Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990
55
)
\
)
>
>
>
Guðmundur Jónsson -
Hljóðritanir 1945-1990
Geisladiskur
Oddur Björnsson
Guðmundur Jónsson
Hyóðritanir 1945-1900, 4
diskar.
Ríkisútvarpið Steinar.
Hvað skal segja? Guðmundur
eins og hann leggur sig, eða svo
gott sem. Þetta er svona einsog
hálfur Niflungahringurinn á
lengdina, en hvað um það, hér
er um að ræða stórhuga framtak
og merkilegt fyrir íslenska söng-
hefð, og má með sanni segja að
nú sé þessi mikli og alþýðlegi
söngvari orðinn almennings
eign, hafi hann þá ekki verið það
fyrir. Að skrifa um Guðmund
Jónsson er svona einsog semja
ritgerð um Esjuna, sem allir
hafa fyrir augunum, ef ekki dag-
lega þá „þegar maður kemur í
bæinn“. Og ef mönnum þykir
hún ekki nógu tignarleg geta
menn bara valið sér annað fjall.
Persónulega hef ég ætíð óskað
þess í hjarta mínu að Guðmund-
ur hefði snúið sér meira að
óperutónlist, hann er leikhús-
maður og þar nýtur hin frábæra
rödd hans sín best, að mínum
dómi. En einsog Þuriður Páls-
dóttir segir: „Enginn íslenskur
söngvari hefur unnið sönggyðj-
unni jafn ötult og fómfúst starf
og Guðmundur. I hálfa öld hefur
rödd hans hljómað, kraftmikil,
hljómfögur og sveigjanleg. Söng-
rödd sem allir Islendingar þekkja
um leið og þeir heyra hana; söng-
rödd sem er samofin íslensku
þjóðlífi eins og landvættur."
Hvað getur þá vesalingur minn
lagt til málanna? Ég fer bara að
spila Rigoletto og gef mig á
Vald örlaganna, og hlusta svo á
kveinsstafi gluggapússarans í
Silkitrommunni hans Atla Heim-
is og sitthvað fleira, því af nógu
er að taka.
Sennilega var Guðmundur
ekki nógu mikill „masókisti" til
að þræla sér út í dramatískum
óperum, sem er miður, því rosa-
GUÐMUNDUR jÓNSSON
Alriði úr óperum
lega er hann góður þegar honum
tekst best upp!
Andúð á blóðsúthellingum,
heilbrigð leti og „common sense“
getur stundum verið manni ijöt-
ur um fót, þótt enginn mæli því
móti að slíkir eiginleikar eigi
fullkominn rétt á sér. Eða á
maður frekar að segja viðhorf?
En þótt Guðmundur væri latur
við að engjast á sviðinu gerði
hann það með glæsibrag, þegar
hann lét sig hafa það. Að öðru
leyti var hann manna ólatastur
við að syngja, svo sem diskarnir
Ijórir bera mælskt vitni. Þetta
er einsog að fá „samlede værk-
er“ eins af snillingunum í hend-
umar. Maður fer ekki fram á
meira.
Eggert Stefánsson
Eggert Stefánsson.
Utg. Ríkisútvarpið Steinar.
Fjórtán ára polli á Akureyri
að hefja menntaskólagöngu varð
fyrir þeirri reynslu að hitta ógur-
lega stóran og glæsilegan mann
(það þótti mér þá a.m.k.), þann
höfðinglegasta sem ég hafði
augum litið, að meðtöldum séra
Magnúsi á Prestsbakka afabróð-
ur mínum. Þetta var enginn ann-
ar en Eggert Stefánsson, sem
ætlaði að halda konsert (eða var
nýbúinn að því). Ekki bar ég
gæfu til að hlýða á konsertinn,
enda vissi ég ekki hver maðurinn
var, þótt ég réði af tali hans (og
fékk um það nánari upplýsingar
hjá frænku minni) að hann væri
snillingur, búsettur á Ítalíu og
Islandi og öllum heiminum. Þeg-
ar ég síðar heyrði hann syngja
í útvarpinu var mér öllum lokið
(eða „fór bara í kerfi“, einsog
sagt er í dag), enda fannst mér
það allt í senn hlægilegt, stór-
brotið og áhrifarikt. I dag finnst
mér ekkert hlægilegt að hlusta
á hann, en fyrst og fremst heill-
andi og áhrifaríkt. Satt að segja
finnst mér að flestir aðrir söng-
varar mættu margt af honum
læra, t.d. það sem danskurinn
kallar „foredrag“, einhver höfð-
inglegur „nonchalance" (svo
maður sletti nú eins og umrædd-
ur), blandinn viðkvæmni — sem
sker mann í hjartað. „Naivisti"
hefur hann verið kallaður. Gott
og vel. Samt kemur hann fyrir
sem menntaður heimsborgari,
sem hann og var, eftir því sem
ég best veit. „í söng Eggerts
heyrir maður stolt hans, von-
brigði og stundum kempulega
‘Uj/sfcrt Stefá/isson
IS90 ■ 1962
angurværð, sem er þetta hvort-
tveggja,“ segir Kristján Karlsson
um Eggert, og litlu við það að
bæta.
Geisladiskurinn er gersemi,
þótt upptökur séu gamlar og
lúnar (margar frá því um 1920).
Röddin í raun og veru mikil og
falleg, og framsögn og fas með
þeirri flottu reisn, sem fátíð er
nú á dögum.
Höfundur er rithöfundur.
íslenskur blús
Tónsnældur
Árni Matthíasson
Islenskur blús hefur ekki verið
áberandi í útgáfu hér á landi, þrátt
fyrir mikinn og vaxandi áhuga á
slíkri tónlist. Fyrir tveimur árum
eða svo kom út platan Blúsjamm
með Centaur, sem á voru ýmsir
þekktir blúsar og rokkblúsar. Síðan
hafa einstaka sveitir sent frá sér
snældur til að selja á tónleikum,
sem margar hveijar eru teknar upp
á frumstæð upptökutæki. Fyrir
stuttu kom út snælda með blússveit-
inni Vinum Dóra, sem á eru tónlei-
kaupptökur frá því í maí sl. og tvö
lög frá því á síðasta ári.
Vinir Dóra eru Halldór Bragason,
Andrea Gylfadóttir, Guðmundur
Pétursson, Hjörtur Howser, Ásgeir
Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson
og Jens Hansson. Sveitin færgjarn-
an til liðs við sig ýmsa tónlistar-
menn til að troða upp með henni á
tónleikum og á snældunni koma
fram með henni Bubbi Morthens,
Sigurður Sigurðsson munnhörpu-
leikari og söngvari, Sigurður Sig-
urðsson söngvari og Þorleifur Guð-
jónsson bassaleikari.
íslenskar blússveitir hafa gjarn-
an verið lauslegur félagsskapur
manna sem hittast tvjsvar til þrisv-
ar á ári til að leika blús, sem hvíld
frá poppinu eða rokkinu. Það hefur
vitanlega komið niður á gæðum
þess blús sem þeir leika, sem oft
hefur ekki verið hægt að kalla blús
nema með góðum vilja. Vinir Dóra
hafa aftur á móti ná að halda sveit-
inni saman sem blússveit lengi og
í stöðugri framför. Reyndar er gam-
an að heyra þessar upptökur með
það fyrir augum að bera sveitina
eins og hún var í sumar saman við
það sem hún er í dag.
Ekki ætla ég að fara að velta
því fyrir mér hér hvort hvítir menn
geti spilað blús. Veikasti punktur
hvítra blússveita er þó ævinlega sá
sami; söngurinn og tilhneiging til
að ganga of langt. Það vill og
brenna við í þessum upptökum að
á köflum er nánast þungarokkblus
á ferð, aukinheldur sem söngurinn
er ekki alltaf sannfærandi. I heild
er snældan þó bráðskemmtileg og
ekki síst fyrir feilsporin sem eru
ómissandi í tónleikaupptökum.
Heldur fara Vinir Dóra þó langt
út af sporinu í laginu Boogie for
Love, sem virðist frekast „bílskúrs-
djamm", þar sem sveitin hitar sig
upp fyrir hina eiginlegu æfingu.
Þar sýnir Guðmundur Pétursson þó
stjörnutakta á gítarinn, eins og svo
víða á snældunni; eftirminnilegur
er til að mynda leikur hans í Mistre-
ated. Halldór „Dóri“ Bragasoh, er
vaxandi blússöngvari og hefur tekið
miklum framförum frá því snældan
var hljóðrituð, en enn meiri framför-
um hefur Andrea Gylfadóttir tekið,
og þá sérstaklega í því að halda
aftur af sér. Frammistaða Jens
Hanssonar er einnig góð og Hjörtur
Howser á stöku einieikskafla sem
standa uppúr. Þessi snælda er því
til marks um að sveitin Vinir Dóra
er frambærileg hvít blússveit og
frumsömdu blúsarnir, sem mestur
fengur er í, benda til þess að vert
sé að gera með henni breiðskífu. Á
tónleikum fellur hún stundum i þá
gryfju að ýkja tilfinninguna, líkt
og svo margar sveitir aðrar, en eí
marka má frammistöðu sveitarinn-
ar í haust stendur allt til bóta.
TJöfðar til
± JL fólks í öllum
starfsgreinum!
t/iobello Schiesser®
. I I I I I ■■■. ■■■! I I I .1 ■ I
Viabella
það glæsilegasta
frá Schiesser
4=,
llyrnp-im
Laugavegi • Glæsibæ • Kringlunni