Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990
ENSKT VIN-
Vínbændur buðu umhverfinu birginn og
endurreistu gamla landbúnaðargrein
Morgunblaðið/Anna Bjamadóttir
Geoffrey Bond, framkvæmdastjóri Ensku vínræktarsamtakanna, með
nokkrar flöskur af enskum vínum.
Gæðamerki vínræktarsamtakanna og gömul silfurverðlaun.
Texti og myndir: Anna Bjarnadóttir
MARGARET Thatcher var svo
þjóðrækin forsætisráðherra að
hún átti það að minnsta kosti til
að bera enskt Lamberhurst-vín
fram með hádegisverðum í
Downing Street 10 í stað þekkt-
ari og betri vína frá meginlandi
Evrópu. Hún studdi þar með og
vakti athygli á landbúnaðargrein
sem öllum er ekki ljóst að er
stunduð í Englandi. Enskir vín-
bændur hafa boðið umhverfinu
birginn og eru á góðri leið með
að koma undir sig fótunum.
Lamberhurst er stærstur
um 440 víngarða sem
eru á víð og dreif um
suðurhluta Englands og
teygja sig ailt norður til Leeds.
Vinsælar vinbetjategundir frá
Þýskalandi, eins og Muller-Thur-
gau, Reichensteiner og Huxelrebe,
þrífast best við enskar aðstæður svo
að flest ensk vín eru hvítvín sem
minna á meðalþurr og þurr þýsk
vín. Það má alls ekki rugla þeim
saman við bresk vín sem eru auðfá-
anlegri og ódýrari. Þau eru fram-
leidd í Bretlandi úr innfluttum vín-
massa og eiga ekkert skilt við heim-
aræktuð vín. Mér var seld flaska
af slíku víni á tæp.2 pund, um 210
ÍSK, þegar ég bað um enskt vín í
áfengisverslun í London. Verðið
kom mér á óvart þangað til að ég
smakkaði vínið, það var ódrekk-
andi. Ensk vín eru frekar sjaldséð,
aðeins 2,25 milljónir lítra voru
framleiddar 1989, og vínflaskan
kostar 4 til 6 pund, 425 til 635
ÍSK, hjá vínbændum og í sérversl-
unum.
Vínyrkja hefur verið stunduð í
Englandi allt frá því Rómveijar
voru þar til forna. Fyrri blómaöld
hennar stóð frá 1066 til 1154 og
hin síðari er væntanlega rétt að
hefjast. Franskir munkar, sem eitu
Normanna til Englands þegar þeir
hemámu það 1066 og fengu lönd
undir klaustur, þurftu á víni að
halda við trúarathafnir og til lækn-
inga. Þeir gerðu vín og þar af leið-
andi eru gömul kort yfír klaustur
í Englandi einnig kort yfir gamla
víngarða. Gestir og ferðamenn
kunnu vel að meta veigar munk-
anna en framleiðslan var ekki fyrr
farin að ganga en franskt vín flæddi
til landsins frá Bordeaux. Franska
■ vínhéraðið varð hluti af Englandi
þegar Hinrik II gerðist konungur
1154_ Hann var kvæntur Eleanófu
af Aquitaine og hún hafði hertoga-
dæmið í Suðvestur-Frakklandi, sem
Bordeaux er hluti af, með í hjóna-
bandið. Frönsku vínin voru líklega
betri og ódýrari en hin ensku svo
spum eftir þeim minnkaði og það
dró verulega úr vínrækt í Eng-
landi. Einstaka Iandeigandi hélt
henni áfram en átak til að endur-
reisa landbúnaðargreinina var ekki
gert fyrr en eftir heimsstyijöldina
síðari. Það gekk hægt í fyrstu en
árið 1967 vom víngarðarnir orðnir
24 og Enskh vínræktarsamtökin
vora stofnuð.
Reynslunni ríkari eftir
þorskastríðið
Geoffrey Bond, fv. skipherra í
breska flotanum, var ráðinn fram-
: kvæmdastjóri samtakanna árið
1985. Einn ritari starfar með hon-
um á skrifstofunni sem er til húsa
uppi á lofti heima hjá honum í suð-
urhluta London. Enskar vínflöskur
og víngarðakort skreyta hana og
stríðsbækur, eins og The Falklands
War, A Bridge Too Far og Dun-
kirk, standa í hillum. Bond var kom-
inn á eftirlaun eftir 33ja ára starf
hjá flotanum um borð í herskipum
og í landi þegar hann sá starf fram-
kvæmdastjóra Ensku vínræktar-
samtakanna auglýst. „Það var ósk-
að eftir starfsmanni með aðstöðu
til að reka skrifstofu í Suður-Lond-
on og reynslu í samskiptum við
skrifstofubákn ríkisins,'“ sagði
Bond. „Það var hvorki minnst á
þekkingu né áhuga á vínum. Ég
var enginn vínsérfræðingur og er
þeirrar skoðunar að yfírleitt sé ótrú-
legt ragl og þvaður sagt og skrifað
um vín. Ég hafði þó Ianga reynslu
af að velja vín fyrir matsali sjóliðs-
foringja og veit hvað þeir vilja
drekka og eru reiðubúnir að borga
fyrir. Ég bjó á hentugum stað í
nágrenni við víngarðana, en stór
hluti þeirra er í Suðaustur-Eng-
landi. Og ég hafði sannarlega
reynslu af samskiptum við ríkis-
stofnanir, meðal annars^ síðan í
þorskastríðinu. Ég var þá í varnar-
málaráðuneytinu og þurfti oftar en
einu sinni að hafa samband við
landbúnaðarráðuneytið, en það fer
með sjávarútvegsmál." Bond fékk
starfið og er nú í stöðugu sam-
bandi við víndeild ráðuneytisins út
af enskri vínyrkju og óvinsælum
vínreglum Evrópubandalagsins
(EB).
Víngörðum fjölgaði ótrúlega
hratt eftir að framkvöðlar sönnuðu
að vínrækt getur borgað sig í Eng-
landi. Garðarnir vora 25 árið 1970,
250 1980 og 440 árið 1990, eins
og fyrr segir. Jaek Ward var einn
af frumkvöðlunum. Hann var í
breska flughernum í stríðinu og var
skotinn niður yfír Þýskalandi. Sag-
an segir að hann hafí hafíð víngerð
í fangavistinni hjá nasistum og not-
að rúsínur úr Rauðakrosspökkum í
hana. Alla vega hafði hann óbifandi
trú á enskri vínyrkju þegar heim
kom. Hann var einn af stofnendum
Merrydown Cider and Wine Comp-
any og einn ötulasti talsmaður vín-
ræktarmanna þangað til þeir réðu
Bond til starfa.
Vínber í stað humals og epla
Bond nefndi tvær höfuðástæður
fyrir því hvers vegna víngörðum
fjölgaði svona ört eftir 1970. „Það
hafa alltaf verið 50.000 breskir
hermenn í Þýskalandi síðan í stríð-
inu,“ sagði hann. „Þeir læra að
meta lageröl og það hefur haft sín
áhrif á bjórframleiðsluna hér. Það
er ekki eins mikill humall í lageröli
og sígildum bjór svo spum eftir
humli hefur minnkað og hann fallið
í verði. Humalsbændur sáu fljótt
fram á að þeir þyrftu að rækta eitt-
hvað annað og margir þeirra, sérs-
taklega í Sussex og Kent, kusu vín-
ber. Eigendur Lamberhurst eru
meðal þeirra, en þeir halda þó einn-
ig áfram humlarækt. Hin ástæðan
var frjáls innflutningur á eplum frá
meginlandinu. Svokölluð Golden
Delicious epli, sem eru hvorki gold-
en (gullin) né delicious (ljúffeng),
flæddu allt í einu yfir landið frá
Frakklandi og ensk epli hurfu bók-
staflega úr verslunum. Þetta hafði
mikla fjárhagsörðugleika í för með
sér fyrir eplabændur og þeir urðu
að nýta landið á arðbærari máta.
Margir fetuðu í fótspor humlabænd-
anna og hófu vínrækt."
Peningamenn bættust í hóp
bændanna þegar það varð ljóst að
vínræktin bar sig og þeir hófu vín-
yrkju í nokkuð stórum stíl. Kana-
dískt fyrirtæki er til dæmis að hefja
störf á 100 hekturum í Surrey, en
það er stærsta landið sem hefur
verið lagt undir vínyrkju í Englandi
til þessa. Og vínrækt komst í tísku
'hjá menntamönnum í góðum stöð-
um í London. Margir keyptu sveita-
býli í nágrenni við London, „konan
sá um vínræktina og eiginmaðurinn
hjálpaði henni að drekka vínið um
helgar,“ eins og Bónd komst að
orði. Hann sagði að skattakerfið
væri hliðhollt vínbændum í upphafí
þar sem þeir gætu afskrifað tap á
rekstrinum fyrstu fimm árin en það
tæki minnst átta ár að græða eitt-
hvað á honum. „Það er eina fjár-
hagsaðstoðin sem ríkið veitir vín-
ræktinni," sagði hann.
Bara borðvín af því að
EB-reglur eru ekki uppfylltar
Vínbændur eiga ekki sjö dagana
sæla. Það er ekki nóg með að dynt-
ótt veðrátta stofni uppskeranni
stöðugt í hættu og samkeppnin við
ágæt, ódýr, innflutt vín sé hörð
heldur bætist ósveigjanleg reglu-
gerð Evrópubandalagsins ofan á.
Samkvæmt henni verða Bretar að
kalla öll sín vín, hversu fín og góð
sem þau kunna að vera, borðvín.
EB skiptir vínum í tvær gerðir,
borðvín (vin de table) og gæðavín
frá ákveðnu héraði (Vin de Qualité
Produit dans Une Région Determ-
inée, VQPRD). Vínhéruð megin-
landsins eru yfírleitt miklu stærri
en allir víngarðar Bretlands saman-
lagðir. Vín verða að uppfylla fjögur
skilyrði EB til að mega kallast
gæðavín: Þau verða að vera frá
viðurkenndu vínhéraði, eins og til
dæmis Rheingau í Þýskalandi; þau
verða að vera gerð úr ákveðinni
vínbeijategund sem hefur verið við-
urkennd fyrir þetta hérað; aðeins
2,5 milljónir lítra af uppskeru mega
kallast gæðavín og víngerðin sjálf
verður að fara fram eftir ákveðnum
reglum.
„Við eigum erfitt með að sætta
okkur við þessi skilyrði,“ sagði
Bond. „Þau voru sett með vín meg-
inlandsins í huga en ekki okkar.
Vínyrkjan í Englandi er í fyrsta
lagi svo dreifð að hér er ekki hægt
að tala um vínhéruð. Eina leiðin í
kringum þessa reglu væri að kalla
allt England vínhérað í Bretlandi.
Í öðra lagi þá eru vínber oft flutt
frá einum stað til annars þar sem
allir vínbændur búa ekki til sín vín
sjálfir, og auk þess hefur EB ekki
viðurkennt vínbeijategundir sem
falla best að enskum aðstæðum."
Það getur tekið allt upp í 14 ár að
fá viðurkenningu bandalagsins á
berjategund og hún má ekki vera
kynblendingur tveggja plantna. En
margar tegundir sem hafa reynst
vel í Englandi eru kynblendingar,
eins og til dæmis berið Bacchus sem
er blanda af Silvaner, Riesling og
Muller-Thurgau. „Enginn hafði
áhyggjur af því fyrir nokkrum árum
að vínframleiðslan hér gæti farið
upp fyrir magntakmörkun EB á
gæðavíni," hélt Bond áfram. „En
nú höfum við haft nokkur góð sum-
ur og vínbændum fer fjölgandi svo
að þriðja skilyrðið gæti farið að
setja strik í reikninginn. Það eina
sem hægt er að gera við gæðavín
umfram 2,5 milljónir lítra er að
hella því niður, eima eða nota í
edik. Það borgar sig auðvitað ekki
að framleiða það til þess svo að við
verðum að takmarka framleiðsluna
í framtíðinni við það sem má selja.
Enginn hafði heldur áhyggjur af
reglum Evrópubandalagsins um
víngerð fyrir nokkrum áram og
hver og einn notaði sína aðferð.
Nú verðum við að vanda þetta bet-
ur og laga okkur að forskrift EB.“
Ensku vínræktarsamtökin eru
sannfærð um að ensk vín séu sann-
kölluð gæðavín þótt þau megi bara
vera kölluð borðvín. Þau hafa kom-
ið með sitt eigið gæðamerki til að
bæta fýrir þetta og úthluta það vín-
um sem standast nákvæma efna-
rannsókn. „Vínbændur geta sent
okkur vín í rannsókn ef þeir vilja,“
sagði Bond. „Það er að aukast og
gyllta merkið okkar er að vinna sér
sess sem virt viðurkenning." Enskar
víntegundir hafa gert það gott í
alþjóðasamkeppnum en sigurvegar-
ar heimafyrir i keppni um vín árs-
ins 1990 voru: Thames Valley
Sweet Lee 1989, Lamberhurst Sc-
honburger Medium Dry 1988, Bar-
ton Manor 1989, Penshurst Ehren-
felser 1985 og Chiltern Valley
Noble Bacchus 1989. Þau eru mun
betri en margir halda þegar þeir
heyra fyrst minnst á ensk vín.