Morgunblaðið - 21.12.1990, Síða 61

Morgunblaðið - 21.12.1990, Síða 61
6* • MÖRÓUNB'LÁÐIÐ FÖSTUDAGUR 21 . D'ÉákMBER 1990 Minning: Hrönn Jónsdóttir Fædd 17. desember 1961 Dáin 10. desember 1990 Sæktu, minn Guð, hvað sjálfs þín er, sálina þá, sem gafstu mér, skildu hana nú hægt við hold, hvílast lát það í jarðarmold. Svo láttu mína sálu nú sjá þig í einni réttri trú, vertu sjálfur ljósmóðir mín, mín sál fæðist í hendur þín. Eg styð mig nú við orðið þitt, erfíði léttu, Drottinn mitt, ■ sálin mín er af þunga þjáð, þyrst og sárhungruð eftir náð. Á náð legg ég mig lausnarans lífið mitt er á valdi hans, gæskan þín hefur grát minn stillt Guð, far þú með mig sem þú vilt. (H. Pétursson) Elsku litla systir okkar er dáin. Og eftir sitjum við og spyrjum af hverju? Hún svo ung, falleg og hraust og átti framtíðina fyrir sér en eitt- hvað innra með brast. Mannshugur- inn er svo margþættur. Hrönn fæddist í þennan heim 17. desem- ber 1961 ásarnt bróður sínum Krist- jáni. Foreldrar þeirra eru móðir okkar, Anna Sigurðardóttir, sem er látin fyrir 10 árum, og Jón Krist- jánsson. Hrönn flutti til Svíþjóðar fyrir 11 árum og fór þá sem bamfóstra, síðan í hjúkrunamám. Þar kynntist hún yndislegum dreng, Thomas Erikson, sem vafði hana örmum sínum þegar móðir okkar lést. Hrönn og Thomas komu til ís- lands eins oft og þau sáu sér fært. Þau opinberuðu trúlofun sína á Þingvölllum sumarið 1982 en fyrir 3 ámm slitu þau samvistir, en vom eftir sem áður mjög góðir vinir. Fráfall Hrannar var Thomasi mikill harmur. Sár er harmur föður hennar og sár er harmur okkar systra og frændsystkina, en sárastur er harmur Kristjáns tvíburabróður hennar, þau vom svo samrýnd og miklir vinir. Þung vom hans spor á afmælis- degi þeirra systkina, þá staddur í Svíþjóð þeirra erinda að flytja jarð- neskar leifar ástkærrar systur sinnar heim til íslands. Elsku Kristján bróðir, megi minningin um yndislega systur vera ljós í lífi okkar allra. Hvíli hún í friði við hlið móður okkar. Anna, Gunna, Hansína Habba, Tóta, Bára og frændsystkini. Okkur langar að kveðja hana Hrönn Jónsdóttur, frænku, sem var okkur svo kær. Hún var búin að búa úti í Svíþjóð í 11 ár og var að læra þar hjúkrunarfræði. Þar kynntist hún honum Thom- asi sem var henni svo góður og hún átti líka tvo hunda sem henni þótti vænt um. Þegar Hrönn kom til íslands, þá bauð hún okkur frænkunum stund- um með sér í ferðalag. Svo kom hún okktlr líka stundum á óvart, eins og þegar hún birtist í fyrra öllum að óvömm á afmælis- degi hennar og Kristjáns tvíbura- bróður hennar. Þegar Hrönn var 19 ára missti hún móður sína og var missir hennar mikill. Nú hefur amma tekið á móti yngstu dóttur sinni og minning þeirra mun ávallt lifa í hugum okk- ar. Nú ertu leidd, raín ljúfa, lystigarða Drottins í, þar áttu hvfld að hafa hörmunga og rauna ftí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla- er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært, þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Sb.l945-H.Pétursson) Elsku afi, Kristján, og svo syst- umar sex. Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Hvíli Hrönn Jónsdóttir í friði. Anna Margrét, Svava, Rann- veig Hrönn, Guðrún Eva. Ég sat við að skrifa jólakortin til útlanda um þarsíðustu helgi til að koma þeim frá mér svo þau bæmst til vina minna og ættingja fyrir jól. Eitt af kortunum verður ekki opnað. Það er kortið hennar Hrann- ar. Það var hringt í mig og mér sagt frá láti minnar góðu vinkonu. Allan þann dag fæddi hugur minn af sér minningar um Hrönn. Við kynntumst fyrir um 12 árum og héldum alltaf sambandi þótt hún færi seinna af landi brott til Svíþjóð- ar. Ég minnist hennar sem þenkj- andi stúlku sem hugsaði mikið og þurfti mikið að tjá sig um lífið og tilveruna. Ég minnist einnig brosins hennar og glettninnar sem var aldrei langt undan í augum hennar. Hrönn var ein af þeim manneskjum sem við verðum samferða á lífsleiðinni, sem marka djúp spor í hjarta manns. Hún var um tíma tíður gestur á heimili okkar hjónanna ásamt Kristjáni bróður sínum og fleirum úr vinahópi okkar og var þá oft glatt á hjalla. Við hjónin viljum votta ættingj- um Hrannar okkar dýpstu samúð við fráfall hennar og biðjum Guð að blessa ykkur öll og styrkja í ástvinamissi. Þú skalt ekki framar hafa sólina til að lýsa þér um daga og tunglið skal ekki skína til að gefa þér birtu heldur skal Drottinn vera þér eilíft ljós og Guð vera þér geislandi röð- ull. (Jesaja, 60:19.) Haukur og Þórunn Það er erfitt að kveðja tvíbura- systur sína. Ég talaði við hana fyr- ir nokkrum dögum. Við töluðum um lífið og tilveruna og ég sagðist ætla að skrifa henni bréf fyrir af- mælið okkar og þá átti ég ekki von á því að það yrði bréf til minningar um hana. Allar mínar minningar um elsku systur mína eru svo góðar og falleg- ar. Hún var falleg sem engill, blíð og góð. Ég sakna hennar og elska hana. Við munum standa saman eins og við höfum alltaf gert. Hún er mitt ljós í dag og ég kem til að hugsa mjög mikið hana. Ég hef þá trú að þótt við séum á sitt hvoru tilverustiginu verðum við alltaf saman og það er mikil birta fram- undan. Eg á eftir að kenna syni mínum svo margt sem að hún boð- aði í þessu lífi. Guð geymi elsku systur mína og hlúi að henni. Kristján. Jón V, Sigurhans- son - Kveðjuorð Fæddur 16. september 1990 Dáinn 15. desember 1990 Hinsta kveðja frá pabba og mömmu. Við kveðjum elsku litla drenginn okkar sem gaf okkur svo mikið, þó stoppið væri stutt. Látum skáldin segja tilfinningar okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Svo yndislega æskan úr augum þínum skein. Svo saklaus var þinn svipur og sálin björt og hrein. (Tómas Guðmundsson.) En nú er þessi góði drengur genginn ó guðs sins fund og allt er orðið hljótt. Og allir taka eins í sama strenginn, að allt of snemma kæmi þessi n ótt. Því döggvast brár og hjörtun myrkvast harmi og hart er það, að ganga þessi spor. Vér hneygjum döpur höfuðið vor að barmi í heitri samúð, það er kveðja vor. (Jens Hannesson) Minning þín er mér ei gleymd, mína sál þú gladdir. Innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Höf. óþekktur.) Mamma og pabbi Gleðin er léttfleyg og lánið er valt. Lífíð er spuming, sem enginn má svara. Vinirnir koma, kynnast og fara. Kvaðning til brottfarar lífíð er allt. (FG) Nokkur fátækleg kveðjuorð til litla sólargeisians okkar sem færði með sér ómælda gleði og hlýju. Stansinn var stuttur, en við þökkum hann því meir. Við vitum að hann er í góðum höndum. Góður Guð styrki foreldrana, systkini og alla ástvini í þeirra djúpu sorg. Því er visnuð vangarós og viðkvæm stimuð mund? Því er nú brostið brúna ljós er blikaði skært um stund? Því er nú sofínn svipur hreinn og saklaust hjartað kalt? Ég veit það ei! Þú veist það einn sem veist (heimi ailt. ,v T T Því fölnar jurtin fríða og fellir blöð svo skjótt? Því sveipar barnið blíða svo brátt hin dimma nótt? Því verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Því berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf? (Bjöm Halldórsson frá Laufási.) Afi og amma í Blönduhlíð 21. Kveðjuorð: Gestur Geirsson Við kynntumst honum á hrað- fleygri gleðistund þriggja vikna paradísar sem stofnað var til á jörðu. Hvert andlit var bros, hvert orð var léttleiki tvíræðra eða þríræðra spaugsyrða, samtöl urðu að orðaskylmingum, íþrótt. Á slíkuni stundum kynnast menn furðu náið. Stundum takast kynni, sem vara ævi manna á enda. Einmitt það: Ævi manna á enda. Nema hvað við höfðum með þeim orðum ímyndað okkur eitthvað, sem þýddi lengd hálfrar mannsævi, frá miðjum aldri til gamals. í staðinn var hann burtkallaður rétt eftir að við kynntumst honum. Og kynnin góðu, brosið, alúðin og spaugið að- eins hlíf yfir földu meini. Léttleik- ann bar hann með sér allt fram undir dauðastundina, því að kross sinn bar hann eiris og þær hetjur hversdagslífsins, sem minnst ber á eðli málsins samkvæmt. í því ein- mitt felst hetjuskapurinn: Að láta glaðast þegar harðast er að sótt. Eitt skammvinnt sólblik á vind- gáru fram undan lífsfleyi okkar er horfið rétt í þann mund sem það var eygt. Til stóð að hún kallaði saman hópinn, þann sama sem kynntist á hraðfleygu gleðistund- inni góðu, en ekkert varð af því. Svo snögglega bar þetta að. Hafi Gestur Geirsson þakkir fyr- ir viðkynninguna, þó að þær þakkir berist séint. Auðbjörg Pétursdóttir Egill Egilsson Guðfinna Eydal Gunnar Kristjánsson t Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför STEINDÓRS KR. STEINDÓRSSONAR verkstjóra, Hólmagrund 7, Sauðárkróki. Sólrún Steindórsdóttir, Kári Steindórsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför KJARTANS JÓNSSONAR lögfræðings. Pétur Kjartansson, Jón Kjartansson, Magnús Kjartansson, Guðmundur Kjartansson, Sigrún Kjartansdóttir, Margrét Kjartansdóttir, Kristján Kjartansson, Þorbjörg Pétursdóttir, Elín Helga Guðmundsdóttir, Regula Bren, Gerður Sigtryggsdóttir, Hildur Waltersdóttir, Guðmundur Jónsson, Þórir Ólafsson, Brynhildur Óladóttir og barnabörn. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sonar míns, föður okkar, afa og langafa, GUÐMUNDAR HALLDÓRSSONAR (BÓBÓ) bifreiðastjóra, Hábergi 3. Halldór Jónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Guðlaugur Níelsen, Guðmundur Guðmundsson, Guðrún Óskarsdóttir, Valdimar Guðmundsson, Þórunn Kristjánsdóttir, Dóra K. Guðmunsdóttir, Þórhallur Bjarnhéðinsson, Jón E. Guðmundsson, Halldór Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGVELDAR FJELDSTED ÓLAFSDÓTTUR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Elisabet Hannesdóttir, Sveinn Skaftason, Sigurjón Þ. Hannesson, Guðrún Hallvarðsdóttir, Eggert Ó. F. Hannesson, Þórey Valgeirsdóttir, Auðbjörg Hannesdóttir, Gabríel Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.