Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 4
oeer íiaaMaaaa .rs auoAQUTaöa aiaAuanuoaoM
Bensín:
Birgðir til mán-
aðar til í landinu
BIRGÐIR af bílabensíni í landinu eru nú til ríflega manaðar og
gengju til þurrðar í lok janúar næstkomandi, ef ekki kæmu til
ný innkaup. Olíufélögin hafa verið að vinna að nýjum innkaupum
á 92 oktana blýlausu bensíni og hefur að minnsta kosti eitt þeirra,
Skeljungur hf., þegar pantað. Bensínið verður nú keypt í Vestur-
Evrópu, eftir að slitnaði upp úr
manna um bensínkaup.
Verðlagsráð fjallaði á miðviku-
dag um verðlagningarreglur á
bensíni, hvort gefa eigi verðlagn-
ingu fijálsa á 92 oktana bensíni
og hvort breyta eigi verðjöfnun
þannig að hún verði hjá hveiju
olíufélagi fyrir sig, í stað sameigin-
legrar verðjöfnunar sem nú er.
Skipst var á skoðunum, en engin
ákvörðun tekin. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins lá engin
ákveðin tillaga fyrir verðlagsráði
um þetta mál á fundinum. Gert
er ráð fyrir að ráðið komi fljótlega
viðræðum Islendinga og Sovét-
saman á ný til að fjalla um málið.
Bensínverð á heimsmarkaði var
á miðvikudag 242 dollarar fyrir
tonnið af 92 oktana og 253 fyrir
súper. Hér á landi er útsöluverð
miðað við um 28% hærra verð
birgða.
Ekki lá í gær ljóst fyrir hvort
áframhaldandi samstarf verður
með félögunum um bensínkaup og
innflutning, eða með hvaða hætti
slíkt samstarf yrði, en umræður
eru á milli félaganna, meðal ann-
ars um samnýtingu flutninga.
Morgunblaðið/Júlíus
36 þúsund flísar í lauginni á Rútstúni
ÁFORMAÐ er að opna hina nýju sundlaug á Rútstúni í Kópavogi fyrir almenning fljótlega eftir áramót.
Talið er að endanlegur kostnaður við smíði laugarinnar verði um 400 milljónir króna.
Sundlaugin er fullgild keppnislaug, 50 metrar á lengd og 25 metrar á breidd, og laugarkerið er lagt
36 þúsund flísum. íþróttaráð Kópavogs hefur auglýst eftir starfsfólki til vinnu við sundlaugina.
Enn er eftir að ljúka framkvæmdum við heita potta og búningsaðstöðu og er miðað við að þær fram-
kvæmdir verði á næstu fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar, að sögn Björns Þorsteinssonar bæjarritara. Arki-
tekt sundlaugarinnar er Högna Sigurðardóttir.
VEÐUR
Suðureyri:
VEÐURHORFUR Í DAG, 21. DESEMBER
YFIRLIT í GÆR: Milii [slands og Jan Mayen er 1.015 mb hæð sem
þokast norðaustur. Vaxandi 978 mb lægð um 200 km suðaustur
af Hvarfi þokast norðnorðaustur.
SPÁ: I dag verður hvöss suðaustan átt og snjókoma og síðan
slydda eða rigning um mest allt land, en gengur fljótlega í suðvest-
anstinningskalda með skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestan-
lands en léttir til norðaustanlands er líður á daginn.
1/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG:Suövestan strekkingur um allt land. Élja-
gangur um sunnan- og vestanvert landið, en léttskýjað norðaustan-
lands. Frost 2—5 stig.
HORFUR Á SUNNUDAG: Minnkandi suðvestanátt. Él víða um land,
nema sfst á Austfjörðum. Frost 3—8 stig.
9 gráður á Celsíus
Skúrir
Él
Þoka
Þokumóða
Súld
Mistur
Skafrenningur
Þrumuveður
TÁKN:
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10° *
1C
V
y
5 J
?
oo
4
K
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að fsl. tíma
Akureyri Reykjavík hltl +13 +6 vefiur léttskýjað skýjað
Bergen 0 snjóél á s. klst.
Helsinki 0 snjókoma
Kaupmannahöfn 2. léttskýjað
Narssarssuaq 0 alskýjað
Nuuk +8 snjókoma
Osló +4 léttskýjað
Stokkhólmur 0 skýjað
Þórshöfn 2 alskýjað
Algarve 14 hálfskýjað
Amsterdam 0 alskýjað
Barcelona 6 mistur •
Berlfn 2 rigning
Chicago 0 þokumóða
Feneyjar 5 þokumóða
Frankfuit 1 snjókoma
Glasgow 8 skúr á s. klst.
Hamborg 2 slydda
Las Palmas 16 skúrés.klst.
London 7 rigning
LosAngeles 16 skúrás. klst.
Lúxemborg +1 kornsnjór
Madríd S léttskýjað
Malaga 16 hálfskýjað
Mallorca Montreal 10 skýjað vantar
NewYork 1 léttskýjað
Orlando 19 þoka
Parfs 2 skýjað
Róm 9 þokumóða
Vín 0 skafrenningur
Washington Winnipeg 2 skýjað vantar
Sveitarsjóði veitt
greiðslustöðvun
SKIPTARÉTTUR Vestur-ísafjarðarsýslu veitti í gær sveitarsjóði
Suðureyrarhrepps greiðslustöðvun í þijá mánuði samkvæmt ósk fé-
lagsmálaráðuneytisins. í úrskurðinum er það tilskilið að Rúnar Bj.
Jóhannsson löggiltur endurskoðandi, sem ráðuneytið hefur fengið
til þess að vera hreppsnefnd Suðureyrar til aðstoðar við að koma
fjármálum hreppsins í lag, verði tilsjónarmaður á greiðslustöðvunar-
tímanum.
í sveitarstjórnalögum er heimild
fyrir félagsmálaráðuneytið að óska
eftir greiðslustöðvun samkvæmt
gjaldþrotalögum fyrir sveitarfélög
sem eiga í greiðsluerfiðleikum.
Ráðuneytið nýtti sér þessa heimild
að lokinni rannsókn sem fram fór
á fjárhag Suðureyrarhrepps í kjöl-
far beiðni sveitarstjórnar um aðstoð
félagsmálaráðuneytis. Jafnframt
hefur ráðuneytið gefið hrepps-
nefndinni þriggja mánaða frest til
að gera ýmsar ráðstafanir tii að
bæta fjárhaginn, m.a. að leita
samninga við kröfuhafa um skulda-
skil.
Mæðrastyrksnefnd:
Búðir gefa
matvæli
MIKLAR annir voru hjá Mæðra-
styrksnefnd í gær og fullt út úr
dyrum bæði á Hringbraut 116
og á Njálsgötu 3 þar sem starf-
semi nefndarinnar fer fram. Að
sögn Unnar Jónasdóttur, for-
manns Mæðrastyrksnefndar,
gengur nú mjög vel að afla fram-
laga og veita aðstoð.
„Það hafa borist margar pen-
ingagjafir og fatnaður og svo hafa
verslanir sent mikið af matvælum.
Það er kjöt, ávextir og fleira sem
kemur sér einnig vel,“ sagði Unnur.
Tvær konur starfa hjá Mæðra-
styrksnefnd á hvorum stað og sagði
Unnur að þær gætu vart annað
allri móttöku framlaga, einnig
hefði beiðnum fjölgað mikið að
undanfömu. í dag verður opið frá
kl. 14 -18 hjá Mæðrastyrksnefnd.
Útseld vinna
hækkar bygg-
ingarvísitöluna
VÍSITALA byggingarkostnaðar
hækkaði um 1,4% frá miðjum
nóvember til desembermánaðar.
Er hún nú 176,5 stig. Hraði verð-
bólgunnar á ársgrundvelli er
samkvæmt þessari einu hækkun
tæp 18%. Vísitala byggingar-
kostnaðar hefur hækkað um
10,6% síðustu tólf mánuði.
Af hækkun vísitölunnar frá nóv-
ember til desember má rekja um
1% til hækkunar á töxtum útseldr-
ar vinnu iðnaðar- og verkamanna
þann 1. desember en þessir taxtar
hækkuðu að meðaltali um 2,5%.
Einnig hækkaði verð á innihurðum
að meðaltali um 6,2% sem olli 0,2%
hækkun vísitölunnar. Hækkanir á
öðrum efnis- og þjónustuliðum
valda 0,2% hækkun vísitölunnar.
Margeir vann
mót á Ítalíu
MARGEIR Pétursson vann opið
skákmót, sem haldið var í Aosta
á Ítalíu og lauk um siðustu helgi.
Margeir fékk 7 vinninga af 9
mögulegum, jafnmarga vinn-
inga og hollenski stórmeistarinn
van der Sterren, en Margeir var
hærri að stigum.
Margeir fór til Aosta strax að
loknu Olympíuskákmótinu í Júgó-
slavíu. Hann sagði að mótið hefði
verið mjög vel skipað, en þar
kepptu 19 stórmeistarar og 20 al-
þjóðlegir meistarar ásamt tugum
annarra skákmanna.
í 3.-4. sæti urðu bresku stór-
meistararnir Flear og Gallagher
með 6,5 vinninga.
Snæddu skemmt
selkjöt
FLUGVÉL frá Flugfélaginu
Oðni kom til Reykjavíkur á mið-
vikudag með veika feðga frá
Grænlandi.
Feðgarnir höfðu borðað skemmt
selkjöt á þriðjudaginn. Þeir voru
fyrst lagðir inn á sjúkrahúsið í
Ámmassalík, en síðan var beðið um
að þeir yrðu fluttir til Reykjavíkur.
Mennirnir voru fluttir með þyrlu
frá Ammassalík til Kulusuk þar
sem flugvél Óðins sótti þá. Annar
mannanna var fluttur á Landspítal-
ann og hinn á Borgarspítalann.