Morgunblaðið - 06.02.1991, Side 1

Morgunblaðið - 06.02.1991, Side 1
56 SIÐUR B 30. tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins llndii búiiiiigiir undir innrás í Kúveit sagður á lokastigi George Bush kveðst undir það búinn að fyrirskipa landhernum að láta til skarar skríða - Sýrlenskir hermenn eiga í fyrsta sinn í átökum við íraksher ísraelskar herþotur gerðu í gær árásir á sjö stöðvar palestínskra skæruliða í suðurhluta Líbanons. Að minnsta kosti sjö skæruliðar biðu bana og uni 25 særðust. Á myndinni kannar ungur skæruliði með vélbyssu það sem eftir er af jeppa félaga sinna eftir árásirn- ar. A bak við hann eru rústir skæruliðastöðvar. Washington, Bonn, Ruweislied, Nikósíu, Riyadh, Brussei. Reuter, The Daiiy Telegraph. HEIMILDARMENN innan breska hersins sögðu i gær að fjölþjóðaher- inn við Persaflóa hefði hafið lokaundirbúning undir innrás í Kúveit á landi og frá hafi. George Bush Bandaríkjaforseti kvaðst „andlega undir það búinn“ að fyrirskipa slíka innrás eftir'að hafa tilkynnt að tveir helstu hernaðarráðgjafar hans yrðu sendir til Saudi-Arabíu. Sýrlenskir hermenn áttu í fyrsta sinn í gær í átökum við Iraka eftir að íraskar hersveitir höfðu ráðist á tvær herstöðvar þeirra í Saudi- Arabíu. Bresku heimildarmennirnir sögðu að fimm tundurduflaslæðarar færu bráðlega í átt til Kúveits til að und- irbúa innrás landgönguliða. A sama tíma væru loftárásir bandamanna á lýðveldisvörðinn, úrvalssveitir íraka, farnar að bera verulegan árangur. Ein af þremur herdeildum lýðveld- isvarðarins hefði til að mynda misst allt að 150 af 250-300 skriðdrekum sínum.Þá hefði um þriðjungur helstu brúa í Irak verið eyðilagður og marg- ar til viðbótar hefðu orðið fyrir skemmdum í árásunum.. George Bush kvaðst ætla að senda Dick Cheney, varnarmálaráðherra Bandaríkjanria, og Colin Powell, for- seta bandaríska herráðsins, til Saudi-Arabíu síðar í vikunni. Hann bætti við að þetta merkti ekki að Jogvan Sundstein: Vill ríkjasam- band Færeyja Islands og Grænlands Kaupmannahöfn. Frá Nils Jargen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. JOGVAN Sundstein, sem var lögmaður Færeyja 1988-1990, álítur að hentugt væri fyrir Færeyinga, Grænlendinga og íslendinga að mynda eins kon- ar sambandsríki. Þjóðirnar stæðu þannig sterkar að vígi í samskiptum við Evrópu- bandalagið og umheiminn all- an. Sundstein er formaður Fólka- flokksins og á sæti í nýrri ríkis- stjórn jafnaðarmannsins Atla Dams..Hann kynnti hugmyndir sínar um sambandsríki í nýjasta tölublaði ritsins Nordisk kontakt sem Norðurlandaráð gefur út. Lögmaðurinn fyrrverandi segist telja að svo náin samvinna þjóð- anna myndi hleypa auknum kráfti í efnahagslíf þeirra allra. „Besta leiðin fyrir vesturnor- rænu þjóðirnar til að lifa af í efnahagslegu, menningarlegu og þjóðernislegu tilliti myndi vera að hefja nánari samvinnu á öllum sviðum,“ segir hann. Sundstein nefnir ýmis atriði sem þjóðirnar eigi sameiginleg og geti orðið grundvöllur meira samstarfs, m.a. auðug fiskimið, kunnátta við fiskveiðar og jafn- framt að sennilega séu náttúru- auðæfi á hafsbotni í efnahags- lögsögu þeirra. innrás væri yfirvofandi. „Ég er þó fullkomlega undir það búinn andlega að taka slíka ákvörðun í samráði við þessa menn,“ sagði hann. íraskar hersveitir réðust í gær á tvær herstöðvar Sýrlendinga og leiddi það til fyrstu bardaga þeirra við sýrlenska hermenn, að ségn Ahmeds al-Robayans, talsmanns hers Saudi-Arabíu. Bandarískir landgönguliðar sögðu að írakar hefðu lagt aðra stöðina undir sig en Sýrlendingar hefðu hrint áhlaupi þeirra á hina. Flóttamenn, sem komið hafa til Jórdaníu frá Kúveit, sögðu að eldar hefðu logað dögum saman í olíu- hreinsunarstöðvum í landinu eftir loftárásir bandamanna. „Við sáum eldinn og reykský. Það rigndi þennan dag og regnið var svart af olíu,“ sagði einn þeirra. Bandamenn hafa einnig eyðilagt olíuhreinsunarstöðvar í írak og þar- lend yfirvöld gripu .til þess ráðs í gær að stöðva sölu á bensíni og olíu til húshitunar. Sjá fréttir á bls. 22-23. neutei Afstaða íslendinga til sjálfstæðis Litháens: Sendiherra íslands í Moskvu afhent mótmæli Sovétmanna Ríkisstjómin sökuð um pólitíska hlutdrægni sem stríði gegn vinsamlegiun samskiptum ÓLAFI Egilssyni, sendiherra ís- lands í Sovétríkjunum, voru í gær afhent mótmæli sovéskra stjórnvalda vegna afskipta Is- lendinga af sjálfstæðisbaráttu Litháens. I yfirlýsingunni er íslenska ríkisstjórnin sökuð um pólitíska hlutdrægni sem sam- rýmist ekki samskiptum land- anna sem hafi þangað til nýlega verið vinsamleg. Kemur þetta fram í frásögn /feuíers-frétta- stofunnar af fréttamannafundi Vítalíjs Tsjúrkíns, talsmanns sovéska utanríkisráðuneytisins, sem haldinn var í Moskvu í gær. Tsjúrkín sagði á fréttamanna- fundinum í gær að Sovétstjórnin fordæmdi „yfirlýsingu íslands um að það væri fyrsta ríkið sem hefði í raun [á ensku „de facto“] viður- kennt sjálfstæði Litháens". Tsjúrkín las útdrátt úr yfirlýsingu sovéskra stjórnvalda sem afhent var sendiherra íslands í Áloskvu þar sem segir að sovésk stjórnvöld muni ekki líða íhlutun annarra ríkja í innanríkismálefni Sovéitríkj- anna. í yfiriýsingunni er íslenska ríkisstjórnin sökuð um „pólitíska hlutdrægni sem samrýmist ekki eðlilegum og þangað til nýlega vin- samlegum samskiptum Islands og Sovétríkjanna.“ í frétt Reuíei-s-fréttastofunnar segir að íslensk yfirlýsing sem af- hent hafi verið í Vilnius, höfuðborg Litháens, um síðustu helgi segi að heimsókn ísienska utanríkisráð- herrans til Litháens hafi í raun jafngilt stjórnmálasambandi. í íslensku yfirlýsingunni segi að skipst hafi verið á skriflegum yfir- lýsingum í þeim tilgangi að sam- skiptin yrðu gerð formieg. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sögðust í gærkvöld hafa heyrt af mótmælum Sovétmanna en vildu ekki tjá sig um þau fyrr en þeir hefðu kynnt sér yfirlýsingu Sovét- manna. Bush Bandaríkjaforseti: „Sovétmenn taka aldrei upp alræðisstefnu á ný“ Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að ástandið í Sovétríkjun- uin væri mikið áhyggjuefni en spáði því að alræðisstefna yrði aldrei tekin þar upp að nýju. „Nei, ég tel að Sovétríkin verði aldrei, hvað sem kann að gerast, að því alræðisríki og lokaða þjóðfélagi sem þau voru á tímum kalda stríðsins," sagði Bush þegar hann var spurður á blaðamannafundi í Hvíta húsinu hvort tími umbóta væri liðinn í Sovétríkjunum. Hann sagði að Gorbatsjov a'tti „við gífurleg vandamál að stríða heima fyfir“ en hann sæti þó enn við stjórnvölinn í Moskvu. „Hann er forsetinn og ég er forseti þessa lands og Bandaríkjastjórn mun eiga sam- vinnu við sovésk stjórnvöld," sagði •hann. Hann bætti við að ekki mætti skilja orð sín þannig að hann hefði snúið baki við Eystrasaltsþjóðunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.