Morgunblaðið - 23.12.1990, Page 29

Morgunblaðið - 23.12.1990, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 29 greiðvikni var Árni aldrei duglegur við að koma sér áfram, eins og það er kallað. í byijun árs 1939 fékk Árni loks fasta vinnu. Þá réð hann sig sem píanóleikara í hljómveit sem spilaði á Hótel Borg og þar vann hann í nokkur ár. Um þetta leyti opinberaði hann trúlofun sína og Helgu Þorsteins- dóttur. Þau giftu sig 4. júlí 1941 og settust að í húsi foreldra Helgu, Þorsteins Jóhanns Jóhannssonar kaupmanns og konu hans, Katrínar Guðmundsdóttur. Árna og Helgu fæddist dóttir í maí 1942. Katrín Sigríður heitir hún og er nú fiðlu- kennari við Tónlistarskólann í Hafn- arfirði, en leikur jafnframt í Sin- fóníuhljómsveit íslands. Hún er gift og á einn son. Þegar hún var\á öðru ári hélt faðir hennar utan til náms eins og fyrr greinir. Meðan hann var ytra réðst Helga kona hans í það stórvirki að reisa þeim hjónum íbúð- arhús í Mjóuhlíð 10 í Reykjavík. Hún byggði ásamt móður sinni og systk- inum. Gunnar bróðir Helgu var stoð þeirra mæðgna og stytta í þessum framkvæmdum. Þeim tókst í féjagi að koma upp húsinu áður en Árni kom aftur frá Englandi. Eftir heim- komuna gekk hann strax inn í Ut- varpshljómsveitina og Lúðrasveit Reykjavíkur. Einnig gerðist hann kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og kenndi þar bæði á flautu og píanó, _auk tónfræði. Árið 1947 eignuðust Árni og Helga aðra dóttur sem skírð var Björg. Hún er nú gift í Englandi og á tvo syni. Hún fæst við leiklistarstörf. Útvarpshljómsveitin var sá stofn sem Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur varð m.a. til úr. Þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa var nafni Sinfóníu- hljómsveitarinnar breytt í Sinfóníu- hljómsveit íslands. Árið 1952 efndi hljómsveitin til samleiks við þýska listamenn og voru sameiginlegir hljómleikar þeirra haldnir í Þjóðleik- húsinu 13. júní 1952. Að afloknu kveðjuhófi eftir þá tónleika varð Árni fyrir hinni hrottalegu árás sem Árni Björnsson um það leyti sem hann spilaði á Hótel Borg. í upphafi var greint frá. Hann hlaut mikla höfuðáverka og var með mar- bletti víða um líkamann. Fyrst var farið með hann meðvitundarlausan niður á lögreglustöð og þaðan heim. Kona hans fékk ekki læknishjálp fyrir hann fyrr en morguninn eftir, þá komst hann loks á sjúkrahús. Eftir 18 daga legu þar fékk Árni heilablæðingu að nýju. Þá var ákveð- ið að senda hann tafarlaust til próf- essors Busch í Kaupmannahöfn sem gerði á honum mikla höfuðaðgerð. Eftir að hann hafði fengið nokkurn bata kom í ljós að andlegt tap hans var mjög mikið. Hann hafði glatað flestu því sem hann hafði vitað og gat fátt af því sem hann hafði áður getað. Smám saman náði hann þó í nokkrum mæli sambandi við dag- lega h'fið. Um afleiðingar áfallsins fyrir tónlistarsköpun Árna segir svo í ævisögu hans: „Öllum sem þekkja tónverk Árna fyrr og síðar er ljóst að mikið vantar á að hann hafi sem tónskáld náð sinni fyrri reisn.“ Fékk aðeins brot af skaðabótunum Árna voru nokkru síðar dæmdar 850 þúsund krónur í skaðabætur vegna árásarinnar. „Það halda margir að við Árni höfum byggt húsið okkar hér í Hörgshlíðinni fýrir skaðabæturnar sem honum voru dæmdar vegna slyssins,“ segir Helga við mig þegar ég sit ásamt hennij Árna og Katrínu dóttur þeirra í stofunni í Hörgshlíð 10. „En það er öðru nær,“ heldur hún áfram. „Sannleikurinn er sá að við fengum aldrei nema 100 þúsund krónur af þessum bótum. Við urðum að berj- ast áfram. Ég fór að sauma heima eftir að Ámi slasaðist og vann mjög mikið ámm saman. En við létum mótlætið aldrei buga okkur og sorg- in varð aldrei ráðandi á okkar héim- ili. Ég var hins vegar reið innra með mér. Ég hef stundum sagt að ég hafi fengið útrás fyrir þessa reiði með því að byggja þetta hús. Við fengum lóð -hér eftir að ljóst var að húsnæði okkar við Mjóuhlíð hentaði Árna illa. Til byggingarinnar gekk söluverð húseignar okkar í Mjóuhlíð en auk þess fékk Árni lán í lífeyris- sjóði og bráðabirgðalán í banka. Jóhann Hafstein bankastjóri var mikill vinur okkar hjóna og reyndist okkur vel. Árið 1960 fluttum við hingað. Við leigðum neðri hæðina en fluttum sjálf á „beran steininn", eins og stundum er sagt. En okkur tókst smám saman að koma okkur vel fyrir hér.“ Og það eru orð að sönnu, heimili þeirra Árna og Helgu er mjög fallegt og nostursamlega um gengið. Á veggjum eiga þau hjón gott málverkasafn sem Helga hefur af mikilli útsjónarsemi stöðugt bætt við og endumýjað. Árni segir mér að hann hafi mjög gaman af að virða fyrir sér myndirnar. „Sveitin er mér mikils virði, ég hef gaman af að horfa á myndir úr náttúmnni," seg- ir hann og lætur augun hvarfla til . uppáhaldsmyndar sinnar, Þingvalla- myndar eftir Halldór Pétursson, sem hangir fyrir ofan sófann sem ég sit í. „Pabbi hefur alltaf verið glaður, jákvæður og friðelskandi maður,“ segir Katrín og tekur utan um áxlir föður síns. Á viðmóti og tali þessar- ar fjölskyldu finn ég sannleikskjarn- ann í þeirri fullyrðingu Helgu að heimilisánægjan hafi jafnan verið sorginni yfirstcrkari. Saman hefur þetta fólk barist við mikla erfiðleika og megnað að standa saman og unnið þannig umtalsverðan sigur. Eftir að Arni komst til nokkurrar heilsu fór hann að syngja í kórum og seinna að spila við messur á sjúkrahúsum, lengst af á Landspítal- anum, en hætti því sl. vor. „Tónlist- in hefur verið mitt líf,“ segir Ámi, þegar ég spyr hann hvort hann vilji spila fyrir mig. Við göngum saman inn í herbergið þar sem píanóið_ er. Þar er líka plötuspilari sem Ámi segir að sé honum til mikillar ánægju. Hann á gott plötusafn og hlustar á ýmiskonar tónlist daglega, oft svo tímum skiptir. Inni í skáp í þessu sama herbergi geyma þau hjón nótnasafn Árna. Þar eru geymd nótnablöð með hinum ýmsu tónverk- um Árna. Þetta safn hefur Helga verið að flokka smátt og smátt. En nótur að sumum verkum Árna eru því miður glataðar. „Áður fyrr var alltof mikið um að tónskáld létu af hendi frumrit af tónverkum sínum og það var allur gangur á því hvort þau komust aftur í réttar hendur," segir Katrín. Þær mæðgur hafa lagt á sig mikið erfiði til þess_ að finna nótur að ýmsum verkum Árna, sem voru talin glötuð. í stöku tilviki hef- ur þetta sem betur fer tekist. Á seinni árum hefur verið gert nokkuð af því að gefa út nótur að verkum eftir Árna, bæði sönglögum eftir hann og viðameiri verkum og hafa kona hans og dætur haft frumkvæði í því máli. í bók Björns Haraldsson- ar um Árna Björnsson er það haft eftir Páli heitnum ísólfssyni að tónsmíðagáfa Árna tæki öllu fram, sem hann hefði kynnst um dagana. Vegna fjölhæfni sinnar og greiðvikni var Árni mjög oft beðinn að semja og raddsetja lög af ýmsum tilefnum. Hann samdi lög við ljóð eftir fjöl- marga menn og raddsetti fjölda laga. Einnig samdi hann lög til að flytja við allskonar tækifæri. Allt gerði hann og leit á það sem sjálfsagðan hlut og krafðist sjaldnast neinnar umbunar. En þetta starf skilaði hon- um þó þeim ávinningi að það örvaði hina ríku sköpunargáfu hans. „Hann var alltaf barmafullur af melodíum og þær þoldu ekki innilokun," segir Helga kona hans. „Hann skrifaði og skrifaði og var alltaf með nótna- pappír í vasanum eða töskunni til þess að skrifa niður þegar honum duttu góð tónasambönd í hug.“ Þrátt fyrir leiftrandi sköpunar- gáfu og mikla eljú uppskar Árni sáralitla umbun í veraldlegu tilliti. Hann var óduglegur að taka greiðsl- ur fýrir vinnu sína og koma sér á framfæri. í því tilliti hafði hann sig lítt í frammi. Hann var með allan hugann við tónlistina og reyndi nán- ast aldrei að öðlast vegtyllur. Sumt af því sem hann gerði var jafnvel ekki nefnt. Viðamestu verk Áma eru hljómsveitarsvítan Upp til fjalla, og hljómsveitarverkið Tilbrigði yfir frumsamið rímnalag. Meðal vinsælla laga hans era t.d. Horfinn dagijr, Rökkurljóð og lög úr Nýársnóttinni. Einnig eru marsar hans mjög vel þekktir. Eftir að Árni hlaut meiddist og fatlaðist hefur hann tvisvar unnið til verðlauna fýrir tónverk, hið fyrra sinn fyrir marsinn Gamlir félagar sem hann sendi í samkeppni sem Samband íslenskra lúðrasveita efndi til um besta göngulagið. Árið 1972 hlaut hann fyrstu verðlaun í keppni allra Norðurlarida sem danska út- varpið efndi til. Framlag Árna var framsamið stef og tilbrigði í íslensk- um_ þjóðlagastíl. Áður en Árni tekur til við að spila fyrir mig sýnir hann mér nótnabæk- urnar tvær sem íslenska ríkið sá um útgáfu á. Árni var sýnilega listfeng- ur nótnaskrifari, um það vitnar ýmislegt það sem hann skrifaði áður en hann slasaðist, t.d. Frelsisljóð, kantata sem hann samdi árið 1944 í tilefni af lýðveldisstofnun á ís- landi. Það má furðu gegna hve vel hann ritar nótur enn í dag, þrátt fýrir fötlun sína. Það er næsta merkilegt að maður, sem vegna af- leiðinga heilablæðingar, þurfti að læra að tala, ganga, lesa og tileinka sér ótalmargt annað að nýju sem venjulegu fólki finnst sér vera sam- gróið, skuli vera fær um að semja og skrifa niður tónlist eins og þá sem hann leikur fyrir mig á gamla svarta píanóið hennar Helgu. Að lokum spilar Árni fyrir mig glaðlegan tangó sem hann endur fyrir löngu lék fyrir ungmenni stríðsárakynslóðarinnar í Gyllta salnum á Hótel Borg. Bros hans er bjart meðan fingurnir þjóta yfir nótnaborðið. Tónlistin er honum greinilega gleðigjafi. En þó lagið sé fjörugt verð ég ekki glöð. Þvert á móti liggur mér við gráti þegar ég hugsa um hve illa var farið með þennan viðkvæma og glaðværa mann. Jafnframt verður hann fyrir mér sem holdtekja þeirrar vissu að ljótleiki og grimmd ofbeldisins megnar sjaldnast að drepa að fullu niður það góða og fagra. Árni Björnsson tónskáld hafði svo mikið til brunns að bera að þó saman færi grímulaus ofbeldisárás og röð mis- taka eftir hana, þá hélt hann eigi að síður hluta af þeirri uppsprettu listsköpunar. sem við landar hans höfum bergt af í mismiklum mæli frá því hann fór að leggja fyrir sig tónsmíðar og tónlistarflutning. Vissulega var það sár sorg fyrir Árna og fjölskyldu hans hvernig of- beldið klippti á starfshæfni hans á miðjum aldri. En það er ekki síður sorglegt að hugsa til þess hve mikið við hin misstum þegar slíkur hæfi- leikamaður gat ekki lengur nýtt sínar góðu gáfur. Undanfarna mán- uði hefur ofbeldi og líkamsárásir verið að færast í vöxt í umhverfi okkar. Fórnarlömb ofbeldis geta litið til Árna Björnssonar og fjölskyldu hans sem lýsandi dæmis um mann- lega reisn í þungbæru mótlæti. Hin- um, sem framið hafa ofbeldisverk, eða finna hjá sér hvöt til þess, væri hollt að sjá hve illan endi slíkt getur haft. En fyrst og fremst skulum við gleðjast yfir að hafa átt svo hæfileik- aríkan mann meðal vor í 85 ár sem Árni Björnsson tónskáld er. Tónlist hans muri ugglaust lifa okkur öll. í Séra Hjálmar Jónsson Aðventa Hægt frjósa vötn og vök, vært leggur snjókoman þök, Birtan sér leitar að leið. Lausnarans koma er greið. Brátt mun í byggðum sagt barn sé í jötuna lagt. Stjörnuskin lýsir á leið. Lausnarans koma er greið. / JÓLATRÉS- SKEMMTUN Læknafélags Reykjavíkur og Lyfjafræð- ingafélags Islands veróur í Domus Medica fimmtudaginn 27. desember frá kl. 15-18. Jólasveinarnir. Öllum þeim, sem styrkt hafa Orgelsjóð Hallgrímskirkju í Reykjavík á líðandi ári, er þakkaður sá dýrmæti stuðningur. Guð gefi ykkur og landsmönnum öllum gleðiríka jólahátíð og farsæld á komandi ári. Orgelsjódur Hallgrímskirkju Einsöngstónleikar §| ELSU WAAGE 3. í jólum, 27. desember, í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði kl. 20. Miðar seldir við innganginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.