Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 33

Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 33 Sögnlegar myndir Bókmenntir Sigurjón Björnsson Minnisstæðar myndir Islandssaga áranna 1901-1980 í ljósmyndum. Inga Lára Baldvinsdóttir valdi myndimar. Sigurður Hjartarson tók saman annál. Mál og menning. Reykjavík 1990 Mikill fjöldi svarthvítra mynd er hér saman kominn á heilum, hálfum eða ijórðungssíðum. Hverri mynd fylgir stuttur texti, en aftan við myndirnar er svo skrá yfir „það fólk sem þekkja má með vissu á myndunum í bókinni en er ekki nefnt í myndatextunum". Eins og segir í bókartitli spanna myndirnar árin 1901-1980. Nú þykist ég vita að úr gífur- legu magni mynda sé að moða yfir þessi áttatíu ár, því að allan þennan tíma hefur ljósmyndavélin verið í notkun. Vandi hlýtur því að hafa verið að velja og hafna. Ef titill bókar á að standa undir nafni þurfa myndirnar að vera „sögulegar" á einhvem hátt. Það hugtak er þó vitaskuld ákaflega teygjanlegt. í öðru lagi er æskilegt að birtar séu myndir sem eru frek- ar sjaldséðar. Þessu getur verið erfitt að koma heim og saman, því að „sögulegar“ myndir eru að líkindum oftast birtar. Ég hygg þó að myndaveljandi hafi komist býsna vel frá þessum vanda. Allar eða langflestar myndanna segja eitthvað um liðna tíð og margar þeirra eru mér a.m.k. ókunnar. Það er bæði gaman og fræðandi að fletta þessari bók. Eins og myndimar em tilkomn- ar hljóta gæði þeirra auðvitað að vera mismikil og þýðir ekki um það að fást. Sumar þeirra em þó undra góðar og flestar vel sæmi- legar. Virðast vönduð vinnubrögð hafa verið viðhöfð við prentun og pappír er góður. Sigurður Hjartarson hefur tekið saman annál þessa tímabils. Er annálunum smeygt á milli mynda. Að sjálfsögðu hlýtur þetta að vera, úrdráttur miklu fleiri atburða. Virðist höfundur hafa valið þá leið að skjóta inn á milli frásögn af kostulegum uppákomum. Þessar annálaklausur era mjög stuttar, oftast líkar fyrirsögnum blaða, ef þær em það þá ekki í raun og vem stundum. Þær kitla forvitnina og mann fer stundum að langa til að lesa meira um atburðina. En að sjálfsögðu verður maður litlu fróðari af lestri annálsklausanna einna sér, þó að skemmtilegar séu þær stundum. JÓN Sigurðsson viðskiptaráð- herra og starfandi utanrikisráð- herra hefur skipað starfshóp með fulltrúum frá utanríkis-, sjávarútvegs- og viðskiptaráðu- neytunum ásamt fulltrúum bankakerfisins til þess að fjalla um greiðsluskil og fjármögnun útflutnings til Sovétríkjanna og annarra Mið- og Austur-Evrópu- ríkja, sem nú eru að breyta efna- hagskerfi sínu í átt til markaðs- Inga Lára Baldvinsdóttir Á þremur síðustu blaðsíðum bókar er skrá yfir ljósmyndara og eigendur ljósmyndanna í bókinni. Langflestar þeirra eru raunar frá Þjóðminjasafni íslands og Ljós- myndasafni Reylq'avíkur. Það er gaman að fletta þessari bók og ekki'olíklegt að gripið verði til hennar stöku sinnum. búskapar. Hópnum er falið að kanna hvaða leiðir séu best til þess fallnar að tryggja fjárhagsgrandvöll þessara viðskipta við breyttar aðstæður. Eftirtaldir fulltrúar skipa starfs- hópinn: Sveinn Bjömsson, sendifull- trúi, formaður, Bjýrn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri, Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri, Björn Tryggvason, aðstoðarbankastjóri og Barði Árna- son, aðstoðarbankastjóri. Starfshópur fjallar um við- skipti við Austur-Evrópu Dómkórinn syngur jólasálma og mótettur Geisladiskar Oddur Björnsson Með gleðiraust Dómkórinn í Reykjavík. Stjórnandi: Marteinn H. Friðriksson. Upptaka: Stúdíó Stemma hf. Sljórn upptöku: Sigurður Rúnar Jónsson. Útg.: Dómkórinn í Reykjavík. Hér er kominn geisladiskur, sem kemur manni í jólaskap. Enda til þess ætlast, jólasálmar og mótettur í ágætum og hæfilega andagtugum flutningi Dómkórs- ins undir stjórn Marteins H. Frið- rikssonar. Áð vísu ber ekki neitt sérstaklega á „gleðiraustinni": þetta er nánast hefðbundinn flutningur á svona tónlist, sem er falleg og einföld og í smekkleg- um útsetningum — eins og lög gera ráð fyrir, og þess vegna frek- ar svona „kirkjuleg" og pedantísk í betri merkingu orðsins. Það verð- ur að segjast eins og er að raddir kórsins hafa „yngst með ámn- um,“ og er það vel og mjög' við hæfi í tónlist af þessu tagi. Lögin eru af ýmsum uppruna — flest þekkt jólalög í útsetningum allt frá 16. öld og fram á okkar dag. Þetta jólaprógram endar á orgel- leik Marteins H. Friðrikssonar (Prelodíu og fúgu í G-dúr eftir Bach), sem á kannski að minna á útgöngu úr Dómkirkjunni eftir jólaguðsþjónustu, og kannski líka á orgelið í því gamla og virðulega húsi. Hitt er annað mál að þessi endir á söngskránni er ekkert sérlega vel til fundinn, fýrir nú utan það að ég hef aldrei kunnað að meta hljóminn í nýja orgelinu, a.m.k. ekki með tilliti til hússins. Of kaldur og snauður af blæbrigð- um, að mínu mati. Engu að síður fallegt og vel sungið jólaprógram. Upptakan er góð, en fullmikill „resonance“ — eins og vill verða, þegar hljóðritað er í kirkju. Blóöbankinn óskar öllnm blóógjöfum og velunnurum sinum gleðilegra jóla og góðs komandi árs meö þökkfyrir hjálpina á liönu ári. S GLEÐILEG JOL / VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Armúla 13a. 108 Reykjavík. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.