Morgunblaðið - 21.12.1990, Síða 70

Morgunblaðið - 21.12.1990, Síða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 Leikur nr. 2, Liverpool - Southampton, er í beinni útsendingu á laugardaginn kl. 15. . -ekki bara heppni Upplýsingar um úrslit leikja: Lukkulínan, s. 99-1002 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Siguijón aftur til Breiðabliks SIGURJÓIM Kristjánsson, mark- sæknasti leikmaður Valsliðsins undanfarin ár, hefur ákveðið að snúa heim og ieika með Kópavogsliðinu Breiðablik á ný. Siguijón lék með Blikunum áður en hann fór til Portúgals um tíma 1985. Eftir það lá leið hans til Keflavíkur og þaðan í herbúðir Valsmanna. Siguijón er mjög mark- sækinn leikmaður og var hann markakóngur 1. deildar 1988, með 13 mörk. Þá var hann útnefndur leikmaður 1. deildar af leikmönnum deildarinnar sama ár. Hann lék lítið með Valsliðinu sl. keppnistímabil vegna meiðsla. Siguijón hefur leikið með St. Gallen í svissnesku 2. deildarkeppn- inni sl. þijá mánuði. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að Sig- uijón mun koma til með að styrkja nýliða Breiðabliks í 1. deild næsta sumar. Blikarnir hafa fengið góða liðsstyrk á nokkrum dögum. Þor- Sigurjón Kristjánsson valdur Jónsson, markvörður frá Ólafsfirði, gekk tii liðs við þá um sl. helgi. HANDKNATTLEIKUR IMM-mót stúlkna í Hafnarfirði Norðurlandamót stúlkna verður haldið á íslandi 27. til 29. desember. Mótið fer fram íþrótta- húsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði og taka fjórar þjóðir þátt í mótinu; ísland, Danmörk, Svíþjóð og Noreg- ur. Gústaf Björnsson, er landsliðs- þjálfari. Lið hans verður skipað þessum stúlkum: Hjördís Guðmundsdóttir, Víkingi Fanney Rúnarsdóttir, Gróttu Sunneva Sigurðardóttir, ÍBK Kristín Guðjónsdóttir, FH Heiða Erlingsdóttir, Víkingi Helga Sigmundsdóttir Svava Sigurðardóttir, Víkingi Inga Friða Tryggvadóttir, Selfossi Sigrún Másdóttir, Stjörnunni Matthildur Hannesdóttir, Víkingi Hulda Bjarnadóttir, Selfossi Halla M. Helgadóttir, Víkingi Laufey Sigurvaldsdóttir, Gróttu Helga Sigmundsdóttir, Gróttu Auður Hermannsdóttir, Selfossi Herdís Sigurbergsdóttir, Stjörnunni Harpa Magnúsdóttir, Stjörnunni Island leikur fyrst gegn Dan- mörku 27. desember kl. 16 og Svíþjóð leikur gegn Noregi kl. 17.45. Heiða Erlingsdóttir Jólamót Hauka Firmakeppni í innanhússknattspyrnu yeróur hald- in þann 29. desember í Iþróttahúsinu vió Strand- götu. Spilað verður eftir gömlu reglunum. Þátttökugjald kr. 6.000,- á lið. Skráning liða í símum 54597 Svava, 651013 Stefán og 35919 Hermann. V r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.