Morgunblaðið - 23.12.1990, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 23.12.1990, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI W DESEMBER 1990 65 Mér finnst þetta sýna, að kirkjan verður að bjóða upp á vissan sveigjanleika í helgihaldi sínu t.d. hvað varðar messutímann og eins hittað styrkja söfnuð- inn sem sámfé- lag. Það hefur líka verið hugs- un okkar í þessu. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Sr. Svavar Stefánsson. • nýjú ári erum við svo að vonast til að geta hafíð starf með 10-12 ára börnum.“ „Safnaðarheimilið mikil lyftistöng" - Hvemig er aðstaðan til þessa starfs? „Hún er að mörgu leyti góð. Safnaðarheimilið sem við byggðum 1983 hefur verið mikil lyftistöng bæði í safnaðarstarfi og menning- arlífi safnaðarins og verið geysi- lega mikið notað. Heimilið hefur gert þessar breytingar sem ég nefndi áðan mögulegar og við erum stundum að velta því fyrir okkur hvemig við fóram að áður en safn- aðarheimilið var tekið í notkun. Með því urðu algjör þáttaskil í safnaðarstarfinu. Það var h'ka mik- ill áhugi hjá sóknarnefnd og starfs- fólki kirkjunnar að reyna þessar nýjungar og þar með efla safnaðar- starfið og það munar auðvitað öllu.“ - Nú er kirkjuhúsið orðið gam- alt. Þarfnast það ekki endurnýjun- ar? „Jú, það er rétt hjá þér. Kirkjan er rúmlega 93 ára og er bæði orð- in of lítil og þarfnast lagfæringar. Nú er unnið að hugmyndum um að stækka hana og endumýja og vonast ég til að fljótlega upp úr áramótum liggi fyrir tillögur um það hvaða leið verður farin svo framkvæmdir geti hafist helst næsta vor. Mér heyrist flestir vera á því að varðveita beri þessa gömlu kirkju en búa hans svo að hún henti sínu hlutverki enn betur.“ „Meira borið í tónlistina" - Nú eru jólin á næsta leiti. Verður ekki mikið um að vera í kirkjunni þá? „Helgihaldið nú um hátíðimar verður með svipuðu sniði og undan- farin ár auk þess sem við beram meira í tónlistina að þessu sinni. Við verðum með aftansöng á að- fangadag og þar mun blásarasveit úr tónskólanum leika jólalög. í hátíðarmessu á jóladag mun ný- stofnaður barnakór Nesskóla syngja ásamt kirkjukórnum. Á annan jóladag verður síðan messa á sjúkrahúsinu og ef veður verður hagstætt þá munum við reyna að komast til Mjóafjarðar milli jóla og nýárs. Á gamlárskvöld mun formaður bæjarráðs, Guðmundur Bjarnason, prédika við aftansöng. Svo það verður nóg að gera og við væntum að margir komi til kirkju þessa hátíðardaga.“ - Ágúst Friðsæl og góðjól Islendingar. Enn eru jólin í nánd. Ennþá birt- ist okkur jólastjarnan í svarta sta skammdeginu. Við fögnum hátíðinni og minn- umst hans sem gaf okkur svo mik- ið. Og það er enginn vafi að ef við færum eftir orðum hans, myndi gatan hér í fallvöltum heimi verða greið. í stað ótta væri öryggi, í stað haturs og öfundar, myndi blessun flæða um hveija sál. Ó, hve þetta er indælt. Við getum gert hvort öðru jólin 'dýrleg. Gert okkar til að sá ljósi og yl í hvetja sál. En viljum við eiga sannarlega friðsæl og góð jól? Auðvitað vilja menn það. En þá megum við ekki leiða óvin mann- kynsins Bakkus inn í heimkynni okkar. Jól án vímu er það sem gefur okkur gleðileg jól. Jól blönduð áfengi vekja hræðslu, skugga og erfiðleika hveiju heimili. Þetta er staðreynd áranna sem alltaf er ver- ið að benda á. Sameinumst í því að færa hver öðrum sannarlega gleðileg jól. Jól blessunar, friðsæl og glöð. Munum að freistarinn er allsstaðar á vakki. Látum ekki hann trafla jólafriðinn. Engin víma inn fyrir dyr. Það er kjörorð okkar nú. Guð gefi landsmönnum gleðileg jól og farsælt komandi ár og góðai minningar um þessi jól. Vinnum öll á nýju ári í anda frels- arans. Landi okkar getum við ekki gefið betri gjöf. __ Árni Helgason. UR SJOÐI ÞAGNARINNAR Til Velvakanda. A I \ stríðsárunum vann undirritað- ur í verslun í Reykjavík er hét Þorsteinsbúð og var við Snorra- I braut. Eigendur verslunarinnar voru Þórey Þorsteinsdóttir og Sig- urður Sigurðarson, en þau eru bæði flutt yfir landamærin. Strax í byijun desember var und- irrituðum falið að ganga frá jóla- gjöfum. I jólakössum Þóreyjar var allt efni í jólabaksturinn og var þar á meðal lítill hveitipoki og svo allt tilheyrandi til þess að baka góðar jólakökur. Einnig vora ávextir og gott hangikjötslæri svo og fleira nauðsynlegt góðgæti. Enginn mátti vita um þessar gjafir og varð ég að leysa þá þraut að ganga þannig frá kössunum að ekki væri forvitn- ast í þá. Jólapakkar Sigurðar vora ekki allir eins, nema í pökkum hans var alltaf hangikjötslæri, en oft ýmiskonar búsáhöld og leirtau. Enginn mátti vita um hans pakka I heldur. í þann tíð var það siðvenja að færa viðskiptavinum pantanir heim ^ á kvöldin og kom það oft í minn hlut að fara með sendingar, sem sendillinn komst ekki með til við- skiptavina. Eg fékk lista frá þeim hjónum um það hvert pakkar þessir ættu að fara. Ég mátti ekki segja viðtak- endum frá hverjum pakkarnir væra og gæta þess vel að sendibíllinn sæist ekki frá glugga eða dyram viðtakenda. Ég mátti ekki segja nafn mitt og stundum gekk dálítið erfiðlega að sannfæra viðtakanda um að pakkinn væri einmitt til við- komandi og ég varð líka að gæta þess vel að fara ekki húsavillt. Allir sem fengu svona pakka vora afar fátækir og venjulega í vesturhluta borgarinnár og jafnvel suður í Hafnarfirði. Stundum sá ég blika tár í augum viðtakenda. Ekki man ég til þess að ég sæi þetta fólk aftur eða nokkurt þeirra kæmi inn í Þorsteinsbúð. Það er bjart yfir þessari minningu og það er líka löngu gleymt að stundum var erfitt að finna viðtak- endur. Þeir bjuggu ekki í höllum. Þessi fallegi siður þeirra Þóreyjar og Sigurðar er til eftirbreytni og vonandi er að þeir sem þessar línur lesa, muni eftir einhveijum fátæk- um sem á ekki ofmikið til jólagleð- innar. Sveinn Hjartans þakkir sendum við hjónin öllum þeim, sem heiÖruðu okkur á 60 ára bríiðkaupsafmœlinu. Guð blessi ykkur öll. Margrét Erlingsdóttir og Bótólfur Sveinsson. Mig langar til ab koma á framfœri innilegu þakk- lœti til ykkar allra, sem á einhvem hátt hafa aðstoðab mig og dcetur mínar í okkar erfiðleikum síðastliðið ár. Um leið óska égykkurgleðilegra jóla. Kveðja. Ema Friðriksdóttir og dcetur, Hvammstanga (áður Skagaströnd). eftir Ólaf Hauk Símonarson og Gunnar Þórðarson í Borgarleikhúsinu Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir. Leikmynd: Jón Þórisson. Búningar: Helga Stefándóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljómsveitarstjóri: Þórir Baldursson. Leikstjóri: Pétur Einarsson. Leikarar: Aðalsteinn Bergdal, Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Björgvin Halldórsson, Eggert Þorleifsson, Ell- ert A. Ingimundarson, Gísli Rúnar Jónsson, Guðlaug María Bjarnadótt- ir, Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Harald G. Har- alds, Helga Braga Jónsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Kjartan Ragnarsson, Ragnheiður Arnardóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Karls- son, Soffía Jakobsdóttir og Theodór Júlíusson. Hljóðfæraleikarar: Björn Thorodd- sen, Eyþór Gunnarsson, Friðrik Karlsson, Gunnlaugur Briem, Jó- hann Ásmundsson, Sigurður Flosa- son og Stefán S. Stefánsson. Fvumsýning laugard. 29. desemberkl. 20, uppselt 2. sýning 30. des. kl. 20, grá kortgilda, uppselt 3. sýning miðvikud 2.jan., rauð kortgilda 4. sýningfostud. 4.jan., blákortgilda 5. sýning sunnudag ó.jan., gul kort gilda. Miðasalan opin daglega frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Auk þess er tekið á móti pöntunum alla virka daga frá kl. 10-12 í síma 680680. Greiðslukortaþjónusta. Gledilegjól! <BlO LEIKFÉLAG WmM1 REYKJAVÍKUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.