Morgunblaðið - 21.12.1990, Síða 48

Morgunblaðið - 21.12.1990, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Heilsuskór í úrvali Verð: 3.495,- Stærðir: 36-46 Litir: Hvítur, svartur, brúnn Domus Medica, sími 18519 TOPg U VEL 21212 —SKORIMN 'A' VELTUSUNDI 1 Kringlunni 8-12, sími 689212 NÝJAR HÚSGAGNASENDINGAR □□□□□□ HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVECil 66 HAFNARHRÐI SÍMI54I00 Mikið úrval af norskum og ítölskum sófaborðum Petraborð + 6 stólar 35.370,-stgr. EINNIG HVÍLDARSTÓLAR, HORNSÓFAR, JÁRNRÚM O.M.FL. Visa - Euro raðgreiðslur Opið í kvöld til kl. 22.00 Sjónvarpsborðfrá kr. 9.900,-stgr. MYNDIR ÚR LÍFI PÉTURS EGGERZ SKUGGSJÁ hefur gefið út bók- ina „Myndir úr lífi Péturs Eg- gerz fyrrverandi sendiherra — Gaman og alvara“. I bókinni rekur Pétur minningar sínar frá því hann var lítill drengur og fram á sendiherraár sín. Pétur Eggerz hefur áður rit- að fimm bækur, þar sem fjallað er um menn og málefni, sem tengjast störfum hans í utanrík- isþjónustunni. Ein þeirra, Létta leiðin ljúfa, sem út kom 1972, var mjög umdeild og hér á eftir eru birtir tveir kaflar, sem fjalla um viðbrögð við henni: Ekki tala um bókina, Pétur Ég hef oft verið sendur á fundi í París. Ég hafði þá jafnan haft samband við Henrik, bekkjarbróð- ur minn, þegar hann hafði verið í borginni. En hann var sendiherra í París í mörg ár. Gígja Jónsdóttir, kona Henriks, hafði veitt honum mikla aðstoð í starfi. Hún var já- kvæð, elskuleg og hlýleg í viðmóti. Allir gestir, sem komið höfðu á heimili Henriks og Gígju, höfðu tekið eftir þeim kærleikum, sem voru með þeim, og þetta hefur skapað ánægjulegt andrúmsloft á heimili þeirra. Eitt kvöld í París er mér minnisstæðara en önnur. Ég var boðinn í kvöldverð til Hen- riks og Gígju ásamt fleiri Islend- ingum. Eftir kvöldmat fóru fram Ijörugar viðræður um allt milli himins og jarðar og var mikið hleg- ið. Allt í einu sér Gígja hættumerki á lofti. Hún kemur til mín og hvíslar í eyra mér: „Ég ætla að biðja þig að minn- ast ekki á „bókina". Eg ætla að biðja þig að gera það fyrir mig, því ef hún berst í tal fer allt í bál og brand.“ Það var örvinglun í svip hennar. Og bókin, sem hún minntist á, var svo ægileg í augum sumra að þeir nefndu hana aldrei með réttu nafni, þeir kölluðu hana aðeins „bókina“. Ég lofaði Gígju að minn- ast ekki á hana og þá tók hún gleði sína aftur. En hvaða bók var þetta, sem var svo ægileg, að hún var aldrei nefnd með r&ttu nafni og gat hleypt upp heilu selskapi. Já, það var bókin Létta leiðin ljúfa, sem ég hafði skrifað og gefin var út árið 1972. Henrik var yfirieitt rólegur mað- ur, en gat skyndilega brugðið skapi, ef minnst var á eitthvað sem honum var heilagt á þann hátt, sem honum fannst ekki viðeigandi. Hann var gramur við mig fyrir að hafa skrifað bókina Létta leiðin ljúfa. í huga hans var utanríkis- þjónustan hafin yfir alla gagnrýni. Þetta vissi Gígja og þetta vissi ég. En mér var ekki ljóst, hversu djúp- stæð reiði hans var, fyrr en þetta kvöld. Ef til vill var mér þetta ekki ljóst, vegna þess að í fórum mínum á ég bréf frá Henriki, sem hann skrifaði mér eftir að fyrsta bók mín koin út, Minningar ríkis- stjóraritara. í þessu bréfi þakkar hann mér bókina og alveg sérstak- lega fyrir það, hversu fallega ég skrifi um móður hans. En svo lengi, sem Henrik lifði, þá minntist hann aldrei á „bókina", og tók hann þá afstöðu að þegja „bókina“ í hel. Meira um bókina Þegar ég vaknaði á hóteli mínu í París, fór ég að hugsa um boðið, sem ég hafði tekið þátt í kvöldið áður á heimili sendiherrahjónanna. Þetta hafði verið mjög skemmtilegt boð, og margt hafði verið gert að gamni sínu. Mér var einnig hugsað til ótta Gígju um að það myndi spiila samkvæminu, ef minnst yrði á „bókina" (Léttu leiðina Ijúfu). Og þetta varð til þess að ég fór að hugsa um önnur kynleg við- brögð, sem ég hafði orðið var við í sambandi við „bókina“. Ég hef haft það fyrir vana að skrifa í dagbók mína samtöl, sem mér hafa fundist skipta máli. Hér verð- ur sagt frá sennu, sem ég átti við áhrifamann í utanríkisráðuneytinu út af „bókinni" hinn 12. janúar 1973. Ég vil ekki segja frá því, hvaða maður það var — og mun því kalla hann Grím. Við áttum það sameiginlegt að vilja vinna að því að utanríkisþjón- ustunni vegnaði vel, en okkur greindi á um aðferðir. Grímur vildi engar brejdingar, en ég taldi þær nauðsynlegar. Það er upphaf þessa máls, að starfsmaður ríkisútvarpsins, sem ég þekki, hafði verið í kvöldverðar- boði með Grími og fleirum. Hann náði tali af Grími seint um kvöldið og spurði hann þá, hvernig honum fyndist bókin Létta leiðin ljúfa. Grímur sagðist ekkert geta um það sagt, þar sem hann hefði aldr- ei litið í bókina og hefði ekki áhuga á að gera það. Þetta boð átti sér stað nokkru áður en við Grímur töluðum saman, og frétti ég um þetta samtal í kvöldverðarboðinu daginn eftir að það fór fram. Svo var það 12. janúar 1973 að Grímur bað mig að koma og tala við sig. Hann var í vondu skapi, þegar ég kom inn á skrifstofu hans. Hafði verið lagt fyrir hann að svara lesendabréfi, sem Morgunblaðinu hafði borist varðandi eitthvað, sem greint var frá í „bókinni". Hann rétti mér ljósrit af lesendabréfinu. Ég las það og stakk því svo í vas- ann og hélt að erindið hefði ekki verið annað en að láta mig sjá þetta bréf. Hann var lengi búinn að bögglast við að svara þessu bréfi og reyndist það érfitt. En þegar hann sá að ég gerði mig líkiegan til að fara, þá skullu á mér skammirnar. Grímur byijaði á því að úthúða „bókinni“, sagði að ég réðist á utanríkisþjónustuna. Hann sagðist eiginlega ekki vita, hvað ætti að gera við mig, fengi hann því ráðið myndi hann láta reka mig úr utanríkisþjónustunni. Sólris eftir Bjarna M. Þorsteinsson Bjarni Marinó Þorsteinsson, sextíu og sex ára Siglfirðingur, hefur sent frá sér bókina Sólris, ljóð og sögur, sem er frumsmíð höfundar Bjarni Marinó er fæddur á Akur- eyri, fluttizt ungur í Fljót í Skaga- firði en hefur búið í Siglufirði í fjóra áratugi. Hann hefur starfað þar sem verkamaður, verkstjóri og fiskverk- andi og verið virkur í margs konar félagsstarfi. Aður hafa birzt eftir hann ljóð og sögur í blöðum, en þetta er fyrsta bókin frá hans hendi. Hún er 77 bls. og geymir rúmlega 20 ljóð og 3 smásögur. Höfundur gefur bókin út en hún er unnin í prentstofu G. Ben. Kápumynd: Kristinn Kristfinsson, Siglufirði. (Fréttatilkynning). jr----------------------------------------| % 5duk TftKARIEIKAWS, 'XttrlttliurltiH tr lornjl), iwlur. Iui»»«’ . tfundar ikla. 3{<trUtknriiw <reUkt raupmintr, hrfylwi; W fklö itfft. 'Mami hti&ar ftr ekkí cyrtHitLíjA, líitnr tUu ýhí eitfUu . V- luuttt niííyt íUUt, ffjtkkílnnyrrtUtnit, Jiattn eUUiyftr trftirtfitm. en ■ sttinylfty )annleiktitum. JHnim brti)iryfiralJt tmráHr, teiiaf nllt umbtr nllt. Verð kr. 1.490,- m/smelluramma 28 x 35 cm. Falleg gjöf til þeirra, sem okkur þykir vænt um. Við höfum til sölu vers úr Biblíunni, skrifuð á „pergament", í smellu- eða álrömmum. Eftirfarandi textar eru til á lager, en einnig sérvinnum við pantanir fyrir viðskiptavini: Faðir vor, Matt. 6. 9-13. Drottinn er minn hirðir, 23. Davíðssálmur. Tvöfalda kærleiksboðorðið, Matt 22. 36-40. Gleðin, sálmur 100. Óður til kærleikans, 1. kor. 13. 4.-8. Einnig sjóferðabæn, bæn hjóna o.fl. Bænavers t.d. i barnaherbergið. Sendum heim á höfuðborgarsvæðinu. Sendum í póstkröfu VINNUSTOFA ÞÓRUy Austurgötu 47, Hafnarfirði, sími 91-650447. Heildsala - smásala

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.