Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 ISLENSK SKIP Bókmenntir ErlendurJónsson Jón Björnsson: ÍSLENSK SKIP. I-IV. Iðunn. Reykjavík, 1990. Þetta er mikið rit, fjögur bindi stór, hátt í þúsund síður samtals. Höfundur segir að bernskuminn- ingar sínar frá Vestmannaeyjum hafi orðið hvatinn að verki þessu: »Mér var ekki síst hugstætt það mikla kapp sem var í okkur strák- unum að verða fyrstir til að þekkja Eyjabátana er þeir komu úr róðri. Við kunnum nöfn allra bátanna og númer margra þekktum við einnig. Einhveijir þurftu ekki ann- að en að heyra vélarhljóðið í bátn- um til að þekkja hann og sumir þekktu báta þótt aðeins sæist í möstrin.« í ljósi þessara endurminninga kveður höfundur sig hafa langað að eignast myndir af sem flestum Eyjabátum og út frá því hafi hann síðan tekið að huga að bátum ann- ars staðar á landinu. »Segja má að í þessu verki sé getið um öll þau þilskip sem skráð voru á íslandi frá árinu 1870 og fram á þennan dag.« Þann fyrirvara setur þó höf- undur að skip kunni að hafa slopp- ið hjá skráningu af ýmsum ástæð- um. Ritinu er svo skipt í kafla eftir lögsagnarumdæmum og skipin síðan talin upp í stafrófsröð innan hvers umdæmis. Að jafnaði eru greinar um tvö til fjögur skip á síðu. Mynd fylgir mörgum þeirra. íslendingar hafa gert sér far um að festa skip sín á filmu, það leyn- ir sér ekki. Sams konar upplýsingar eru þarna um hvert og eitt skip. Mörg skip hafa gengið kaupum og sölum og þá jafnframt skipt um skráning- arumdæmi, stundum líka skipt um nafn, sum margoft. Vandi getur verið að finna þ’au í bókinni nema fýlgt sé leiðbeiningum höfundar. Og jafnvel þótt þeim sé fýlgt kann það að kosta nokkra fyrirhöfn. Nafnaskrá auðveldar þó leit. Athyglisvert er að kaupskipin hafa verið og eru langflest skráð í Reykjavík. Þaðan hafa einnig verið gerðir út allmargir togarar. Hringinn um landið ber hins vegar mest á bátum af ýmsum stærðum. En hversu traust er rit þetta? Jón Björnsson Hvort heldur menn fletta því til gamans eða nota það í fræðilegum tilgangi vilja allir hafa það er sann- ara reynist. Höfundur kveðst hafa þegið fróðleik sinn hjá Siglinga- málastofnun mest. »Þegar verkið var samið og búið undir prentun,« segir hann, »var vandlega farið yfír allar upplýsingar og með yfir- lestri og samanburði var mikið kapp lagt á að koma í veg fyrir að villur slæddust inn. í svo yfir- gripsmiklu verki sem hér er um að ræða verður slíkt þó aldrei úti- lokað með öllu.« 000!Z***"*r- ^irí-- Heitar tílfínning- ar í Alexandríu Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Nagíb Mahfúz: MÍRAMAR. Sigurður A. Magnússon þýddi. Setberg 1990. Egypski rithöfundurinn Nagíb Mahfúz (F. 1911) hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels 1988 og var þá nær óþekktur hér á landi. Það eru þó ekki tíðindi út af fyrir sig. í fyrra var bók hans, Blind- gata í Kaíró, gefin út í íslenskri þýðingu og nú gefst kostur á að fylgja Mahfúz um Alexandríu í fremur skuggalegum félagsskap. Míramar heitir bókin og dregur nafn af gistiheimili sem er vett- vangur atburðanna í sögunni. Þar ræður Maríana ríkjum, litrík kona sem má muna fífil sinn fegri, en er betur að sér um undirheimana en flestir aðrir og hefur átt sínar pólitísku hugsjónir. Sagan gerist að vetrarlagi þegar einna minnst er um að vera á gisti- heimiiinu. Míramar gista fímm menn og eiga það allir sameiginlegt að hrífast af þjónustustúlkunni losta- fögru, Zóhru, .sem er úr alþýðu- stétt. Fimmmenningarnir eru af ólíkum uppruna og segja hver og einn sögu sína í bókinni, lýsa sömu atburðum. Með því móti koma fleiri sjónarhom í ljós og lesandan- um er ætlað að raða saman brot- um, ráða morðgátu, átta sig á flækju ástamála og gera sér grein fyrir stjómmálum og baktjaldam- akki. Mahfúz hefur að vissu marki tileinkað _sér vinnubrögð spennu- höfunda. í lýsingum sínum á slags- málum og kynlífi er hann ekki í miklum fjarska frá afþreyingar- höfundum. Aftur á móti má segja að það hve gagntekinn hann er af minningum, andblæ hins liðna og stemmningu borgarlífs, tengi hann mörgum helstu samtímahöf- undum. Það er ýmislegt óvænt hjá Mahf- úz í frásögn og stíl, m.a. framand- leg innskot sem líkjast stefjum og jafnvel bænum múhameðstrúar- manna. Við kynnumst í Míramar öðru andrúmslofti en við eigum að venj- Nagíb Mahfúz ast, listrænum tökum af nýju tagi. Lesendur Míramar fá innsýn í hinn egypska sagnaheim og sér- kenni fólks og umhverfis í Alex- andríu. Ég þykist nokkurs vísari eftir lesturinn, en geri ekki ráð fyrir að Míramar sé meðal helstu skáldsagna Nagíb Mahfúz. Sigurður A. Magnússon er af- kastamikill þýðandi. Þýðing Míramar er hin laglegasta, ekkert í þýðingunni gerði mér beinlínis gramt í geði, en stundum var þolin- mæðin á þrotum, dæmi; sífelld endurtekning uppnefnisins „hland- auli“. ■ ÖRN OG ÖRLYGUR hefur gefið út bókina I úlfakreppu eftir Colin Forbes í þýðingu Björns Jónssonar. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Colin Forbes hefur á síðustu árum haslað sér völl sem einn allra vinsælasti spennusagna- höfundur á Bretlandi. Beðið er eftir hverri nýrri bók hans með eftir- væntingu og þær þýddar jafnóðum á fjölda tungumála. Söguþráðurinn í hinni nýju bók er að vonum æsi- spennandi: Óljós orðrómur berst um undirheima stórborganna að hryðjuverk séu í vændum, stórfelld- ari og ægilegri en dæmi eru um. Forsætisráðherra Breta felur yfir- manni bresku leyniþjónustunnar að kanna þetta mál nánar, og nú bregður svo við að Rússar leggja honum lið, enda eiga þeir mikilla hagsmuna að gæta.“ AL. --------------------- Cómsætt mjólkursúkkulaði með fjórum mjúkum fyllingum: appelsínu, hindberja, piparmyntu og karamellu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.