Morgunblaðið - 23.12.1990, Page 56

Morgunblaðið - 23.12.1990, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR' 23. DESEMBER 1990 JÓLAEFNI BARNANNA Sljariian Vitringarnir vilja finna stjörnuna svo þeir geti fylgt henni til Betlehem. Getur þú hjálpað þeim að finna rétta leið? Það var aðeins einn sem fékk gjafir á fyrstu jólunum. Litli drengurinn hennar Maríu. Vitringar, . sem vissu að konungur hafði fæðst ferðuðust til Betlehem til að veita honum virðingu sína, gefa barninu gjafir sem voru gull, reykelsi og myrra. Gjafirnar höfðu ákveðna merkingu. Gull var gefið vegna þess að þeir voru að gefa konungi gjafír. Reykelsið minnir á að Jesús er Guð og myrran var m.a. notuð til að smyija lík. Hún minnir á þjáningu og dauða. Réttmynd í þrautinni eru myndir sem flestar eru í þrem- ur eintökum. Ein þeirra er þó bara í tvíriti. Getur þú séð hvaða mynd það er? Sendu okkur svarið. Bréf í póstkassann Olsen verður að hraða sér í póstkassann. En hann ratar ekki vel og getur ekki áttað sig á hver af vegunum fjórum liggur í húsið þar sem póstkassinn er. Getur þú hjálpað veslings Olsen? Sendu okkur svarið. Þessa mynd teiknaði Nikulás Ágústsson, 7 ára, Laufvangi 10, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.