Morgunblaðið - 21.12.1990, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.12.1990, Qupperneq 27
___________________MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 27 Hvunndagur o g ævintýri Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Unginn sem neitaði að fljúga Höfundar: Birgir Svan Símonar- son og Halldór Baldursson Dregið að landi _ Höfundar: Árni Árnason og Halld- ór Baldursson Bangsi í lífsháska Höfundar: Árni Árnason og Anna Cynthia Leplar Langamma Höfundar: Þórður Helgason og Margrét E. Laxness Útgefandi: Mál og menning — Bókasafn barnanna Unginn sem neitaði að fljúga seg- ir frá litlum unga sem dag einn vakn- ar í fuglabjargi, nýskriðinn úr egg- inu. Hann lifir þar góðu lífi með systkinum sínum og móðirin er á þönum að verða þeim úti um æti. Litli unginn lifir í öruggri vissu um að þetta verði alltaf svona ... en einn daginn fara systkini hans að steypa sér fram af syllunni, eitt af öðru þar til hann er einn eftir. Móðir hans reynir að hvetja hann, en allt kemur fyrir ekki — hann þorir ekki. Að lok- um gefst hún upp og yfirgefur hann. Hann kallar á mömmu sína, en hún er horfin upp og aðrir fuglar í bjarg- inu hafa engan áhuga á þessari gungu. Að lokum rekur hungrið hann til að láta sig falla — og hann finnur að hann hefur öðlast frelsi. Tilvalin jólagjöf Handunnar harðviðarklukkur frá Kaliforníu. Margar gerðir. Verö frá 5.500,- til 10.500,-. Mjög sérstök sófaborð úr eikar- eða rauðviðarrót. Gler- eða viðarplata. Árntúla 8, símar: 8-22-75 og 68-53-75 Dregið að landi er saga um tvær litlar systur, góðar stelpur sem eru duglegar að borða og lifa í öryggi hjá mömmu, pabba og hundinum Lubba. Allt gengur vel, þar til þær fara að tala — og skemmtilegast finnst þeim að ræða málin þegar öll fjölskyldan er saman komin, en það er á matmálstímum. Þær hafa því minni tíma til að borða, auk þess sem þær eru farnar að hafa skoðun á matnum — og því fer svo að pabbi þeirra tekur að sér hlutverk ruslafö- tunnar og dregur þær að landi, þeg- ar þær leyfa. _Hann er á móti því að fleygja mat. Á stuttum tíma verður hann akfeitur, svo feitur að hann kemst ekki inn í bílinn eða í vinn- una. Þær systur sjá að ekki má við svo búið standa og fara að klára matinn sinn og ræna frá pabba til að stinga upp í Lubba — pabbi grenn- ist aftur, en hver skyldi verða dálítið bústinn? Bangsi í lífsháska er saga um hvítabjörn sem býr með mömmu sinni á Norðurpólnum. Á hveiju ári fara þau í langar göngur um enda- lausar hjarnbreiðurnar sunnan við Norðurpóiinn. En dag einn skellur á fárviðri og bangsinn verður viðskila við mömmuna. Hann lendir á ísjaka sem rekur frá landi, alla leið til Is- lands. Þar kemst hann heldur betur í hann krappan — því hann er hund- eltur af byssumönnum. En bangsi er snjall og nær að villa um fyrir veiðimönnunum, kemst við illan leik á ísjaka sem rekur til baka og það verða að vonum gleðilegir endur- fundir þegar hann hittir móður sína aftur. I Langömmu eru systkinin Nonni og Rúna að borða morgunmat, einn góðan veðurdag um mitt sumar, þeg- ar pabbi segir þeim að í dag eigi þau að heimsækja ömmu sína sem er á elliheimili, því hann og mamma ætli að slá blettinn. Þau verða ekkert afskaplega glöð við þetta, því amman er dálítið kölkuð. En þau gera einsv og þeim er sagt. Þegar til ömmu kemur vill hún fara út að viðra sig. Hún er í hjólastól og þáu leggja upp í ferðalag Um bæinn. Amma er dál- ítið föst í fortíðinni og veltir fyrir sér aflabrögðum við tjörnina, pantar hveiti fyrir veturinn, hrífur, orf og efni í kjól í verslun sem þau fara í og veltir fyrir sér reiðskjótum. Svo fá þau sér öll ís og halda upp á elli- heimili, þar sem pabbi nær í þau — á skjóna, gömlu Lödunni sinni. Allar þessar sögur eru góðar og vel unnar. Málfar er skemmtilegt — svo og stíllinn. Myndskreytingarnar eru vel úr garði gerðar — sérstaklega í Dregið að landi og Langamma. Þetta eru einfaldar sögur, sem segja margt — hafa ótvíræð skilaboð, án þess að predika: Unginn sem neitaði að fljúga og Bangsi í lífsháska eru lítil ævintýri, með skilaboðum um að því fylgi umbun að yfirstíga erfið- leika. Langamma segir okkur að hinn hverfandi heimur elstu kynslóðarinn- ar geti verið börnum til ómældrar gleði og veitt þeim nýja sýn á eigin tilveru og Dregið að iandi er skemmtileg saga um gildi þess að kunna sér magamál. Skemmtilegar bækur og gott framtak. VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.