Morgunblaðið - 21.12.1990, Side 14

Morgunblaðið - 21.12.1990, Side 14
14 MORGUNBLAÐID FPSTUDAGUR 21. DESgMBER 199Q Skagfirsk sagnalist Bókmenntir Sigurjón Björnsson Hannes Pétursson: Frá Ketubjörgum til Klaustra. Þættir, greinar og frásögur. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki, 1990, 290 bls. Hannes Pétursson, skáld, birtir hér á bók átján „þætti, greinar og frásögur". Þetta efni hefur verið samið á síðustu tveimur áratugum. Fimmtán þættir hafa áður verið prentaðir í ýmsum ritum, en þó sýnu flest í Skagfirðingabók, safn- riti Sögufélags Skagfirðinga. Þrír síðustu þættirnir (63 bls.) eru rit- aðir á þessu ári og því næsta þar á undan. Hafa þeir ekki áður verið prentaðir. Hannes Pétursson hefur áður birt allmikið af skyldu efni. Bók hans Rauðamyrkur (1973) er mörgum minnisstæð, svo og þátta- safn hans Misskipt er manna láni I-III (1982-87). Að mörgu fleiru sögulegs eðlis hefur Hannes lagt hönd svo sem við útgáfu á ýmsum ritverkum Sögufélagsins. í þessari 1oók er um margt fjall- að. Ornefnisins Skálamýri (í Tung- usveit) er getið í Landnámu. Það er löngu týnt og enginn veit með vissu hvar það er að finna. í fyrstu grein bókar leiðir Hannes sterkar líkur að því hvar Skálamýri kunni að vera. Um örnefnið Hraunþúfu- klaustur er og stutt grein. í þriðju grein dregur höfundur fram heim- ild um hvenær hinar frægu Flatat- unguijalir hafi verið fluttar í Bjarn- astaðahlíð. í enn annarri grein fjallar hann um aldur Reynistaðar- bræðra sem úti urðu á Kili svo sem frægt er. Er þar enn dregin fram áður ókunn heimild. Nokkrar greinar taka fyrir munnmælasagn- ir eða skráðar sagnir frá eldri tím- um. Leitar höfundur þá uppi öll þau gögn sem varpað geta ljósi á staðreyndir bak við sögnina. Þá er hér að finna nokkrar frásagnir af atburðum (slysförum og öðru). Loks eru svo þættir um skagfirska menn og konur: Svein Þorvaldsson, skákmann, er fórst 14. desember 1935, Skaga-Pálma, Ólaf prest Þorvaldsson, Eyjólf í Rein, Þang- skála-Lilju, ísleif Gíslason, Jón í Stapa og síðast en ekki síst aska- smiðinn Stefán á Mallandi. Það er í rauninni óþarft að freista þess hér að gera einhvers konar „úttekt“ á vinnubrögðum Hannesar Péturssonar sem höf- undar þjóðlegra fræða. Til þess eru verk hans of kunn. Það sem við mér blasir og sjálfsagt öllum les- endum hans er þó fremur öðru þrennt, svo að eitthvað sé sagt. í fyrsta lagi er allt efni hans skagfirskt. Það er vissulega ekki af neinum héraðsrembingi eða of- dýrkun á heimasveitinni, heldur Hannes Pétursson af hinu að meiri lærdóm er að draga af gagngerri skoðun á litlum bletti en þembingi yfir stórt svæði. Öll verk Hannesar miða að því að færa manninn nær sjálfum sér og uppruna sínum. Það er skilnings- leið hans. Engum dylst árangurinn. í öðru lagi bera þessir þættir (og aðrir sem áður hafa birst) aðals- merki hins vandaða, nákvæma og hugkvæma vísindamanns. Hann leitar og leitar, kannar skjöl og önnur gögn, ber saman, setur fram - tilgátur og prófar. Nánast virðist hann óþreytandi í spurn sinni. Menn þurfa ekki lengi að lesa þætti hans og greinar til að sann- færast um að sú er raunin. í þriðja lagi er svo hin listræna framsetning. Hannes kann ís- lensku betur en flestir aðrir. Hið besta úr alþýðumáli leikur honum á tungu. Mál hans verður íðilfag- urt, hreint og tært og án tildurs, í umgerð rökfastrar og skipulegrar frásagnar. Allt þetta veldur því að Hannes Pétursson hefur lyft þjóðlegum fræðum á hærra stig en menn hafa átt að venjast. Þegar best tekst til er frásögn hans og máls- meðferð öll snilldarleg. Áhrif hans eru þegar orðin nokkur og eiga vafalaust eftir að aukast enn um sinn. Rugl í ríminu Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Rugl í ríminu Prentverk: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Iðunn Hvað er draumur? Hvað er raun- veruleiki? Hér eru skil í milli ávallt ákaflega óljós. Höfundur notfærir sér þessa staðreynd, lætur gamalt og nytt mætast, og úr verður ævin- týr, sem aðeins orðið draumur get- ur leyst. Ung stúlka, Hildur, hlýtur höfuðdjásn úr pússi móður. Því fylgdi sú náttúra, að ekki mátti bera, heldur aðeins eiga, og þann- ig flytja frá ættlið til ættliðar í kvenlegg. Hildur stenzt ekki freist- inguna, setur djásnið upp. Hún hverfur aftur í tíma. Reykjavík verður lítið þorp, og á Öskjuhlíð hittir hún pilt, Ljót Kynriksson, nýkominn frá námi í Bessastaða- skóla. Svo óík eru viðhorf þeirra, piltsins og stúlkunnar, að þau telja hvort annað úr álfheimi, hún hann, hann hana. Höfundur segir sjálfur frá sam- skiptum þeirra, sögu nútímans, en lætur fræðagrúskara, Símon Pét- ursson finna gamalt handrit, sem að vísu má ekki lesast fyrr en 2011, en grúskarinn stenzt ekki freistingu foi’vitninnar, frekar en stúlkan, og les sögu piltsins af gulnuðum blöðum. Höfundur lætur þessar sagnir falla saman, einsog fíngur sem læsast í bæn. Honum tekst þetta ákaflega vel, gamalt og nýtt leikur honum að jöfnu, svo úr verður list- ræn heild. Hann er gamansamur. Pilturinn átti vini á býlinu Kleppi, líka stúlku þar í festum, og þegar Ljótur segir frá því þá þykjast all- ir skilja, ná áttum, en eru með allt aðra mynd en pilturinn í kolli. Að þessu leikur höfundur sér. Við skiljum ekki rót okkar, og rót- in heldur ekki, hvert greinamar eru að teygja sig. Hér er höfundur sem þorir að setja sér takmark, glíma við það. Rúnar Ármann Arthúrsson Það gerir hann af mikilli fimi, stíllinn tær og fagur, hlaðinn dulúð og spennu. Allur frágangur með miklum ágætum. Bók fyrir þá sem hafa gaman af að hugsa, þora að láta sig dreyma. Til hamingju. Ljóðið kemur og ljóðið fer Bókmenntir Jenna Jensdóttir Steinar Jóhannsson: Skrýtin blóm, ljótar myndir og önnur Ijóð. Skákprent 1990. í bókinni era tuttugu og fjögur ljóð, sem sýnast að efni til næsta óskyld, en mynda samt eins og óijúfanlega, leynda heild í lífsferli skáldsins. Steinar yrkir um minn- ingar frá bernsku, veðrabrigði, til- gang lífsins, ástina, máttarvöldin og mannleg samskipti. Hann er skáld sterkra tilfinninga og næmi hans fyrir litbrigðum lífsins ásamt réttlætiskennd finnst mér vekja óróa í sál hans og leita alltaf út í ljóðunum. Hann virðist ekki sætta sig við firrta lífsmyndina eins og hún kem- ur til hans, en einhvern veginn er samt eins og hann bresti kjark til þess að-beijast. í öllum ljóðunum finnst mér hann vera á millí þess óræða og þess sem er. Hvernig ljóðið kemur og hvernig ljóðið fer: ! Ljóðið rýfur hljóðmúr / nætur / götóttur hljóðkútur skell- ir / í pollum (þungra haustdaga) / ljóðið sinnir engum / boðum / langt yfír hámarkshraða / eins og elding / af vettvangi /. Það er sagt að ekki sé nauðsyn- legt að skilja ljóð, heldur finna til í þeim og um leið að láta sér líka Steinar Jóhannsson betur eða verr. Ég held að þetta eigi við um ljóð Steinars, eða þann- ig ná þau til mín. Orð hans virðast oftast leita hnitmiðunar, en eitt- hvert festuleysi í hugskoti skáldsins veldur því að þau ná ekki alltaf því flugi sem þeim er ætlað. Á vissan hátt er skáldið næst lesanda í sálmum sínum, sem eru fáeinir og óregulega merktir. Sálmur IV. / Ef þetta tregafulla / píanóverk / væra orð mín / þá tileinkaði ég þau / þér / er snýrð jörðinni / um möndul sinn / og blæst lífi í æðar mínar / að eilífu /. Þegar ástir og kvenfóik eru ann- ars vegar leitar einhver efi milli heitra tilfinninga og einlægnin virð- ist leysast upp. Ef til vill er ljóðið Nú eins konar samnefnari allra ljóð- anna í bókinni: Engar væntingar ég hef engan áreiðanlegan landgang til æðri veru og hvað lesið verður úr stjömum himna um líf mitt hér á jörð aðeins eitt sandkom á allri þessari strönd er boðafóll að steðja þakka þér allt liðið farðu og skildu mig einan eftir því engar eru þær mínar hendur að bera eða halda enginn er minn máttur að fylgja eða... eða... skildu mig hér einan. Hvað um það, hreinskilni og oft ráðleysi skáldsins orka sterkt á les- anda, koma til hans aftur og aftur og knýja á þá von að skáldið dragi tjald óræðni frá og komi máttugri í skáldskap sínum í næstu bók. Steinar má ekki nema staðar hér. Bókin er í snotru bandi.og hlífð- arkápa sérstæð. Postulínsalræði __________Bækur________________ Kjartan Árnason Bruce Chatwin: Utz. Skáldsaga, 117 bls. Unnur Jökulsdóttir og Þorbjörn Magnússon þýddu. Syrtlu-röð Máls og menningar 1990. Sagan hefst á andláti Kaspars Jóakims Utz, 7. mars 1974. Við útförina mæta aðeins Orh'k vinur hans og ráðskonan Marta. Staður- inn er kirkja heilags Sigismunds í Prag. Sjö árum áður er ungur sagn- fræðingur, sjálfur sögumaður, staddur í Prag „til að skrifa grein um söfnunarástríðu keisarans Rúd- olfs II. á fágætum hlutum“, einsog hann segir sjálfur. í leiðinni ætlaði hann að gera sálfráeðilega úttekt á ástríðusafnaranum. Þannig kemst sögumaður í kynni við Utz — sjálf- an Rúdolf samtímans. Utz var ákaf- ur safnari postulínsmuna og átti fágætt safn slíkra gripa, sem hann fékk að halda þráttfyrir að alræðis- hrammur kommúnista sópaði ann- ars til sín öllu sem verðmætt gat talist. Ekki er einfalt að rekja þráð sögunnar þótt stutt sé. Þó ekki svo að skilja að hann sé tætingslegur eða útí móa heldur hitt að hvorki Utz né söguþráðurinn eru allir þar- sem þeir era séðir. Undir drep- fyndnu yfirborði sögunnar leynist harmleikur og hnignun stéttar sem áður réð öllu en er nú rúin heiðri sínum og völdum: aðalsstéttar Evr- ópu sem stóð í blóma frammí byijun þessarar aldar. Undir þessu sama yfirborði leynist líka harmur þeirrar þjóðar sem má búa við alræði á öllum sviðum, háðsk ádeila á slíkt stjórnarfyrirkomulag og ekki síður á „frelsið“ fyrir vestan — sem lækn- aði Utz af þrálátri útþrá en hann varð þó að þefa af árlega. Skömmu eftir miðja bók er aftur komið þar í sögunni að Utz er lát- inn fyrir nokkru og fer sögumaður þá að kanna ýmsa þætti lífs hans uppá nýtt — og er þá kominn nokk- uð annar póll í hæðina: ýmislegt kemur í ljós sem ekki er gefið upp hér. Þessi saga er drepfyndin einsog áður segir en fyndnin er aldrei til- gerðarleg eða sett fram sjálfrar sín vegna. Samtöl, útlitslýsingar, hug- renningar og einnig heilu senurnar eru oft einfaldlega sprenghlægileg- ar. En allan tímann lúrir undir sá harmur sem nauðsynlegur er til að skapa hlátrinum hljómbotn og fyndninni dýpt. Þær fáu persónur sem við söguna koma eru bæði lifandi og skýrar, og trúverðugar þráttfyrir neyðar- leika sinn og einkennilegt hátterni. Höfundur fetar sig stundum þétt fram með girðingunni milli hins trúverðuga og þess afkáralega en er alltaf réttu megin. Hann sýnir líka aðdáunarverða þekkingu á við- fangsefninu: sögu postulínsins og einstakra gripa, ennfremur sögu evrópsks aðals og hefur þess utan staðgóða þekkingu á umhverfi og andrúmslofti í Tékkóslóvakíu á þeim tíma sem sagan spannar. Höfundurinn, Brace Chatwin, var ekki búinn að skrifa margt þeg- ar hann lést fyrir aldur fram í fyrra, 49 ára gamall. Reyndar hafði hann skrifað talsvert í blöð og er safn greina og annarra smátexta eftir hann nýlega komið út í Bretlandi. Hann vann til verðlauna þegar með fyrstu bók sinni, In Patagonia, sem út kom árið 1977. Það var þó ekki fyrr en tíu árum síðar að hann vakti athygli um víðan völl með skáldsög- unni The Songlines og skömmu síð- ar fylgdi hann henni eftir með Utz og jók hún enn á hylli hans — sem ekki er undarlegt að mínum dómi. Bruce Chatwin ku ekki hafa verið gefinn fyrir kyrrsetur. Þegar hann lést var hann búinn að þramma um allar heimsálfurnar, hugsanlega að Suðurskautslandinu undanskildu, og meðal annars dvalið í löndum Austur-Evrópu einsog greinilegt er í þeirri sögu sem hér er til umfjöll- unar. Það er missir að slíkum manni en ekki þýðir að fást um það — fremur ástæða til að þakka það sem hann þó komst yfir að skrifa. Þýðing þeirra Unnar Jökulsdótt- ur og Þorbjörns Magnússonar er góð og afsannar þá fordóma mína að tveggja manna þýðing hljóti að vera verri en eins manns verk. Það er eftirtektarvert hve orðaforði er ijölbreyttur og margar þýðingar- lausnir hugvitssamlegar. En það sém kannski er mest um vert er að þýðingin verður aldrei dragbítur á húmor sögunnar — þvert á móti ýtir orðafar hennar oft undir fyndn- ina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.