Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990
59
Guðrún Kristjánsdóttir
og þar stóð þá þessi maður. Ég bauð
honum í kaffi og hann vildi skoða
fleiri myndir. Hélt hann svo á braut,
en hafði með sér nokkrar litskyggn-
ur af verkum mínum. Svo leið nokk-
ur tími, en þar kom að Timothy
Persons, einn eigenda gallerísins í
Helsinki, hafði samband við mig.
Finninn hafði sýnt honum skyggn-
urnar og Persons bauð mér að sýna
sumarið 1989. Ég taldi mig ekki til-
búna í slíka sýningu en spurði hvort
ég gæti fengið tveggja ára frest,
þ.e. til haustsins 1990. Það var auð-
sótt og frágengið," segir Guðrún.
Guðrún sýndi olíumálverk, allt frá
95 sinnum 65 cm og upp í mjög
stórar myndir, 1,10 sinnum 6 metra.
I einum dómi, í blaðinu „Nýja Finn-
land“ ritar gagnrýnandinn A.I.
Routio t.d.: Sterkar konur eru áber-
andi í myndlist íslands. Guðrún
Kristjánsdóttir er ein þeirra. Ab-
straktlist hennar er nærri náttúrunni
sem einkum sést á því hvernig hún
notar gráa, brúna og svarta liti. í
einföldum en mögnuðum málverkum
Guðrúnar gætir hins innra eðlis Is-
lands. íslenskir listamenn, að Guð-
rúnu meðtalinni, þora að treysta eig-
in tilfínningum og verðmætum sem
eiga rætur að rekja til hijóstrugrar
náttúru, um leið og þeir eru meðvit-
aðir um stefnur og strauma alþjóð-
legrar myndlistar". Guðrún var
spurð hvernig henni litist á slíka
dóma og hvaða þýðingu þeir gætu
haft. Og hún svaraði: „Það er mjög
gaman að fá þessa krítík en hvaða
þýðingu hún hefur er ómögulegt að
segja.“ En hvað tekur við? „Ég verð
með opnunarsýningu nýs gallerís í
Eskilstuna, „Gallerí Orpheus" í byij-
un febrúar og hef verið á kafi í
undirbúningi þeirrar sýningar, þann-
ig að það er ekki langt sýninga á
milli hjá mér sem stendur," segir
Guðrún að lokum.
Lagasmiðurinn Jóhannes Ágúst
Stefánsson, t.h., og Birgir Jó-
hann hljómborðsleikari.
\ y-j
ir
Vegna VÖRUTALNINGAR verður
lokað um hátíðarnar sem hér segir:
Bílavarahlutaverslun
véla varahluta verslun:
24., 27., 28. og 31. desember.
Smurstöð:
28. og 31. desember.
Raftækjaverslun:
28. desember.
Aðrar deildir fyrirtækisins verða
opnar á hefðbundnum tímum.
HEKLAHF
Laugavegi 170-174. Sími 695500
p l0ífi0tW! m
Góðan daginn! i
Morgun’blaðið/Arnaldur
koma í ljós og raunar kveikti marg-
ur á því þá þegar. „Fjármálaráð-
herrann" sem bauð þúsundimar
reyndist vera Pálmi Gestsson
Spaugstofumaður og uppákoman
að frumkvæði VFÍ sem með þessu
móti vakti athygli fólks á ákvæðum
skattalaga um skattaafslátt vegna
hlutabréfakaupa. Ekki fylgir sög-
unni hvert erindi Ólafs ráðherra
hafi verið á staðinn, e.t.v. vildi hann
einfaldlega skemmta sér með því
að fylgjast með tvífara sínum. Allt
um það, þá fór vel á með ráðhermn-
um og Ólafur hafði á orði að Pálmi
næði sér „ansi vel“.
Jólatré
Sjómannafélögin í Reykjavík halda jólatrésfagnað
í Borgartúni 18 (kjallara) föstudaginn 28. desember kl. 17-19 ,
Jólasveinar koma í
heimsókn og margt
fieira verður til
skemmtunar.
Miðasala vlð innganginn.
V
SKIPSTJORA- og stýrimannafélaqið aldan
SKIPSTJÓRAFÉLAG ÍSLANDS
STÝRIMANNAFÉLAG ISLANDS
Félag íslenskro loftskeyt
Sjómannafélag
Reykjavíkur Yélstjóraf élag íslands
amanna