Morgunblaðið - 23.12.1990, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990
Arfurinn endurskoðaður
Hljómplötur
Árni Matthíasson
Almennur áhugi á íslenskum
dægurtóniistararfí hefur aukist síð-
ustu ár. Sumir hafa viljað kalla
þennan áhuga fortíðarfíkn, sem er
ekki góð þýðing á enska orðinu
„nostalgia". Fortíðarþrá eða fort-
íðartregi (eða jafnvel bara þáþrá)
væri betra, en oft tekur þessi þrá á
sig slíka mynd að viðeigandi er
slangurorð Einars Arnar Sykur-
mola: nostalklígja. í því sambandi
er minnisstæð uppsuða úr íslensku
„bítlalögum“ sem vinsæl varð fyrir
tveimur árum, en sem hefur, bless-
unarlega, ekki heyrst síðan. Megnið
af íslenskri dægurtónlist fyrri ára
var í eigu Fálkans/Takts og þar á
bær voru gerða tilraunir til að gefa
út safndiska rrjeð því helsta fyrr
tveimur árum; Gullnar glæður með
Hauki Morthens og Hljómum. Sú
útgáfa var löfsvert framtak, þó ekki
hafí lagaval verið skynsamlegt og
bæklingar beggja diskanna mein-
gallaðir. (Hauksbæklingurinn gall-
aður í prentun og er enn og í
Hljómabæklingnum voru engar upp-
lýsingar að gagni um hljómsveitina
(!).) Fyrir ári eða svo eignaðist Stein-
ar hf. svo útgáfuréttinn á upptöku-
safni Fálkans/Takts. Steinars-menn
fóru að huga að útgáfu á því efni
sem hægt væri að gefa út og fyrir
stuttu komu út þrjár plötur/di-
skar/kassettur með úrvali laga und-
ir heitinu Aftur til fortíðar.
Aftur til fortíðar er afkáralegt
nafn (valið undir áhrifum af banda-
rískum aulahúmor?) en útgáfan er
í flestu afskaplega vel heppnuð.
Diskarnir eru þrír og skiptast í
50-60, 60-70 og 70-80. Hver
þeirra spannar því ellefu ár og skar-
ast við aðra í útgáfuröðinni (frá tíu
til tíu) og á þeim eru frá 17 upp í
20 lög. Gerð er grein fyrir hveiju
lagi og hveijir léku á hvaða hljóð-
færi, ef hægt var að grafast fyrir
um það á annað borð. Að sögn út-
gáfunnar var valið á diskana til að
sýna breidd, en ekki til að safna
saman á einn stað vinsælustu lögum
áranna ellefu. Sem slík er útgáfan
því kærkomið yfirlit yfir tíðarand-
ann í dægurtónlist og sérlega er
gaman að velta fyrir sér samheng-
inu í íslenskri dægurtónlist þessara
ára.
Best heppnaður er fyrsti diskur-
inn, 50—60, a.m.k. hvað varðar yfír-
bragð, því dægurtónlist þeirra tíma,
eða í það minnsta sú sem tekin var-
upp og gefin út, var all einsleit. Það
voru miklir fagmenn sem sáum um
upptökur, hljóðfæraleik og útsetn-
ingar (væntanlega allt eftir nótum)
og allt er því slétt og fellt, m.a.s.
þegar verið er að spila „rokk“. Ekki
er þó ástæða til að fetta fingur út
í það; tónlistin er geysiskemmtileg
og _oft beinlínis mannbætandi.
Á disk nr. tvö, 60—70, er farið
að gæta rótleysis og við mjökumst
úr sykurpoppi í bítla-sykurpopp.
Enn eru það fagmenn sem stýra
íslenskum tónlistarhéimi og það er
gaman að heyra hina óumflýjanlegu
þróun úr mjúku dægurtónlistinni,
frá Erlingi Ágústssyni og Sigrúnu
Jónsdóttur (sem syngur eina helstu
perlum íslenskrar dægurtónlistar,
Fjóra káta jiresti) í Flowers, Tatara
og Dáta. Á plötunni má vel heyra
hvað íslensk bítlatónlist var „mýkri“
en það sem gerðist ytra, sérstaklega
hjá þeim hljómsveitum sem mest
bar á.
Þriðji diskurinn, 70—80, er sístur
að mínu mati, því fjölbreytnin er
orðin svo mikil að hann verður tæt-
ingslegur. Þegar komið er þetta
nálægt samtímanum vakna líka fjöl-
margar spurningar um lagaval,
t.a.m. hvort ekki hefði verið betra
að reyna að halda sig við þrengra
svið og gera öðru skil í næstu útgáf-
um. Hvað sem því líður er vissulega
gaman að hafa tiltæk íjölmörg af
þeim lögum sem mótað hafa að
SVO ALLIR HAFI HOG
RAFMAGN UM JÓLIN
Jafnið notkun yfir daginn
Reynið að dreifa eldun yfir daginn eftir því sem kostur er,
einkum á aðfangadag og gamlársdag. Notið ekki mörg
straumfrek tæki samtímis að óþörfu, t.d. rafmagnsofn,
hraðsuðuketil, þvottavél, þurrkara og uppþvottavél.
Forðist brunahættu
Farið varlega með öll raftæki til að forðast hættu á bruna og
raflosti. Gamlar, slitnar leiðslur og lélegar
jólaljósasamstæður geta verið hættulegar.
Eigið alla vartappa
í flestum nýrri húsum eru útsláttarrofar, en í eldri húsum eru
vartappar (öryggi) og rétt er að eiga birgðir af þeim. Helstu
stærðir eru 10 amper (Ijós), 20-25 amper (eldavélar o.fl.) og
35 amper (aðalvör fyrir íbúð).
Ráðstafanir í straumleysi
Ef straumlaust verður skal gera eftirfarandi ráðstafanir:
Taka straumfrek raftæki úr sambandi, skipta um viðkomandi
vartappa ef straumleysi nær til hluta íbúðar, skipta um
aðalvar ef straumleysi nær til allrar íbúðar.
Lekastraumsrofi
Hafi lekastraumsrofi leyst út er rétt að taka öll raftæki úr
sambandi og reyna síðan að setja rofann inn. Síðan
má setja tækin í samband aftur, eitt af öðru, þar til bilaða
tækið finnst.
Bilanatilkynningar
Tekið er á móti tilkynningum um bilanir í síma 686230 hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á
aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á móti
bilanatilkynningum til kl. 19 í síma 604600.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár!
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
SUÐURLANDSBRAUT34
108 REYKJAVÍK SÍMI 60 46 00
nokkru tónlistarsmekk þess sem
þetta ritar og fleiri. Sérstaklega er
viðeigandi að heija diskinn með
hippavæmni í laginu Ég einskis
barn er og ljúka á grafskrift hippa-
og iðnaðarrokksins íslenska, Rækju-
reggí: „Ég er löggiltur hálfviti,
hlusta á HLH og Brimkló."
í heild eru þessir diskar hvalreki
á flörur íslenskra tónlistaráhuga-
manna á aldrinum frá sextugu og
niðrúr og ástæða tii að lofa Steinar
fyrir framtakið. Sérstaklega er gott
að fá yfirlit yfir hveijir gerðu hvað
í hveiju lagi, en enn meira gaman
hefði verið ef einhver fróður hefði
getað sett saman texta sem kynnti
flytjendurna. Fyrirhugað er að fleiri
diskar komi út í þessari útgáfuröð,
næsti skammtur næsta vor og þriðji
fyrir næstu jól og er ekki að efa
að þeir verði jafn eftirsóknarverð
eign og þeir sem þegar eru komnir.
Stuðningsrit
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Árni Björnsson: ÍSLENSKT
VÆTTATAL. 192 bls. Mál og
menning. Reykjavík, 1990.
Ámi Björnsson gerir i Inngangi
grein fyrir þessu verki sínu og seg-
ir þar meðal annars:
»Orðið vættur er hér í bókarheiti
notað í merkingunni yfirnáttúrleg
vera. Ekki era allir sáttir við svo
víða merkingu orðsins. Telja sumir
það einungis eiga við landvættir eða
jarðbúa sem séu óháðir mönnum,
svo sem álfa, tröll og sæbúa, en
síður við drauga sem séu til orðnir
af mannavöldum. Það er röklegt
sjónarmið. Hentugra samheiti tókst
þó ekki að fínna, enda algengt að
flestar þes'sar verar séu ýmist kall-
aðar hollvættir eða meinvættir. Orð-
ið er haft hér í kvenkyni sem virð-
ist upprunalegra.«
Augljóslega er orðið vættur notað
hér í allra víðustu merkingu. Hins
vegar verður nákvæmri flokkun
seint við komið í ríki vættanna eins
og í ríki náttúrunnar. Hvorki verða
þær mældar né vegnar. Og einkenni
þeirra eru sjaldan augljós, enda
breytileg eftir landshlutum og mis-
munandi frá einni heimild til annarr-
ar. Nægir að taka jólasveinana sem
dæmi: hrekkjalóma fyrr á tíð sem
nú eru orðnir eftirlæti barna í stór-
mörkuðum og á jólatrésskemmtun-
um. Jón Árnason sá ástæðu til að
taka fram að þjóðsögur þær, sem
hann hafði safnað og búið til útg-
áfu, væru ekki sannar, fólk skyldi
ekki leggja trúnað á þær. Þá vora
þjóðsögumar lifandi veruleiki. Fram
undir miðja þessa öld lásu börn og
unglingar draugasögur eins og
hveijar aðrar spennubókmenntir —
til að framkalla sælukenndan tauga-
hroll! Nú mun sú tíð liðin.
Nú eru þjóðsögurnar orðnar eins
og hver önnur fræðigrein. Börn og
ungiingar gefa þeim engan gaum
nema þeir séu látnir lesa þær í skól-
um og þá í tengslum við. eitthvert
annað efni. Er ungkynslóðinni þá
ætlað að fræðast um horfna þjóð-
trú, málfar fyrr á tíð og þar fram
eftir götunum. Og einmitt þannig
mun bók þessi koma að gagni, sem
stuðningsrit. Þannig getur bókin
raunar orðið hið ákjósanlegasta
hjálpargagn. Sérhverri vætti eru hér
skil gerð í stuttri grein. Er það allt
gagnort og skilmerkilegt og í staf-
rófsröð. Upp úr öðrum bókum eru
svo teknar klausur til frekari útlist-
unar. Það eru einungis þjóðsagna-
vættir sem þarna fá inni, ekki hinar
sem skáld hafa búið til. Skugga-
Sveinn fær því ekki þegnrétt í ritinu
þó vissulega beri hann mörg ein-
kenni vætta. Grýla, fyrirferðar-
Árni Björnsson
mesta kvenpersónan í hjátrúnni, er
þarna títtnefnd. Barnmörg var hún
mjög. Hygg ég margur átti sig ekki
á þvi fyrr en hann flettir þessu
vættatali. Af öðrum frægum persón-
um má nefna skessuna Gilitrutt,
drauginn Glám og dýrlinginn Kól-
umkilla sem Árni segir reyndar að
-sé kunnastur úr Sjálfstæðu fólki.
Mörg nöfnin koma kynlega fyrir
sjónir, svo sem Dáni, Dína (börn
Grýlu), Gleðra, Igla, Lepsa, Likný,
Mukka (dóttir Grýlu), Sledda og
Vinduteini.
Ekki er höfundur sáttur við að
kenna þetta allt við þjóðtrú, kallar
það »hálfgert vandræðaorð«. í
fyrsta lagi bendir hann á að merk-
ing orðsins sé ekki nema rösklega
hundrað ára gömul. »Ólafur Davíðs-
son virðist fyrstur nota orðið í merk-
ingunni alþýðutrú árið 1884 en síðan
tekur hver fræðimaðurinn af öðrum
það upp.« Hjátrú var þetta oftast
kallað fram eftir öldinni. En orðið
fól í sér fremur neikvæða merkingu
og mun af þeim sökum þykja óhaf-
andi þegar fjallað er um þetta
sem fræðigrein.
í öðru lagi telur höfundur að það
hafi aldrei verið nema »lítill hluti
fólks sem var staðfastur í einhvers-
konar dultrú ... «
Rétt kann það að vera. Hins veg-
ar tengdist þetta sagnaskemmtun á
kvöldvökum. Og vissulega hafði fólk
þá slakari þekkingu en nú til að
greina milli hugsmíða og raunveru-
leika. Og mörkin milli þess að trúa
og trúa ekki voru ekki alltaf sem
ljósust.
Það lýsir í sjálfu sér talsverðri
hugkvæmni að höfundi skyldi detta
í hug að setja saman þetta rit. Hann
télur að vættirnar eigi skilið sitt tal
ekki síður en aðrar stéttir! Er það
vissulega sjónarmið út af fyrir sig.
Lánskjaravísitala
hækkar um 0,58%
LÁNSKJARAVÍSITALA fyrir janúar 1991 hækkar um 0,58% frá þess-
um mánuði. Það jafngildir 7,1% hækkun, reiknað til heils árs. Launa-
vísitala fyrir desembermánuð hækkar um 0,1% frá fyrra mánuði.
Seðlabankinn reiknar lánskjara-
vísitölu og gildir vísitalan 2.969 fyrir
janúar 1991. Umreiknað til árshækk-
unar er breytingin milli mánaða
7,1%, breyting síðustu 3 mánuði
4,9%, síðustu 6 mánuði 4,5% og síð-
ustu 12 mánuði hefur lánskjaravísi-
tala hækkað um 7,1%.
Hagstofan reiknar launavísitölu.
Vísitalan er 117,0 stig fyrir desemb-
er og er miðuð við meðallaun í nóv-
ember. Hækkunin milli mánaða er
0,1%. Samsvarandi launavísitala sem
gildir við útreikning greiðslumarks
fasteignaveðlána tekur sömu hækk-
unogerþví 2.561 stig í janúar 1991.