Morgunblaðið - 10.01.1991, Page 41

Morgunblaðið - 10.01.1991, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1991 41 félk í fréttum Hér eru samankomnir þeir nýju Einherjar sem sáu sér fært að mæta til árssamkundu klúbbsins og taka við verðlaunum sínum. ______ GOLF 35 fóru holu í höggi Einheijaklúbburinn heitir merkilegur félagsskapur sem er skipaður þeim kylfingum hér- lendum sem farið hafa holu í höggi einu sinni eða oftar á golfferli sínum. Þetta er sjaldgæft mjög og flestir afreka þetta aðeins einu sinni á ævinni. Flestir raunar aldr- ei. Formaður Einheija er hins veg- ar maður sem farið hefur holu í höggi nær árlega siðustu árin, Kjartan L. Pálsson, en lét það þó eiga sig árið 1990. Hópurþessi hittist ár hvert til þess að heiðra nýja félaga og var hin árlega samkunda fyrir skömmu, en þar voru þeir 35 kylfingar sem fóru holu í höggi 1990 boðnir vel- komnir. Þess má geta til gamans, að í Bandaríkjun- um öllum fara að jafnaði 35.000 manns holu í höggi á ári og má því sjá að miðað við höfðatölu eru landsmenn all seigir í þessari list. Þess má geta, að fýrir- tækið Vangur gefur ár- lega verðlaun til nýrra Einheija sem fá að uaki veglegt viðurkenningar- skjal. BIKAR Valur heiðr- aður Itilefni af vígslu íþrótta- hússin á Sauðaárkröki á sínum tíma gaf UMFÍ veglegan bikar sem skyldi veittur afreksmanni í íþróttum á vegum Tinda- stóls. Bikarinn var veittur í þriðja sinn fyrir skömmu og hann hlaut körfuknatt- leiksmaðurinn Valur Ingi- mundarson fyrir frábæran árangur með körfuknatt- leiksliði Tindastóls. Þetta er annað árið í röð sem Valur hlýtur þennan bikar,. en í fyrsta sinn sem hann var veittur hlaut hann Eyjólfur Svemsson knatt- spyrnu- og körfuknatt- leiksmaður sem nú leikur knattspyrnu sem atvinnu- maður hjá Stuttgart i Þýskalandi. Valur Inginiundar- son á fullri ferð. KNATTSPYRNA Platini leitaði að tönnum Battistons Michel Platini, sá frægi franski knattspyrnumaður á árum áður og núverandi landsliðsþjálfari Frakka, var viðstaddur landsleik Spánveija og Albana í Sevilla fyr- ir skömmu, en báðar þjóðirnar leika með Frökkum í riðli i undan- keppni HM-keppninnar. Var Plat- ini að njósna um þessa væntanlegu mótheija franska liðsins. Er blaða- menn svifu á hann að lokinni 9-0 burstun Albana og spurðu hvernig honum hefði litist á liðin, sagði Platini að hann hefði ekki komið til Sevilla til að horfa á fótbolta, heldur til að leita að tönnunum hans Patricks Battistons vinar síns! Þetta tilsvar vakti mikla at- hygli og talsverða gremju í Þýska- landi, því þetta var væn sneið til þýska knattspyrnulandsliðsins og sýnir að nærri níu ár hafa ekki grætt það sár sem margir fran- skir knattspyrnumenn og aðdá- endur fengu 27. júli 1982. Það var örlagaríkur dagur fyrir franska knattspyrnu. Frakkar höfðu frábæru landsliði á að skipa og þennan dag mættu þeir Vestur Þjóðveijum í undanúrslitum í HM-keppninni, einmitt á leikvang- inum í Sevilla. Þegar örskammt var til leiksloka voru Fransmenn með sigurinn vísann. Þéir leiddu 3-1, en með ótrúlegri seiglu tókst Þjóðveijum að jafna og knýja síðan fram sigur í vítaspyrnukeppni. Umdeilt og eftirminnilegt atvik átti sér stað í leiknum, þegar Har- ald Schumacher markvörður Þjóð- veija hljóp að því er virtist vísvit- andi niður Patrick Battiston sem var í dauðafæri við þýska markið. Battiston rotaðist og missti nokkr- ar tennur að auki, en Schumaeher fékk ekki einu sinni tiltal, hvað þá að dæmd væri á hann víta- spyrna, en flestir voru samdóma um að rauða spjaldið hefði ekki verið of harður dómur miðað við hversu fólskulegt brotið var. Við- brögð Frakka við þessu voru að vonum hörð og fuku mörg gífur- yrðin, enda eru ekki beinlínis kær- leikar á milli Frakka og íjóðveija. Platini trylltist til dæmis gersam- Iega við þetta tækifæri og urðu margir landar hans til að taka undir stóru orðin um almennan tuddaskap og yfirgang Þjóðveija og til að kóróna allt saman þá þyrðu dómarar ekki að standa uppi í hárinu á þeim. Tilsvar Platini sýnir að þetta' - er geymt en ekki gleymt. Það ólg- ar enn undir niðri vegna þessa máls og Fransmenn hafa margir hveijir ekki sætt sig við það enn að hafa gloprað þarna tækifærinu á því að komast í sjálfan úrslita- leikinn. Michel Platini Hin margverólaunaóa 4ra laga ostakaka aó hætti Creola er á boóstólum á Hard Rock Cafe. Velkomin á Hard Rock Cafe sími 689888

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.