Morgunblaðið - 23.12.1990, Síða 32

Morgunblaðið - 23.12.1990, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER' 1990 Pólitík og lögfræði eftir Hróbjart Jónatansson Um fátt er meira talað þessa dagana en bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar sem sett voru sl. sumar í kjölfar niðurstöðu Félags- dóms varðandi túlkun á kjara- samningi BHMR og ríkisins. Um tíma leit út fyrir áð ekki væri þing- meirihluti fyrir samþykki á lögun- um og um það rætt að þing yrði jafnvel rofið og boðað til kosninga án þess að reyna myndi á afstöðu þingmanna til málsins. En til þess kom þó ekki því áður yfirlýstir andstæðingar bráðabirgðalaganna hafa nú söðlað um og tryggt ríkis- stjóminni þingmeirihluta fyrir samþykkt þeirra. Þetta einstaka mál, sem varðar hina svokölluðu þjóðarsátt, hefur leitt til þess að ýmsir mætir menn hafa látið uppi hugmyndir um setningu laganna og hafa sumir haldið því fram að bráðabirgðalög þessi fari i bága við stjórnarskrá lýðveldisins, m.a. með þeim rökum að ekki hafí borið brýna nauðsyn til setningar þeirra og í öðm lagi gangi þau gegn eignarréttará- kvæðum stjórnarskrárinnar. Aðrir hafa lýst því yfir að lögin stæðust lögfræðilega en væm siðlaus þar sem dómsniðurstaða hafi legið fyr- ir og með setningu laganna væri ríkisstjórnin að grípa inn á verk- svið dómstóla, sem sé að breyta niðurstöðu dóms sem hún unir ekki við. í umræðunni em menn ekki á eitt sáttir, eins og gengur og andstæð sjónarmið um ýmis gmndvallaratriði em uppi, svo sem um lögmæti eða ólögmæti lag- anna. Svo virðist sem menn skipi sér í fylkingar eftir því hvort þeir styðji stjórnina eða stjórnarand- stöðuna og er þessi háttur til þess fallinn að færa umræðu um bráða- birgðalögin á pólitískara plan en ástæða er til þar sem unnt er að fjalla um málið út frá lögfræðilegu sjónarmiði án þess að menn þurfi að greina svo verulega á í þeim efnum. Spurningarnar sem hafa vaknað era m.a. þessar: Var brýn nauðsyn til útgáfu bráðabirgðalaganna? Hafði ríkisstjóm lýðveldisins heim- ild til útgáfu bráðabirgðalaga að fenginni niðurstöðu félagsdóms eða ekki? Bijóta bráðabirgðalögin í bága við Stjómarskrána? -• í 28. gr. stjórnarskrár lýðveldis- ins er að fínna heimild fyrir for- seta íslands til að gefa út bráða- birgðalög en þennan rétt sinn nýt- ir forsetinn fyrir fmmkvæði ráð- herra og á þeirra ábyrgð sbr. 19. gr. stjórnarskrárinnar. Akvæði 28. gr., sem byggir á 11. gr. stjórnar- skrárinnar frá 1874, kveður á um þrjú skilyrði fyrir útgáfu bráða- birgðalaga. í fyrsta lagi má aðeins gefa út bráðabirgðalög á milli þinga, þ.e. frá þinglausnum til þingsetningar. í öðm lagi verður brýn nauðsyn að vera fyrir hendi við setningu þeirra. í þriðja lagi mega bráðabirgðalögin ekki fara í bága við stjórnarskrá lýðveldis- ins. Var brýn nauðsyn til setningar laganna? Skilyrði um brýna nauðsyn verður ekki skilið öðmvísi en svo, eftir orðanna hljóðan, að lagasetn- ing sé svo aðkallandi, nauðsynleg eða skynsamleg, að ekki megi bíða þess að Alþingi komi saman að nýju. Hins vegar hefur sá háttur viðgengist um langt skeið að fram- kvæmdavaldið hafi ákveðið um útgáfu bráðabirgðalaga án þess að séð verði að brýna nauðsyn hafi borið til, þ.e. að ekki hefði mátt bíða næsta þings. Áralöng venja hefir staðfest að bráða- birgðalöggjafinn eigi sjálfur end- anlegt mat á því hvort skilyrðið um brýna nauðsyn sé uppfyllt enda bera ríkisstjórn og ráðherrar hina pólitísku ábyrgð gagnvart Alþingi og eftir atvikum landsdómi. Al- þingi getur, eðli málsins sam- kvæmt, ekki haft það mat á hendi enda þótt Alþingi geti ákveðið síðar meir hvort bráðabirgðalögin skuli samþykkt eður ei. Almennir dómstólar em tæpast til þess falln- ir að meta hvort skilyrði um brýna nauðsyn sé fyrir hendi enda helg- ast það mat ekki síst af pólitískum hagsmunum sem erfítt er að meta nema út frá stjómmálaástandi líðandi stundar.' I því sambandi skiptir öllu máli hvaða pólitíska sjónarhom er haft í huga. Fram- kvæmdin hefur helgað þá venju að bráðabirgðalöggjafínn eigi sjálfdæmi um hvort brýn nauðsyn sé fyrir hendi eður ei og verður að líta til venjunnar við skýringu á ákvæðinu. Það er því alyeg ótví- rætt að ríkisstjórnin hafði heimild til útgáfu bráðabirgðalaga og gild- ir einu hvort atvik þau sem leiddu til bráðabirgðalaganna hafí legið fyrir þegar Alþingi sat. Fullyrðing- ar um annað em, að mínu áliti, settar fram í pólitísku skyni ein- göngu en ekki af hollustu við lög- fræðilega túlkun stjómarskrárinn- ar. Brjóta bráðabirgðalögin í bága við stjórnarskrána? Bráðabirgðalög mega ekki fara í bága við stjórnarskrána sbr. 28. gr. Þettfi ákvæði þýðir að bráða- birgðalöggjafinn getur ráðstafað hveiju því málefni sem almenni löggjafinn, Alþingi, getur skipað með almennum lögum. Almenn lög mega að sjálfsögðu ekki fara í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eðli málsins samkvæmt enda þótt slíkt sé ekki sérstaklega boðið í stjómarskránni. En spurningin sem hér vaknar er þessi: Hver á mat um það hvort bráðabirgðalög- in bijóti í bága við stjórnarskrána? Við útgáfu bráðabigðalaga er það ráðherrann sjálfur sem metur það og ríkisstjórn hvort bráðabirgða- lög fari í bága við stjórnarskrána og má segja að þetta ákvæði 28. gr. stjórnarskrárinnar sé áminning til ráðherra um að sýna varfærni við beitingu heimildarinnar. Tæp- ast verður séð að slíkt mat geti legið fyrir af hálfu annarra aðila en ráðherra þegar til lagasetning- arinríar er gripið nema e.t.v. for- seta lýðveldisins. Hafa ber þó í huga að vald forseta er aðeins fonnlegt og því ólíklegt að forseti taki efnislega afstöðu til bráða- birgðalaga. Hitt er svo annað mál að almennir dómstólar eiga að sjálfsögðu endanlegt mat um hvort bráðabirgðalög bijóti í bága við stjórnarskrána er þau hafa verið gefin út. Hvað varðar hin umdeildu bráðabirgðalög þá liggur ekkert fyrir um það að þau séu andstæð stjórnarskránni enda fordæmi fyr- ir því að gripið sé inn í kjarasamn- inga með setningu bráðabirgða- laga. Dómstólar landsins hafa, a.m.k. hingað til, eigi talið slíkt í bága við stjómarskrána. - Hróbjartur Jónatansson „Ef litið er hlutlaust á málið virðist sem ríkis- stjórnin hafi eigi gert sig seka um lögbrot með atbeina sínum að hinum umdeildu bráða- birgðalögum. Hitt er svo annað mál að lögin eru umdeilanleg frá pólitísku sjónarmiði.“ Þarf meirihluta þingmanna fyrirfram? Ýmsir hafa verið með vanga- veltur um það hvort Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hafí sagt forseta lýðveldisins ósatt um væntanlegan þingmeirihluta fýrir bráðabirgðalögunum er hann leitaði til forseta um útgáfu þeirra. Þessar vangaveltur ber að skilja á þann hátt að laganauðsyn beri til þess að forsetinn sé fullvissaður um það að ríkisstjórnin hafí stuðn- ing meirihluta þingmanna fyrir samþykki bráðabirgðalaga áður en þau skuli útgefín. Þetta er alr- angt. Engin lagaskylda er til þess að ráðherra afli sér ótvíræðs stuðnings meirihluta þingmanna áður en hann leitar til forseta um útgáfu bráðabirgðalaga. Heimild til útgáfu bráðabirgðalaga helgast m.a. af því að Alþingi situr ekki og getur ekki fjallað um málið. Er því heimildin gmndvölluð á því að þingmenn hafi ekki tök á að fjalla um efni laganna. Að krefjast þingmeirihluta jafngildir því nán- ast að leggja efni bráðabirgðalag- anna fyrir þingið og er óþarft með öllu að setja bráðabirgðalög' ef unnt væri að leita afstöðu ein- stakra þingmanna til málsins. Er þá allt eins hægt að kalla þing saman til aukafundar og umfjöll- unar um málið. Ráðherrar þurfa því eigi að tryggja sér þingmeirihluta fyrir- fram. Hitt er svo annað mál að ráðherrar hljóta að kanna yfirleitt hvort þingmenn séu fylgjandi fyr- irhuguðum bráðabirgðalögum enda ríkisstjórn nauðsyn á að hafa meirihluta Alþingis með í ráðum þar sem synjun á samþykki Al- þingis á bráðabirgðalögum kann að hafa í för með sér pólitískt skipbrot fyrir ríkisstjóm. Synjun á samþykki bráðabirgðalaga er í rauninni ekkert annað en van- traust á sitjandi ríkisstjórn og slík ríkisstjórn getur tæpast setið við völd enda slíkt andstætt stjómar- skránni þar sem á henni er byggt að í landinu skuli sitja þingbundin stjórn. Á að fella niður heimild til útgáfu bráðabirgðalaga? Þær raddir hafa heyrst að rétt sé að takmarka heimild fram- kvæmdavaldsins til útgáfu bráða- birgðalaga og jafnvel afnema heimildina algerlega. Rökin em einkum þau að ákvæðið hafi verið sett á þeim tíma er samgöngur voru mun erfiðari en í dag og vissulega er það rétt enda er efni 28. gr. stjórnarskrárinnar sótt til Hörður Torfason Jólagjöf Hallaðu, barn, þínu höfði að hjartastaðnum mínum lífið skulum við láta um að lesa úr óskum þínum. Kvöldið nýtum til kyrrðar, köllum í okkur værð. Guð er kannski að gera gjafirnar sem þú færð. Kaupmannsins gjafir kosta kopar, silfur og gull, lántraust í bönkum, líka lukku og innlagða ull. Gjafir slíkar oft glepja svo gleymist hinn útvaldi son. En, Guð, viltu börnum heimsgefa, gæfu, hugrekki og von. Kirkjunnar bjöllur klingja, kalla inn jólanna frið. Hátíð andans skal haldin, heilög að gömlum sið. Fallegur snjór er fallinn. Fjöll eru hvít einsog sól. Hvít einsog sykurkvoða. Hvít eru heilög jól. Éghorfi útumgluggann á heiminn, hvísla að barninuþýtt; „Kannski er Guð að kenna að kærleikans Ijós er hvítt.“ í brjósti þér Ijósið berðu, barn, um ókomin ár. Mundu að við eigum, mennirnir, mátt til aðgræða öll sár. Við sköpum meir en við skemmum. Skáldum úr rústum þor. Kærleikans boð köllun. Kennd sem er göfgun vor. Kirkjunnar bjöllur klingja, kalla inn jólanna frið. Hátíð andans skal haldinn heilög að gömlum sið. Gjafirnar færðu góðar, gjörðu svo vel, þetta er mín; „Sál þína megirðu sefa ef sorg gerist fylgja þín. Mátt þinn efla og megin. Margfalda vonina í þér sem full sé af kærleika og friði og fögnuðihvar sem er. “ Kirkjunnar bjöllur klingja, kalla inn jólanna frið. Hátíð andans skal haldinn heilög að gömlum sið. stjórnlaga Dana frá 1866 svo með sanni má segja að aðrar aðstæður hafi ríkt er ákvæðið var upphaf- lega sett. Hins vegar er á það að líta að Alþingi situr ekki állt árið og á meðan svo er verður fram- kvæmdavaldið að hafa einhver úrræði til lagasetningar ef nauð- syn ber til. Vandamálið verður hins vegar það hversu víðtæk slík heimild skuli vera. Ég er þeirrar skoðunar að ekki skuli takmarka heimild til útgáfu bráðabirgðalaga þar sem ráðherr- ar bera ábyrgð gagnvart Alþingi á útgáfu laganna og þingið á því síðasta orðið um það hvort ráð- herra hafi haft tilefni til að hlut- ast til um útgáfu bráðbirgðalaga. Það er hins vegar spurning hvort ekki sé rétt að kveða skýrar á um það hvernig með bráðabirgðalögin skuli fara á Alþingi. í því sam- bandi má líta t.d. til Danmerkur en í 23. gr. dönsku grundvallarlag- anna frá 1953 er kveðið á um að bráðabirgðalög skuli lögð fram strax eftir setningu þjóðþingsins. Ef sú regla yrði lögfest hérlendis má ætla að jafnan reyndi fyrr á það hvort ríkisstjórn hafi stuðning Alþingis fyrir samþykki bráða- birgðalaga eða ekki. Pólitík og lögfræði! Því hefir verið hreyft að auk þess sem útgáfa bráðabirgðalag- anna hafi verið ólögmæt, sé hún jafnframt siðlaus. í því sambandi hefír einkum verið bent á að lögin séu sett í kjölfar niðurstöðu félags- dóms. Nær hefðf verið að setja lögin áður en dómur Félagsdóms lá fyrir. Það verður hins vegar að benda á að það er ekki óþekkt á íslandi að niðurstaða dómstóla hafi leitt til útgáfu bráðabirgða- laga. Þá ber að hafa í huga að túlkun dómstóla á einstökum lög- um bindur ekki hendur löggjafans, hvorki aðalhandhafa löggjafar- valdsins, Alþingis, eða bráða- birgðalöggjafans. Löggjafinn get- ur sett hver þau lög sem vilji hans stendur til svo fremi sem þau sam: rýmast stjórnarskrá íslands. í þessu sambandi má nefna að ekk- ert hindrar það að sett séu bráða- birgðalög til breytinga á lögum sem Alþingi hefur þegar sam- þykkt. Slíkt kann að vera nauðsyn ef gildandi lög reynast í fram- kvæmd með öðrum hætti en fyrir- séð var. Þá er ekkert því til fyrir- stöðu að bráðabirgðalögum verði breytt með bráðabirgðalögum sbr. lagasetningu um aðgerðir í efna- hagsmálum frá 1988. Dómstólar meta hinsvegar hvort einstök lög fari í bága við stjórnarskrána. Mat á því hvort lagasetning sé siðlaus eða ekki hlýtur fremur að vera hjá almenningi en dómstólum eða Alþingi. Hið pólitíska mat er hjá Alþingi og hið lögfræðilega mat hjá dómstólum landsins. Al- menningur verður að vega og meta hvort einstakar löglegar að- gerðir ríkisstjórnar kunna að fara í bága við siðferðisvitund almenn- ings og kveða upp dóm sinn í þeim efnum í almennum kosningum. Það sem menn verða hins vegar að forðast í umíjöllun um mál af þessum toga er að blanda saman lögfræði og pólitík en á þessu tvennu er reginmunur. Yfirlýsing- ar um bráðabirgðalögin hafa verið litaðar af þeim pólitísku árekstrum sem eru á milli stjórnar og stjórn- arandstöðu. Að fjalla um lögfræði- lega hlið bráðabirgðalaga út frá flokkspólitísku sjónarhorni er ekki til annars fallið en að færa hina faglegu umræðu á lægra plan en ástæða er til og rýrir um Ieið það gildi sem skoðanaskipti kunna ella að hafa fyrir framvindu mikils- verðra mála. Ef litið er hlutlaust á málið virðist sem ríkisstjórnin hafi eigi gert sig seka um lögbrot með atbeina sínum að hinum um- deildu bráðabirgðalögum. Hitt er svo annað mál að lögin eru umdeil- anleg frá pólitísku sjónarmiði. Höfundur er hæstaréttaclögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.