Morgunblaðið - 23.12.1990, Síða 28

Morgunblaðið - 23.12.1990, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 Tónlistin hefur verið mitt líf — segir Árni Björnsson tónskáld, en hann er 85 ára í dag eftir Guðrúnu- Guðlaugsdóttur FINGURNIR leika fimlega fram og aftur um nótnaborðið og tónarnir spretta einn af öðr- um uppúr hljómdjúpi píanósins. Maðurinn við píanóið er Arni Björnsson tónskáld. Hann hefur samið ótalin lög og tónverk fyrir píanó þó aldrei hafi hann átt slíkan grip, utan einu sinni í skamman tíma. En það píanó þurfti hann að selja eftir nokkra mánuði til þess að eiga fyrir brýnustu nauðþurftum. Píanóið, sem ég hlusta á hann spila á þegar ég heimsæki hann á heimili hans í Hörgshlíð 10 í Reykjavík, er eign konu hans, Helgu Þorsteinsdóttur. Hún og systkini hennar fengu það í for- eldrahúsum og það fylgdi henni í hjónabandið og æ síðan. En það vildi Arna til í hljóðfæra- leysinu að hann var svo vel af guði gerður að hann þurfti ekki að sitja við hljóðfæri þegar hann samdi tónverk sín. Hann gat setið löngum stundum við skrifborð sitt og kompónerað án þess að hafa hljóðfæri við höndina. Heilu tónverkin urðu þannigtil innra með honum. Hjá Áma fóru saman frábærar tónlistargáfur sem hann fékk í vöggugjöf, frábært næmi og stálminni sem gerðu honum kleift að nema á skömmum tíma ótrúlega margt sem að tónlist laut. En í blóma síns aldurs varð hann fyrir fólskulegri árás sem gerðu að engu þær glæstu framtíðarvonir sem við hann vora bundnar í tónlistarheimin- um. Tveir menn réðust á hann og félaga hans þegar þeir voru á leið heim eftir kveðjutónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands í Þjóðleikhúsinu, sem haldnir voru í félagi við þýska lista- menn. Eftir tónleikana var haldið svolítið hóf í Þrúðvangi. Eftir veru sína þar gekk Árni ásamt félaga sínum upp í Þing- holt, áleiðis að heimili sínu í Mjóuhlíð 10. Við Bjargarstíg urðu þeir fyrir hrottalegri árás sem markaði Árna þau hörðu örlög að verða aldrei samur maður eftir. Árni Björnsson tónskáld og Helga Þorsteinsdóttir kona hans. lið einsog hann lysti og það var al- mennt viðurkennt að hann væri gæddur óvenjulegum hæfileikum. Árni tók fullnaðarpróf vorið 1919 og var eftir það við nám í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri um tíma. Þrátt fyrir sína frábæru námshæfí- leika sinnti hann því námi ekki sem skyldi. Betur hugnaðist honum námsdvöl sem hann var nokkru síðar sendur í til Sigurgeirs Jónssonar píanóleikara. Eftir veru sína hjá Sig- urgeiri var Árni viss um köllun sína. Eftir það var honum brautin bein en ekki að sama skapi greið. Krepp- an var þá skollin á og teygði gráar krumlur sínar inn í framtíðardrauma þeirra sem ungir voru þá. Fátæktin var líka hlutskipti þeirra flestra. Aðeins þeir seigustu brutust til mennta á þeim tíma. Jafnvígur á fimm hljóðfæri Árni gerðist fljótlega eftir heim- komuna frá Akureyri organisti í Garði og æfði kóra af kappi í sinni sveit og nágrannasveitunum næstu sex árin. En árið 1928 dró tiltíðinda í lífi Árna Björnssonar. Þá um vorið og sumarið fékk hann allgóða vinnu og eftirtekjurnar komu í góðar þarf- ir þegar hann fór suður til Reykjavíkur til þess að nema tónlist hjá Páli ísólfssyni. í fyrstu stefndi hann á organistanámskeið, en Páli varð fljótt ljós sérstaða Árna og bauðst til að kenna honum endur- gjaldslaust. Það gerði hann næstu tvo vetuma. Árni tók þátt í flutningi Alþingiskantötunnar undir stjórn Páls Isólfssonar og lék þá á flautu, þó aldrei hefði hann fram að þvi leikið á það hljóðfæri. Eftir námið hjá Páli stundaði Árni síðan nám í tónlistarskólanum næstu fjóra vetur, til vors 1935, en þá munu fyrstu nemendur skólans hafa lokið námi. Þegar Árni brautskráðist úr tónlist- arskólanum taldi skólastjórinn, Páll Isólfsson, hann jafnvígan á fimm hljóðfæri, en í skólanum hafði hann þó píanó og flautu sem aðalnám. Árni skrifar nótur. F.v. hljómsveitarfélagarnir Karl O. Runólfsson, Árni Björnsson, Þorvaldur Steingríms- son og Jóhannes Eggertsson. egar þessi hörmulegi at- burður gerðist voru Árni og Helga kona hans búin að safna í ferðasjóð fyrir Árna til þess að hann kæmist út til Vínar- borgar til frekara tónlistamáms og var hann rétt ófarinn í þann leiðang- ur. Áður hafði hann lokið prófi við Royal Manchester Collegi of Music. Til þess náms fékk Árni nokkum styrk frá Tónlistarfélaginu í Reykjavík. I skólanum hafði hann flautu og píanó sem aðalnámsgrein- ar, en lagði auk þess stund á kamm- ermúsík, undirleik, tónfræði og tónsmíðar. Hann stundaði námið af kappi og lauk þriggja ára námi á tveimur árum. Kostnaður við dvöl Árna og nám á skólanum varð mun meiri en nam fyrrgreindum styrk. Það var konu hans að þakka að hann gat lokið skólanum. Hún lagði hart að sér við vinnu hér heima til þess afla fjár svo hann mætti ljúka náminu. Hún reyndi, en tókst ekki, að fá menntamálaráðuneytið til þess að veita Árna styrk. Þá brá hún á það ráð að fá lán hjá einkaaðilum. í viðtali við tímaritið Musica segir Árni frá veru sinni í Manchester. Hann kvaðst hafa stundað mikið tónleika þar ytra og segir nokkuð ítarlega frá þeim en er að sama skapi fáorður um eigin tónsmíðar. Þó segir hann í lok viðtalsins: „ís- lensku þjóðlögin eru sá grunnur, sem ég hef byggt á, þau standa hjarta mínu næst.“ Hann var einlægur og hrekklaus í ævisögu Áma, Lífsfletir, sem Björn Haraldsson kennari skráði, kemur fram að Ámi var strax í æsku ólíkur öðmm bömum. Björn kenndi honum síðasta veturinn hans í farskóla og segir hann hafa verið svo næman að hann hafi getað þulið hiklaust og orðrétt heila blaðsíðu eftir að hafa litið yfir hana einu sinni. Skólasystkini hans þurftu að lesa námsefnið þrisvar sinnum en hann bara einu sinni. Hann stytti þeim leið með því að lesa fyrir þau upphátt námsefnið og átti fyrir það virðingu þeirra og þakklæti. Það kom þó ekki með öllu í veg fyrir að þau stríddu honum. „Hann var ein- lægur og hrekklaus og 'raunar ber- skjaldaður á því sviði,“ segir Bjöm ennfremur. Þó þungbær fötlun og seinna elli hafi sótt hann heim stafar enn frá Áma þessi bamslega einlægni. Bros hans er svo milt og hlýtt að manni dettur helst í hug aldrað jólabarn. Það er heldur ekki fjarri sanni því hann fæddist 23. desember 1905 í Lóni í Kelduhverfi og er því 85 ára í dag. Foreldrar hans voru hjónin Bjarnína Ásmundsdóttir og Björn Guðmundsson, bóndi og seinna hreppstjóri. Árni var þriðji sonurinn í hópi fimm barna þeirra sem upp komust. Hann þótti í æsku óvenju- Iegt barn en hann var orðinn ellefu ára þegar hinir frábæru tónlistar- hæfileikar hans komu í ljós. Nýtt orgel hafði þá fyrir skömmu verið keypt á heimilið og bróðir hans Arngrímur, seinna læknir, hafði fengið tilsögn í að spila á það. Þeg- ar Arngrímur var ekki að spila var orgelið alla jafna læst og móðir þeirra bræðra geymdi lykilinn. Að- eins hafði Árni þó fengið að snerta orgelið. Um svipað leyti hafði Árni fengið að fara með heimilisfólkinu í Lóni til messu í Garði og hreifst hann mjög af tónlistinni sem þar var flutt. Þegar hann svo skömmu síðar fékk leyfi til að spila á orgelið heima hjá sér þá lék hann eftir minni, fjór- raddað, fyrir allt heimilisfólkið, þau lög sem við messuna höfðu verið flutt. Fólkið hlustaði agndofa 1 og eftir þetta fékk Ámi að spila á orge- Meðfram náminu lék Árni í hljóm- sveitum á veitingahúsum, m.a. í Hafnarfirði og víðar. Eftir að námi lauk hélt Árni áfram að leika í hljómsveitum. M.a. lék hann fyrir fyrir dansi á Hótel Akur- eyri ásamt þeim Karli O. Runólfs- syni og Þorvaldi Steingrímssyni. Við þá iðju kom þeim félögum að góðu gagni nótnasafn Árna sem þá þegar var orðið mikið að vöxtum. Frá unga aidri hafði hann safnað nótum og hélt því áfram fram eftir ævi af miklum áhuga. Á næstu árum lék Árni í ýmsum hljómsveitum. Vegna fjölhæfni sinnar gat hann gengið inn nánast hvar sem var, þegar einhver forfallaðist. Mörg stærstu kaffihúsin og skemmtistaðirnir í Reykjavík voru þá með erlenda hljóðfæraleik- ara en Félag íslenskra hljómlistar- manna, sem stofnað var árið 1932, reyndi eftir föngum að greiða fyrir íslenskum atvinnu-hljóðfæraleikur- um. Þrátt fyrir fjölhæfni sína og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.