Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 27

Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 27 hafa sjálfsvígstilhneigingar er sjálfsvígið neyð, sem þeir leiðast út í, ef þeir fá ekki „leyst“ vanda- mál sín á annan hátt. Ef við látum það vera að hjálpa þessu fólki að finna aðrar leiðir með því að segja að hver og einn verði að taka ákvörðun um hvort hann vilji lifa eða deyja, þá er það hvorki skiljan- leg, kristileg né mannúðleg af- staða. Eftir sem áður vitum við að ábyrgðin verður hvorki tekin frá einstaklingnum né henni komið yfir á aðra, einfaldlega vegna þess að það geíir allar siðferðilegar við- miðanir merkingarlausar. Það er ljóst að fordómar í þess- um efnum eru á undanhaldi með aukinni þekkingu. En við verðum að spyija okkur um leið hve mikið af umburðarlyndinu má rekja til aukins mannlegs skilnings og hve mikið af því má rekja til sinnuleys- is um þá siðakröfu að elska náung- ann eins og sjálfan þig. Við verðum að gera allt sem við getum til að skapa hið góða samfélag, þótt sam- félagið verði reyndar aldrei full- komið í þessum heimi. Við skulum biðja góðan Guð að gefa okkur þann kærleika sem lýs- ir upp myrkrið, þann kærleika, sem varð holdi klæddur í Jesú Kristi og tekur á sig hold í því samfélagi sem leggur sig eftir því að feta í sporin hans í veikum mætti en í von. Vonin verður sem skylda frammi fyrir köldum staðreyndum lífsins. Hún byggist hvorki á flóði né fjöru tilfinningalífsins heldur þeim lifandi Guði sem kallar okkur til lífs í dauðanum. „Og þá mun Kristur lýsa þér,“ sá boðskapur getur hrakið burt myrkrið úr lífi okkar. Rétt eins og augað þarfnast ljóss þörfnumst við náðar og ljóss að handan. Þá sjáum við leiðina sem liggur til náungans og Guðs. Ljósin á aðventukransin- um eiga að minna okkur á að Krist- ur vill lýsa okkur og við eigum að lifa sem böm ljóssins öðrum til blessunar. Eitt er víst að margir reika um í sinnuleysi og stefnu- leysi tómhyggjunnar. Jólin eru að koma. Þegar eru menn teknir til við hinn ytri undir- búning og það er eftirvænting í augum barnanna. En andlegu lífi þarf einnig að sinna. Menn hafa tilhneigingu til að hugsa sér jól án jólaföstu, rétt eins og þeir hugsa sér páska án kyrruviku. En upp- fylling vona gerist ekki án eftir- væntingar. Hvar er ljósið sem vísar okkur veginn? Lesum við Bíblíuna með bænaranda? Spyijum við hvað Guð sé að segja við okkur í orði sínu eða viljum við taka jólin út fyrir- fram? Er vandamálið að hluta fólg- ið í því að lífið er að verða ein veisla og þess vegná erfiðara að gera sér dagamun og greina kjam- ann frá hisminu? Jólagleðin vex af því að láta aðventu og jól renna út í eitt, ekki fremur en það eykur velferð þjóðarinnar að auka seðla- prentunina í landinu. Sérhver bæn er merki um vöku og bið sem gefur til kynna að hjálp- ræði okkar sé nærri. Eigum við ekki að tendra aðventuljósin með fullri alvöru nú á jólaföstunni? Þessi ljós eiga að minna okkur á þá dýrð sem er í vændum. Þau eru merki um að við erum á veginum og höldum til móts við höfund og fullkomnara trúarinnar og lífsins. Hver sem tendrar aðventuljós ætti að gera það með íhugun, en ekki hugsunarlaust. Lítið kertaljós er aðeins tákn. Samt er það eins og ljós vitans sem vísar skipi til hafn- ar í myrkrinu. Þetta litla ljós er einnig spurning til þín. Hefur lampi lífs þíns slokknað? Reikar þú um án leiðarljóss í myrkrinu, eða brennur það og skín innra með þér? Hefur þú höndlað merkingu og tilgang með lífi þínu? Eða öllu heldur: Ertu reiðubúinn að leyfa Kristi að lýsa þér um þessi jól og alla tíð? Heimildir: Det Etiske Rád: Se deden i ojnene, Kbh. 1987, einkum grein Unni Bille-Brahe, Den selwalgte (lnd, bls. 219. Upplýsingar frá Hagstofu fslands 1990 o.fl. Höfundur er sóknarprestur / Keflavík. ____________Brids________________ Arnór Ragnarsson Bridsdeild Skagfirðinga Starfsemi deildarinnar á þessu ári, lauk með jólasveinakeppni sl. þriðju- dag. Tæplega 30 pör mættu til leiks, í boði félagsins. Spilaður var tvímenn- ingur og urðu úrslit þessi (efstu pör): Norður/suður: IngibjörgGrímsd. — Lárus Hermannsson 198 Guðlaugur Sveinss. — Lárus Hermannss. 188 AnnaÞóra Jónsd. — Ragnar Hermannss. 187 Ásthildur Sigurgíslad. — Lárus Arnórss. 185 Austur/vestur: Ármann J. Lárusson — Ragnar Bjömsson 228 Ragnar Jónsson — Þröstur Ingimarsson 207 Baldvin Valdimarss. — Ólafur H. Ólafss. 203 Eyjólfur Magnúss. — Hólmsteinn Aras. 178 Um leið og Skagfirðingar þakka spilurum þátttökuna í haust, Arnóri Ragnarssyni á Morgunblaðinu fyrir hans ágæta framlag, þá er minnt á að spilamennska hefst að nýju þriðjudag- inn 8. janúar, með eins kvölds tvímenn- ingskeppni. Landsmönnum öllum ósk- um við gleðilegra jóla, árs og friðar. Bridsfélag Breiðfirðinga Lokið er 14 umferðum í aðalsveita- keppninni og er staða efstu sveita þessi: Óskar Þráinsson 272 Ingibjörg Halldórsdóttir 247 Ljósbrá Baldursdóttir 232 Guðjón Bragason 228 Hans Nielsen 224 Gróá Guðnadóttir 223 Ingimundur Guðmundsson 221 Guðlaugur Sveinsson 221 Haukur Harðarson 216 Sigrún Pétursdóttir 211 Næst verður spilað 17. janúar. Stjórn félagsins óskar spilurum gleðilegra jóla og þakkar samskiptin á liðnu ári. Sendum einnig lesendum og umsjónarmanni þáttarins jólakveðjur með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári. adidas af sparifé þínu ✓ Ymsar eignir eru undanþegnar eignaskatti, t,d. innstœða á BAKHJARLI sparisjóðsins. BAKHJARL sparisjóðsins hentar þeim mjög vel sem vilja njóta hagstæðustu ávöxtunarkjara hjá sparisjóðnum. BAKHJARL ber háa vexti umfram verðtryggingu, nú 6.5%, og er aðeins bundinn í 24 mánuði. Með BAKHJARLI opnast einnig ýmsar leiðir hjá sparisjóðnum til hagsbóta fyrir þig og þína. Jafnframt er vert að hafa í huga að talsverður munur getur orðið á skattbyrði þeirra sem eiga um áramót inneign á BAKHJARLI, og hinna sem eiga á sama tíma álika fjárhæð í verðbréfum og svipuðum eignum. Hafðu sparisjóðinn að bakhjarli Athugaðu kostina sem fylgja því að ávaxta fé þitt á BAKHJARLI sparisjéðsins. SPARISJÓÐURINN SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR, SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS, SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS, SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.