Morgunblaðið - 21.12.1990, Side 57

Morgunblaðið - 21.12.1990, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 57 gætilega, en var ætíð mjög opin og leitandi. Helga var ættuð að norðan, nán- ar tiltekið frá Möðruvöllum í Hörg- árdal, og hlaut hún sína menntun þar nyrðra allt fram yfir stúdents- próf, sem hún tók frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1940. Hingað til Reykjavíkur fluttist liún haustið 1940 og settist í Kennaraskóla ís- lands. Þaðan lauk hún kennaraprófi 1941. Hér syðra kynntist hún eigin- manni sínum Guðmundi og gengu þau í hjónaband 1943. Eg kveð Helgu í einlægri þökk með söknuði. Viðkynningin og sam- veran við hana gáfu mér aukinn þroska og víðsýni. Ég er þess full- viss að vel hefur verið tekið á móti henni í nýjum heimkynnum. Blessuð sé minning hennar. Gunnar Kvaran Við Helga hittumst fyrst sjö ára gömul í hlaðvarpanum á Möðruvöll- um í Hörgárdal 1927. Þá var móðir hennar orðin ekkja og bjuggu þær mæðgur á öðrum kvistinum í stóra íbúðarhúsinu í skjóli frændgarðs á þessu forna höfðingjasetri. Þá lék glampandi sólskin um amtmanns- setrið. Helga lék og dansaði um vaipann með boltann sinn og sinnti mér engu. Ég reyndi að vekja at- hygli hennar á mér með allskyns kjánalegum uppátækjum, en hún lét eins og hún sæf mig ekki, og ég sem hélt að nú væri ég maður með mönnum nýkominn úr akureyrska menningarsvæðinu og hinu heims- frægá kúltúrhverfí við Pollinn. Þarna voru samankomnir einhverjir vaskir ungir sveitavargar, sem hugðust jafna um mig og lækka í mér rostann. Þá flaug friðardúfan Helga yfir sviðið og fékk okkur alla til að sættast, bláeyg og brosandi, elskuleg og aðlaðandi. Hér fór fram skólahátíðin mikla 1930. Þá var í fyrsta skipti leikið og sungið ljóð Davíðs í Fagraskógi og lag Páls Isólfssonar, sem hófst þannig: Vorið er komið heim í Hörgárdalinn, heils&r á ný cg fagnar gömlum vinum, ber frá þeim kveðju, er kól og fél! í valinn kemur með söng og gleðst með öllum hinum. Vorið - það heilsar vinum sínum öllum velkomnir aftur heim að Möðruvöllum. Við vorum hátt í fjörutíu sem brautskráðust úr MA 1940. Þar af aðeins tvær stúlkur, báðar einstak- ar sómakonur. Hin var Iðunn Eiríksdóttir frá ísafirði, sem lést á miðjum aldri eftir uppskurð í New York. Nú verður þeirra beggja sárt saknað þegar við komum saman í framtíðinni. Þá er gott að fá að fara eins og blessunin hún Helga okkar og verða bráðkvaddur. Það er óttinn við dauðann, sem er versti óvinurinn og sá óyfirstíganlegasti. Báðar voru þær bekkjarsystur glæsilegar og vel gerðar. Helga lauk cand.phil. prófí og einhveijum gráðum til magisters- prófs. Hún söng með Kór Kópavogs- kirkju þar sem Guðmundur Matt- híasson eiginmaður hennar diriger- aði. Hann var einstakt valmenni og mikil og hámenntuð söngvasál, sem dó um aldur fram. Móðir Helgu var María Þorgerður Sigurðardóttir en faðir hennar var og gæddur músík- gáfu og lék á orgel. Hann hét Jon Eggertsson og var smiður. Guðmundur maður Helgu var sonur séra Matthíasar í Grímsey sem var bróðursonur þjóðskáldsins á Sigurhæðum. Einhversstaðar hefi ég heyrt eða lesið, að af öllum sér- gáfum, sem mannskepnunni eru gefnar gangi músíkgáfan hvað mest í arf. Svo við þurfum ekki að vera hissa þegar við komumst að því, að sjálf Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari sinfóníunnar okkar skuli vera skilgetið afkvæmi þeirra sæmdarhjóna. Systurnar eru fjórar, og allar miklar kórfreyjur. Og vænn var drottinn, að hlífa þeim við Matt- híasarnefínu sem klæddi engan nema Matthías svo sérstakur og stórbrotinn eins og hann var. Móð- urfrændur Helgu bjuggu margir á Glæsibæ og Dagverðareyri. Þannig var Helga tvímenningur við þær látnu systur: Rannveigu og Kristínu Kristjánsdóttur Hallberg í Svíaríki sem og Eggert lögfræðing Iírist- jánsson bróður þeirra. Einnig var hún af öðrum og þriðja við Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráð- heiTa, sem ennþá er talinn hafa skrifað bestu íslensku sjálfsævisög- una meðal fyrrverandi sendiherra- fólks. Fyrir hönd MA-stúdenta 1940 vil ég votta dætrum Helgu, barna- bömum og tengdasonum einlæga samúð. Örlygur Sigurðsson Saia ÁRSKORTA á skíðasvæðin í Ðláfjöllum, Skálafel og Hengiissvæði er hafin! Verð: y £§%» í,. Fullorðnsr l< cr. $ J.500,- Börn kr„ 4.000 SÖLUSTAÐIR; Sportval Sportmarkaðurinn Útilíf Hlemmi Skipholti 50E Glæsbæ Sportval Rakarastofan Axel Alfreðsson Kringlunni Vesturgötu 48 Sími 651273 Byko Bókab. Ásfell Hafnarfirði Þverholti, Mosfellsbæ Níels tngólfsson Byko Sína Þórðardóttir Heiðvangi 22, Breiddinni Birkiteigi 2, Hafnarfirði Byggt & Búið Kringlunni Mosfellsbæ Jón Sævar Kristbjörg Þórðard. Sími 685358 Hlíðabyggð 6, Garðabæ tíikarinn Skólavörðustíg IVIarkið Ármannsheimilið v/Sigtún / Raftækjaverslunin Hekla Ármúla Víkingur skíðaskáli Sími 98 34666 KR - heimilið Bláfjallaskáli Skíðamiðstöð Bláfjöllum Skálafell Skíðaskálanum Bláfjailanefnd Fríkirkjuvegi 11 Sími 622215 SPARSÐ FÉ, TÍMA OG FYRIRHÖFN SLOPPAR SLOPPAR Frottesloppar - stuttir, síðir Verð frá 3.000,- kr. Velúrsloppar - Loðsloppar - Sloppasett iymp! Laugavegi 26 — Glæsibæ - Kringlunni 8-12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.