Morgunblaðið - 14.12.1990, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990
41
Tónlistaskóli Njarðvíkur:
Jólatónleikar í Ytri-
Njarðvíkurkirkju
Keflavík.
TÓNLISTARSKÓLI Njarðvíkur
heldur jólatónleika í Ytri-
Njarðvíkurkirkju í dag og annað
kvöld. I dag munu yngri nemend-
ur skólans leika og verður efnis-
skráin fjölbreytt. .
Skólahljómsveitin mun leika og einn-
ig munu nemendur í forskóla koma
fram ásamt strengjasveit. Á sunnu-
daginn munu svo eldri nemendur
skólans koma fram ásamt þeim sem
lengra eru komnir í námi og þá verð-
ur einnig ijölbreytt efnisskrá þar sem
einleikarar munu leika.
Haraldur Á. Haraldsson skóla-
stjóri sagði að skólastarfið hefði ver-
ið með miklum blóma í vetur. í skó-
lanum hefðu verið um 110 nemendur
og nú væri svo komið að biðlistar
væru í flestar deildir skólans. Tón-
leikarnir í dag hefjast kl. 16.00 og
kl. 20.00 annað kvöld og eru þeir
öllum opnir.
-BB
FISKVERÐ AUPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
13. desember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 103,00 98,00 99,31 27,084 2.689.777
Smáþorskur 89,00 89,00 89,00 6,033 536.962
Ýsa 116,00 100,00 103,47 4,566 472.498
Smáýsa 76,00 76,00 76,00 0,119 9.044
Ufsi 53,00 53,00 53,00 0,586 31.090
Steinbítur 80,00 75,00 79,00 1,722 136.053
Langa 83,00 70,00 76,68 1,211 92.856
Koli 70,00 70,00 70,00 0,025 1.750
Keila 34,00 34,00 34,00 0,066 2.244
Karfi 75,00 51,50 56,68 9,349 529.958
Lúða 600,00 250,00 445,37 0,513 228.475
Samtals 92,26 51,276 4.730.707
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur(sl.) 126,00 85,00 110,01 21,542 2.370.031
Þorskursmár 90,00 88,00 88,54 1,134 100.404
Ýsa (sl.) 140,00 100,00 125,17 9,835 1.231.136
Ýsa (ósl.) 125,00 83,00 133,25 0,168 22.386
Blandað 20,00 20,00 20,00 0,040 800
Grálúða 85,00 85,00 85,00 0,433 36.805
Karfi 65,00 60,00 61,54 0,437 26.895
Keila 39,00 39,00 39,00 0,066 2.574
Langa 88,00 70,00 83,93 2,592 217.548
Lúða 610,00 260,00 516,20 0,415 214.225
Lýsa 20,00 20,00 0,00 0,00
Skata 20,00 20,00 20,00 0,016 320
Skötuselur 250,00 250,00 250,00 0,012 3.000
Steinbítur 87,00 64,00 78,29 6,965 545.326
Ufsi 57,00 46,00 51,69 0,903 46.675
Undirmálsfiskur 88,00 70,00 85,47 7,141 610.412
Samtals 105,00 51,701 5.428.539
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 322,00 79,00 95,98 40,898 3.925.370
Þorskur (sl.) 96,00 90,00 95,36 29,818 2.843.650
Þorskur (ósl.) 122,00 79,00 97,63 11,080 1.081.720
Ýsa 145,00 111,00 128,35 15,033 1.929.616
Ýsa (sl.) 145,00 123,00 132,58 3,313 439.316
Ýsa (ósl.) 140,00 111,00 127,16 11.720 1.490.300
Ufsi 63,00 45,00 45,71 15,700 717.700
Undirm. fiskur 84,00 84,00 84,00 5,480 460.320
Hlýri 72,00 72,00 72,00 1,302 93.744
Grálúða 68,00 68,00 68,00 0,044 2.992
Blá & Langa 77,00 76,00 76,95 1,161 87.337
Langa * 73,00 60,00 68, Q4 1,049 71.377
Keila 43,00 37,00 45,39 0,697 31.639
Steinbítur 80,00 70,00 79,85 1,267 101.170
Skötuselur 355,00 355,00 355,00 0,007 2.485
Skarkoli 66,00 57,00 64,21 0,191 12.264
Lúða 375,00 300,00 304,39 0,421 128.T50
Karfi 68,00 67,00 67,51 0,489 33,013
Kinnfiskur 215,00 215,00 215,00 0,014 3.010
Gellur 250,00 250,00 250,00 0,011 2.750
Síld 8,00 8,00 8,00 1,100 8.800
Samtals 89,72 84,865 7.613.737
Selt var úr Hauk GK og dagróðrabátum. Á morgun verður selt úr dagróðra-
bátum ef á sjó gefur.
Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur,
3. okt. -12. des., dollarar hvert tonn
BENSÍN
500--------
475----:----
450-
5.0 12. 19. 26. 2.N 9. 16. 23. 30. 7.D
ÞOTUELDSNEYTI
225---------------------------------------
H----1--1---1---1--1--1----1--1---1—þ
5.0 12. 19. 26. 2.N 9. 16. 23. 30. 7.D
GASOLÍA 425 400 375 350
3251 n
V i
275 9
225 200 175 150 -H—h—f- 5.0 12. 19. 263 -i—i—i—i—i—i—i—i— 26. 2.N 9. 16. 23. 30. 7.D
Elísabet B. Þórisdóttir forstöðumaður Gerðubergs afhendir Davíð
Oddssyni fyrsta geisladiskinn er borgarráð styrkti til útgáfu.
Lj óðatónleikar
á geisladiski
Á ljóðatónleikum Gerðubergs heitir Geisladiskur, sem kominn er
út, með söng Sigríðar Gröndal, Gunnars Guðbjörnssonar, Rannveig-
ar Bragadóttur og Kristins Sigmundssonar við undirleik Jónasar
Ingimundarsonar.
Á diskinum eru upptökur
Ríkisútvarpsins frá Ljóðatónleikum
Gerðubergs og styrkti borgarráð
útgáfuna. Tónlistarfólkið flytur
verk eftir mörg tónskáld ljóðlistar-
innar, innlend og erlend. Efnisskrá
með upplýsingum um flytjendur
fylgir geisladiskinum og hefur
Reynir Axelsson þýdd erlendu ljóð-
in.
í fréttatilkynningu frá Gerðu-
bergi segir m.a.: „Áhugi er fyrir
útgáfu á fleiri geisladiskum með
upptökum frá Ljóðatónleikaröðum
Gerðubergs.
Auk fyrrgreindra tónlistarmanna
hafa eftirfarandi tekið þátt í Ljóða-
tónleikunum: Sigríður Ella Magnús-
dóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir,
Hrafnhildur Guðmundsdóttir, John
Speight og Viðar Gunnarsson.
í yfirstandandi tónleikaröð sem
nú stendur yfir koma fram þau
Marta Guðný Halldórsdóttir, Sólrún
Bragadóttir, Signý Sæmundsdóttir,
Bergþór Pálsson og Guðbjörn Guð-
björnsson en tónleikar hans verða
að kyöldi mánudagsins 14. janúar
nk. Á efnisskránni verða verk eftir
Schubert, Beethoven, Respighi og
Tosti auk íslensku höfundanna Jóns
Þórissonar, Páls ísólfssonar og Sig-
valda Kaldalóns."
■ VEGURINN, Kristið samfé-
lag er að flytja í nýtt húsnæði að
Smiðjuvegi 5. Af því tilefni verður
haldin opnunarhátíð á sunnudag-
inn, 16. desember, kl. 14 í hinu
nýja húsnæði. Vegurinn hefur að
undanförnu verið til húsa við Þara-
bakka í Mjódd en það húsnæði
hefur verið of lítið fyrir starfsem-
ina. Var því ráðist í að finna nýtt
og stærra húsnæði og er um helm-
ingsstækkun að ræða. Mikið starf
hefur farið fram innan safnaðarins
sem hefur verið í vexti, m.a. með
barna- og unglingastarfi, fræðslu
og námskeiðahaldi, segir í frétt frá
Veginum. Á opnunarhátíðinni
verður flutt tónlist, lofgjörð, fluttar
bænir, ávörp og ræða. Einnig verð-
ur haldin sérstök jólastund með
börnum.
Stúfurheim-
sækirÞjóð-
minjasafnið
STÚFUR, einn af gömlu góðu
jólasveinunum, kemur í heim-
sókn á Þjóðminjasafnið í dag.
Hann mætir klukkan 11.
Dagatal frá Stjórninni
HLJÓMSVEITIN
Stjórnin hefur gef-
ið út dagatal fyrir
árið 1991. Dagata-
lið verður selt í
bóka- og hljóm-
plötuverslunum
um land allt.
Dagatal frá Stjórninni 1991.
Dagatalið er
skreytt myndum af
meðlimum Stjórnar-
innar, sem ljósmynd-
arinn Bonni tók.
Dóra Einarsdóttir
hafði umsjón með
myndatökum og
hannaði dagatalið,
ásamt Grétari Örv-
arssyni. Dagatalið er
prentað í eitt þúsund
eintökum, hjá
Svansprenti.
Stjórnin áritar da-
gatöl í Kringlunni í
dag, föstudag, frá
klukkan 16-17.30.
Skemmdir
á Randers-
jólatrénu
Fengu sekt í staö
vodka
Akureyri.
TVEIR ungir piltar hugðust
vinna tvo kassa af vodka með
því að klífa upp á topp jólatrés-
ins á Ráðhústorgi í fyrrinótt. Þar
var um að ræða veðmál, en hóp-
ur drukkins fólks hafði safnast
saman á torginu og kom þar fram
sú hugmynd að sá er slökkt gæti
á efstu ljósaperu trésins ynni til
umræddra verðlauna.
Nokkur hópur fólks undir áhrif-
um áfengis hafði safnast. saman á
Ráðhústorgi eftir lokun veitinga-
staða. Tveir piltar úr hópnum tóku
sig til og hófu að klífa upp eftir
Randerstrénu á miðju torginu, en
upphaf tiltækisins má rekja til veð-
máls þar sem tveir kassar af vodka-
flöskum voru lagðir undir til handa
þeim er gæti klifið upp að toppi
trésins og slökkt á efstu ljósa-
perunni.
Annar piltanna féll fljótlega nið-
ur, en hinn komst, að sögn lögreglu
nokkuð hátt upp í tréð. Sá snéri
þó við aftur áður en toppi varð náð
sökum þess hve erfitt verkið var.
Ekki urðu miklar skemmdir á
jólatrénu, en ljósabúnaður þess bil-
aði. Umhverfisdeild sá um að færa
hann í samt lag, en deildin krafðist
einnig bóta vegna skemmda og í
stað tveggja vodkakassa sem vinna
átti til var piltunum gert að greiða
13 þúsund krónur í skaðabætur.
■ KVÖLDVAKA verður haldin í
íþróttahúsinu á Álftanesi sunnu-
daginn 16. desember og hefst hún
kl. 20.00. Það er sameiginleg kvöld-
vaka Skátasambands Reykjaness
en í því eru skátafélög frá Keflavík,
Njarðvík, Hafnarfirði, Garðabæ,
Kópavogi og Seltjarnarnesi. Allir
skátar eru hvattir til að rnæta. For-
eldrar sérstaklega velkomnir. Að
lokinni kvöldvöku verða veitingar
og svo sameiginleg Ijöldaganga um
Álftanes, ef veður leyfir.
Aðventkirkjan Ingólfstræti.
■ KIRKJUKÓR Aðventkirkj-
unnar sér í kvöld, föstudag, um
helgistund í Aðventkirkjunni í
anda jólanna. Flutt veðrur fjöl-
breytt tónlistardagskrá. Kórinn
munm syngja og einnig verður eins-
gnjur, tvísöngur og einleikur á kor-
nett og saxafón. Hugvekju kvölds-
ins flytur Páll Sigurðsson ráðu-
neytisstjóri.
Féll 9 metra
niður af þaki
Akureyri.
UNGUR maður féll niður af þaki
nýbyggingar við Hlíðarlund 2 á
Akureyri í gærdag. Fallið var
um 9 metrar.
Maðurinn var við vinnu sína á
þakinu, en að sögn lögreglu var
ekki að fullu ljóst hvernig slysið
vildi til. Tilkynnt var um slysið til
lögreglu laust fyrir kl. 14.30 í gær-
dag. Maðurinn féll niður um 9 metra
ofan á hellulagða stétt. Hann var
fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri og var líðan hans eftir
atvikum, að sögn lögreglu.
V