Morgunblaðið - 21.12.1990, Síða 52

Morgunblaðið - 21.12.1990, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 4 milljónir tíl námskeiða- halds fyrir atvinnulausa Félagsmálaráðherra hefur í samráði við ráðgjafarnefnd vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins ákveðið að veita 4 milljón- um króna til námskeiðahalds fyrir atvinnulausa á vegum Menning- ar- og fræðslusambands alþýðu. í framhaldi af þeirri tilraun sem gerð var á vegum Reykjavíkur- borgar með tilstyrk félagsmála- ráðuneytisins og Atvinnuleysis- tryggingasjóðs með námskeiða- hald fyrir atvinnulausa taldi ráð- gjafamefnd vinnumálaskrifstofu æskilegt að hliðstæðum námskeið- um yrði komið á fót víða um land. Ráðgjafarnefndin telur æskilegt að um væri að ræða farandnám- skeið sem haldin væri á þeim stöð- um, sem þörf er á vegna atvinnu- ástandsins. Um væri að ræða stöð- luð námskeið með föstum kjarna, en verkhlutinn gæti verið breyti- legur eftir þörfum og aðstæðum á hverjum stað. Félagsmálaráðuneytið leitaði til Menningar- og fræðslusambands alþýðu um það hvort það væri reiðubúið að standa fyrir slíku námskeiðahaldi. Stjórn MFA sam- þykkti einróma að vera við erind- inu og mun með 4 milljóna króna styrk hefja undirbúning farand- námskeiðs fyrir atvinnulausa, sem haldin verða fyrri hluta næsta árs. (Frcttatilkynning.) Almanakshappdrætti Þroskahjálpar 1991 Almanakshappdrætti Þroskahjálpar 1991 er komið út í sjötta sinn. Almanakið er prýtt grafíkmyndum eftir tólf islenska myndlist- aramenn. í ár eru verkin eftir myndlistar- mennina Baltasar, Daða Guðbjöms- r son, Eddu Jónsdóttur, Guðjón Ket- ilsson, Hildigunni Gunnarsdóttur, Jenný Guðmundsdóttur, Jóhönnu Bogadóttur, Jón Reykdai, Lísu K. Guðjónsdóttur, Sigrúnu Eldjárn, Valgerði Hauksdóttur og Þórð Hall. Þroskahjálp kaupir þjú eintök af hverri mynd gegn því að fá birting- arrétt af myndunum í almanakið. Myndirnar eru allar til sölu á skrif- stofu Þroskahjálpar eins lengi og upplag endist. Forsíðumyndin í ár er af olíumál- ^ verki eftir Erró og birt með góðfús- legu leyfi listamannsins en málverk- ið er í eigu fransks listasafns. Prent- uð hefur verið stór auglýsingamynd af forsíðumyndinni og verður hún seld til ágóða fyrir samtökin. Enn fremur hefur í fyrsta sinn verið ráðist í að gefa almanakið út á ensku og þá eingöngu sem lista- verkaalmanak. Þar koma fram helstu upplýsingar um Þroskahjálp og auk þess kynning á listamönnun- um. Almanakshappdrættið er aðal- tekjulind Landssamtakanná Þroskahjálpar. Innan samtakanna eru 27 aðildarfélög sem einkum eru félög foreldra fatlaðra bama. Almanakshappdrætti Þroska- hjálpar 1991, en almanakið er prýtt grafíkmyndum eftir tólf íslenska myndlistaramenn. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Ruth Tryggvason ræðismaður dana afhenti ísfirðingum jólatréð. * Isafjörður: Jólakveðja frá Hróarskeldu ísaflrði. RUTH Tryggvason ræðismaður Dana á ísafirði færði ísfirðingum jólatré frá vinabæ þeirra í Danmörku, Hróarskeldu, á laugardag. Þetta tákn friðar og vináttu hef- ur skrýtt Austurvöll um hver jól í áratugi og er víst að ísfirðingar kunna að meta þann hlýhug sem danskir frændur okkar sýna með þessari sendingu. Mikill mannfjöldi var á Austur- velli, lúðrasveit ísafjarðar lék og blandaður kór söng jólalög og jóla- sveinar brugðu á leik. Frú Ruth færði ísfirðingum bestu kveðjur og óskir um gleðileg jól frá Hróars- keldubúum og bað menn að minn- ast þess um jólin að margir ættu um sárt að binda, en vonin um að réttlætið sigraði og vonin um sam- einingu og frið þar sem mannauður- inn fengi að njóta sín væri nær þegar friður jóianna nálgaðist. Olafur Helgi Kjartánsson forseti bæjarstjórnar ísafjarðar tók við trénu fyrir hönd ísfirðinga og þakk- aði Hróarskeldubúum hlýhug og ræktarsemi. - Ulfar. I' / SERTILBOD *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.