Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990
43
'I
ATVINNIMAl JC^I Y^II\IC^AR
ÆM/L ■ ■r ■ ■^B /\ CJYS7L l ^>11 \jK_Z7S-\r\
Háskólinn á Akureyri
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður
við Háskólann á Akureyri:
Staða forstöðumanns við heilbrigðisdeild.
Staða forstöðumanns við rekstrardeild.
Deildarfundur kýs forstöðumann hvorrar deild-
ar úr hópi umsækjenda og skal hann full-
nægja hæfniskröfum sem gerðar eru til fast-
ráðinna kennara við skólann, sbr. 16. gr. reglu-
gerðar nr. 405/1990 fyrir Háskólann á Akur-
eyri. Háskólanefnd staðfestir tilnefningu deild-
ar og ræður forstöðumann til þriggja ára.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin-
berra starfsmanna.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni
rækilega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíð-
ar og rannsóknir, svo og námsferil og störf.
Upplýsingar um störfin gefa rektor og skrif-
stofustjóri skólans í síma 96-27855.
Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á
Akureyri fyrir 15. febrúar nk.
Háskólinn á Akureyri.
Reiknistofa bankanna
Forstöðumaður
Staða forstöðumanns upplýsinga- og gagna-
veitu (infocenter) á kerfissviði Reiknistofu
bankanna er laus til umsóknar.
Starfssvið forstöðumanns er að stjórna
skipulagðri þjónustu reiknistofunnar við
stoðdeildir banka og sparisjóða.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi SÍB
og bankanna.
Upplýsingar um stöðurnar veitir fram-
kvæmdastjóri kerfissviðs reiknistofunnar,
Ármúla 13,108 Reykjavík, sími (91) 622444.
Umsóknum skal skilað til hans á eyðublöð-
um, er fást hjá Reiknistofu bankanna, fyrir
31. desember 1990.
Hjúkrunarfræðingar
-sjúkraliðar
-starfsstúlkur
Okkur vantar hjúkrunarfræðinga á heilsu-
gæslu á kvöld- og helgarvaktir. Einnig vantar
hjúkrunarfræðinga á stakar vaktir á hjúkr-
unardeildir. Spennandi verkefni eru framund-
an með tilkomu hjúkrunarskráningar.
Sjúkraliðar
Sjúkraliða vantar til starfa í janúar í 100% starf.
Starfsstúlkur
Starfsstúlkur óskast til starfa í aðhlynningu
í fullt starf og til afleysinga í janúar.
Athygli er vakin á að Hrafnista rekur barna-
heimili fyrir starfsfólk.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, ída
Atladóttir, í síma 35262, og hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri, Jónína Níelssen, í síma
689500.
HÚSNÆÐIÓSKAST
4-5 herbergja íbúð
Ungt par, með eitt barn, óskar eftir að taka
á leigu 4-5 herbergja íbúð, helst íVesturbæ.
Hafið samband í síma 626646.
HÚSNÆÐIÍBOÐI
Landspítalinn óskar
eftir að taka á leigu 3ja-4ra herb. íbúðir í
Hlíðunum eða Norðurmýri.
Tilboð sendist Starfsmannahald Ríkisspítala,
Þverholti 18, 105 Reykjavík.
BÁTAR ~ SKIP
Kvóti - kvóti
Okkur vantar framtíðarkvóta fyrir togarana
okkar, Arnar og Örvar.
Upplýsingar í síma 95-22690.
Skagstrendingur hf.,
Skagaströnd.
Fjársterkur aðili
Fjársterkur aðili óskar eftir 120-200 tonna
skipi með góðum aflakvóta.
Upplýsingar í síma 92-13083.
Skattsýslan sf.,
Reynir Ólafsson,
löggiltur skipasali.
Fiskiskip
Til sölu 70 tonna stálbátur með 30 tonna
rækjukvóta og 30 tonna þorskkvóta. Skipti
á minni bát möguleg. 51 tonna trébátur til
sölu. 40 tonna kvóti getur fylgt. 9,9 tonna
stálbátur með 140 tonna þorskkvóta. 9 tonna
kvótalaus plastbátur og 9,6 tonna plastbátur
með 10 tonna kvóta. Urval af bátum undir 6
tonnum með krókaleyfi.
Höfum fjársterka kaupendur að þorskkvóta.
Skipasalan Bátar og búnaður,
Tryggvagötu 4, sími 622554.
TIL SÖLU
Auglýsingateiknistofa
tilsölu
Auglýsingateiknistofa í góðum rekstri til sölu.
Tækifæri fyrir 1-3 teiknara, sem vilja vinna
sjálfstætt. Næg verkefni, lág húsaleiga, góð
staðsetning. Hagstætt verð og skilmálar fyr-
ir trausta aðila.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl., merkt:
„Sjálfstætt 1991“.
íþróttahússklukka
Vantar þig góða og ódýra
íþróttahússklukku eða atvinnutæki-
færi í sveitarfélag þitt?
Lítið fyrirtæki hefur þróað og smíðað frum-
gerð af örtölvustýrðri íþróttahússklukku. Við
leitum að aðila, sem vill kaupa eintak af
næstu klukku mjög ódýrt, og að samstarfsað-
ila um framleiðslu.
Upplýsingar í síma 93-12717.
ÓSKAST KEYPT
Sumaralin laxaseiði
Óska nú þegar eftir 60-70 þúsund sumaröld-
um laxaseiðum.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„L - 8806“.
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Hluthafafundur
Hluthafafundur verður haldinn hjá íshúsfé-
lagi Bolungarvíkur hf. á skrifstofu Einars
Guðfinnssonar hf. laugardaginn 29. desem-
ber nk. kl. 16.00.
Dagskrá:
1. Tekin ákvörðun varðandi sameiningu
hlutafélaga. (í framhaldi af samþykkt aðal-
fundar.)
2. Breytingar á samþykktum félagsins.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Sjómannafélag
Reykjavíkur
Fiskimenn, Reykjavík
Munið fúndinn 27. desember kl. 14.00 á Lind-
argötu 9, 4. hæð. Hólmgeir Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Sjómannasambandsins, kem-
ur á fundinn. Atkvæðagreiðsla hefst um ný-
gerða kjarasamninga að loknum fundi.
Farmenn, Reykjavík
Mundið fundinn 27. desember kl. 17.00 á Lind-
argötu 9, 4. hæð. Borgþór Kjærnested, fram-
kvæmdastjóri Skandinaviska flutningaverka-
mannasambandsins, kemur á fundinn og ræð-
ir um kaupskipastólinn á Norðurlöndum.
Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra
gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur.
Byggung, Kópavogi
Aðalfundur BSF Byggung, Kópavogi, verður
haldinn fimmtudaginn 27. desember kl.
20.30 í Hamraborg 1, Kópavogi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Jólatrésskemmtun
verður haldin í KR-heimilinu fimmtudaginn
27. desember kl. 15.00. Hljómsveit Birgis
Gunnlaugssonar skemmtir. Að sjálfsögðu
kemur jólasveinn í heimsókn. KR-ingar fjöl-
mennið og takið með ykkur gesti.
Stjórnin.
KVÓTI
Kvóti til sölu
Til sölu eru 50 tonn af þorskkvóta.
Upplýsingar í síma 93-61367.