Morgunblaðið - 23.12.1990, Síða 2
2'
MORGÚNÖLÁÐIÐ SL'NÖUOAGlJR '23. DFÍSElrfBElV 1090
Bandarískir hermenn við Persaflóa:
Yfir 200 nýkomnir
úr þjónustu á Islandi
Fájólakort, bréf ogjólamatfrá
félög-um sínum í Keflavíkurstöðinni
GIZKAÐ er á að 200-250 bandarískir hermenn, sem verið hafa í
varnarstöð Atlantshafsbandalagsins í Keflavík á siðustu sex til átta
mánuðum, séu nú i eyðimörkum Saudi-Arabiu, tilbúnir að kljást við
heri Saddams Hussein. Að sögn Scotts Wilson sjóliðsforingja, hjá
upplýsingaþjónustu varnarliðsins, hugsa varnarliðsmenn til félaga
sinna við Persaflóa og senda þeim kort, bréf og jólamat.
Wilson segir að engir hermenn
hafí verið teknir frá Keflavíkurstöð-
inni til þess að senda þá til Mið-
Austurlanda. Um sé að ræða menn,
sem hafi lokið reglubundinni tólf
mánaða þjónustu á íslandi og hafí
þá verið fluttir til herdeilda, sem
verið hafi á leið til Persaflóa. „Ég
get nefnt dæmi af lækni, sem var
hér hjá okkur, og fór heim til
Bandaríkjanna í júlí til að vinna þar
á herspítala. Hann hafði verið þar
í viku þegar átök blossuðu upp í
Kúvæt og honum var sagt að hann'
Morgunblaðið kemur næst
út milli jóla og nýárs, föstudag-
inn 28. desember. Blaðið kemur
síðan út dagana 29. og 30.
desember, en ekki á gamlárs-
dag, nýársdag og miðvikudag-
inn 2. janúar.
Fyrsta blað á nýju ári kemur
því út 3. janúar.
Auglýsingar sem birtast eiga
í Morgunblaðinu föstudaginn
28. desember þarf að panta
fyrir kl. 12.00 mánudaginn 24.
desember og auglýsingar í
blaðið 3. janúar þarf að panta
fyrir kl. 12.00 mánudaginn 31.
desember.
gæti pakkað niður aftur, því að það
ætti að senda.hann með spítala-
skipi til Persaflóa," sagði Wilson.
„Hópar eiginkvenna hermanna
hér í stöðinni hafa safnað saman
þúsundum jólakorta, smáköku-
baukum og alls konar jólamat, og
allt er þetta sent til hermanna í
Mið-Austurlöndum,“ sagði Wilson.
„Margir af piltunum, sem eru
þama, fóru frá Keflavík fyrir nokkr-
um vikum eða mánuðum, og vinir
þeirra hér hugsa sérstaklega til
þeirra og senda þeim kort, bréf og
jólamat. Við höfum fengið mikið
af þakkarbréfum til baka.“
Morgunblaðið/Sverrir
Ræsir afhendir fyrstu Mözduna
Ræsir hf. hefur afhent fyrstu Mözduna eftir að fyrir-
tækið tók við umboðinu. Viðstaddir afhendinguna
voru Kimio Kurosawa markaðsstjóri Mözdu í Evr-
ópu, eigendur bifreiðarinnar Anna Björk Magnús-
dóttir og Snorri Sævarsson ásamt starfsmönnum
Ræsis hf., Guðmundi Baldurssyni, Ingimundi Ey-
mundssyni og Hallgrími Gunnarssyni forstjóra. Bfla-
sala hefst hjá Ræsi upp úr áramótum með afhend-
ingu fyrirliggjandi pantana. Verið er að lagfæra
húsnæði fyrirtækisins til að bregðast við auknum
umsvifum og áætlað er að vígja nýjan sýningársal
í aprfl.
Páii Pétursson vísar fullyrðingum fjármálaráðherra á bug:
Vinum o g stuðningsmönnum ráð-
herra hyglað á kostnað ríkissjóðs
PÁLL PÉTURSSON alþingismaður vísar á bug þeim fullyrðingum
Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra að hann hafi lekið trúnað-
arupplýsingum um fjárhagsstöðu Þormóðs ramma til samstarfshóps
Siglfirðinga svo þeir gætu gert tjlboð í fyrirtækið. Páll segir að við
söluna á Þormóði ramma hafi Ólafur Ragnar verið að hygla vinum
og stuðningsmönnum sínum með ósiðlegum hætti á kostnað ríkissjóðs.
Morgunblaðið:
Bilun í prentvél
VEGNA bilunar í prentvél Morg-
unblaðsins barst laugardagsblað-
ið seint í hendur lesenda.
Prentun blaðsins lauk um tíuleyt-
ið á laugardagsmorgun, en áður var
farið að dreifa því til hluta áskrif-
enda. Morgunblaðið biður lesendur
sína velvirðingar á seinkuninni.
Afgreiðsla Morgunblaðsins verð-
ur opin í dag, sunnudag, frá klukk-
an 9 til 14 á á aðfangadag frá
klukkan 10 til 12.
Ólafur Ragnar Grímsson segir að
Páll Pétursson hafi komið trúnaðar-
upplýsingum til Runólfs Birgissonar,
sem var í forsvari fyrir hóp Siglfírð-
inga sem höfðu lýst yfir áhuga á að
bjóða í Þormóð ramma. Þessi hópur
hafí svo skilað inn tilboði sem greini-
lega var byggt á þeim upplýsingum.
„Þetta er aumlegt yfírklór hjá Ól-
afí Ragnari eins og hans er von og
vísa, því þama er hann í versta
máli sem hann hefur lent í og hefur
þó lent í mörgum slæmum. Meðferð
hans á þessu máli er alveg með ólík-
indum og við skulum sjá hvort Ríkis-
endurskoðun er ekki sammála okkur
um það,“ sagði Páll en hann og fleiri
þingmenn Norðurlands vestra hafa
óskað eftir rannsókn á sölunni. Ólaf-
ur Ragnar segist íhuga að óska rann-
sóknar á upplýsingalekanum
„Ólafur ætti ekki að tala um leka
eða trúnaðarupplýsingar. Þar fyrir
utan er ég búinn að hlusta á lygina
í honum í 20 ár þannig að mér kem-
ur ekkert á óvart hvað frá honum
kemur. Það er fjarri lagi að ég hafí
komið einhverjum upplýsingum til
Runólfs Birgissonar. Ólafur Ragnar
hefur líka haldið því fram að ég sé
að ganga erinda KEA. Það er einnig
fjarri lagi og að því að ég best veit
var KEA ekki aðili að tilboði Siglfirð-
inganna. Þá er Runólfur Birgisson
aldeilis ekki fylgismaður minn heldur
er hann mótframbjóðandi minn í
næstu kosningum og skipar 4. sæti
á lista sjálfstæðismanna f Norður-
landi vestra. Mér þykir svona frekar
ósennilegt að nefna hann og Pálma
Jónsson til sem sérstaka hagsmuna-
gæslumenn KEA,“ sagði Páll.
Hann sagði lærdómsríkt að bera
saman söluna á Þormóði ramma og
sölu Halldórs Ásgrímssonar á rækju- •
togaranum Hafþóri. Halldór hefði
kynnt ríkisstjórn málið á öllum sigum
og loks tekið því tilboði sem bestar
tryggingar voru fyrir. „Ólafur Ragn-
ar lét okkur þingmenn kjördæmisins
að vísu heyra ávæning af því að
hann ætlaði að selja Þormóð ramma,
og lét þess getið á hlaupum að hann
vildi gjarnan hitta okkur. Við komum
þeim fundi á við fyrsta tækifæri og
þá kom hann með þetta eins og eitt-
hvert lauslegt spjall og gerði okkur
ekki neina grein fyrir því að málið
væri komið á það stig, sem að það
reyndar var. Loks tók Ólafur Ragnar
við tilboði Siglfírðinganna, sem var
reyndar með dónaskap og rudda-
hætti heimtað af þeim um miðja
nótt. Með það tilboð fór Ólafur til
hinna tilboðsgjafanna til að lofa þeim
að hækka sig upp fyrir það,“ sagði
Páll Pétursson.
minnkað í áföngum
Kvartanir berast blóma-
sölum vegna j ólastjarna
Plantan hangir og missir blöðin
ÓVENJU margar kvartanir hafa borist blómasölum að undan-
förnu vegna jólasljörnunnar í ár. Er kvörtunarefnið að plantan
beri sig illa og vilji hjaðna niður. Framleiðendum hafa verið
sendar fyrirspurnir um ástæður þessa en engin einhlít svör bor-
ist enda menn ekki á einu máli um skýringar.
Jón Björgvinsson, annar eig-
enda Blómahallarinnar í Kópa-
vogi, sagðist hafa fengið þau svör
hjá blómabændum að hér væri
eingöngu um blaðfall að ræða en
ekki framleiðslugalla. Hjá Dreif-
ingarmiðstöð blómabænda feng-
ust þau svör að hugsanlega lægi
ástæðan í rótarskemmdum í
græðlingum áður en plantan fer
í ræktún hér á landi. Magnús
Ágústsson, ylræktarráðunautur
Búnaðarfélags íslands, sagði að
jólastjarnan væri mjög viðkvæm
og ástæðurnar gætu verið nokkr-
ar. Líklegasta skýringin lægi í of
miklum hitasveiflum sem hefði
þau áhrif að plantan virkaði slöpp,
blöð hennar vefðust upp eða
héngu og féllu jafnvel af„
Sala jólastjörnunnar hefur auk-
ist mjög á undanförnum árum.
Nú munu vera ræktuð 60-65 þús-
und stykki fyrir jólaverslunina en
mikið er selt til fyrirtækja auk
heimila. Flestir blómasalar sem
Morgunblaðið talaði við sögðu. að
óvenjumargir viðskiptavinir nefðu
kvartað á undanfömum vikum
yfír slappleika jólastjörnunnar og
nokkuð væri um að fólk færi fram
á að skila plöntunni.
Magnús Ágústsson sagði að
helstu orsakir blaðfalls plöntunn-
ar gætu auk hitasveiflna verið of
mikið rakatap sem hún verður
fyrir þegar hún er flutt úr röku
gróðurhúsi í þurrt íbúðarhús. Þá
mætti ekki láta plöntuna standa
nálægt ofni og yrði að úða hana '
með volgu vatni fyrstu dagana.
Þó bæri að forðast ofvökvun.
Sagði hann að rótarsjúkdómar
kæmu einnig til greina. Ef svo
væri virkaði plantan slöpp, blöðin
yrðu grágræn og neðstu blöðin
gulnuðu og féllu af. Helsta ráðið
væri að hafa plöntuna í 18-20
gráðu hita, björtu og trekklausu
umhverfi og gæta þess að láta
jarðveginn þorna þannig að hann
væri allt að því þurr. Vökva lítið
og aðeins með volgu vatni. Sagði
hann að blaðfall gæti einnig or-
sakast af skorti á lýsingu en það
væri þó fátítt. Engar einhlítar
skýringar hefðu hins vegar feng-
ist á þessu ástandi plöntunnar í
ár en alltaf hefði borið á þessu
að einhverju marki fyrir hver jól
enda væri jólastjarnan mjög við-
kvæm.
Ríkisstjórnin og bankastjórn
Seðlabankans hafa náð sam-
komulagi um að minnka vægi
verðtryggingar í áföngum á
næstu tveimur árum.
dag, en eftir sem áður er gert ráð
fyrir að Seðlabankinn reikni út
lánskjaravísitölu mánaðarlega
vegna þeirra verðtryggðu fjár-
skuldbindinga sem í gildi verða.
Samkvæmt upplýsingum frá
viðskiptaráðuneytinu hefst fyrsti
áfangi um næstu áramót én þá
gefur ríkissjóður út óverðtryggð
spariskírteini sem gilda frá 18
mánuðum til þriggja ára, og spari-
skírteini tengd gengi sameiginlegu
Evrópumyntarinnar, ECU. Lág-
markstími verðtryggðra útlána
verður lengdur úr tveimur árum í
þijú, og Seðlabankinn mun hefja
viðræður við innlánsstofnanir um
ný innlánsform til að draga úr
vægi verðtryggðra innlánsreikn-
inga.
Annar áfangi hefst 1. janúar
1992, en þá verður útgáfa óverð-
tryggðra og gengistiyggðra spari-
skírteina ríkissjóðs aukin. Jafn-
framt verða opinberir lánasjóðir
og aðrar fjármálastofnanir hvattar
til að taka upp óverðtryggðar fjár-
skuldbindingar. Þá verður erlend-
um aðilum heimilt að eignast allt
að 25% hlutafjár í íslenskum hluta-
Uárbönkum og erlendum bönkum
verður heimilt að opna útibú hér
á landi.
Lokaskrefið á að stíga í ársbyij-
un 1993. Stefnt er að því að laga-
ákvæði um verðtryggingu fjár-
skuldbindinga falli úr gildi þennan
Kröfluvirkjun:
Framhald
borana óvíst
Vægi verðtryggingar
ÓVÍST er hvort tilraunaborhola,
sem Orkustofnun boraði sl. sumar
við Kröflu, verði nokkurn tíma
nýtanleg vegna mikillar tæringar
á hluta fóðringar í holunni. Bor-
holan sem er sú 25. sem boruð
er við Kröflu, á svæði sem ráð-.
gert er að taka í notkun á næstu
árum, gefur tvöfalt meira afl en
fyrri holur.
Að sögn Ásgríms Guðmundssonar
jarðfræðings hjá Orkustofnun eru
borholur fóðraðar með járnklæðn-
ingu frá toppi niður í botn. í hol-
unni hefur orðið vart tæringar á
hluta fóðringar á 1.400 metra dýpi.
Alls eru umT3 holur í notkun sem
sjá fullnýttri fyrri vélasamstæðu
Kröfluvirkjunar fyrir orku. Ásgrímur
sagði að ef raunin yrði sú að þessi
hola væri ónýtanleg þá minnkuðu
líkurnar verulega fyrir því að seinni
vélasamstæðan yrði sett niður.