Morgunblaðið - 23.12.1990, Síða 50

Morgunblaðið - 23.12.1990, Síða 50
- 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990 LEIKHÚSIN Morgunblaðið/Einar Falur Úr söngleiknum Á köldum klaka, eftir Ólaf Hauk Símonarson og Gunnar Þórðarson, sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu 29.desember. Fjórar frum- sýningar um hátíöirnar f v. Leikfélag Akureyrar frumsýnir Ættarmótið eftir Böðvar Guðmunds- son. Úr myndabók Jónasar Hallgrímssonar, nefnist dagskrá sem frum- sýnd verður á Litla sviði Þjóðleikhússins 28.desember. Fjórar frumsýningar verða í leikhúsunum og íslensku ópe- runni um hátíðirnar. Leikfélag Akureyrar og Islenska óp- eran verða með frumsýningar á annan í jólum, Þjóðleikhú- sið föstudaginn 28. desember og Borgarleikhúsið laugar- daginn 29. desember. r Islenska óperan frumsýnir óperuna Rigoletto eftir Verdi í leikstjórn Bríetar Héðinsdóttur. Hljómsveit- arstjórar eru Per Ake Anderson og Robin Stapleton og hönnuður leikmyndar og búninga Una Collins. Konsertmeistari er Sigrún Eðvaldsdóttir. Tiltilhlut- verkið syngur Costas Pascalis og í öðrum veigamikl- um hlutverkum eru Garðar Cortes, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Guðjón Óskarsson og Sigríður Ella Magnús- dóttir. Leikfélag Akureyrar frumsýnir Ættarmótið eftir Böðvar Guðmundsson í leikstjórn Þráins Karlsson- ar. Hér er um að ræða nýjan „þjóðlegan farsa“, gleði- og söngvaleik með fjölda leikara á öllum aldri. Leikmynd gerði Gylfi Gíslason og lýsingu annast Ingvar Björnsson. Föstudaginn 28. desember verður frumsýnd á Litla sviði Þjóðleikhússins leikgerð Halldórs Lax- ness á sögum og kvæðum Jónasar Hallgrímssónar við tónlist eftir Pál ísólfsson. Leiksýningin „Úr myndabók Jónasar Hallgrímssonar“ var frumflutt í leikstjórn Lárusar Pálssonar á Listamannaþingi í Trípolíbíói árið 1945 á hundrað ára ártíð Jónasar Hallgrímssonar. En nú er Guðrún Þ. Stephensen leikstjóri sýningarinnar og Þuríður Pálsdóttir tón- listarstjóri, en hún söng í fyrsta skipti opinberlega er hún söng Kossavísur í sýningunni 1945. Með aðalhlutverk í sýningunni fara Katrín Sigurðardótt- ir, óperusöngkona, sem leikur stúlkuna og Torfi F. Ólafsson, 15 ára, sem leikur piltinn, ásamt valin- kunnum leikurum úr Þjóðleikhúsinu, listdönsurum og hljóðfæaraleikurum úr Kammersveit Reykjavík- ur. Leikmynd og búninga hannaði Gunnar Bjarna- Garðar Cortes syngur eitt aðalhlutverkanna í óperunni Rigoletto, eftir Verdi, sem ísienska Óperan frumsýnir annan í jólum. son, dansahöfundur er Lára Stefánsdóttir og ljósa- hönnuður Ásmundur karlsson. Söngleikurinn „Á köldum klaka“ eftir þá Gunnar Þórðarson og Ólaf Hauk Símonarson verður frum- sýndur í Stóra sal Borgarleikhússins laugardaginn 29. desember. Pétur Einarsson leikstýrir en honum til aðstoðar hefur margt manna lagt hönd á plóg- inn. Jón Þórisson hannar leikmynd, Helga Stefáns- dóttir búninga, Lára Stefánsdóttir semur dansa og Lárus Björnsson lýsingu. Fjöldi þekktra leikara og söngvara kemur fram í sýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.