Morgunblaðið - 21.12.1990, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 21.12.1990, Qupperneq 28
oeei aaaMaaaa .rs auoAauTaöa aKiA.iH'/’jDaoM MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 21. ÐESEMfiER 1990 Frumleiki, gæði, glæsileiki... ...eru höluð einkenni úranna frá Christian Bernard. Hjúpuð 18K gulli með safir gleri og vandaðri leðuról. 30m vatnsvörn. Verð frá kr. 31.000 - Christian Bernard úrin fást hjá: Axel Eiríksson, úro og skartgripaverslun Aðolslræfi 22, isofirði Guimundur Þorsleinsson sl, úru og skorlgripoverslun Bonkoslræii 12, Reykjovik Corl A. Bergmon úrsmiður Lougovegi SS, Reykjovík Úr og skurtgripir Slrondgötu 37, Holnorlirði Glæsilegir frottesloppar Tilvalin jólagjöf Náttföt og serkir í úrvali tískuverslun Kringlunni, sími 33300. Svikamyllaii og Hæstíréttur eftir Ara Kr. Sæmundsen Þegar ég var strákur, þá spiluðum við félagarnir oft spil, sem heitir „mylla“. Eins og þeir vita, sem hafa spilað þetta spil, þá gengur það út á að ná tveimur samhliða röðum leikmanna, sem andstæðingurinn kemst ekki inn í, s.k. „svikamyllu“. Sá, sem kom sér upp „svikamyllu", hreinsaði leikmenn andstæðingsins af borðinu, sem fyrr en varði hafði tapað. Mér datt þessi leikur í hug, þegar mér var kynntur dómur Hæstaréttar í máli Byggung bsvf. gegn einum félaga okkar í 5. byggingarflokki. Með þessum dómi staðfesti Hæsti- réttur dóm undirréttar í þessu erfiða máli, og staðfesti um leið að leikregl- ur „svikamyllunnar" gilda í sam- skiptum félagsmanna í byggingars- amvinnufélögum og forráðamanna þeirra. Forsaga málsins í byijun árs 1982 skrifuðu félags- menn í 5. byggingarflokki Byggung undir byggingarsamninga við félag- ið. Framkvæmdir hófust á sama ári. Sá grunur félagsmanna í 5. flokki að ekki væri allt með felldu, hvað varðar rekstur félagsins, vaknaði fyrst, þegar loforð um afhendingar íbúða stóðust ekki. Þannig dróst áætlaður afhendingartími um 8-12 mánuði hjá einstökum félagsmönn- um. Á hinn bóginn höfðu lán Hús- næðisstofnunar hækkað um 50% á byggingartímanum. Félagsmenn voru því vongóðir um að kostnaðará- ætlanir myndu standast. Þetta stað- festu þáverandi forráðamenn Bygg- ung og var jafnvel áætlað að flestir fengju <ynhvetja upphæð endur- greidda við lokauppgjör. í október 1985 hætti Þorvaldur Mawby hjá Byggung. Nýr fram- kvæmdastjóri var ráðinn, Guðmund- ur Karlsson. Að sögn uppgötvaði Guðmundur fljótlega að ekki var allt með felldu, hvað varðar rekstur félagsins og hófst hann þegar handa við að vinna að lokauppgjöri fyrir 5. flokk. Það uppgjör var kynnt á fundi með félagsmönnum 5. flokks í október 1986. Niðurstöðurnar voru vægast sagt reiðarslag. Skiptu bak- reikningar einstakra félagsmanna hundruðum þúsunda. Sem dæmi, þá var mér gert að greiða 725.578. Olli þessi niðurstaða miklu ljaðrafoki og var leitað eftir aðstoð Endurskoð- unar hf. við úttekt á uppgjöri flokks- ins. Þar sem fjárhagsstaða flokksins og félagsins í heild var slæm, sætt- ust félagsmenn á að ganga til samn- inga við félagið, enda voru tölur Guðmundar kynntar sem lokaupp- gjör og félagsmönnum afhentar eignaryfirlýsingar (afsöl) af íbúðum sínum, um leið og gengið var frá skuldabréfum. Samtímis var undir- rituð yfirlýsing af beggja hálfu, þar sem kveðið var á um frekari greiðsl- ur og lok framkvæmda, en áætlað var að ljúka framkvæmdum á árinu 1987. Þeim er enn ólokið. Endurskoðun hf. skilaði stuttu síðar áfangaskýrslu um fjárreiður Byggung. Þar kom m.a. í ljós gífur- leg bókhaldsóreiða, hluti bókhaldsins týndur og fjöldi fylgiskjala tilbúinn og erfitt að rekja þau. Gefið var í skyn að í viðskiptum Byggung bsvf. við heildverslunin Byggung hf. sé hugsanlega um sakhæf atriði að ræða. Að lokum er sýnt fram á að byggingarkostnaður íbúða í 5. flokki er mun hærri en samskonar íbúða í 4. flokki. Margt fleira kemur fram, sem hefði átt að gefa tilefni til frek- ari rannsóknar á bókhaldi fyrirtæk- isins. Um það leyti, sem Endurskoðun hf. skilaði áfangaskýrslu sinni, þá var fyrirtækið ráðið sem endurskoð- andi Byggung, enda þá búið að reka endurskoðanda félagsins, og falið að fara ofan í saumana á bókhaldi fyrri ára, um leið og hafinn yrði undirbúningur að frágangi ársreikn- inga fyrir 1986. Niðurstaða þeirra vinnu var sú að Endurskoðun hf. og forráðamenn Byggung töldu að upp- gjöri Guðmundar við félagsmenn væri verulega ábótvant og að 5. flokkur skuldaði félaginu enn tölu- verðar upphæðir. Var nú nýrri uppgjörsaðferð beitt (en þær eru nú alls orðnar fjórar), og á fundi með 5. flokki í september 1987 voru nýir s.k. viðskiptareikn- Ari Kr. Sæmundsen „Hæstiréttur hefur nú úrskurðað í fyrsta mál- inu og staðfest dóm undirréttar. í stuttu máli, félagsmenn í byggingarsamvinnufé- lögum eru réttlausir." ingar kynntir fyrir félagsmönnum. í greinargerð með uppgjörinu, þar sem forsendum þess er lýst, segir Aðalsteinn Hákonarson, endurskoð- andi, m.a.: „Ennfremur sýndi athug- un að sú staða gæti komið upp, þegar búið væri að gera upp bygg- ingarflokkana að félagið sæti uppi með skuldir sem enginn vissi hver ætti að greiða." Einnig benti Aðal- steinn á að brýnt væri fyrir félags- menn að ganga til samninga um greiðslur á þessum nýja reikningi, þar sem mikil hreyfing væri á fólki, og erfitt gæti orðið að ná til fólks, sem flyttist út á land eða til út- landa. Skuldir þessara einstaklinga myndu því óhjákvæmilega skiptast niður á þá félagsmenn, sem eftir yrðu. Þetta var lyginni líkast. í mínu tilviki hljóðaði þetta upp- gjör upp á 976.535 til viðbótar þeim 725.578 krónum, sem mér hafði verið gert að greiða við lokauppgjör Guðmundar Karlssonar. Þannig hafði ég verið krafinn um samtals 1.702.113 á innan við einu ári. Nú varð félagsmönnum í 5. flokki ljóst að forráðamenn Byggung ætl- uðu í engu að halda gerða samninga ÓGLE YMANLEG ÚTGEFANDI: STOFN DLÁ AUGU OG DIKSVÖRT HEMPA eftir Tryggva Emilsson Tryggvi Emilsson var& þjóðkunnur þegar bók hans Fótsekt ffólk kom út. Nú kemur hann enn ó óvart meó skóldsögu um stórbrotin örlög og sterkar persónur. Bló augu og biksvört hempa er örlagasaga einstaklinga og þjóöar þar sem raunsannir atburðir og þjóðsagnakenndir renna saman í eina listræna heild. Þetta er sagan af prestinum sem missti hempuna vegna vinnukonunnar með blóu augun. Frósagnarlist Tryggva er einstök, tungumólið fjöl- skrúðugt, gaman og alvara haldast óvallt i hendur. DREIFING: VAKA-HELGAFELL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.