Morgunblaðið - 23.12.1990, Side 60
60
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990
Brids-jólaþra u tir
____________Brids______________
Guðmundur Páll Arnarson
Það kom eins og kjaftshögg.
Spilamennskan hafði aðeins staðið
yfir í fáeina klukkutíma þegar einn
fjörmenninganna stóð afsakandi
upp og sagðist því miður verða að
hætta. Sín væri vænst í jólaboð og
hann gæti með engu móti skorast
undan að mæta enda væri hann
gestgjafínn.
En þegar neyðin er stærst er
hjálpin næst. Inn í salinn gengur
sérkennilega óræður náungi, sem
kynnir sig sem „lesanda Morgun-
blaðsins" og kveður sig fúsan til að
taka að sér hlutverk fjórða manns-
ins. Og nú er að sjá hvernig honum
reiðir af:
(1) Strax í fyrstu gjöf tekur les-
andinn upp falleg spil, en er kaf-
sigldur í sögnum og þarf svo að
veijast eins og snillingur.
Suður gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ KG5
¥ KG754
♦ D103
♦ G4
Vestur
¥Á632 111
♦ ÁD8652
Lesandinn er í vestur og suður
hefur leikinn með því að opna á
MULTI tveimur tíglum:
Vestur Norður Austur Suður
— — — 2 tíglar
Dobl 2 hjörtu Pass 2 spaðar
3 lauf 3 spaðar Pass Pass
Pass
Það er synd að þurfa að gefa sig
með svo glæsileg spil, en makker
er ekki þögull bara af því honum
leiðist að tala. Upphaflega gat suður
verið með 6-11 punkta og 6-lit í
hjarta EÐA spaða, en í næsta hring
kemur í ljós að spaðinn er liturinn.
Ekkert útspil blasir beinlínis við,
en af klókindum sínum velur les-
andinn SMÁTT HJARTA.
Það heppnast vel. Sagnhafi lætur
gosann, makker drepur á drottningu
(áttan frá suðri) og spilar laufi til
baka. Lesandinn tekur ÁD, fær
kónginn frá sagnhafa og makker
sýnir þrjá hunda.
HVAÐ SVO?
(2) Mótheijarnir fá öll spilin og
hefðu fyrir löngu átt að vera búnir
að taka út. En þeir hafa náð einu
geimi og hóta nú að klára bertuna.
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♦ 2
¥ Á87
♦ 654
♦ KD7542
Vestur
♦ 107
¥109
♦ Á109872
♦ 983
Vestur Norður Austur Suður
— — — 2 hjörtu
Pass 4 hjörtu Pass Pass
Pass
Opnun suðurs er Flannery, sýnir
11-16 HP, a.m.k. 5-lit í hjarta og
4-lit í spaða til hliðar. Þeir eru
tæknilegir í sögnum, þessir andskot-
ar.
Lesandinn spilar út laufníu, sem
sýnir þijá hunda í litnum samkvæmt
samkomulagi við þennan nýja
makker. Lítið lauf úr blindum, aust-
ur drepur á ás og gosinn kemur frá
suðri. Nú leggur austur niður spaða-
ás og spilar síðan tíguldrottningu.
Kóngurinn frá suðri og lesandinn
drepur á ás.
OG GERIR HVAÐ?
(3) Þrátt fyrir góð tilþrif í vörn,
hvað eftir annað, voru spilin á bandi
andstæðinganna og þeir luku rúb-
ertunni með því að spila 3 grönd,
þar sem sex voru borðleggjandi.
Ut af fyrir sig gott, og enn betra,
að nú er lesandinn kominn á rétta
línu — sestur í suður.
Suður gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ 852
¥863
♦ Á843
♦ ÁD10
Suður
♦ Á73
¥ ÁK4
♦ D752
♦ K62
’ Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 grand
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Útspil: spaðadrottning.
Austur yfirdrepur spaðadrottn-
inguna með kóng. Lesandinn dúkk-
ar, en drepur næst á spaðaás.
HVER ER ÁÆTLUNIN?
(4) Eitt geim í húsi og annað á
leiðinni.
Vestur gefur; NS á hættu.
Norður
♦ K10972
¥95
♦ D63
♦ 953
Suður
♦ 4
¥ ÁKD62
♦ ÁG10974
♦ G
Vestur Norður Austur Suður
1 lauf Pass 1 hjarta 2 tíglar
3 lauf 3 tíglar 3 grönd 5 tíglar!
Pass Pass Dobl Pass
Pass Pass
Útspil: laufás.
Hörkusagnir á báða bóga. Vestur
reynir laufkóng í öðrum slag.
HVERNIG ER NÚ BEST AÐ
SPILA?
(5) Þetta var snöggt bað. Les-
andinn heldur sætinu úr síðustu
rúbertu og tekur upp bestu jólagjöf-
ina: 22ja punkta sleggju:
Suður gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ K102
¥872
♦ G10643
♦ DG
Suður
♦ ÁDG986
¥ ÁD64
♦ ÁKD
Vestur Norður Austur Suður
— — — 2 lauf
Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar
Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar
Pass 4 spaðar Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: spaðaþristur.
Það var kannski til of mikils
mælst að búast við hálitakóngnum
hjá makker, en í þessu stuði kemur
ekki til greina að spila minna en
hálfslemmu.
EN ÞAÐ Á EFTIR AÐ VINNA
HANA.
(6) í næsta spili fara AV 500
niður í fóm yfir geimi, en svo opnar
makker óvænt á einu laufi.
Norður gefur; NS á hættu.
Norður
♦ K92
¥ÁD87
♦ 1052
♦ KD3
Suður
♦ Á76543
¥54
♦ ÁKDG
♦ Á
Vestur Norður Austur Suður
— 1 lauf Pass 1 spaði
Pass 1 grand Pass 3 tíglar
Pass 3 spaðar Pass 4 lauf
Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd
Pass 5 hjörtu Pass 6 spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: iaufgosi.
Norður sýnir tvö lykilspil með 5
hjörtum (hjartaás og spaðakóng) en
neitar trompdrottningunni. Al-
slemma kemur því ekki til álita.
Þetta lítur út fyrir að vera ein-
falt spil. En til málamynda spilar
lesandinn trompi að blindum, tían
frá vestri, kóngur og LAUF!
NÚ ER LUKKU-
HJÓLIÐ AÐ SNÚAST?
Svörin við jólaþrautun-
um verða birt í fyrsta
blaði eftir hátíðarnar.
'GLAÐBEITTU, F.GG.IANDI OG LYSTAUKÁNDl” rodd
BOGOMIL FONT
KYNNIK : I.ADDI ( ÞORIIALLUR SKillKDSSON )
DRAGSHOW - MYNDYNDI (SYNIR MYNDIR) - MATARDANS -
MÖR-LEIKHÚSIÐ FLYTUR TRAGEDÍUNA "SVEITAMORD” - JOHNNY TRIUMPH -
MANDOLIN-SPIL - HÖH - UPPLESTUR ÚR MENNINGARTÍMARITINU GISP !
HUSIÐ OPNAR KLUKKAN 22:00 00 VRRIIUR l>A BODII) UPI’A VI ITINOAR
MIDAVF.RO AÐF.INS 1.700. KRONUR
OPIÐ TIL KLUKKAN 03:00
FORSALA AÐGÖNGUMIÐA: SKAPARANUM, N1 BAR, 22 ( MIÐAR EINNIG SELDIR A STAÐNUM )
HAFNARSTRÆTI O
SÍMI 1H40
Gledilegjól,
farsæltkomandiár
Þökkumviðskiptín
Hornið/Djúpið,
HAFNARSTRÆT115.
MÝTT símanOnaer '
^ENTMYNDAGERÐAR:
jMYNDAMOT)
ÞORLAKSMESSU
TONLEIKAR
HOTEL BORG
BINGQ!
Hefst kl. 19.30
Aðalvinninqur að verðmæti
________100 þús. kr.
Heildarverðmæti vinninqa um
300 bús. kr.
TEMPLARAHOLLIN
Eiríksgötu 5 — S. 20010