Morgunblaðið - 10.01.1991, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1991
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANUAR 1991
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Samkeppni olíufé-
laganna
Nú bryddar í fyrsta skipti
í um fjóra áratugi á
samkeppni á milli olíufélag-
anna og eins og við mátti
búast njóta neytendur góðs
af. Skeljungur hf. hefur riðið
á vaðið með því að flytja inn
95 oktana benzín, sem um-
boðsmenn bifreiða og bif-
reiðaeigendur hafa um skeið
hvatt olíufélögin til að gera.
Ástæðan er sú, að framleið-
endur bifreiða mæla með því,
að bifreiðar með mengunar-
varnabúnaði noti 95 oktana
benzín.
Skeljungur mun því á
næstunni selja þrjár tegundir
af benzíni, þ.e. 92 oktana,
95 oktana og 98 oktana
benzín. Þar með eiga neyt-
endur fleiri kosta völ eins og
vera ber og sýnir þetta fyrsta
skref í átt til eðlilegra við-
skiptahátta með olíu og
benzín á íslandi að frjálsræði
á þessu sviði skilar sér i auk-
inni þjónustu við neytendur.
Viðbrögð annars aðal
keppinautar Skeljungs • eru
athyglisverð, þar sem for-
stjóri Olíufélagsins hf. reynir
að gera sem minnst úr þessu
framtaki og segir, að það
benzín, sem nú er selt sem
92 oktana benzín sé í raun
95 oktana benzín. Forstjóri
Skeljungs hf. segir, að þetta
sé ekki rétt, þar sem förmum
af benzíni, sem áttu að vera
92 oktana en hafi verið 95
oktana hafi verið blandað
saman við 92 oktana benzín
og því sé ómögulegt að halda
því fram, að þetta blandaða
benzín uppfylli þær kröfur,
sem gerðar eru til 95 oktana
benzíns.
Spyrja má, hvort það sé
sjálfsagt mál, að olíufélögin
blandi saman 92 oktana og
95 oktana benzíni. Þá vekur
athygli, að forstjóri Olíufé-
lagsins virðist telja eðlilegt,
að selja neytendum benzín
undir þeim formerkjum, að
það sé 92 oktana, þótt hann
segi að það sé í raun 95 okt-
ana! Ekki er þetta nútímalegt
viðhorf til viðskiptahátta og
þjónustu við neytendur.
Sú hreyfing, sem nú er að
komast á samkeppni milli
olíufélaganna lofar góðu.
Hún er vísbending um, að
fullt frelsi til innkaupa á olíu
og benzíni þaðan, sem olíufé-
lögin - eða aðrir, sem kunna
að hafa áhuga á að flytja
þessar vörur inn - telja hag-
kvæmast muni á skömmum
tíma auka fjölbreytni í vöru-
framboði á þessu sviði og
tryggja viðskiptamönnum
olíufélaganna beztu kjör.
Það skiptir þjóðarbúið
miklu máli, að fyllsta hag-
kvæmni náist fram í olíuinn-
kaupum. Verðlag á olíu getur
skipt sköpum fyrir fiskiskipin
og fjölmörg önnur atvinnu-
tæki. Aukin samkeppni milli
olíufélaganna og hugsanleg
aðild nýrra fyrirtækja að
þessum innflutningi tryggir
beztu kjör. Þess vegna er
sérstök ástæða til að vekja
athygli á og fagna því, að
Skeljungur hf. hefur tekið
frumkvæði á þessu sviði.
Innflutn-
ingur á
ostlíki
Annað dæmi um, að gamlir
og úreltir viðskiptahætt-
ir eru smátt og smátt að víkja
er sú ákvörðun Jóns Sigurðs-
sonar, viðskiptaráðherra, að
leyfa Baulu hf. að flytja inn
nokkurt magn af svonefndu
ostlíki, sem notað er til pizzu-
framleiðslu. Talið er, að þessi
innflutta vara sé töluvert
ódýrari en sú, sem hér er
framleidd til sömu nota.
Vel má vera, að þessi inn-
flutningur leiði til þess, að
hinn innlendi framleiðandi
reyni að auka hagkvæmni
framleiðslu sinnar og lækka
verð til þess að keppa við
innflutninginn. Það verður
líka eftir því tekið, hvort þessi
innflutningur og verðlækkun
leiðir til þess áð verð á pizzum
til neytenda lækki. Þeir, sem
þessi viðskipti stunda mega
ekki gleyma því, að tilgang-
urinn með aðgerðum af þessu
tagi er einmitt sá, að hann
skili sér til neytenda í lækk-
uðu vöruverði.
Skagafjörður;
Straumur kominn
á síðasta bæinn
Hofsósi.
SÍÐASTI straumlausi bærinn hér, Stafnshóll í Deildardal, fékk raf-
magn síðdegis í gær. Var hann þá búinn að vera án rafmagns í viku.
A Stafnshóli býr einn maður, Þórður Þorgiisson. Hann sagði í samtali
við fréttaritara í gær að ekkert amaði að sér. Hann væri með olíukynd-
ingu óháða rafmagni og hefði fengið lánuð gastæki til að elda sér
mat. Rafmagnslínan heim að Stafnshóli liggur þvert á vindátt og brotn-
uðu 7 af 11 staurum í heimtauginni í ísingarveðrinu.
Rafmagnið fór ekki af Hofsósi
nema í rúman sólarhring. Félagar í
Björgunarsveitinni Gretti á Hofsósi
aðstoðuðu fólk og stofnanir í erfið-
leikunum. Þeir unnu hvíldarlítið frá
því á fimmtudagsmorgun og fram á
Þjóðræknisfélagið:
Fréttir á
myndböndum
ÍSLENDINGAR sem búsettir eru
erlendis geta nú fengið fréttir að
heiman á myndbandsspólu. Það
er Þjóðræknisfélag íslendinga í
samvinnu við Ríkisútvarpið sem
sér um að vinna og koma spólun-
um til landa okkar.
„Við byijuðum á þessu í septemb-
er og gerum tvo þætti í mánuði,“
segir Jón Ásgeirsson, formaður
Þjóðræknisfélagsins. „Hver þáttur
er um hálfrar klukkustunda langur.
Við reynum að velja fréttirna.r með
það fyrir augum að íslendingar, sem
búsettir eru erlendis, hafi gagn og
gaman af.“
Spólurnar eru aðallega sendar til
íslendingafélaga í Evrópu, til allra
sendiráða íslands og einnig eru
nokkrir einstaklingar sem fá þær
sendar. Fréttirnar hafa þó verið
sendar víðar og meðal annars til
Ástralíu. Alls eru það 30 spólur sem
sendar eru erlendis í hvert sinn og
fer íjölgandi að sögn Jóns.
Fyrir fréttaspólurnar greiðir við-
takandi eitt þúsund krónur sem á
að standa undir kostaði við fjölföid-
un, sendingakostnað og annan til-
fallandi kostnað.
Jón sagði að fólk væri ánægt með
þessa þjónustu. „Í Álaborg er eidra
fólkið til dæmis farið að sækja fé-
lagsfundi og segir formaður íslend-
ingafélagsins þar að það sé vegna
þess að þar eru sýndar fréttaspólur
frá íslandi," sagði Jón Ásgeirsson.
Hann bætti því við að ætlunin væri
að halda þessu áfram og reyna að
halda kostnaðinum þannig að fólk
ytra þyrfti ekki að greiða mikið fyr-
ir þessa þjónustu.
sunnudagskvöld, rétt lögðu sig yfir
blánóttina. Fyrsta útkallið var á
fimmtudag. Þá var beðið um aðstoð
frá Glæsibæ í Sléttuhlíð þar sem
járn var að fjúka af fjósþaki. Tókst
björgunarsveitarmönnum að aðstoða
bóndann við að hefta fokið. Síðan
voru þeir á þremur og fjórum snjó-
sleðum og tveimur bílum við að að-
stoða rafmagnsveituna fram á
sunnudag.
Björgunarsveitin tók að sér að sjá
um fæði fyrir aðkomumennina og
aðra viðgerðarmenn. Höfðu þeir að-
stöðu í félagsheimilinu og voru tvær
konur við matseldina. 43 voru í mat
þegar flest var.
Einar
Hvalfjörður;
Morgunblaðið/KGA
*
I gogginn á grágæsum
I umhleypingunum að undanförnu hefur verið mikið um það að fólk gæfi fuglunum við Tjörnina. Þessa
mynd tók ljósmyndari Morgunblaðsins þegar vænsti grágæsarhópur var á tjarnarbakkanum og þáði brauðbita
í gogginn.
Hlutafélag um jarðgöng
stofnað á næstu dögum
Akranesi.
NÚ LIGGJA fyrir drög að samningi um stofnun hlutafélags sem
ætlað er að annast undirbúning, fjármögnun og framkvæmdir við
vegtengingu um utanverðan Hvalfjörð, svo og rekstur þeirra um
tiltekinn tíma. Viðræðunefnd hagsmunaaðila hefur verið að störfum
frá því í ágústmánuði sl. og hefur starfi hennar miðað vel. Gert
er ráð fyrir að hlutafé í hinu nýja félagi verði 80 milljónir króna
og mun Vegagerð ríkisins verða hluthafi í því með 15 milljóna
króna framlagi sem er í dag útlagður kostnaður þess við athugan-
ir þær, sem fyrir Iiggja.
Þessar upplýsingar komu fram á
fundi á Akranesi skömmu fyrir jól
þar sem ýmsum hagsmunaaðilum
var kynnt sú vinna sem nú þegar
hefur verið unnin til undirbúnings
veggangagerðar við utanverðan
Hvalfjörð. Hlutafélagið hefur sam-
kvæmt samningsdrögum þrjú ár til
að ljúka undirbúningsrannsóknum
og hagkvæmnisathugunum. Leiði
sú vinna í ljós að verkefnið sé jafn
fýsilegt og álitið er, hefur félagið
Biskup hvetur
til friðarbæna
„BISKUP íslands hvetur
íslensku þjóðina til að sækja
guðsþjónustur næstkomandi
sunnudag 13. janúar og biðja
fyrir friði í heiminum.
Á þessari stundu eru horfur
ískyggilegar í alþjóðamálum. Sá
dagur færist nær er kann að verða
ógnardagur, ef styijöld verður í
löndunum við Persaflóa.
Stríðsátök þar munu leiða af
sér dauða og eyðileggingu með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyr-
ir allan heiminn. Verði stríð felst
í því ósigur þeirrar vonar, sem
hefur eflst síðustu misserin. Og
stríð táknar skipbrot þess, að
samskipti þjóða geti farið fram
undir merkjum réttlætis og
bræðralags.
Biðjum saman í nafni Jesú
Krists. Biðjum um að þau erfiðu
og flóknu deiiuefni sem nú ógna
heimsfriði verði jöfnuð án þess
að til átaka komi.“
Ólafur Skúlason
frá því ráðherra er kynnt sú niður-
staða einkarétt á framkvæmdum í
sjö ár, en framkvæmdir þurfa þó
að hefjast innan fjögurra ára frá
því úttektin var kynnt ráðherra til
þess að viðhalda einkaleyfinu.
Gísli Gíslason, bæjarstjóri á
Akranesi, hafði orð fyrir fundarboð-
endum og rakti gang þeirrar undir-
búningsvinnu sem staðið hefur yfir
og kynnti efnislega þau drög að
samningi sem liggur fyrir. Til við-
bótar því sem áður er greint má
nefna að tvenn skilyrði eru sett í
drögin hvað varðar núverandi sam-
göngur. í fyrsta lagi er það bundið
í samningunum að ekki fari fram
meiriháttar stytting á núverandi
vegi í Hvalfirði, en minniháttar
stytting er undanskilin vegna end-
urbyggingar brúa. í öðru lagi er
bundið í samningum að ríkisstyrkur
til reksturs bíla- og farþegafeiju
milli Akraness og Reykjavíkur verði
felldur niður þegar veggöng verða
opnuð.
Félaginu sem stofnað verður um
gerð jarðganganna og- rekstur
þeirra er heimilað að reka þau á
viðskiptagrundvelli með innheimtu
veggjalds um 25 ára skeið og mun
samningstíminn lengjast eða stytt-
ast með afkomu félagsins þannig
að reiknað er með að félagið megi
reka göngin í tvö almanaksár, eftir
að kostnaður við þau hefur fengist
greiddur. Tilgreind eru þau atriði
sem endurgreiðsla kostnaðar skal
miðast við. Stytting eða lenging
samningstímans má þó ekki verða
meiri eða minni en fimm ár. Við lok
samningstímans verða veggöngin
og tilheyrandi mannvirki eign ríkis-
ins, sem tekur þá við göngunum til
rekstrar. Þá er gert ráð fyrir að
fyrirtækið greiði landsútsvar í stað
aðstöðugjalds og sömuleiðis er gert
ráð fyrir því að ekki verði greitt
fas'teignagjald af jarðgöngunum
heldur farið með þau eins og önnur
samgöngumannvirki.
Ljóst er að nokkur þeirra atriða
sem liggja fyrir falla ekki öllum
jafn vel í geð. Fram kom á fundin-
um að sumum spurningum þýddi
ekki að svara fyrr en að loknum
umfangsmiklum rannsóknum og
því yrði að varast að líta á heildar-
hagsmunina frá of þröngu sjónar-
horni, en treysta því betur á að
skynsamlegar ákvarðanir verði
teknar á hveiju stigi. Bent var á
að nánast allir hefðu af þessari
framkvæmd beinan eða óbeinan
hag og þess vegna verði að sjá til
þess að á hveiju stigi verði vit og
viska látin ráða þannig að sem fiest-
ir geti sem fyrst nýtt sér þá mögu-
leika sem veggöng bjóða. Miklar
umræður urðu á fundinum og
beindu fundarmenn, sem að miklum
meirihluta voru sveitarstjórnar-
menn á Vesturlandi, spurningum
til frummælenda svo og tveggja
fulltrúa Vegagerðar ríkisins sem
einkum úölluðu um tæknileg atriði
varðandi væntanlegar framkvæmd-
ir og þær rannsóknir sem nú þegar
liggja fyrir.
Ráðgert er að stofnfundur hins
nýja undirbúningsfélags verði hald-
in í janúarmánuði.
- J.G.
Tónleikar íslensku hljómsveitarinnar:
PARÍS - VÍN - PARÍS
ÍSLENSKA hljómsveitin heldur þriðju tónleika starfsársins í Lang-
holtskirkju sunnudaginn 13. janúar nk. kl. 17.00. Tónleikarnir bera
yfirskriftina „París — Vín — París“ en á efnisskránni eru kammer-
hljómsveitarverk eftir frönsku tónskáldin Francis Poulenc og Darius
Milhaud en auk þess kammerverk eftir Anton Webern og Alban Berg.
Öll eiga verkin það sameiginlegt
að vera samin á fyrri hluta þessar-
ar aldar. Stjórnandi á tónleikunum
er Guðmundur Óli Gunnarsson og
einsöngvari barítónsöngvarinn John
Speight. Sigurður Flosason saxó-
fónleikari leikur einnig stórt hlut-
verk þar sem saxófónninn er mjög
áberandi í nær öllum verkunum.
Fyrsta verkið er „La Bal Masq-
ué“ eða Grímuballið eftir Poulenc.
Verkið er myndræn skemmtitónlist
sem Poulenc samdi árið 1932. Sjálf-
ur sagði hann áferð verksins undir-
strika það sem er rosalegt, hlægi-
legt, aumkunarvert og ógnvekjandi.
Sjálf París er yrkisefnið, ekki gervi-
glansinn og breiðgöturnar heldur
úthverfin og íbúar þeirra. Anton
von Webern og Alban Berg voru
ásamt læriföður sínum Arnold
Schönberg miklir byltingarmenn í
tónlist á fyrstu áratugum þessarar
aldar.
Á tónleikum íslensku hljómsveit-
arinnar verður fluttur kvartett op.
22 fyrir fiðlu, klarinettu, tenórsaxó-
fón og píanó eftir Webern og fjögur
lög op. 5 fyrir klarinettu og píanó
eftir Berg.
Síðasta verkið á efnisskránni er
„La Création du monde“ op. 81a
sem Milhaqd samdi árið 1923.
Verkið er samið sem balletttónlist
og lýsir sköpun jarðarinnar eins og
henni er lýst í afrískri þjóðsögu.
Milhaud, sem nýlega hafði verið í
heimsókn í Bandaríkjunum, var
undir sterkum áhrifum frá djasstón-
list og negrasálmum þegar hann
samdi verkið. Hljóðfæraskipanin er
eins og hann hafði séð í Harlem
og hann blandar frumeinkennum
djasstóniistar saman við sína eigin
sem byggð er á aldagamalli evr-
ópskri hefð.
(Fréttatilkynniiig)
Grundarf] ör ður:
Athugað með að senda tog-
arann Runólf á línuveiðar
SÆFANG h/f í Grundarfirði sem
gerir út togarann Runólf SH, hef-
ur verið með til athugunar hvort
hagkvæmt sé að kaupa línubeit-
ingarvél og útbúa togarann til
línuveiða en frá nóvember til feb-
rúar er heimilt að veiða hér við
land allt að 7.000 tonnum af þorski
og 1.000 tonnum af ýsu á línu
utan kvóta og er framkvæmdin
þannig að helmingur afla sem
fæst með þessum hætti dregst
ekki frá kvóta viðkomandi skipa.
Að sögn Guðmundar Smára Guð-
mundssonar framkvæmdastjóra
Sæfangs er ljóst að kostnaðurinn
við þessa fjárfestingu næmi tugum
milljóna króna en það sem veldur
því að mál þetta hefur komið til
skoðunar er að kvóti togarans í
ár er 2.100 þorskígildi, sem sam-
svarar 1.000 tonna skerðingu frá
liðnu ári, er skipið var á sóknar-
marki.
Guðmundur Smári segir að ein-
ungis hafi verið gerð lausleg könnun
á þessum möguleika og ef til kemur
verði í fyrsta lagi ráðist í þetta í
haust.
„Afli skipsins er 18-19 tonn á
úthaldsdag og núna höfum við ekki
kvóta nema til 160-170 daga,“ sagði
Guðmundur Smári. „Við erum hins
vegar ragir við fjárfestingar af þessu
tagi enda höfum við áður lent í því
að fjárfesta milljónir króna í rækju-
málum en það var svo allt hirt af
okkur með lagaboði." Hann kvaðst
telja að útgerðir fjölmargra stærri
vertíðar- og netabáta væru nú að
kanna þennan möguleika og að hans
sögn hefur beitingarvél þegar verið
komið fyrir í Berki NK. Þá séu einn-
ig til á Isafirði og í Bolungai-vík tog-
arar útbúnir til línuveiða en útgerðir
þeirra hafi lítið nýtt þann búnað.
Guðmundur Smári sagði að þótt
fyrirtæki hans hefði neyðst til að
gefa þessum möguleika gaum væri
hann sjálfur afar mótfallinn þessum
8.000 tonna „potti“, enda hlyti til-
vist hans að þýða að úthlutaðar afla-
heimildír væru 8.000 tonnum lægri
en ella. Sjónarmið eins og þau að
AUÐUR Hafsteinsdóttir, fiðlu-
leikari, hefur verið valin fulltrúi
íslands á Tónlistarhátíð ungra
norrænna einleikara. Hátiðin
verður í Tampere í Finnlandi
9.-12. október á þessu ári.
Á tónleikum í Gerðubergi á
mánudag komu fram þrír ungir
listamenn, serh kepptu um hver
yrði fulltrúi ísland á hátíðinni. Það
voru, auk Auðar, þau Gunnar Guð-
björnsson, tenórsöngvari og Hólm-
fríður Þóroddsdóttir, óbóleikari.
Auður Hafsteinsdóttir leikur á
Tónlistarhátíðiunni með Sinfóníu-
hljómsveitinni í Tampere, auk þess
sem hún heldur sjálfstæða tónleika.
Einn fulltrúi frá hverju Nor'ðurland-
anna tekur þátt í hátíðinni, sem er
haldin á vegum samtaka sinfóníu-
hljómsveita landanna. Markmið
hátíðarinnar er að kynna unga og
upprennandi einleikara og ein-
söngvara og koma þeim á framfæri.
Dómnefnd í keppninni skipuðu
þessi heimild skapaði atvinnu í landi
og að línufiskur væri betri vara en
togarafiskur kallaði hann kjaftæði.
„Um leið og stór skip eru komin
með beitingarvélar er ekkert at-
vinnuskapandi við þetta, nema sá
kvóti sem kemur til viðbótar í byggð-
arlagið. Ef einhver skip eru atvinnu-
skapandi þá það skuttogarar," sagði
hann.
Auður Hafsteinsdóttir,
fiðluleikari.
Guðmundur Emilsson, tónlistar-
stjóri, Gunnar Kvaran sellóleikarií
og Rut Magnússon, óperusöngkona.
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Brautskráðir nemendur á haustönn 1990 í Fjölbrautaskóla Vesturlands ásamt Þóri Ólafssyni skóla-
meistara.
Fjölbrautaskóli Vesturlands:
22 nemendur brautskráðir
Akranesi.
TUTTUGU og tveir nemendur voru brautskráðir frá Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi á haustönn sem lauk skömmu fyrir
jól. Brautskráning fór fram ineð hefðbundnum hætti á svo-
nefndri Þorláksvöku sem venja er að halda í skólanum í lok annar-
innar.
Fjölbreytt dagskrá fór fram á
vökunni, blásaraflokkur lék víð
upphaf athafnar, flutt var dag-
skrá um jól í íslenskum kveðskap,
söngsveit kennara söng og flutt
voru ávörp og annáll skólastarfs-
ins rakinn. Af þeim 22 nemendum
sem brautskráðust að þessu sinni
voru 15 stúdentar, þrír luku prófi
á tæknisviði, þrír verslunarprófi
og einn á uppeldisbraut. Fimm
nemendur hlutu viðurkenningar
fyrir ágætan námsárangur. Best-
urn árangri stúdenta náði Anna
Guðnadóttir af félagsfræðibraut.
I ræðu skólameistara, Þóris
Ólafssonar, kom fram að skólinn
liefur fest sig í sessi sem svæðis-
skóli, en 33 sveitarfélög standa
að honum ásamt menntamála-
ráðuneytinu. Aðsókn nemenda af
Vesturlandi að skólanum hefur
aukist jafnt og þétt. Á haustönn
hófst kennsla á vegum skólans í
framhaldsdeildum í Borgarnesi og
á Hellissandi, en þá deild sækja
nemendur bæði frá Hellissandi og
Ólafsvík. Auk þessara deilda er
tveggja ára deild í Stykkishólmi.
í dag starfar skólinn því á fjórum
stöðum á Vesturlandi.
Alls stunduðu 720 nemendur
nám við skólann. í deildum utan
Akraness eru 110 nemendur, 550
nemendur eru í dagskólanum og
unv 60 nemendur í öldungadeild.
Námskeið á vegum Farskóla
Vesturlands hafa um 200 manns
sótt á haustönn. Viðamest slíkra
námskeiða var starfsmenntanám-
skeið fyrir tvo starfshópa í Verka-
lýðsfélagi Akraness.
Miklar byggingarframkvæmdir
eru nú við skólann. í byggingu
er um 1.800 fm hús sem rúma á-
mötuneyti, samkomusal og vinnu-
aðstöðu starfsfólks skólans.
Rífleg fjárveiting hefur verið sam-
þykkt á fjárlögum 1991 til fram-
kvæmda og er stefnt að því að
taka hluta byggingarinnar í notk-
un síðar á þessu ári. Það mun
bæta brýna þörf nemenda og
starfsfólks fyrir bætta vinnuað-
stöðu, ekki síst verður breytingin
mikil fyrir þá nærri 200 aðkomu-
nemendur sem nám stunda við
skólann.
Bryndís Böðvarsdóttir nýstúd-
ent ávarpaði samkomuna fyrir
hönd nemenda sem brautskráðust
og þakkaði nemendum og kennur-
um ánægjulega samveru og góð
störf. I lok athafnarinnar var við-
stöddum boðið í kaffiveitingar í
skólanum.
- J.G.
Auður verður fulltrúi
* _________
Islands í Tampere