Morgunblaðið - 14.12.1990, Síða 62
MORGUNliMÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. D'ESEMBER V930
6#a
Kristján B.G. Jóns
son — Minning
Fæddur 23. raaí 1913
Dáinn 6. desember 1990
Ég var að koma til Reykjavíkur
í fyrsta skipti ásamt ömmu minni,
og Kristján Jónsson, sem þá var
nýlega kvæntur Evu móðursystur
minni, tók á móti okkur niðri við
höfnina, því við komum sjóleiðis.
Ég hafði þá aldrei séð hann nema
á ljósmynd, en samt þóttist ég koma
auga á hann meðal fólksins sem
stóð á bryggjunni, nokkru áður en
skipið lagðist að. Ég get enn séð
hann fyrir mér þar sem hann stóð
á bryggjunni, grannur og ljós yfír-
litum, kvikur í hreyfíngum, og var
sem gætti nokkurrar óþolinmæði í
svip hans meðan verið var að koma
landganginum fyrir, svo að farþeg-
ar gætu stigið á land. Hann heils-
aði okkur glaðlega og dálítið snagg-
aralega og bauð okkur velkomnar.
Tveggja vikna dvöl á heimili þeirra
hjóna varð mikið ævintýri fyrir mig.
Margar góðar stundir hef ég átt
síðan með Kristjáni og Evu og börn-
um þeirra sem urðu fjögur að tölu.
Hjá þeim hjónum átti ég mitt annað
heimili fyrstu ár mín hér í
Reykjavík. Kristján var ævinlega
mjög hjálplegur við mig og aðstoð-
aði mig meðal annars við að sækja
um skólavist, en auk þess var ég í
fæði hjá þeim fyrsta árið sem ég
var hér í skóla.
Kristján var örlyndur, snöggur í
hreyfingum og nokkuð hraðmæltur,
hafði gaman af að spjalla við fólk,
hressilegur í bragði, en flíkaði ekki
mikið tilfínningum sínum. Hann
varð fyrir þeirri þungu sorg ungur
að árum að missa báða foreldra
sína úr spönsku veikinni. Hann og
systir hans, Sólrún Anna, ólust upp
á heimili afa síns, Benedikts Þórar-
inssonar kaupmanns, og seinni
konu hans, Hansínu Eiríksdóttur,
sem bjuggu á Laugavegi 7 hér í
Reykjavík. Hann ólst því upp . í
hjarta miðbæjarins og var mjög
kunnugur á þeim slóðum, þekkti
fjölmarga eldri Reykvíkinga og
saknaði þess, þegar hann fékk sér
göngu niður í miðbæ síðari ár
ævinnar hve margir voru horfnir
af þessum gömlu kunningjum.
Hann var ákaflega trygglyndur og
ræktarsamur við fjölskyldu og vini,
afmælisdagar og aðrir merkisdagar
ættingja og vina fóru ekki framhjá
honum. Kristján var mikill bóka-
maður og kom sér smám saman
upp merku safni, þar sem finna
mátti ýmsar sjaldgæfar bækur. Oft
hringdi ég til hans, þegar ég þurfti
að fá vitneskju um eitthvert atriði,
ártal eða því um líkt, og ef hann
hafði það ekki í kollinum fletti hann
því upp fyrir mig í bókum sínum.
Hann var afar fróður um íslenskar
bækur og hafði gaman af að sýna
þær sem voru fallegar og fágætar.
Reykvíkingur var hann í húð og
hár og í miðbænum hafði vinnustað-
ur hans verið, þegar hann var blaða-
maður hjá Vísi við Ingólfsstræti í
mörg ár, en síðan verslunarstjóri
hjá Kósangas-fyrirtæki Lárusar
Fjeldsted við Kalkofnsveg. Hvenær
sem talið barst að gömlu Reykjavík
hafði Kristján frá einhveiju að
segja, og þær minningar yljuðu
honum svo að ijómi færðist yfir
andiit hans.
Ég sá Kristján í síðasta sinn, er
þau hjónin tóku þátt í fagnaði á
heimili mínu skömmu áður en hann
veiktist. Hann var þá glaður og
reifur að vanda. Hann hélt sér vel,
var jafn grannur, léttur á fæti og
beinn í baki sem fyrr. Engum, sem
sá hann á götu, hefði dottið í hug
að þar færi 77 ára gamall maður.
Hann hafði kennt hjartabiiunar fyr-
ir fáeinum árum, en veikindi hans
um miðjan nóvember komu óvænt
og snöggt, banalega hans var stutt.
Mér finnst það hafa verið í sam-
ræmi við skaphöfn hans og eðli að
kveðja svo skyndilega, án þess að
ellin næði að setja mark á hann svo
heitið gæti. Ég og fjölskylda mín
söknum þess að eiga ekki eftir að
hitta hann framar, tala við hann
um bækur og annað, heyra hann
segja frá gömlu Reykjavík sem
honum þótti svo vænt um. Allt lifir
þetta í minningu okkar og á skilnað-
arstundu hugsum við tii hans með
hiýju og þakklæti.
Kristín Jónsdóttir
Kristján Jónsson dó á Landa-
kotsspítala 6. desember.
Hann fékkst við ýms störf um
ajvina m.a. blaðamennsku og versl-
unarstörf. Honum þótti vænt um
þessa borg og hefði ekki leyft nein-
um í hans návist að segja ill orð
um Reykjavík.
Milli Kristjáns og foreldra minna
var mjög náið samband meðan þau
íifðu, og milli heimila okkar Krist-
jáns var alla tíð náið samband.
Hann var mjög vel að sér um
allt sem hann hafði áhuga á. Hann
þekkti mjög marga Reykvíkinga og
fylgdist með lífi þeirra og störfum
frá því þeir fædust og þangað til
þeir dóu. Þá fylgdi hann þeim til
grafar. Hann var vingóður og varði
þessa vini sína með oddi og egg ef
einhver reyndi að gagnrýna þá.
Hann saknaði þeirra sem dóu og
sagði mér oft frá þeim störfum sem
þeir höfðu unnið í Iífinu og afrekum.
Kristján var drengur góður sem
allir gátu treyst.
Við Kristján spiluðum saman og
spjölluðum saman. Hann var fróður
og vel lesinn og því ánægjulegt að
hlusta á hvað hann lagði til mál-
anna. Hann kvæntist góðri konu,
Evu Kristjánsdóttur, sem bjó hon-
um fallegt og aðlaðandi heimili og
var stoð hans og stytta í lífinu. Þau
eignuðust 4 mannvænleg börn.
Kristjáni þótti mjög vænt um heim-
ili sitt og honum leið aldrei betur
en þegar íjölskyldan og hann voru
saman komin þar.
Það er sárt að missa Kristján.'
Ég sendi Evu og börnum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Pétur Eggerz
Nú er hann látinn þessi mæti
maður á 78. aldursári. Það má segja
að hann hafi verið hraustur maður
fram eftir ævi en þrem vikum fyrir
andlátið fór hann á spítalann.
Kristján var af góðu bergi brot-
inn. Faðir hans var Jón Kristjánsson
prófessor í lögum af Gautianda-
mönnum kominn, hinn merkasti
maður, en móðirin Þórdís Todda
Benediktsdóttir, Þórarinssonar
kaupmanns í Reykjavík.
Foreldrar Kristjáns dóu bæði í
spönsku veikinni 1918 frá tveimur
ungum börnum sínum og var Krist-
ján eftir það alinn upp hjá Benedikt
afa sínum og fólki hans á Lauga-
vegi 7.
Við Kristján vorum bekkjarbræð-
ur í Miðbæjarskólanum og vorum
ætíð miklir vinir upp frá því. Hann
fór í MR og varð stúdent árið 1933.
Stundaði Kristján síðan nám við
hásk. í Cámbridge 1933-4. Cand.
phil. varð hann 1934. Las lög um
skeið en hvarf frá því námi. Rak
sjálfstæða umboðssölu 1939-44.
Blaðamaður varð Kristján hjá dag-
blaðinu Vísi 1945-55. Auglýsinga-
stjóri sama blaðs 1955-57. Fram-
kvæmdastjóri Blaðaútgáfunnar
Vísis hf. 1957-60. Tók Kristján þá
að stunda fréttastörf fyrir blöð auk
verslunarstarfa.
15. nóvember 1947 kvæntist
hann Evu Kristjánsdóttur H. rit-
stjóra á Isafirði Jónssonar. Börn
þeirra eru fjögur: Elstur er Jón
Gautur sem lengi hefur starfað hjá
Eimskip, þá Kristjana hjúkrunar-
fræðingur gift Stefáni Bjarnasyni,
trésmíðameistara frá Skáney og
búa þau á Akranesi þar sem Krist-
jana hefur löngum unnið við sjúkra-
húsið, þá Þórdís tölfræðingur og
Guðbjörg sem gift er Óskari Karls-
syni og eiga þau tvo syni. Kristjana
og Stefán eiga þijú börn. Fjölskyld-
an hefir verið samhent og búið hafa
þau vel Eva og Kristján.
Það má segja að blaðamennska
hafi verið stór þáttur í lífi Krist-
jáns. Hann var áhugasamur blaða-
maður hjá'Vísi, hafði m.a. einn
dálk í fleiri misseri sem honum var
annt um og margir lásu. En af
ensku blaðamennsku hans er það
að segja; hann var fréttaritari
bresku blaðanna Daily Express,
Sunday Express og Evening Stand-
ard frá 1949. Fréttaritari frétta-
stofunnar Associated Press frá
1950. I stjórn Blaðamannafélags
íslands var hann um skeið og í
mörgum nefndum blaðamanna
starfaði Kristján.
Stofnaði hann ásamt fleirum fyr-
irtækið Stálplast. Þá starfaði hann
í mörg ár, eftir að hann hætti hjá
Vísi, hjá vini sínum Lárusi Fjeldsted
sem deildarstjóri.
Kristján Jónsson var afburða fé-
lagi og áttum við saman margar
glaðar stundir, þá var hann hrókur
alls fagnaðar í góðum og giaðvær-
um félagsskap.
Ekki skulu þessi kveðjuorð höfð
lengri en ég sakna góðs félaga. Og
ekkju hans og venslafólki óska ég
allrar blessunar.
Stefán Þorsteinsson
Svo að lifa, ég sofni hægt,
svo að deyja, að kvöl sé bægt,
svo að greftrast sem guðs barn hér
gefðu, sætasti Jesú, mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Með þessu fallega versi, minn-
umst við ástkærs móðurbróðurs,
Kristjáns Benedikts Gauta, sem var
okkur ölium svo kær. Við eigum
honum svo margt að þakka. Heim-
ili hans og Evu var okkur sem ann-
að heimili allt frá bernskuárum.
Alla tíð var hann reiðubúinn að
hjálpa og ráðleggja okkur sem best
hann gat.
Við kveðjum hann með trega og
biðjum góðan Guð að vera hjá hon-
um.
Dýrð, vald, virðing og vegsemd hæst,
vizka, makt, speki’ og lofgjörð stærst
sé þér, ó, Jesú, herra hár,
og heiður klár,
amen, amen, um eilíf ár.
(Hallgrímur Pétursson)
Elsku Eva og Ijölskylda, við vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð.
Systurbörn
Sigvard Wallenberg forstöðumaður
Norrænu barnahjálparinnar:
Þurfum að leggja meira
af mörkum í þró-
unar- og neyðarhjálp
Þessi litlu hús eru byggð á eynni Leyte sem oft verður illa úti í fellibyljum. Fólk sem hefur misst
aleigu sína fær inn í þessum húsum og því er gert kleift að bjarga sér á eigin spýtur til dæmis
með ræktun.
Hann hafði verið skemmtikrafur
í aldarfjórðung og lifði í vellyst-
ingum praktuglega. Fékk nýjan
bíl á hverju ári frá Ford, ók á
fríu bensíni frá Esso og dvaldi
nokkrar vikur á ári á sólarströnd
gegn því að skemmta ferða-
mönnum nokkra tíma á viku.
Velgengnin 'blasti við en samt
fannst honum eitthvað vanta.
Hann gat keypt hvað sem var
en var þó friðlaus. Innri frið gat
hann ekki keypt og þegar hann
snerist til kristinnar trúar fannst
honum Guð vera að benda sér á
ákveðin verkefni. Sigvard Wal-
lenberg frá Malmö í Svíþjóð hóf
að starfa meðal barna á Filipps-
eyjum og stofnaði „Seandina-
viska Barnmissionen" eða Norr-
ænu barnahjálpina og nýlega var
stofnuð landsnefnd á íslandi og
eru slíkar skrifstofur nú starf-
andi á öllum Norðurlöndunum.
„Nokkru eftir að ég hafði eign-
ast mína kristnu trú tók ég þátt í
samkomum í Noregi og þegar ég
var að ferðast í bíl mínum á milli
talaði Guð til mín og sagði mér að
fara til Filippseyja," sagði Wallen-
berg þegar hann rakti sögu sína
fyrir íslenska blaðamenn nýlega.
„Ég hlýddi og þegar ég kom til
Manila og sá böm leita sér matar
Morgunblaðið/Þorkell
Sigvard Wallenberg á blaða-
mannafundi í Reykjavík.
á öskuhaugum sá ég til hvers Guð
ætlaðist af mér. Þama hafði ég
verk að vinna óg sneri.því strax
heim til að reyna að afla fjár því
þrátt fyrir velgengnina hafði ég
ekki safnað auði. Skömmu síðar
hringir í mig maður frá Noregi og
spyr hvort ég sé ekki að störfum
á Filippseyjum og biður mig að
heimsækja sig. Þetta var forstjóri
eins stærsta húsgagnaframleið-
anda Noregs. Mér fannst þetta
mjög skrítið en fór samt og var
erindi mannsins að afhenda mér
eina milljón norskra króna sem ég
skyldi nota tii verkefnisins á
Filippseyjum. Þarna hafði Guð kall-
að annan bróður til hjálpar og nú
hélt austur þangað á ný og hóf
uppbygginguna."
Margs konar starfsemi
Meginstarf Norrænu barnahjálp-
arinnar fer fram í fátækrahverfum
víða á Filippseyjum. Reynt er að
flytja fólkið, sérstaklega börnin,
út úr þessurn hverfum, fólk fær
læknishjálp, nýtur matargjafa og
fær kennslu til að það verði fært
um að sjá fyrir sér með einhveiju
starfi. Starfsmenn eru alls um 113
bæði sérmenntað og ófaglært fólk.
Nokkrar tölur úr síðustu ársskýrslu
sýna að yfir 90 þúsund manns
nutu aðstoðar á einhvern hátt. Um
7.700 börn fengu dagiegar matar-
gjafir, rúmlega 21 þúsund börn
nutu læknishjálpar, 152 luku námi
frá saumaskólum og fengu atvinnu
og 117 íbúðarhús fyrir illa staddar
fjölskyldur eru í byggingu. Þessi
hús kosta um 65 þúsund íslenskar
krónur og er nú verið að reisa enn
fleiri.
Sigvard Wallenberg átti fund
með utanríkisráðherra og fékk lof-
orð um framlag til byggingar nok-
kurra slíkra húsa og Hjálparstofn-
un kirkjunnar hefur einnig sam-
þykkt að íjármagna eitt hús. Auk
þessa uppbyggingarstarfs veitti
Norræna barnahjálpin einnig neyð-
araðstoð eftir jarðskjálftana sem
urðu á Filippseyjum á síðasta ári.
Að lokum hvatti Wallenberg ís-
lendinga til að leggja meira af
mörkum í þróunarhjálp. „Þá a ég
við í þau verkefni sem íslendingar
standa þegar í og þið verðið að
styðja betur þær stofnanir sem
þegar starfa að þróunarhjálp og
neyðaraðstoð, Hjálparstofnun
kirkjunnar, Rauða krossinn og
fleiri. Við verðum að gera eitthvað
til að lina þjáningar þeirra nauð-
stöddu í heiminum. Við getum ekki
látið þá afskiptalausa, það er kom-
inn tími til að við réttum hjálpar-
hönd. Þessi neyð er ekki aðeins á
Filippseyjum heldur er hún víða
um heim.“