lánin — eru einfaldlega
að sliga bankana.
Þrúgandi erlendar skuldir þrengja
svigrúm margra þessara þjóða til
efnahagsframfara. Áætlað er að
Búlgaría, Pólland og Ungveijaland
þyrftu að veija 3-5% af landsfram-
leiðslu sinni til að borga af skuldum
sínum til Vesturlanda. Á sama tíma
þurfa þessi ríki á öllu handbæru fé
sem og auknu lánsfé að halda til
endurreisnarstarfsins. Erlendu lánin
voru tekin á tímum fyrri stjórna til
þess eins að halda efnahagslífínu
gangandi og þeim sjálfum við stjórn-
völinn þrátt fyrir óstjómina án þess
að gripið væri til raunhæfra aðgerða
til að breyta efnahagskerfínu. Synd-
ir feðranna koma nú af fullum þunga
niður á hinum nýfijálsu ríkjum.
2. Ómarkvissar umbótaáætlanir á
fyrri árum.
Hálfkák við breytingar á hagkerf-
um í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu
á fyrri árum gerði oft og tíðum illt
verra. Ábyrgðarlausum aðilum voru
fengin yfírráð yfír fyrirtækjum í
valddreifíngartilraunum kommún-
ista. Slíkar breytingar hafa valdið
ringulreið og vöruskorti, ekki síst í
Sovétríkjunum. Hagkerfíð þar er nú
í upplausn og allt á tjá og tundri.
3. Versnandi ytri skilyrði.
Ofan á þennan tvíþætta vanda
úr fortíðinni bætast svo áföll í ytri
skilyrðum efnahagslífsins sem auka
enn á efnahagsvandann:
Ringulreiðin í Sovétríkjunum
veldur hinum ríkjunum í Mið- og
Austur-Evrópu miklum erfiðleikum
vegna þeirra miklu viðskipta sem
hafa verið á milli þessara ríkja. Al-
mennt öryggisleysi einkennir við-
skipta- og atvinnulíf landanna allra.
Um næstu áramót verður tekið
upp heimsmarkaðsverð og uppgjör
í vestrænum gjaldmiðli í innbyrðis-
viðskiptum ríkja Mið- og Austur-
Evrópu. Þá verða miklar breytingar
á greiðslufyrirkomulagi og verð-
myndun sem munu valda versnandi
viðskiptakjörum og miklum efna-
hagsvanda í Búlgaríu, Póllandi,
Rúmeníu, Tékkóslóvakíu og Ung-
veijalandi. Þessi breyting á fyrir-
komulagi viðskiptanna er hins vegar
í senn óhjákvæmileg og bráðnauð-
synleg.
Hækkun olíuverðs og óvissa um
þróun þess vegna Persaflóadeilunnar
gerir umbreytinguna í ríkjum Mið-
og Austur-Evrópu enn erfíðari en
eila. Þar við bætist að írakar skulda
sumum þessara ríkja mikið fé og
standa ekki í skilum. Þannig mun
Búlgaría eiga 1-2 milljarða dollara
inni hjá írökum.
Eftirspurn eftir lánsfé hefur auk-
ist á alþjóðalánamarkaði á sama
tíma og dregið hefur úr framboði
vegna minnkandi greiðsluafgangs
Japans og Þýskalands. Jafnframt
hefur verðbólga farið vaxandi í
heiminum. Þetta hefur þegar leitt
til aukins vaxtakostnaðar fyrir ríki
Mið- og Austur-Evrópu og kann að
torvelda aðgang þeirra að lánsijár-
magni.
II. Nauðsynlegar breytingar í
ríkjum Mið- og Austur-Evrópu
1. Stjórnmálaóvissa.
Ríki Mið- og Austur-Evrópu glíma
öll við sams konar vandamál, og að
nokkru leyti sameiginleg vandamál,
en jafnframt er efnahags- og stjórn-
málaástand í löndunum nokkuð mis-
munandi.
í Póllandi og Ungveijalandi hafa
þegar verið gerðar mikilvægar
breytingar á hagkerfinu. í Búlgaríu
og Rúmeníu er hafin framkvæmd
umbótaáætlana. en í Tékkóslóvakíu
hefur til þessa verið farið hægt í
sakimar. Innan Sovétríkjanna hefur
enn sem komið er reynst erfitt að
sammælast um það hvernig staðið
skuli að breytingum á hagstjórn.
Þarlend stjórnvöld hafa þó þegar
ákveðið að sækja um aðild að Al-
þjóða gjaldeyrissjóðnum og Alþjóða-
bankanum. Það veyður að teljast
fyrsta stóra skrefið í átt til markaðs-
væðingar í utanríkisviðskiptum sem
er skilyrði fyrir aðild að þessum
stofnunum.
Þótt mikilvæg fyrstu skref hafi
verið stigin í átt til lýðræðis og þing-
ræðis í ríkjum Mið- og Austur-Evr-
ópu ráða stjórnkerfi þessara ríkja
illa við stórfelldar hagkerfisbreyt-
ingar við þessar erfiðu aðstæður.
Einna erfiðast er að almenningur
gerir sér allt of miklar vonir um
skjótar framfarir og kjarabætur Ioks
þegar oki kommúnismans hefur ver-
ið aflétt. Þolinmæði almennings er
því trúlega af skornum skammti.
Sem dæmi má nefna að forsetafram-
bjóðandi í Póllandi lofaði betri tíð
þegar innan eins mánaðar en á Vest-
urlöndum og víða meðal sérfræðinga
í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu er
rætt um að það taki áratugi að koma
efnahagsstarfseminni í það gott horf
að lífskjör verði svipuð því sem gcng-
ur og gerist á Vesturlöndum.
Þá má ekki gleyma því að alls
konar hagsmuna- og þrýstihópar
láta til sín taka í stjórnmálum þegar
lýðræðislegir stjórnarhættir eru inn-
leiddir og þá yfirleitt til þess að
vernda gamalgróna sérhagsmuni og
koma í veg fyrir breytingar.
Eitt af erfiðustu verkefnum nýrra
ríkisstjórna er að glæða skilning al-
mennings á nauðsyn breytinganna
og sætta fólk við fórnirnar sem fyrst
um sinn þarf að færa til þess að
koma umbótum í framkvæmd. Þetta
er án alls efa þyngsta þrautin. Fæð-
ingarhríðir lýðræðisins í þessum ný-
fijálsu ríkjum eru harðar og' leiðin
til valda gæti verið greið fyrir ópr-
úttna lýðskrumara. Við bæti^t svo
sá stjórnmálavandi sem leiðir af
sjálfstæðisviðleitni einstakra ríkja
og sjálfstjórnarsvæða, einkum í Sov-
étríkjunum og Júgóslavíu en að
nokkru leyti einnig í Tékkóslóvakíu.
Meginskýringin á erfíðu og óvissu
stjórnmálaástandi í ríkjum Mið- og
Austur-Evrópu er ef til vill sú að
kostnaðurinn við umbætur í efna-
hagsmálum kemur strax niður á
lífskjörum almennings þegar fram-
leiðslan minnkar. Það leiðir til vax-
andi atvinnuleysis og dulin verðbólga
kemur fram í dagsljósið. Hins vegar
fellur ávinningurinn af umbótunum
ekki til fyrr en síðar og fyrir margan
manninn er erfitt að sætta sig við
illa skilgreindan og óvissan fram-
tíðarábata fyrir.áþreifanlegar fórnir.
Þetta er auðvitað skýringin á því
Jón Sigurðsson
augljósir. Það fjármagn sem greitt
er fyrir eignirnar verður einfaldlgga
að taka úr umferð til þess að koma
í veg fyrir óðaverðbólgu.
Sala stórfyrirtækja kallar á meiri
undirbúning og kæmi í öðrum
áfanga og er vandasamt mál. I ar
hafa menn bæði áhyggjur af erlend-
um yfirráðum og ósanngjarnri verð-
myndun. Það er hins vegar vafa-
laust að þær áhyggjur eru algjört
aukaatriði þegar horft er á nauðsyn
þess að koma á hvetjandi hagskipu-
lagi og eignarhaldi til þess að auka
hagkvæmni framleiðslunnar.
Ein leið er sú að dreifa hlutum í
ríkisfyrirtækjum til almennirigs án
endurgjalds. Slíkt er tiltölulega auð-
velt í framkvæmd og eflir einkavæð-
ingu í sessi meðal íbúanna en hefur
þann mikla ókost að eignaraðild
verður svo dreifð að stjórnendur fyr-
irtækjanna fá ekkert raunverulegt
aðhald frá eigendum þeirra.
Önnur leið er að selja fyrirtækin
■ Dagana 28.—30. nóvember gekkst Efnahagss-
amvinnu- og framfarastofnunin (OECD) í sam-
vinnu við Alþjóðabankann fyrir ráðstefnu í París
um leiðir til að koma á fót og efla markaðsbú-
skap í ríkjum Mið- og Austur-Evrópu.
Það var nýstofnuð miðstöð OECD fyrir þessi
mál (Centre for Co-operation with European
Economies in Transition) sem hafði veg og vanda
af undirbúningi þessarar ráðstefnu. Megintil-
gangur hennar var að draga saman úr sem flest-
um áttum reynslu og þekkingu um hagþróun sem
gæti nýst þessum þjóðum við að komast á fram-
farabraut. Þátttakendur voru ráðherrar og aðr-
ir stjórnmálamenn úr austri og vestri, visinda-
menn og sérfræðingar, bæði frá háskólum og
sljórnarstofnunum einstakra ríkja og alþjóða-
stofnana auk fulltrúa atvinnurekenda og verka-
lýðshreyfinga. Þátttakendur voru um 200 tals-
ins, en þetta var í fyrsta sinn sem fulltrúar allra
Mið- og Austur-Evrópuríkja tóku þátt í opinberu
fundahaldi á vegum OECD.
I þessari grein er fjallað um ýmis mikilvæg
atriði sem fram komu á ráðstefnunni og er þar
meðal annars byggt á óformlegri samantekt eft-
ir prófessor Paul Marer. Greinarhöfundur var
einn stjórnenda ráðstefnunnar.
Ársins 1990 verður minnst fyrir það að þá
hrundi kerfi kommúnismans til grunna. Atburð-
ir ársins hafa leitt í ljós að efnahagsástandið í
ríkjum Mið- og Austur-Evrópu er ískyggilegt og
fer versnandi. Yfir þeim vofir vöruskortur, at-
vinnuleysi og verðbólga og almennt öryggisleysi
um eigin afkomu og framtíð þjakar fólkið. Veru-
leg hætta virðist á því að stjórnmálaþróunin
geti snúist gegn umbótaöflunum, ef þau fá ekki
stuðning frá Vesturlöndum. Hvaða leiðir eru
færar út úr þessum ógöngum? Þótt meginstefn-
an sé ljós, eru svörin vandfundin í einstökum
atriðum.
að flestir íbúar landanna eru mót-
fallnir þeim einstöku aðgerðum sem
þarf til að gera efnahagsumbætur
að veruleika þótt almennur stuðn-
ingur sé víð breytingar í átt til mark-
aðshagkerfis.
2. Efnahagsumbætur.
Fræðimenn og aðrir sem fjallað
hafa um þróunina í ríkjum Mið- og
Austur-Evrópu virðast almennt sam-
mála um að raunverulegar úrbætur
í efnahagsmálum í þessum ríkjum
felist í aðgerðum á fjórum megin-
sviðum. í fyrsta lagi þarf að ná
pólitískri samstöðu um umbæturnar
og draga úr væntingum almennings.
í öðru lagi þarf að skapa jafnvægi
í efnahagsmálum og afnenia ýmiss
konar höft, t.d. í verðlags- og gjald-
eyrismálum. í þriðja lagi þarf að
einkavæða framleiðslu- og þjónustu-
fyrirtæki og mynda eignarrétt ein-
staklinga í þjóðfélaginu. Og í fjórða
lagi þarf að koma til ijármagn,
tækni- og stjórnunarþekking frá
Vesturlöndum. Innan þessara fjög-
urra meginflokka má svo greina fjöl-
mörg atriði og skulu hér nokkur
nefnd:
Ná þarf jafnvægi í peningamálum
til þess að halda aftur af verðbólgu
sem blossar upp um leið og verðlag
er gefið fijálst og dregið er úr niður-
greiðslum.
Beita þarf aðhaldi í ríkisfjármál-
um og minnka hlut ríkisins í þjóðar-
búskapnum. Koma þarf á nútíma-
skattkerfi sem bætir ráðstöfun al-
mannafjár og hvetur til sparnaðar
og Ijárfestingar jafnframt því sem
það letur ekki menn til vinnu.
Skrá þarf gengi gjaldmiðla með
raunhæfum hætti og afnema gjald-
eyrishöft, a.m.k. þau sem tengjast
viðskiptum með vöru og þjónustu.
Koma þarf á fijálsum milliríkja-
viðskiptum með vöru og þjónustu
ög greiða fyrir fjárfestingu erlendra
aðila með rýmri reglum.
Koma þarf á virkri samkeppni í
framleiðslu og viðskiptum. Það má
gera með því að skipta fyrirtækjum
í landbúnaði og iðnaði í smærri ein-
ingar og með því að opna fyrir sam-
keppni frá útlöndum.
Stuðla þarf að hreyfanleika fjár-
magns og vinnuafls innanlands.
Fyrirtæki þurfa að búa við stöð-
ugt rekstrarumhverfi, t.d. hvað varð-
ar opinbera stjórnsýslu, viðskipta-
reglur, lánamál, skatta og gengis-
skráningu.
Lögleiða þarf vel skilgreindar og
framkvæmanlegar reglur um eign-
arrétt og viðskiptasamninga.
Hverfa þarf frá því fyrirkomulagi
að ríkið sé aðaleigandi framleiðslu-
tækjanna. Meiri hluti atvinnufyrir-
tækja verður að vera óháður ríkinu.
Til þess þarf umfangsmikla einka-
væðingu og auðvelda þarf stofnun
og slit fyrirtækja.
Bæta þarf rekstur þeirra fyrir-
tækja sem áfram verða í eigu ríkis-
ins, bæði með bættri fjármálastjórn
og endurskipulagningu. Ríkið á að
beita sér að endurskipulagningu og
einkavæðingu atvinnulífsins.
Koma þarf á laggirnar virku ör-
yggisneti — almannatryggingakerfi
— sem þó dregur ekki úr vinnuvilja
og framtakssemi. Þetta er sérlega
mikilvægt á fyrsta stigi breyting-
anna til þess að hlífa þeim sem harð-
ast verða úti.
Öll eru þessi atriði samslungin en
vónlaust er fyrir stjórnvöld í þesgum
ríkjum að hefja strax markvissar
aðgerðir á öllum sviðum í senn.
Nauðsynlegt er að grípa nú þegar
til jafnvægisaðgerða í efnahagsmál-
um og hefja róttækar skipulagsum-
bætur en hins vegar mun líða langur
tími þar til þær fara að skila fullum
árangri.
Samstaða virðist um að helja þurfi
einkavæðingu í hagkerfínu sem fyrst
en deildar meiningar eru um bestu
leiðina að því marki. Mest aðkall-
andi í sumum landanna, t.d. í Sov-
étríkjunum, er að „þurrka“ upp of-
gnótt peningaeigna, sem safnast
hafa upp vegna vöruskorts. Þar er
nærtækast að selja íbúðarhúsnæði,
bújarðir, smáfyrirtæki o.þ.h., þar
sem einkahagsmunir eru beinir og
til innlendra jafnt sem erlendra aðila
en þá þarf að verðleggja fyrirtækin.
Það kann að reynast erfitt auk þess
sem þau kunna þá að lenda í höndum
þeirra aðila sem efnuðust í skjóli
kommúnistaklíkunnar á sínum tíma.
Þriðja meginleiðin er sú að stofna
nokkur eignarhaldsfélög sem eiga
ríkisfyrirtækin og veita stjórnendum
þeirra aðhald og dreifa síðan hlutum
í eignarhaldsfélögunum til almenn-
ings.
III. Lærdómur reynslunnar
frá Vesturlöndum
Sú spurning vaknar að hve miklu
leyti reynsla OECD-ríkjanna eftir
seinni heimsstyijöld er lærdóinsrík
fyrir þessi lönd og brúkleg sem fyrir-
mynd við gerð og framkvæmd um-
bótaáætlana í ríkjum Mið- og
Austur-Evrópu. Bent hefur verið á
að þessi reynsla hefði takmarkað
gildi — en gildi þó — í þessu sam-
bandi. Endurreisnarstarfið í Þýska-
landi eftir stríð þar sem markaðsbú-
skap var komið á með skjótum hætti
getur að nokkru leyti verið fyrir-
mynd. Nær okkur í tímanum eru svo
lög, reglur og stofnanir EB, sem
geta verið mikilvægar fyrirmyndir,
þar sem innan vébanda EB hefur
verði lögð í það mikil vinna að sam-
ræma reglur og gera markaðshag-
kerfið virkt. Dæmi Spánar er sérlega
lærdómsríkt en þar hefur aðildin að
EB gegnt miklu hlutverki við far-
sæla umbreytingu hagkerfisins frá
ofstjórn Franco-tímabilsins til
fijálsra viðskiptahátta. Við þetta
bætist svo að flest af ríkjunum í
Mið- og Austur-Evrópu hafa hug á
nánum tengslum eða jafnvel aðild
að EB.
Ástæða er til þess að gera sér
grein fyrir því að ríki Mið- og
Austur-Evrópu búa við allt aðrar
aðstæður en OECD-löndin eftir stríð:
í OECD löndum var meginvið-
fangsefnið eftir heimsstyijöldina
síðari að endurreisa efnahagskerfi
fyrirstríðsáranna. Ríki Mið- og
Áustur-Evrópu byggja ekki á sama
grunni hvað varðar einkaframtak,
markaðsbúskap eða lýðræðishefðir.
Þar hafa 2 kynslóðir vaxið úr grasi
sem ekki þekkja annað en hið komm-
úníska kerfi.
Stjórnmálaástandið í ríkjum Mið-
og Austur-Evrópu er nú allt annað
en var í OECD-löndunum eftir
stríðið. í þeim löndum var almenn-
ingur nægusamari og var ekki hald-
inn miklum væntingum um skjót-
fengnar kjarabætur, þótt menn væru
bjartsýnni á framtíðina eftir að frið-
ur komst á. Nú eru væntingar al-
mennings í ríkjum Mið- og Austur-
Evrópu miklar um stórbætt lífskjör
um leið og markaðsbúskapur er inn-
leiddur. Þetta er skiljanlegt þar sem
fóikið í þessum löndum hefur beðið
lengi eftir betri tíð og hefur daglega
fyrir augum í sjónvarpi allsnægta-
samfélag Vesturlanda.
Þá skiptir einnig miklu máli að
hið alþjóðlega efnahagskerfi er nú
annað en var við stríðslok. Þótt al-
þjóðaviðskipti séu nú meiri eru líka
við lýði lokaðar viðskiptablokkir sem
ríki Mið- og Austur-Evrópu eiga
ekki sjálfkrafa aðgang að. Þá eru
nú blikur á lofti á alþjóðlegum fjár-
magnsmörkuðum sem geta tafið fyr-
ir fjártnögnun nauðsynlegra fram-
kvæmda.
Af öllu þessu má draga þá álykt-
un að umbæturnar í ríkjunum í Mið-
og Austur-Evrópu eftir gjaldþrot
kommúnismans verði vandasamari
og seinlegri en hjá OECD-löndunum
eftir stríð. Þar er því varla að leita
margra fyrirmynda, ef til vill væri
ekki síður gagnlegt að líta til efna-
hagsumbóta í ýmsum þróunarríkj-
anna.
IV. Aðstoð frá Vesturlöndum
„Marshall plan or martial law.“
„Hjálp að vestan eða herlög" hefur
heyrst þegar rætt er um þörfina
fyrir aðstoð frá Vesturlöndum. Aðrir
spá því að hið skuggalega útlit í
ríkjum Mið- og Austur-Evrópu leiði
til þess að óánægt fólk flykkist unn-
vörpum vestur yfir í leit að betri
lífskjörum fyrir sig og sína. Fram-
undan sé mikill flóttamannastraum-
ur þegar ferðabanni þessara þjóða
verði loksins aflétt.
Það liggur í augum uppi að Vest-
urlönd eiga að gera það sem í þeirra
valdi stendur til að styðja umbótaöfl-
in í þessum löndum, ekki eingöngu
af mannúðarástæðum heldur einnig
af eigingjörnum hvötum. Það er ein-
faldlega ódýrara að flytja fjátmagn-
ið austur en að fá flóttamenn í
stríðum straumum vestur. Liðsinni
Vesturlanda ætti að taka mið af
eftirtöldum atriðum:
Fyrst og fremst að gefa ríkjum
Mið- og Austur-Evrópu fijálsan að-
gang að markaði Vesturlanda fyrir
útflutningsvörur sínar.
Vera viðbúin að veita matar-,
lyfja- og mannúðarhjálp í stórum
■ stíl á næstunni.
Veita tímabundna fjárhagsaðstoð
þegar í stað til þess að komast yfir
fyrsta hjallann í aðlögun að breytt-
um aðstæðum, hnmi sovéska hag-
kerfísins, hækkandi olíuverði og
vöxtum.
Endurskipuleggja skuldabyrði
ríkja Mið- og Austur-Evrópu, en
skuldbreytingar og lánalengingar
eru óumflýjanlegar.
Veita nýju lánsfé til þessara landa,
ekki síst til þess að skapa tiltrú hjá
væntanlegum fjárfestendum.
Veita tækniaðstoð og ráðgjöf á
stjórnmálasviðinu og í atvinnu- og
efnahagslífi.
Vesturlönd hafa þegar ákveðið að
verða ríkjum Mið- og Austur-Evrópu
að liði á ýmsan hátt. Einn liður í
því var stofnun Endurreisnar- og
þróunarbanka Evrópu sem gagngert
er ætlað að veita þessurn þjóðum
fjárhags- og sérfræðiaðstoð við end-
urreisnarstarfið og einkavæðinguna.
ísland er einn af stofnendum bank-
ans og hefur ríkisstjórnin óskað eft-
ir staðfestingu Alþingis á þeirri
ákvörðun, og er þess að vænta að
hún verði veitt fyrir jólahlé þingsins.
Stuðningur Vesturlanda er vissu-
lega mikilvægur en mikilvægast er
þó að ríki Mið- og Austur-Evrópu
taki sjálf á vandamálum sínum.
Stuðningur utan að má aldrei verða
til þess að tefja eða fresta óhjá-
kvæmilegum breytingum.
Höfundur er iðnadar- og
viðskiptaráðherra.
Tölvunefnd afgreiddi 118 umsóknir á síðasta ári:
Flest erindi varða
heilbrigðismál
í ÁRSSKÝRSLU Tölvunefndar fyrir árið 1989, sem er nýkomin út,
kemur fram að á árinu árust nefndinni alls 107 erindi og umsóknir
en óafgreidd erindi og umsóknir frá fyrra ári voru 21. Til afgreiðslu
á árinu voru því 128 mál. Þar af voru 118 afgreidd en 10 málum
var vísað til viðtakandi nefndar á næsta ári. Erindi varðandi heil-
brigðismál eru sá málaflokkur sem nefndin sinnir mest og leyfi til
markaðs- og skoðanakannana eru einnig umfangsmikill málaflokk-
ur. Kostnaður af starfi nefndarinnar á árinu 1989 var alls 2.073
þús. kr., þar af var launakostnaður 1.705 þús. kr. en fjárveiting á
fjárlögum var 1.874 þús. kr.
Tölvunefnd veitt alls 18 leyfí til
samtengingar skráa á árinu. Þ.á.m.
var heimild til Bifreiðaskoðunar ís-
lands að tengja ökutækjaskrá við
skrá um tekjubókhald ríkisins um
álögð bifreiðagjöld, sameiginlega
skrá tryggingafélaganna yfir öku-
tækjatryggingar Qg veðbandaskrá
þinglýsingarembætta. Jóni Hrafn-
kelssyni, lækni á geðdeild Landspít-
alans, var heimilað að gera skrá á
vegum geðdeildarinnar úr gögnum
hennar um skizofren sjúklinga og
samkeyra þá skrá við krabbameins-
skrá Krabbameinsfélags íslands
með ákveðnum skilyrðum um að
útmá öll persónuauðkenni að sam-
keyrslu lokinni.
Aðgangur að skrám
Veitt voru tvö leyfí til vinnslu
og geymslu gagna erlendis ogývö
starfsleyfí til tölvuþjónustu. Átta
aðilum var veittur aðgangur ■ að
þjóðskrá og fleiri skrám til útsend-
ingar dreifibréfa, áróðursbréfa
o.þ.h. Meðal þeirra voru Hótel Borg
sem fékk leyfi til að fá útskrift úr
nemendaskrá Háskóla íslands til
að senda nemendum upplýsingar
um það sem væri að gerast á
skemmtistaðnum. Prentsmiðjunni
Odda var veitt heimild til að fá út-
skrift á nöfnum og heimilisföngum
tölvunarfræðinema í Háskóla Is-
lands skv. nemendaskrá til að nota
til að senda þeim handbók um
pappír, og Tölvufræðslunni var veitt
leyfi til að fá límmiðaútskrift úr
nemendaskra H.í. svo og kennara-
skrá til að senda kynningu á nám-
skeiðum sinum.
Nafnabankar og skrár
Alls voru veitt 20 leyfí til að
framkvæma viðhorfskannanir og
neytenda- og skoðanakannanir og
8 leyfi voru gefín til að halda ýms-
ar skrár. Þ.á.m. er Jafnréttisráð,
sem fékk heimild til að koma upp
nafnabanka yfir upplýsignar frá
konum í tilteknum atvinnugreinum
og/eða með reynslu í félagsmálum.
Haraldi Briem lækni var veitt
starfsleyfi ti! að annast faralds-
fræðilega skráningu smitsjúkdóma
fyrir landlækni og Sambandi al-
mennra lífeyrissjóða var veitt leyfi
til að gefa út nafnaskrá lífeyrissjóða
og halda hana hjá Reiknistofu ban-
kanna. Aðgang að henni hafa þó
aðeins starfsmenn lífeyrissjóða.
Fjölmargar heimildir voru veittar
til aðgangs að upplýsingum úr
ýmsum skrám. Meðal þeirra sem
slíkt leyfi fengu var fíkniefnadeild
lögreglunnar sem fékk heimild til
beinlínutengingar við fasteignaskrá
Fasteignamats ríkisins til að fletta
upp kennitölu eigenda fasteignar.
Vinnueftirliti ríkisins var heimilað
að tengja saman skrá eftirlitsins
yfir bændur og krabbameinsskrá
Krabbameinsfélags íslands til að
gera rannsókn á nýgengi krabba-
meins meðal bænda. Áslaugu Þór-
arinsdóttur, laganema, var heimilað
að gerá rannsókn á kynferðisafbrot-
um sem börn verða fyrir af hálfu
skyldra og eða tengdra aðila og fá
aðgang að lögregluskýrslum Rann-
sóknarlögreglu, sakaskrá ríkisins,
afgreiðslum ríkissaksóknara og
dómum Sakadóms Reykjavíkur fyr-
ir tíu ára tímabil. Það skilyrði var
sett að hvergi komi fram nöfn aðila
í gögnunum. Skýrsluvélum ríkisins
og Reykjavíkurborgar var heimilað
að veita Ríkisendui-skoðun aðgang
að ýmsum gögnurn í tölvukerfi í
eigu ýmissa aðila sem varðveitt eru
hjá fyrirtækinu.
V ísindarannsóknir
Tölvunefnd veitti alls 26 leyfí til
fjöldarannsókna og rannsókna í
vísindaskyni. Þá voru og veittar
ýmsar heimildir á sviði heilbrigðis-
mála. Þ.á.m. var heimild til handa
Erlendi Ilarladssyni, prófessor við
Háskóla íslands að gera könnun á
tíðni þunglyndis hjá konum eftir
barnsburð með því að leggja spurn-
ingalista fyrir um 280 konur sem
koma til skoðunar í tvær heilsu-
gæslustöðvar í Reykjavík. Hannesi
Péturssyni, yfirlækni, var heimiluð
könnun meðal vistmanna á fangels-
isstofnunum á geðheilbrigði, per-
sónuleikagerð og öðrum högum
vistmanna með því skilyrði að eyða
persónuauðkennum að lokinni
gagnasöfnun. Krabbameinsfélag-
inu var heimilað að tengja saman
krabbameinsskrá félagsins og skrá
Blóðbankans yfir blóðflokka í því
skyni að afla frekari upplýsinga
vegna rannsókna á tengslum blóð-
flokka og krabbameins. Vinnueftir-
liti ríkisins var heimilað að tengja
saman skrá eftirlitsins yfír leigubif-
reiðastjóra í Hreyfli og dánarmeina-
skrá til rannsóknar á hugsanlegri
hættu á hjarta- og æðasjúkdómum
og lungnakrabbameini hjá leigubif-
reiðastjómm vegna mengunar frá
útblásturslofti bifreiða.
Synjað
Synjanir og óflokkaðar afgreiðsl-
ur voru 7 á árinu. Fasteingamati
ríkisins var synjað um að veita lög-
mönnum heimild til að fletta upp í
fasteignaskrá eftir kennitölu eig-
anda fasteignar. Séra Gunnari
Björnssyni var meinað að fá límmið-
aútskrift úr þjóðskrá yfír nöfn og
heimilisföng húsbænda í Fríkirkju-
söfnuðinum til útsendingar gagna
fyrir safnaðarfund og væntanlegar
prestskosningar. Þá var einnig
hafnað að veita safnaðarfélagi
Fríkirkjunnar í Reykjavík í té út-
skrift úr þjóðskrá yfír skráða með-
limi í Fríkirkjusöfnuðinum gegn
andmælum stjórnar safnaðarins.
Heimilistæki, hf. Húsasmiðjan hf.
og Samband ísl. samvinnufélaga
leituðu eftir heimild til að fá tölvu-
tæka ’skrá Reiknistofnunar yfir
dóma, gjaldþrot og uppboð. Tölvu-
nefnd ákvað að hafna að svo stöddu
erindunum með vísan til þess að
vænta mætti nýrra reglna um
skráningu og miðlun upplýsinga um
fjárhagsmálefni þegar ný lög tækju
gildi á árinu 1990.
íslenskir þátt-
takendurí
norrænni tón-
listarhátíð
DÓMNEFND sem velur þátt-
takendur fyrir Islands hönd á
Tónlistarhátíð ungra norænna
einleikara í Tampere í okt.
1991 hefur nýlega valið þá sem
lialda áfram í lokaumferð
keppninnar.
Þau sem valin voru eru þessi:
Auður Hafsteinsdóttir fíðluleik-
ari, Gunnar Guðbjörnsson söngv-
ari og Hólmfríður Þóroddsdóttir
óbóleikari.
Lokaumferð keppninnar fer
fram á opinberum tónleikum í
Gerðubergi i byijun janúar. Dóm-
nefnd skipa Guðmundur Emilsson
tónlistarstjóri, Gunnar Kvaran
sellóleikari og Rut Magnússon
söngkona.