Morgunblaðið - 06.02.1991, Page 2
V€IM
aa'í
UöAC
KIAJK
OM
MOKUKNHi.AÐIf) Mli)VIKl;l)A(U'K 6. -FEBRÚAR 1991
Alfundur í New York:
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Dæturnar í góðu yfirlæti á Selfossi, Hrönn 15 ára með Gróu Rán 4ra mánaða, Halla 2ja ára, Dröfn
10 ára og Bára 15 ára með Viktoríu 4ra mánaða.
Börn á flótta undan óveðrinu:
Mikill léttir þegar stelp-
urnar voru komnar í skjól
Selfossi.
„ÞAÐ var mjög óhugnanleg tilfinning þegar plöturnar fóru að beij-
ast um og fjúka af þakinu. Mér fannst verst að vera með allar stelp-
urnar hér og einn gest að auki,“ sagði Asthildur Skjaldardóttir
húsfreyja í Seljatungu í Gaulverjabæjarhreppi. Hún og maður henn-
ar Birgir Aðalsteinsson náðu að flytja börnin til skyldfólks á Sel-
fossi áður en veðrið varð alverst á sunnudaginn.
Veðrið reif upp skyggnið fyrir plötu náði Birgir að negla niður
ofan útidyrnar á bænum á sunnu-
dagsmorguninn og þá slóst járn-
plata látlaust í rafmagnsinntakið í
húsið og af næstu bæjum var engu
líkara en kviknað væri í húsinu svo
voru eldglæringarnar miklar. Þessa
og þegar birti sást að braggi rétt
hjáJiafði splundrast.
Um það leyti sem vindáttin sner-
ist komu tveir menn á fólksbíl frá
Selfossi og sóttu 6 dætur þeirra
hjóna og eina stúlku til viðbótar
sem var gestkomandi. Skömmu
eftir að börnin voru farin með
bílnum sáu þau hjónin hvar fjárhús-
ið vestan við bæinn tættist í sund-
ur og brak úr því þeyttist, yfir veg-
inn að bænum.
„Það fór mjög um mig að vera
með litlu stelpurnar hérna á meðan
þetta gekk yfir og manni létti heil-
mikið þegar þær voru komnar í
skjól á Selfossi,“ sagði Ásthildur.
Sig. Jóns.
Viðræður um orku-
sölusamning í dag
PAUL Drack aðalforstjóri
bandaríska álfyrirtækisins Alu-
max, segir helsta áhyggjuefnið
hvað varðar álviðræðurnar milli
Islendinga og Atlantsáls vera
óvissuna um fjármögnun og það
hversu stofnkostnaður nýs ál-
vers hér á landi verði mikill.
„Áhugi okkar á verkefninu er
óbreyttur, en við eigum í erfið-
leikum á þessari stundu að koma
Prófkjör Alþýðuflokks:
• •
Ossur í 3.
sæti er helm-
ingur hafði
verið talinn
ÞEGAR búið var að telja 1385
atkvæði af um 2500 atkvæðum
í prófkjöri Alþýðuflokksins í
Reykjavík á miðnætti var Jón
Baldvin Hannibalsson í fyrsta
sæti með 1115 atkvæði, Jóhanna
Sigurðardóttir í öðru sæti með
1251 atkvæði og Össur Skarp-
héðinsson í þriðja sæti með 513
atkvæði.
Kjörstað í Ármúlaskóla var lok-
að kl. 23 í gærkvöldi eftir að próf-
kjörinu hafði verið framlengt
vegna fárviðrisins um helgina.
Þegar 1380 atkvæði höfðu verið
talin var Magnús Jónsson í íjórða
sæti með 476 atkvæði, Valgerður
Gunnarsdóttir í 5. sæti með 712
atkvæði, Ragnheiður Davíðsdóttir
í 6. sæti með 836 atkvæði. í 7.
sæti var Helgi Daníeísson með 462
atkvæði. Næstir að atkvæðamagni
voru Birgir Ámason, Gunnar Ingi
Gunnarsson og Guðmundur Har-
aldsson.
Þröstur Ólafsson hafði fengið
425 atkvæði í fjórða sæti. Um 180
atkvæði voru ógild af því sem talið
stofnkostnaðinum niður í það
sem ásættanlegt getur talist,"
sagði Drack í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Fundur orkuviðræðunefndar
Landsvirkjunar og fulltrúa Atl-
antsálsfyrirtækjanna um orku-
samninginn verður haldinn í New
York í Bandaríkjunum í dag. Dr.
Jóhannes Nordal, formaður nefnd-
arinnar sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að hann vonaðist til
þess að vel miðaði áfram á fundin-
um.
Drack sagði að hann væri að
eðlisfari bjartsýnismaður. „Við
verðum samt sem áður að vera
raunsæ og viðurkenna að við eig-
um við ákveðin vandamál að
glíma,“ sagði Drack.
„Við munum ræða um orkumál-
in á breiðum grundvelli á morgun
og væntanlega eitthvað á fimmtu-
dag. Vonandi ljúkum við sem
mestu á morgun,“ sagði Jóhannes.
Hann sagði að fyrir hönd Atlants-
álshópsins yrðu aðallega fulltrúar
frá bandaríska álfyrirtækinu Alu-
max, en þeir hefðu einkum verið
fyrir hönd fyrirtækjanna þriggja í
samningum um orkumálin.
„Ég get í sjálfu sér ekkert um
það sagt hvort einhveijum áfanga
verður lokið á þessum fundi. Það
fer bara eftir aðstæðum. Það er
alveg ljóst að ekki verður hægt
að ljúka öllu, því enn þurfum við
að bíða eftir ýmsum niðurstöðum
í sambandi við fjármálin. Þau eru
í einskonar biðstöðu, vegna
ástandsins í heiminum,“ sagði Jó-
hannes Nordal.
Flugtak og Arnarflug iiman-
lands sameinuð í Islandsflugi
Gunnar Þorvaldsson o g Ömar Bene-
diktsson keyptu hlut fyrri eigenda
Arnarflugs innanlands um helgina
í GÆR var skrifað undir sameiningu Arnarflugs innanlands hf. og
Flugtaks hf. og stofnað nýtt flugfélag um reksturinn, Islandsflug hf.,
sem mun annast rekstur áætlunar- og leiguflugs. Heildarhlutafé verð-
ur rúmar 50 milljónir króna
hafði verið.
Sjálfstæðisflokkur-
inn á Reykjanesi:
Listinn sam-
þykktur án
mótatkvæða
KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðis-
flokksins á Reykjanesi sam-
þykkti tillögu kjörnefndar að
framboðslista og samkvæmt nið-
urstöðum prófkjörs hvað varðar
sex fyrstu sætiná fundi í gær-
kvöldi án mótatkvæða. Umræð-
ur urðu nokkrar um listann en
engar aðrar tillögur voru born-
ar fram um skipan hans.
I 1. sæti er Ólafur G. Einarsson,
2. sæti Salóme Þorkelsdóttir, 3.
sæti Árni M. Mathiesen, 4. sæti
Árni Ragnar Ámason, 5. sæti
Sigríður A. Þórðardóttir, 6. sæti
María E. Yngvadóttir, 7. sæti dr.
Gunnar I. Birgisson, 8. sæti Viktor
B. Kjartansson, 9. sæti Kolbrún
Jónsdðttir, 10. sæti Lovísa Christ-
iansen, 11. sæti Sigurður Helga-
son, 12. sæti Pétur Stefánsson, 13.
sæti Sigurður Valur Ásbjarnarson,
14. sæti Guðrún Stella Gissurar-
dóttir, 15. sæti Ingvar Á. Guð-
mundsson, 16. sæti Guðmar E.
Magnússon, 17. sæti Hulda Matt-
híasdóttir, 18. sæti Þengill Odds-
son, 19. sæti Halia Halldórsdóttir,
20. sæti Ragnheiður Clausen, 21.
sæti Eðvarð Júlíusson og 22. sæti
Matthías Á. Mathiesen.
Sameininguna bar skjótt að en um
síðustu helgi keyptu Gunnar Þor-
valdsson, flugstjóri og fyrrverandi
framkvæmdastjóri hjá Arnarflugi, og
Ómar Benediktsson, einn eigenda
ferðaskrifstofunnar Island tours í
Þýskalandi, 80% hlutafjár í Arnar-
flugi innanlands en hlutur starfs-
/nanna var 20%. Keyptu þeir út fyrri
eigendur sem voru Hörður Einars-
son, Sveinn R. Eyjólfsson, Jóhann
G. Bergþórsson, Gísli Friðjónsson og
Óttar Yngvason, en þeir keyptu fyrir-
tækið af Arnarflugi hf. í febrúar á
síðasta ári.
Eigendur íslandsflugs hf. eftir
sameininguna eru Höldur hf. á Akur-
eyri, sem hefur rekið Flugtak hf. um
nokkurra ára skeið, Ómar Benedikts-
son, Gunnar Þorvaldsson auk nokk-
urra starfsmanna gömlu félaganna.
Skiptist eignarhlutdeild jafnt á milli
eigenda Arnarflugs innanlands og
Flugtaks.
Gunnar Þorvaldsson er stjómar-
formaður íslandsflugs, en_ með hon-
um í stjórn eru Birgir Ágústsson,
einn eigenda Hölds, og Gísli Baldur
Garðarsson hæstaréttarlögmaður.
Ómar Benediktsson hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins. Sagðist hann í samtali við Morg-
unblaðið reikna með að taka til starfa
innan tíðar en hann hefur að undan-
fömu rekið ferðaskrifstofuna Islands
tours í Þýskalandi, sem hann á í fé-
lagi við Skúla Þorvaldsson og Böðvar
Valgeirsson. Gunnar Þorvaldsson
stofnaði fyrir skömmu flugfélagið
Evrópuflug ásamt Birki Baldvins-
syni.
Flugfloti íslandsflugs saman-
stendur af 11 vélum, þar af 5
kennsluflugvélum. Flugtak hefur
verið í leigu- og kennslufiugi en Am-
arflug innanlands er með áætlunar-
leyfi til 9 viðkomustaða innanlands.
Nýverið bættist fullkomin skrúfuþota
af gerðinni Beechcraft super Kingair
200 í flugflota Flugtaks. Er hún
búin fullkomnum siglingatækjum
sem m.a. geta nýtt gervitungl við
staðsetningu.
Sagði Omar í gær að aðstaða og
vélar fyrirtækjanna yrðu samnýttar
í rekstrinum og kannað yrði hvort
ástæða væri til að breyta eða bæta
áætlunarflugið með tilliti til hags-
muna íbúa á áætlunarstöðunum.
Sagði hann enn óráðið hvort íslands-
flug myndi sækja um áætlunarleyfi
tjj fleiri staða þegar öll sérleyfí á
leiðum, þar sem árlegur farþegafjöldi
er yfír 12 þúsund, rennur út um ára-
mótin. Ómar sagði ennfremur að
ekki væri áformað að sinni að kaupa
fleiri vélar.
„Við munum sjá til hvemig þetta
reynist og taka ákvörðun með tilliti
til stöðunnar næsta haust,“ sagði
hann.
Ómar sagði að starfsmenn ís-
landsflugs yrðu fyrst í stað rúmlega
tuttugu talsins og sagði óvíst hvort
þyrfti að grípa til einhverra uppsagna
í kjölfar sameiningarinnar.
Morgunblaðið/KGA
Frá undirritun samnings um sameiningu Arnarflugs innanlands hf.
og Flugtaks hf. í gær. F.v.: Ellert Eggertsson, tæknisljóri hjá Arnar-
flugi og fulltrúi starfsmanna, Gunnar Þorvaldsson, stjórnarformað-
ur, Ómar Benediktsson, framkvæmdasljóri, og eigendur Hölds hf.,
Vilhelm og Birgir Ágústssynir.