Morgunblaðið - 23.12.1990, Blaðsíða 64
64
MORGUNBLAÐIÐ
VELVAKANDI SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1990
H
ftcttfiAíin
<M
© 1990 Universal Press Syndicate
„Uann erckkii mjög ^élagsLyndur."
Ast er...
... að sparka ekki í til-
fmningar annarra.
TM Reg. U.S. Pit Off.—all rights reserved
® 1990 Los Anfleles Times Syndicete
, íæ/lci*
Það mun ekki veita af að þvo
gluggana. Konan beint á móti
er með kikinn á lofti...
Ég er svo sem búinn að finna
þann rétta, en ég er að leita
að einum sem er eins, en
yngri...
HÖGNI HREKKVISI
„ EG eé að Þö Henjte veittmú s. . .b/Vaeiv
EKKI AÐ HAf=A ry(Z\R ÞVÍ AÐ fAKKA HETMbjl
IMM \ <3J/\rAPAPPl<2."
Á FÖRNUM VEGI
Safnaðarheimilið og kirkjan á Norðfirði.
Neskaupstaður:
^ Neskaupstað.
A sl. hausti var bryddað upp á ýmsum nýjungum í safnaðarstarf-
inu hér á Norðfirði. Að sögn sóknarprestsins, sr. Svavars Stefáns-
sonar, hafp Norðfirðingar tekið þessum breytingum vel og kirkju-
sókn nú fyrri part vetrar verið sérlega góð. En í hverju felast
þessar breytingar, spurði fréttaritari sr. Svavar.
Það má segja að megin breyt-
ingin sé sú að breyta messut
ímanum annan hvem messudag
en þá er messað kl. 10.30 og um
leið er sunnudagaskólinn haldinn.
Eru þá bömin með foreldrum
sínum í kirkjunni fram að prédikun
en fara síðan yfir í safnaðarheim-
ili kirkjunnar með kennara sinum,
Maríu Bjamadóttur, þar sem þau
fá fræðslu við sitt hæfi. Eftir
messu sækja foreldramir síðan
börnin sín. Með þessu er reynt að
koma til móts við bama- og fjöl-
skyldufólk sérstaklega þannig að
allir geti farið til kirkju saman.
En við höfum einnig messað
annan hvem messudag kl. 2 e.h.
og þá sérstaklega höfðað til full-
orðna fólksins sem mörgu hverju
finnst sá hefðbundni messutími
þægilegri. Þá daga höfum við boð-
ið upp á barnagæslu í safnaðar-
heimilinu sem væntanlega ferm-
ingarböm sjá um og einig kaffi
eftir messu í umsjón foreldra vænt-
anlegra fermingarbama. í þessari
kaffistund eftir messu höfum við
fengið gesti, tónlistarfólk o.fl.“
„Kirkjusókn mjög góð“
- Og hvernig hefur þessum
breytingum verið tekið?
„ Alveg sérstaklega vel og ég hef
heyrt mikla ánægju með þessar
breytingar, bæði frá kirkjugestum
og einnig frá starfsfólki safnaðar-
ins. Hefur messusókn verið mjög
Víkverji skrifar
Víkveiji dagsins gluggaði á dög-
unum í skýrslu Byggðastofh-
unar um atvinnulíf og byggðaþróun
í Mýrdalshreppi í V-Skaftafells-
sýslu. Þær eru orðnar fjölmargar
þessar landsbyggðarskýrslur, sem
flestar tíunda hliðstæðan vanda:
slæma rekstrarstöðu atvinnugreina
og fyrirtækja, lítið atvinnuöryggi,
[oft atvinnuleysi] og fólksflótta.
Skýrslan um Mýrdalshrepp [Vík]
segir okkur að í þessu byggðarlagi,
sem býr að einum fegursta mann-
lífsramma [umhverfi] landsins, ali
manninn rúmlega sex hundrum ein-
staklingar eða um helmingur af
íbúum sýslunnar. Hún segir jafn-
framt að um tveggja áratuga skeið
hafi flutzt burt fólk — og nær allt-
af til höfuðborgarsvæðisins — sem
svarar einni vísitölufjölskyldu á ári.
Fólksfækkun síðustu tveggja ára-
tuga nemur 13,6% — á sama tíma
og fólksfjölgun í landinu nemur
22,3%! Þetta er því miður þemað í
seinni tíma sögu landsbyggðarinn-
ar.
Fólksstreymi úr stijálbýli hefur
trúlega aldrei verið meira en á tíma
núverandi ríkisstjórnar, sem lofaði
landsbyggðinni gulli og grænum
skógum í orði [stjórnarsáttmálinn]
en efndi minna en ekki neitt á borði.
Skýrslur Byggðastofnunar, sem
fylla fjölmarga hillumetra í
opinberum stofnunum, eru góðar
og gildar svo langt sem þær ná.
En svokölluð byggðastefna og heit-
strengingar Iandsfeðra um betri tíð
með blóm í haga — undir hennar
merkjum — hafa litlu sem engu
bjargað enn sem komið er. Þvert á
móti hallar á landsbyggðina sem
aldrei fyrr um þessar mundir. Og
Mýrdalshreppur er langt í frá verst
setta stijálbýlissvæðið.
Það er eindregin skoðun Víkveija
dagsins að það eitt að gulltryggja
undirstöðugreinum þjóðarbúsins,
sem eru í raun „gangráðar“ afkomu
fólks og byggða, góða rekstrarlega
afkomu, geti rétt hlut landsbyggð-
arinnar. Að hluta til verður sú „gull-
trygging“ að gerast innan atvinnu-
greinanna sjálfra. Að hluta til með
hönnun „starfsumhverfis“ hjá þeim
er setja landslög og stýra efnahags-
málum í þjóðarbúskapnum.
Þær eru margvíslegar kröfurnar
sem fólk í velferðarríkjum
gerir til tilverunnar. Hvers konar
aðbúð og hagræði er flokkað undir
mannréttindi, jafnvel grundvallar-
mannréttindi. Það gleymist hins
vegar oftlega að fjöldi þjóða —
hundruð milljóna manna — er van-
nærður: hefur þá kröfu eina á hend-
ur tilverunni að geta satt sig og
sína. Þúsundir barna deyja úr sjúk-
dómum og vannæringu dag hvem.
Astæður þessara hörmunga eru
af ýmsum toga: ónóg almenn og
sérhæfð menntun og þekking, úrelt
þjóðfélagsgerð og illt stjórnarfar,
sem útiloka framfarir og hagvöxt,
og ýmsar staðbundnar aðstæður.
Tæknivæddum velmegunarríkj-
um ber siðferðileg skylda til að
hjálpa þessum þjóðum til sjálfs-
hjálpar. Almenningur á Vesturlönd-
um getur og byggt upp neyðar-
hjálp, sem kemur strax að nokkrum
notum, með stuðningi við hjálpar-
stofnanir, eins og Hjálparstofnun
íslenzku þjóðkirkjunnar.
Hungrið í heiminum er myrkasti
skammdegisskugginn í samtíma-
sögu mannkynsins. Við getum borið
ljós inn í þennann skugga. Og fram-
undan er ljóssins hátíð, hátíð hans,
sem sagði, að hvaðeina, sem gert
væri hans minnstu systrum og
bræðrum væri honum gert. Berum
öll, hvert og eitt, okkar litla ljós inn
í hungurskuggann. Gleðileg jól!
í
i
Breytingnm á safnaðarstarfi
sérstaklega vel tekið
góð og farið upp í þriðja hundrað
manns í messu. Ég tek líka eftir
því að margt ungt fólk sem ekki
kom oft til messu áður kemur nú.
Mér finnst þetta sýria, að kirkjan
verður að bjóða upp á vissan sveigj-
anleika í helgihaldi sínu t.d. hvað
varðar messutímann og eins hitt
að styrkja söfnuðinn sem samfé-
lag. Það hefur líka verið hugsun
okkar í þessu.“
- Hvað með annað starf í söfn-
uðinum?
„Við höfum haft samverustundir
með öldruðu safnaðarfólki reglu-
lega undanfarin ár og þá í sam-
vinnu við kvenfélagið Nönnu.
Þangað koma að jafnaði milli 30
og 40 manns. Þá er starfandi
öflugur kór við kirkjuna en félagar
eru rúmlega 30. Stjómandi og org-
anisti, Ágúst Ármann Þorláksson,
vinnur mjög gott starf ásamt söng-
fólkinu. Að öðru leyti fer hér fram
hefðbundið safnaðarstarf. Nú á