Morgunblaðið - 21.12.1990, Page 34

Morgunblaðið - 21.12.1990, Page 34
ð8 34 , MQIiGlJNBI,Aл3 PQSTHDAG^R 21, DESEMBEH. 1990 Jóhann J. Ólafsson formaður stjórnar Stöðvar 2: Lögfræðiálitið gefur enga ástæðu til úrsagnar úr stjórn Eignarhaldsfélag Verslunarbankans íhugar að breyta ábyrgðum í hlutafé JÓHANN J. Ólafsson stjórnarformaður Stöðvar 2 segir lögfræði- álit Jóns Steinars Gunnlaugssonar enga ástæðu gefa til afsagnar Steingríms Ellingsen úr stjórn Stöðvar 2 á miðvikudaginn og úr- sögnin sé því fullkomið ábyrðarleysi. Eignarhaldsfélag Verslunar- bankans íhugar að breyta 90 milljóna króna ábyrgð, sem það hef- ur gengist í fyrir Stöð 2, í hlutafé. í áliti sínu getir Jón Steinar aðal- lega athugasemdir við þrjú atriði. í fyrsta lagi að þrír stjórnarmenn hafi tekið þátt í afgreiðslu stjómar- innar á heimild til sjónvarpsstjóra Stöðvar 2 að leita eftir ábyrgðum til þeirra sjálfra gegn þóknun. í öðru lagi hafi inneign á viðskipta- reikningi fjögurra hluthafa, sem skapaðist vegna ábyrgðargreiðslna, ekki nægt fyrir kostnaði sem Stöð 2 greiddi við framlengingu víxia fyrir hluthafana og megi því skoð- ast sem lán til þeirra. I þriðja lagi hafi í einu tilfelli verið greidd mun hærri þóknun en stjómin hafí gefið heimild fyrir. Jóhann J. Ólafsson sagði um þessi atriði, að það væri út í hött að segja að menn sem hefðu greitt fyrir lánveitingu til Stöðvar 2 upp á annað hundrað milljónir, væru að taka lán hjá félaginu. „Jón Steinar kemst að þeirri niðurstöðu að eðli- legt 'hafi verið að taka ábyrgðar- þóknanir og einnig sé félaginu heimilt að greiða kostnað fýrir hlut- hafana eigi þeir inneign hjá félaginu á sama tíma. Frá þessu hafa orðið smávægileg tímabundin frávik sem endurskoðandi Stöðvar 2 hefur ekki gert athugasemdir við, enda hvorki hagsmunum annara hluthafa né skuldunauta á nokkum hátt rask- að,“ sagði Jóhann. Hann sagði ákvörðun um ábyrgð- arþóknanirnar hafa verið tekna á fullskipuðum stjómarfundi þar sem allir stjórnarmenn voru fylgjandi henni. Jóhann vitnaði í álit lögfræð- ings StöðVar 2, sem telur að hafi einhveijir stjómarmenn átt að víkja, leiði það ekki til þess að ákvörðun stjómar sé ógild, þar sem þeir hefðu þá verið í minnihluta. Þá sagði Jó- hann lögmann Stöðvar 2 telja að útreikningur ábyrgðaþóknananna væri í fullu samræmi við ákvörðun stjómarinnar og í samræmi við ákvarðanir banka og vátrygginga- félaga sem veiti slíkar ábyurgðir. Jóhann er formaður Verslunar- ráðs, en auk hans eiga þama í hiut Haraldur Haraldsson formaður Fé- lags íslenskra stórkaupmanna og Guðjón Oddsson formaður Kaup- mannasamtakanna. Þegar Jóhann var spurður, hvort ekki væri eðli- legt að gera þá kröfu til forsvars- manna þriggja helstu samtaka við- skiptalífsins, að viðskipti þeirra væru hafin yfir gagnrýni, sagði hann þá aðeins vera mannlega. „Menn geta auðvitað sofnað við stýrið augnablik og bíllinn lent út í kanti, en þá er hann réttur strax af aftur. Þarna er ekki um nein stórvægileg brot að ræða; það er erfitt að fylgjast dags daglega með reikningum og þegar verið er að slökkva eld hafa menn ekki laga- safnið við hendiná. Það má gagn- rýna þetta en þessi atriði eru ekki þess eðlis að rétt sé að blása þau út í fjölmiðlum eða segja sig úr stjórn. Tilgangurinn með því hlýtur að vera allt annar,“ sagði Jóhann. Eignarhaldsfélag Verslunar- bankans á 100 milljóna króna hlut- afé í Stöð 2 og hefur einnig gengist í ábyrgð fyrir um 90 milljóna króna skuld stöðvarinanr. Einar Sveinsson varaformaður félagsins sagði að stjórn eignarhaldsfélagsins fylgdist með atburðum á Stöð 2, en vildi að öðru leiti ekki tjá sig um málið. Hann staðfesti að að rætt hefði verið að breyta skuldarábyrgð fé- lagsins í hlutafé í Stöð 2, en enn eru óseldar 180 milljónir af alls 815 milljóna króna hlutafé sem sam- þykkt er fýrir. Gunnsteinn Skúlason kemur nú inn í stjóm Stöðvar 2 sem fulltrúi minnihluta eigenda, eftir að Steingrímur Ellingsen sagði af sér. Gunnsteinn - sagði að ekkert lægi fyrir hvort minnihlutinn gripi til frekari aðgerða í kjölfar lögfræðiá- litsins. Morgunblaðið/PPJ Helga Jónssyni flugstjóra fagnað af Jytte konu sinni við komu nýrrar flugvélar flugfélags þeirra hjóna, Odin Air. T.v. sést Jón sonur þeirra sem flaug nýju vélinni heim með föður sínum. Þriðja skrúfuþotan til Odin Air Ný farþegaflugvél bættist í flugflota Islendinga sl. þriðju- dagskvöld þegar Handley Page Jetstream-skrúfuþota flugfé- lagsins Odin Air, TF-ODN, lenti á Reykjavíkurflugvelli eftir tæplega þriggja klukkustundar flug frá Syðra Straumfirði á Grænlandi. Flugstjóri I heim- ferð vélarinnar var Helgi Jóns- son en Odin Air er í eigu Helga og fjölskyldu. Flugmaður með Helga í þessari ferð var Jón sonur hans, en vélina sóttu þeir um Chicago, borgina Quebec og Goose Bay til Straumfjarð- Vélin, sem hefur fengið nafnið Huginn er ein þriggja sömu gerð- ar sem Odin Air festi kaup á vest- ur í Bandaríkjunum. Fyrsta vélin kom til landsins á aðfangadag í fyrra en önnur vélin í maí sl. Fyrri vélarnar bera nöfnin Þundur og Muninn. Nafnvextír hækka hjá Búnað- arbanka og sparisjóðunum Bankaráðsmenn virðast þrælar bankasljóra segir forsætisráðherra Vinn af þeirri ábyrgð sem Alþingi ætlast til segir formaður bankaráðs NAFNVEXTIR Búnaðarbanka og sparisjóðanna hækka í dag. Skulda- bréfavextir hjá Búnaðarbankanum hækka um 1,25% og um hálft pró- sent hjá sparisjóðunum. Skuldabréfavextir Búnaðarbankans eru nú örlítið hærri en hjá íslandsbanka en sömu vextir sparisjóðanna heldur lægri. Hins vegar eru sömu vextir Landsbankans mun lægri, en vextir breytast ekki hjá Landsbankanum að þessu sinni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins frestaði bankastjórn Landsbankans vaxtabreytingum til áramóta; Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra gagnrýnir harðlega vaxtahækkunina og segir hana jafnvel stangast á við lög. Hann segir að bankaráðsmenn, sem valdir séu í bankaráð ríkisban- kanna, virðist verða þrælar bankastjóranna um leið og þeir komi þar inn og því ekki starfi sínu vaxnir. Guðni Agústsson formaður bankar- áðs Búnaðarbankans segist einskis þræll vera og vinna af þeirri ábyrgð sem Alþingi ætlast til af honum. Vextir skuldabréfa hjá Búnaðar- bankanum, kjörvextir, hækka úr .11,25 í 12,5%, víxilvextir hækka úr 12,75 í 13,75%, vextir af yfirdráttar- lánum úr 16 í 17,5% og af afurðalán- um úr 12,5 í 13,75%. Búnaðarbank- inn hækkar vexti innlána, vextir af Hitaveita Reykjavíkur: Hugsanleg bóta- skylda verði könnuð BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu um að fela borgarlögmanni að kanna hugsanlega ábyrgð og bótaskyldu Hitaveitu Reykjavíkur gangvart þeim húseigendum sem orðið hafa fyrir fjárútlát- um og eða tjóni í kjölfar útfellinga og þrýstingstaps í dreifikerfi Hita- veitunnar. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði við umræður um málið að hann teldi eðlilegt að Hitaveitan bætti húseigendum tjón af þessum sökum. Tillaga um að leita umsagnar borgarlögmanns var flutt af fulltrú- um minnihlutaflokkanna í Borgar- stjóm Reykjavíkur. Nokkrar umræður urðu á borgar- stjómarfundinum í gær um málefni hitaveitunnar. Borgarstjóri kynnti meðal annars greinargerð um útfell- ingar í dreifikerfí Hitaveitunnar frá sérfræðingum fyrirtækisins. Þar er meðal annars lagt til að eftirlit með útfellingum í dreifikerfinu verði auk- ið og kortlagt við hvaða aðstæður þær verði. Jafnframt verði gerðar rannsóknir á þeim þáttum sem ráði myndun útfellinga af magnesíumsil- íkati og fundið út hvaða þættir hafj áhrif á myndunarhraða þessara út- fellinga. í greinargerðinni er lagt til að á meðan unnið sé að ofangreindum rannsóknum verði daglegum rekstri Hitaveitunnar þannig háttað að sem minnst blöndun verði á vatni frá Grafarholti við vatn frá lághitasvæð- um í borgarlandinu. Lækkað verði ph-gildi á upphituðu vatni frá Nesja- völlum og kannað hvemig lækka megi pH-gildi frá lághitasvæðunum áður en því er blandað saman við Nesjavallarvatn. Með þessu móti telja sérfræðingar hitaveitunnar að draga megi úr út- ..fellingum í .dreifikerfinu. ., almennum bankabókum og gull- reikningi hækka úr 2,5 í 3%. Sparisjóðirnir hækka vexti skulda- bréfa um hálft prósent, úr 11,5 í 12%, víxilvexti úr 12,75 í 13,5%, vexti af yfirdráttarlánum úr 16 í 17% og af afurðalánum úr 13,5 í 13,75%. Vextir innlána hækka einnig, af al- mennum sparisjóðsbókum úr 2,5 í 3%, vextir af öryggisbók hækka á lægsta þrepi úr 11 í 11,5% og á hæsta þrepi úr 11,5 í 12%, vextir af trompbók hækka úr 8,75 í 9,5% og af sértékkareikningi úr 2,5 í 3%. Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri Búnaðarbankans, sagði í gær að við þessa vaxtaákvörðun hefði verið lögð áhersla á að samræma kjör á óverð- tryggðum útlánum og verðtryggðum. Á árinu sem er að líða hefði verið 7,15% verðbólga og spáð væri svip- aðri verðbólgu á næsta ári, eða á bilinu 7-8%. Bankinn væri að laga vextina að þessari staðreynd. Þrælar bankastjóranna Steingrímur Hermannsson sagði að Búnaðarbankinn hefði ætlað að miða ákvörðun um vexti við láns- kjaravísitölu fyrir janúar. „Þegar talan kemur núna er hún jafnvel lægri en lægsta spá Seðlabankans var og þá hækka þeir vextina. Mér er þetta satt að segja óskiljanlegt og skýringin sem ég fæ er að bank- inn verði að hækka vextina nú til að ná íslandsbanka, sem hækkaði vexti fyrir mánuði á grundvelli al- rangrar spár Seðlabankans," sagði Steingrímur. Hann sagði að bankarnir ættu samkvæmt lögum að taka sjálfstæð- ar ákvarðanir um vexti en ekki miða sig við aðra banka. „Það er ekkert miðað við afkomu bankans og ef svo fer eins og mig grunar að bankar og sparisjóðir skili á þessu ári gífur- legum hagnaði þá er þetta ein sú versta aðför að þjóðarsáttinni sem hér hefur verið gerð. Þeir bankaráðs- menn sem sem valdir í ríkisbankana eru þar ekki síður til að gæta hags atvinnuveganna og lántakenda, þótt vitanlega verði þeir einnig að gæta að hagsmunum bankanna," sagði Stejngrímur. Á flokksþingi Framsóknarflokks- ins fyrir rúmum mánuði sagði Steingrímur að lögð hefði verið áhersla á að fulltníar flokksins í bankaráðum ríkisbankanna stæðu gegn óþörfum vaxtahækkunum. Formaður bankaráðs Búnaðarbank- ans er Guðni Ágústsson þingmaður Framsóknarflokksins. Þegar þetta var borið undir Steingrím sagði hann að svo virtist sem um leið og menn færu inn í bankaráð væru þeir orðn- ir þrælar bankastjóranna. Hann benti þó á að Kristinn Finnbogason, sem er fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Landsbankans, hefði stað- ið sig en þar var ákvörðun um vaxta- hækkun frestað í gær. Einskis þræll Guðni Ágústsson sagði f gær að með þessari hækkun sé verið að jafna á milli hinna tveggja forma lána, verðtryggðra og óverðtryggðra. Mik- ill munur hafi verið á þessum formum nú í desember og verði ekkert að gert verði sá munur einnig í febrúar og mars. Hann segir 80 til 85% af sparifé bankakerfisins tengd vísitölu, eða um 18 milljarða króna, hins veg- ar séu 12 milljarðar útlána, eða 60%, tengd vísitölu. Sé mikill munur á vaxtakjörum verðtryggðra og óverð- tryggðra forma, þá myndist halli. „Við erum aðeins að hreyfa til nafnvexti á 15% af sparifénu, við höfum verið að elta verðtryggða spa- riféð niður allt árið, nú verðum við aðeins að skríða upp til að halda í við hitt,“ sagði hann. Guðni sagði það áróður, að bank- arnir hafi ekki staðið við þjóðarsátt. „Ég er með í höndunum plagg sem staðfestir það, að aðilar vinnumark- aðarins og bankarnir sáú ástæðu til þess, í janúar síðastliðnum, að ná sérstöku samkomulagi um að vaxtaákvarðanir síðar á árinu muni 'verða miðaðar við að ávöxtun verð- tryggðra og óverðtryggðra lána verði sem jöfnust yfir árið. Síðan er það eins og hvert annað rugl að hagnað- ur bankakerfisins verði þrír milljarð- ar á árinu. Ég get upplýst það að hagnaður Búnaðarbankans verður all þokkalegur, en um 100 milljónum lakari á þessu ári heldur en á síðasta." Guðni var spurður um ummæli forsætisráðherra, að bankaráðsmenn væru þrælar bankastjóranna. „Ég er hvorki fangi bankastjóranna né ríkisstjórnarinnar," sagði hann. „Við höfum tæki og öfl til að vinna með okkur. Endurskoðun bankans til dæmis heyrir sjálfstætt og beint undir bankaráðið og þar hef ég mjög náið samráð og leita upplýsinga, til þess að vera hvorki fangi eins eða neins, heldur ftjáls með þá ábyrgð sem Alþingi íslendinga hefur falið mér sem bankaráðsmanni. Það eru þær skyldur sem ég hef og verð að fara eftir lögum og reglum í þeim efnum.“ Má ekki líka hækka kaupið? Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands ís- Iands sagðist vera sár og beiskur yfir þessum vaxtaákvörðunum. Hann sagði hagnað Landsbankans í bytjun desember hafa verið um einn milljarð og hagnað Búnaðarbankans um 900 milljónir. „Er nú hægt að bjóða launafólki upp á það að þeir séu að spá í verðbólguna, þessir ríkisbank- ar, með sinn hvorn milljarðinn, með- an allt of margt fólk er hér með þetta 40 til 70 þúsund krónur á mánuði?" sagði Guðmundur. „Hvað á ég að segja við félaga mína í Dagsbrún ef þeir spyija um kauphækkun? Ég skil ekki svona ábyrgðarleysi, hreinlega skil það ekki. Hveiju er verið að þjóna? Þurfa þeir að græða meira?“ sagði Guð- mundur og jafnframt að vaxtahækk- unin fari út í verðlagið bæði beint og óbeint. „Þetta eru einhveijir hagfræðing- ar sem reikna þetta út. Er ekki hægt að fá þá til að reikna líka hækkun á kaupið?" sagði Guðmund- ur J. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.