Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 39

Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 38 Nýársfagnaður á Breiðvangi Aðventusamkoma í Reykjahlíðarkirkju Björk, Mývatnssveit. Aðventusamkoma var haldin í Reykjahlíðarkirkju sunnudags- kvöldið 16. desember, hófst hún kl. 21. Kirkjukórinn söng undir stjórn Jóns Arna Sigfússonar, undirleik annaðist Juliet Faulkner, tónlistar- kennari við Hafralækjarskóla. Ein- söngvarar voru Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir og Ásmundur Kristjánsson. Ræðu kvöldsins flutti Páll Dag- bjartsson, skólameistari Fram- haldsskólans á Laugum. Séra Örn Friðriksson var kynnir og stjórnaði samkoinunni. Þorlákur Jónasson formaður sóknarnefndar færði öllum flytjend- um í kirkjunni, söngfólki og ræðu- manni sérstakar þakkir svo og öðr- um er stutt höfðu að því að koma á þessari aðventusamkomu. Síðast fóru allir kirkjugestir með bænina Faðir vor og sungu að lokum Heims um ból. Þessi kvöldstund var í senn bæði ánægjuleg og verulega há- tíðleg. Fjölmenni var. Kristján Guðni Ágústsson: Læt ummæli for- sætisráðherra sem vind um eyru þjóta GUÐNI Ágústsson, alþingismaður Framsóknarflokksins sem sæti á í bankaráði Búnaðarbankans, segist harma ummæli forsætisráð- herra um vaxtahækkun bankans. Hann hefði ekki heyrt hann tala í þessum dúr fyrr. „Ég verð hins vegar að láta þessi ummæli eins og vind um eyru þjóta,“ sagði Guðni. „Mér ber sem bankaráðs- manni að sinna þeim verkefnum sem Alþingi hefur falið mér og hafa hagsmuni bankans og viðskiptamanna hans i huga.“ Guðni sagði að í þjóðarsáttinni hefði náðst mjög mikilvægt sam- komulag við peningastofnanir um að öðravísi yrði farið að við vaxta- ákvarðanir og nafnvextir lækkaðir veralega. Einnig hefði verið gert samkomulag við bankana um að síðar á árinu myndu bankarnir passa sérstaklega að jafnvægi yrði milli verð- og^ óverðtryggðra inn- og útlána. Ákvörðun Búnaðar- bankans núna byggðist á því að hann hefði farið með nafnvexti eins langt niður og hann gat í septemberlok er verðbólga var 4-6%. Nú í desember hefði verð- bólga hins végar verið 8% og búist væri við 8-9% verðbólgu fyrstu þijá mánuði 1991. Vaxtahækkun- in nú væri rökrétt ákvörðun í framhaldi af því. „Umræðan í kringum hækkun- ina er hins vegar á villigötum því menn tala alltaf eins og þarna hafi verið um almenna hækkun að ræða. Hið rétta er að vextir voru einungis hækkaðir á litlum hluta innlána og útlána,“ sagði Guðni. Það væri nær hjá ríkis-’ stjórninni að snúa sér að því að ná samkomulagi við ríki og pen- ingastofnanir um raunvaxtalækk- anir. Því miður óttaðist hann að það væryof seint þar sem spari- sjóðir og íslandsbanki hefðu þegar ákveðið vaxtahækkanir. Þá sagði Guðni mikið vera rætt um gróða bankanna og hefðu sum- ir nefnt töluna þrjá milljarða. Þetta ætti að hans mati ekki við rök að styðjast og líklega væri útkoman víðar en í Búnaðarbankanum lak- ari en á síðasta ári. Myndi það ekki koma honum á óvart ef sum- ar peningastofnanir skiluðu ekki þeim hagnaði sem þær þyrftu til að viðhalda eigið fé. „Ég hef hins vegar engar áhyggjur af því,“ sagði Guðni. „Meiri áhyggjur hef ég af því ef þetta litla fé sem er á launareikn- ingum og almennum bókum fer að brenna upp á meðan fé á verð- tryggðum reikningum heldur sér og meira en það. Það sama á við um útlán. Það er ekki réttlátt að bjóða sumum mun betri kjör en öðrum.“ Brot úrbyggð- arsögu íslands Fjórréttaður hátíðarmatseðill ásamt úrvals fordrykk Matseðill Forréttur: Svanamelodía Milliréttur: Reykt nautalund með graslaukssósu Aðalréttur: Kampavínssoönir humarhalar með appelsinumintsósu og grœnum aspas Eftirréttur: Hdtíðarterta Breiðvangs Koffi og konfekt Rautt og hvítt sérinnflutt eðalvín verður boríð fram með hátíðarverðinum Stórkostlegt nýárskvöld á Breiðvangi þar sem sérstaklega verður vandað til og mun allt verða gert til að gera þetta að einni veglegustu veislu ársins. Frábærír skemmtikraftar munu heiðra gesti Breiðvangs með nærveru sinni. Flosi Ólafsson flytur ræðu kvöldsins Garðar Cortes syngur létt lög Jóhannes Krístjánsson fer með gamanmál Danspör frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar sýna dans. Svo er eitt atriði í viðbót sem verður rúsína í pylsuendanum. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar, ásamt söngvurunum Helgu Möller og Eyjólfi Kristjánssyni mun sjá um fjörið fram á rauða nótt. Borðapantanir á Breiðvangi alla virka daga frá kl. 1—6 e.h. í síma 77500. I II II YtSH I IMJCDL e^M> BYGGÐARLEIFAR í Hrafnkels- dal og á Brúardölum, Brot úr byggðarsögu íslands heitir bók eftir Sveinbjörn Rafnsson sem Hið íslenska fornleifafélag gefur út. _ I kynningu útgefanda segir m.a.: „I þessu riti er gerð tilraun til að samhæfa árangur fornleifafræði- legra rannsókna og sagnfræðilegra. Höfundur glímir við þær ritheimild- ir sem varpað geta Ijósi á byggða- sögu Hrafnkelsdals og gerir grein fyrir fornleifafundum á þessum svæði. Þá er lýst athugunum á forn- um byggðarleifum í Hrafnkelsdal, á Efra-Jökuldal og Brúardölum, bæði með loftljósmyndun og könn- un á staðnum. Reynt er að tíma- setja byggðarleifarnar, einkum með gjóskulögum. I lokakafla eru dregn- ar niðurstöður af þvi efni sem lagt er fram og leitast við að setja þær í víðara sögulegt samhengi. í við- bæti er fjallað um staðfræði og Hrafnkels sögu. I bókinni eru nær 100 uppdrættir og ljósmyndir, sum- ar þeirra í lit. Með skráningu rúst- anna er lagt fram nýtt heimildaefni til íslenskrar byggðasögu." Bókin er 110 blaðsíður og í stóru broti. Fer inn á lang flest heimili landsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.