Morgunblaðið - 06.02.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.02.1991, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FBBRÖAR Í991 Greinargerð Ríkisendurskoðunar til forseta Alþingis: Fullyrðingum og ásökunum fjármálaráðherra vísað á bug Harma trúnaðarbrot fulltrúa fjármálaráðherra í stjórn Atvinnutryggingasjóðs Borgarholt II, 2. áfangi: Tilboði Hag- virkis tekið SAMÞYKKT hefur verið að taka tilboði Hagvirkis hf. í gatnagerð og lagnir í Borgarholti II, 2. áfanga. Tilboð Hagvirkis var lægst, 47,5 milljónir króna, sem er 88,8% af kostnaðaráætlun. Um er að ræða gatnagerð, lagn- ingu holræsa, hitaveitu og raflagna, ásamt jarðvinnu vegna vatnslagna í nýtt íbúðarhverfi i Grafarvogi. VEÐUR RÍKISENDURSKOÐUN vísar fullyrðingum fjármálaráðherra um ann- arleg sjónarmið stofnunarinnar við gerð skýrslu um söluna á Þor- móði ramma algerlega á bug. Stofnunin skilaði forsetum Alþingis greinargerð í gær þar sem gagnrýni ráðherra á skýrslugerð Ríkisend- urskoðunar er svarað Iið fyrir lið. Segir þar að stofnuninni sé full- Ijóst að mat á verðmæti hlutabréfa í Þormóði ramma sé mjög við- kvæmt og vandasamt verkefni. „Stofnunin telur sig hafa sinnt þessu verkefni sem og öðrum slíkum á faglegan og heiðarlegan hátt,“ segir í greinargerðinni. Er því háfnað með öllu að Atvinn- utryggingasjóður hafí pantað og fengið sérstaka skýrslu um Þormóð ramma hf. frá Ríkisendurskoðun í byrjun síðasta árs. Engin slík skýrsla hafi verið gerð um rekstrarhæfni Þormóðs ramma, né annarra fyrir- tækja, heldur greiðsluáætlanir í tengslum við skýrslu til Alþingis um Atvinnutryggingasj óð. Ríkisendurskoðun bendir á í greinargerðinni að henni beri sam- kvæmt lögum að fylgjast með starf- semi Atvinnutryggingasjóðs og gefa Alþingi reglulega skýrslu um starf- semi hans. Segist stofnunin hafa látið gera mat á rekstrarhæfni Þormóðs ramma í tengslum við gerð skýrslu um Atvinnutryggingasjóð, sem sé í góðu samræmi við matið í skýrsl- unni um sölu hlutabréfanna. „Sú ályktun fjármálaráðherra að mat stofnunarinnar á rekstrarhæfni Þor- VEÐURHORFUR I DAG, 6. FEBRUAR YFIRLIT í GÆR: Yfir Skandinavíu er 1055 mb hæð og hægfara lægð á Grænlandshafí en smálægðir fara allhratt norður yfir vestan- vert landið eða rétt fyrir vestan það. SPÁ: Sunnan- og suðaustan 7-9 vindstig víðast hvar á landinu. Víðast þurrt á Norðurlandi en rigning í öðrum landshlutum. Hiti 3-11 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG:Suðlæg átt og hlýtt í veðri. Rigning um sunnanvert landið en að mestu þurrt nyrðra. y. Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10' Hrtastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|* Skafrenningur Þrumuveður xn VEBUR Vl'ÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitS veður Akureyri 9 skýjað Reykjavik 7 rignigogsúld Bergen 1 léttskýjað Helsinkl komsnjór Kaupmannahöfn 0 snjókoma Narssarssuaq +23 léttskýjað Nuuk +14 skýjað Osló +5 iéttskýjað Stokkhólmur +2 skýjað Þdrshöfn S skýjað Algarve 16 léttskýjað Amsterdam 1 léttskýjað Barcelona 9 þokumóða Berlín +5 snjókoma Chicago vantar Feneyjar 1 skýjað Frankfurt +1 léttskýjað Glasgow 2 mlstur Hamborg 1 snjókoma Las Palmas 19 léttskýjað London 2 skýjað LosAngeles 12 skýjað Lúxemborg *3 skýjað Madrid 8 hálfskýjað Malaga 16 léttskýjað Mallorca 12 skýjað Montreal 3 skýjað NewYork 10 hálfskýjað Orlando vantar París +1 heiðskírt Róm vantar Vln +8 skýjað Washlngton vantar Winnipeg +3 þokumóða móðs ramma hf. í upphafi árs 1990 stangist á við rekstrarhæfni félags- ins í dag virðist byggjast á vinnu- gögnum Ríkisendurskoðunar, sem hvorki eru notuð né á nokkum hátt lögð til grundvallar í skýrslu stofn- unarinnar um Atvinnutrygginga- sjóð,“ segir í svari Ríkisendurskoð- unar. Trúnaðarbrot Sakar Ríkisendurskoðun Jóhann Antonsson, fulltrúa fjármálaráð- herra í stjórn Atvinnutrygginga- sjóðs, um trúnaðarbrot þar sem greiðsluáætlanir þær sem fjármála- ráðherra birti með gagnrýni sinni fylgdu minnisblaði frá honum. „Ríkisendurskoðun harmar að fyrram stjómarmaður Atvinnu- tryggingasjóðs útflutningsgreina skuli hafa brotið þann trúnað, sem telja verður sjálfsagt að stjómendur opinberra sjóða sýni. Ríkisendur- skoðun er ekki kunnugt um með hvaða hætti Jóhann Antonsson komst yfir þau gögn, sem fylgdu minnisblaði hans til fjármálaráð- herra,“ segir í greinargerð Ríkisend- urskoðunar. Eðlileg arðseraiskrafa Þá hafnar Ríkisendurskoðun þeirri fullyrðingu ráðherra að mat hennar á framlegð Þormóðs ramma hafi verið byggt á meðaltali rúmlega 50 fyrirtækja með blandaðan rekst- ur. Er því einnig haldið fram að arðsemiskrafa stofnunarinnar, sé síst of lág með tilliti til rekstrarskil- yrða sem Þormóður rammi býr við. Álit verðbréfasala Fram kemur að Ríkisendurskoðun óskaði eftir því við ráðuneytið að það legði fram niðurstöðu ónefnds verðbréfafyrirtækis sem ráðherra hefur vitnað til um að Þormóður rammi hafi verið verðlaus sl. sumar. í svarbréfi Magnúsar Péturssonar, ráðuneytisstjóra, kemur fram að um óformlegt mat Sigurðar B. Stefáns- sonar, framkvæmdastjóra Verðbréf- amarkaðar íslandsbanka, var að ræða og að hann hafí lýst sig reiðu- búinn til viðræðu við Ríkisendur- skoðun, sé þess óskað. Ríkisendurskoðun lætur einnig greinargerð Ólafs Nílssonar, endur- skoðanda, til fjármálaráðherra, sem byggt var á við sölu Þormóðs ramma í desember, fylgja með greinargerð sinni til þingsins, en ráðuneytið hef- ur ekki viljað opinbera þá álitsgerð. Jóhann Antonsson: Ekki fótur fyr- ir ásökununum JQHANN Antonsson, viðskiptafræðingur og sljómarmaður í Atvinnu- tryggingarsjóði útflutningsgreina 1988-1990, hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem hann vísar ásökunum um trúnaðarbrest á bug. I yfirlýs- ingunni segir Jóhann: „Eg mótmæli hér með brigslum í skýrslu Ríkis- endurskoðunar um að ég hafi brotið trúnað sem stjórnarmaður opin- bers sjóðs. Enginn fótur er fyrir þessum ásökunum i skýrslunni. Þær hæfa engan veginn þeirri virðingu sem ætlast er til af Ríkisendurskoð- un sem faglegri opinberri eftirlitsstofnun." Jóhann segist hafa verið tilnefnd- ur af fjármálaráðherra við skipun stjórnar Atvinnutryggingarsjóðs og hann hafí því verið fulltrúi ráðherr- ans í stjórn sjóðsins. Fjármálaráð- herra hafí jafnframt farið með meiri- hlutaeign ríkisins í Þormóði ramma hf. Síðan segir Jóhann í yfirlýsing- unni: „Minnisblað mitt til fjármála- ráðherra frá 25. janúar sl. virðist vera grundvöllur þeirra ásakána sem fram koma í greinargerð Ríkisendur- skoðunar. í minnisblaðinu var rakið hvernig Ríkisendurskoðun mat stöðu Þormóðs ramma fyrir tæpu ári í tengslum við skýrslu sína um At- vinnutryggingarsjóð útflutnings- greina. Eg fæ ekki séð á hveijum trúnaður er brotinn í þessu minnis- blaði, og síst af öllu er hægt að saka mig um að hafa brotið trúnað varð- andi gögn sem sjóðnum höfðu borist frá umsækjendum. Um var að ræða álit Ríkisendurskoðunar á rekstrar- hæfí fyrirtækis í meirihlutaeign rík- issjóðs og þvi undir forræði fjármála- ráðherra. Það er fullkomlega út í hött að gögn um það fyrirtæki geti verið trúnaðarmál gagnvart fjár- málaráðherra. Þá er rétt að vekja athygli á því að þegar minnisblaðið var sent vora tölurnar úr reikningum Þormóðs ramma þegar í opinberri umræðu, meðal annars vegna nýútkominnar skýrslu Ríkisendurskoðunar um mál- efni fyrirtækisins.“ í yfirlýsingunni segir að forráða- mönnum Atvinnutryggingarsjóðs hafi ekki verið kynnt nema ein út- gáfa af bakgögnum Ríkisendurskoð- unar um einstök fyrirtæki. Þar hafi ýmsum traustum fyrirtækjum, sem höfðu fengið fyrirgreiðslu frá At- vinnutryggingarsjóði, verið spáð gjaldþroti, þar á meðal Þormóði ramma. Forráðamönnum sjóðsins hafi því verið ókunnugt um að Ríkis- endurskoðun skipti um skoðun um rekstrarhæfi Þormóðs ramma eða annarra fyrirtækja þar til í gær að greinargerð Ríkisendurskoðunar kom út. Sjálfstæðisflokkur- inn; Landsfund- ur í mars LANDSFUNDUR Sjálfstæðis- flokksins verður haldinn í Laugardalshöllinni 7.-10. mars og má búast við að 1.300 til 1.400 fulltrúar sæki fund- inn. Miðstjórn og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins beinir þeim tilmælum til flokkssamtaka og félaga að ljúka kosningu lands- fundarfulltrúa eigi síðar en 10. febrúar, að því er fram kemur í fréttabréfi flokksins. Málefnanefndir flokksins eru þessa dagana að leggja síðustu hönd á drög að ályktunum landsfundarins. Auk þess vinnur sérstök nefnd að undirbúningi stjórnmálaályktunar landsfund- arins sem jafnframt verður kosningayfirlýsing Sjálfstæðis- flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.