Morgunblaðið - 06.02.1991, Side 28

Morgunblaðið - 06.02.1991, Side 28
28 MOKGUNBLAÖIÐ (MIÐVHÍUDAGUR/6.C FGBRÚAB; 1991 Fjárfestingar erlendra aðila: Skiptar skoðanir en reyn- um að rata meðalveginn - segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Staða fangelsis- mála verði könnuð - þingsályktunartillaga Kvennalistans DANFRÍÐUR Skarphéðinsdóttir (SK-Vl) mæiti á 49. fundi sameinuð- aðs þings fyrir tillögu til þingsályktunar þess efnis að: „Alþingi álykt- ar að skora á ríkisstjórnina að skipa sjö manna nefnd sérfróðra aðila er hafi það verkefni að gera heildarúttekt á fangelsismálum og leggja fram tillögur um æskilega framtíðarskipan þeirra.“ Með- flutningsmenn með Danfríði eru fimm aðrir þingmenn Samtaka um kvennalista. I framsögu Danfríðar kom m.a. fram að það hlyti að vera neyðarúr- ræði að svipta fólk frelsi með fang- elsisvist. Markmiðið með fangelsis- vist ætti að vera að gefa mönnum tækifæri til að bæta sig. Mikilvægt væri að móta heildarstefnu í fang- elsismálum sem hafi það að mark- miði að góður aðbúnaður sé í fang- elsunum og umhverfið uppbyggi- legt þannig að föngum sé gefið raunverulegt tækifæri til að bæta sig. Framsögumaður taldi ekki fara á milli mála að verulegra úrbóta væri þörf; vísaði m.a. til ummæla forstjóra Fangelsismálastofnunar um að ástand ýmissa þátta hús- næðismála fangelsanna, aðbúnaður fanga og meðferð geðsjúkra af- brotamanna sé með þeim hætti að óviðunandi sé. Framsögumaður taldi mikilvægt að nefndin hraðaði störfum sínum og lagði til að auk forstjóra Fang- elsismáiastofnunar yrði fulltrúi dómsmálaráðuneytis, afbrotafræð- ingur frá Fangelsismálastofnun, forstöðumaður fangelsis, fangelsis- læknir, fulltrúi Dómarafélags ís- Iands og fulltrúi Fangavarðafélags íslands skipaðir í nefndina. Framsögumaður lagði til að mál- inu yrði vísað til síðari umræðu og allsherjarnefndar. Auk Danfríðar tók Guðrún J. Halldórsdóttir (Sk-Rv) til máls, hún lagði áherslu á að vísa yrði mönnum á rétta braut á öllum áföngum lífsleiðarinnar. Forvarnir væru mikilvægar. En ef leiðin lægi á verri veg og endaði í fangelsi, yrði að byggja menn upp, — og ekki síður að styðja við bakið á þeim eftir að frelsi væri aftur fengið. Málinu var vísað til allsherjar- nefndar. STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra mælti í gær í neðri deild fyrir tveimur stjórn- arfrumvörpum um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri á Islandi. Framsögumaður væntir þess að um þessi frumvörp séu nokkuð skiptar skoðanir en seg- ir að reynt hafi verið að rata meðalveginn. Frumvörpin, sem forsætisráð- herrann talaði fyrir, eru aðalfrum- varp um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnureksti og fylgifrumvarp þess um breytingu á ákvæðum íslenskra laga sem varða fjárfest- ingu erlendra aðila í atvinnu- rekstri. I framsöguræðu Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra kom m.a. fram að í frumvarpinu fælist almennt veruleg rýmkun á rétti erlendra aðila til fjárfestingar í atvinnurekstri hér á landi. En jafnframt byggði frumvarpið á þeirri stefnu að tryggja yfirráð Islendinga yfir náttúruauðlindum lands og sjávar, áhersla væri lögð á eftirlit með erlendri fjárfestingu og að þeir erlendu aðilar sem hér fjárfestu lytu í einu og öllu íslensk- um lögum. Meðal helstu ákvæða frum- varpsins er, að erlendum aðilum er veitt almenn heimild til fjárfest- inga í atvinnurekstri á íslandi, enda ríki gagnkvæmni erlendra og innlendra aðila til fjárfestinga í Steingrímur Hermannsson heimaríkjum aðila. Erlendum aðil- um eru veittar heimildir til fjár- magnsflutninga til .landsins vegna fjárfestinga. Þessum aðilum verður einnig veittur yfirfærsluréttur í erlendan gjaldmiðil vegna arðs, hagnaðar og söluandvirðis fjárfest- ingar. Frumvarpið gerir ráð fyrir nokkrum takmörkunum á erlend- um fjárfestingum hér á landi og eru þær helstu á sviði fiskveiða, fiskvinnslu og vegna virkjunarrétt- inda, vatnsfalla og jarðhita. Þá eru skorður reistar við aðild erlendra aðila að viðskiptabönkum, flug- rekstri og til kaupa á fasteignum. í ræðu forsætisráðherra kom fram að erfitt væri að fylgjast með og fá yfirsýn yfir íjárfestingar er- lendra aðila. Núgildandi lagaá- kvæði væru um margt sundurlaus og ósamstæð; væri brýnt að bæta úr m.a. vegna viðræðna um evr- ópskt efnahagssvæði og aukið frjálsræði í efnahags og viðskipta- málum. Forsætisráðherra sagði nauð- synlegt hafa verið að hafa ítarlega framsögu fyrir þessu máli því hér væri um allverulegar breytingar að ræða. Hann bjóst við að um þetta frumvarp og fylgifrumvarp þess yrðu nokkuð skiptar skoðanir, sumum þætti of langt gengið en öðrum of skammt. Leitast hefði verið við að rata meðalveginn. Sjálfur væri hann þeirrar skoðunar að skynsamlegast væri að fara rólega af stað og rýmka til síðar eftir því sem ástæða þætti til. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra lýsti yfir stuðningi við frum- vörpin en dró enga dul á að hann vildi sjá gengið lengra í frjálsræðis- átt, t.a.m. varðandi starfsemi er- lendra banka og varðandi flug- rekstur. Vegna mjög mikilvægs fundar í utanríkismálanefnd um málefni Litháens var frekari umræðu um frumvörpin frestað en verður fram- haldið á fundi neðri deildar í dag. Fárviðri og fjarskipti: Bætum skaðann hið fyrsta sögðu þingmenn einum rómi FÁRVIÐRI helgarinnar hefur haft margvíslegar afleiðingar. Arni Johnsen (S-Sl) fór fram á umræðu í sameinuðu þingi sl. mánudag, utan dagskrár, um ástandið í fjarskiptamálum. — Þingmönnum bar saman um að ástandið væri ekki gott. Annað útvarpsmastrið fyrir lang- bylgjusendingar Ríkisútvarps- ins væri ekki uppistandandi. Árni Johnsen (S-Sl) sagði m.a. að nú stæðu stjórnvöld frammi fyrir orðnum hlut, skaðinn væri skeður. Strax þyrti að tryggja eins öruggar langbylgjusendingar og Frumvarp dómsmálaráðherra: Samfélagsþjónusta í stað refsivistar ÓLI Þ. Guðbjartsson dómsmálaráðherra leggur til að gerð verði til- raun með samfélagsþjónustu í stað refsivistar. Ráðherrann mælti á 46. fundi neðri deildar síðastliðinn föstudag fyrir frumvarpi til laga um breyting á hegningarlögum nr. 19 frá 12. febrúar 1940. 1. umræðu um málið lauk á 47. fundi deildarinnar í gær. í framsöguræðu sinni greindi Óli Þ. Guðbjartsson dómsmálaráðherra þingheimi m.a. frá því að síðustu áratugina hefði sú stefna unnið sér fylgi að draga sem mest úr notkun óskilorðsbundinnar refsivistar eftir því sem tök væru á. Ræðumaður benti á að fijálsræðissvipting væri alvarlegustu viðbrögð samfélagsins við afbrotum. Fijálsræðissvipting hefði oft mikla röskun í för með sér fyrir afbrotamanninn og fjölskyldu hans. Fijálsræðissviptingu ætti ekki að beita meira en nauðsynlegt væri til að halda aftur af afbrotum, eftir að önnur og vægari úrræði hefðu verið fullreynd. Dómsmálaráðherra lagði til að gerð yrði tilraun með samfélagsþjón- ustu. Frumvarp ráðherrans gerir ráð fyrir að lög um samfélagsþjónustu öðlist gildi 1. maí 1992 og gildi til ársloka 1995. Á þessu tímabili verð- ur heimilt að breyta allt að 10 mán- aða refsivistardómi þannig að í stað refsivistar komi samfélagsþjónusta, minnst 40 klukkustundir og mest 200 klukkustundir. Að jafnaði skal miða við að 20 tíma samfélagsþjónusta jafngildi eins mánaðar refsivist. Þriggja manna nefnd skipuð af dómsmálaráðherra skal taka ákvörð- un um hvort refsivist skuli breytt í samfélagsþjónustu. Fangelsismála- stofnun skal sjá um framkvæmd samfélagsþjónustunnar. Ráðherrann sagði að samfélags- þjónusta væri eina nýja viðurlagateg- undin sem náð hefði útbrefðslu; verið tekin upp með einum eða öðrum hætti í öllum ríkjum Vestur-Evrópu nema fjórum auk íslands. Almennt er samfélagsþjónustu ætlað að koma í stað styttri óskilorðsbundinna refsi- vistardóma. Á brotamann væri lögð sú skylda að vinna .ákveðinn tíma- fjölda launalaust að verkefnum sem kæmu þjóðfélaginu að gagni. Kost- irnir væru að brotamaður gæti hald- ið sambandi við fjölskyldu og vini á meðan á fullnustu dóms stæði og gæti stundað sína föstu vinnu eða nám. Óli Þ. Guðbjartsson sagði flesta fanga á íslandi vera „venjulega fanga“, þ.e.a.s. fanga sem hefðu framið auðgunarbrot; innbrot, þjófn- aði, fjársvik og skjalafals. Oftast ættu þessir menn við persónuleg og félagsleg vandamál að etja. Það væri ekki síst gagnvart þessum mönnum að samfélagsþjónusta með vinnuskyldu og ströngu eftirliti hefði gildi. Samfélagsþjónusta ásamt fé- lagslegri aðstoð skilorðseftirlits vekti vonir um að í mörgum tilfellum mætti beina brotamönnum inn á nýjar og betri brautir. Dómsmálaráðherra lagði til að málinu yrði vísað til 2. umræðu og allsherjarnefndar. Frekari umræðu og atkvæðagreiðslu var frestað. Mannúð og sparnaður Umræðu var fram haldið á 47. fundi neðri deildar í gær Friðjón Þórðarsson (S-Vl) tók undir flest sem fram hafði komið í máli dóms- málaráðherra. Friðjón studdi þau mannúðarsjónarmið sem fælust í hugmyndinni um samfélagsþjónustu, en benti einnig á að yfirfull fangelsi hefðu leitað á hugi manna og hvatt þá til að leita ódýrari lausna. Segja mætti að mannúðar- og sparnaðar- sjónarmiðin væru í þessu tilviki tvær hliðar á sama máli. Friðjón taldi þó ekki raunhæft að gera ráð fyrir lækk- un á fangelsiskcstnaði í nánustu framtíð því fangelsin væru meir en fullnýtt. Ingi Björn Albertsson (S-VI) fagnaði frumvarpinu og taldi samfé- lagsþjónustu marka tímamót í dóm- sögunni. Ingi Björn vildi þó að nokk- ur atriði væru skýrari en um þau atriði gæfist eflaust tækifæri til að fjalla betur í nefnd. Ræðumaður taldi t.a.m. 20 klukkustunda vinnu fyrir hvern mánuð í refsivist vera nokkuð vel sloppið. Einnig væri ástæða til að athuga hvort ekki ætti að greiða laun fyrir samfélagsþjónustu að því tilskyldu að þau gengu til bóta- greiðslna til þeirra sem brotið hefði verið á. Oli Þ. Guðbjartsson dómsmála- ráðherra þakkaði fyrri ræðumönnum góðar undirtektir og ábendingar og skýrði fáein atriði; greindi m.a. frá því að 20 tíma mörkin væru almennt í gildi í Vestur-Evrópu. Málinu var síðan vísað til 2. um- ræðu og allsherjarnefndar. kostur væri með bráðabirgða- mastri og nýtingu strandstöðva Pósts og síma. En þegar á næstu vikum þyrfti að tryggja kaup á nýrri 500 kílóvatta langbylgjustöð með 300 metra háu mastri í stað þeirrar 100 kílóvatta stöðvar með 250 metra háu mastri sem verið hefði. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra sagði það hafa verið ógæfuspor að svipta Ríkisútvarpið föstum tekjustofnum af aðflutn- ingsgjöldum sem hefðu átt að renna til endurbóta á þessu kerfi. Ræðumaður sagði óhjákvæmilegt að endurskoða þá ákvörðun í ljósi síðustu atburða. Ráðherrann greindi frá nokkur aðgerðum sem væru til athugunar og í undirbún- ingi og hann vænti þess að þing- heimur tæki vel þeim tillögum sem kynnu að verða lagðar fyrir þingið til úrlausnar á þessu alvarlega máli. Þingmenn létu álit sitt í ljós og skiptust á skoðunum . Til nokkurra orðahnippinga kom milli einstakra ræðumanna um skerðingu þá sem Ríkisútvarpið hefur mátt þola á sínum lögbundnu tekjustofnum. Allir voru þess fýsandi að greiða fyrir því að Ríkisútvarpið gæti hafið langbylgjusendingar hið fyrsta. Nokkrir þingmenn hvöttu til þess að þeir sem orðið hefðu fyrir verulegu eignatjóni í fárviðri helgarinnar fengju það bætt þótt tryggingar skorti. Þess má geta að Júlíus Sólnes umhverfismála- ráðherra vildi vekja athygli á rann- sóknum á eðli storma og mann- virkjahönnun, Verkfræðistofnun Háskóla íslands hefði unnið þar merkt brautryðjandastarf en þær rannsóknir liðið fyrir íjárskort. Ráðherrann vitnaði til orða Marks Twains: „Allir tala um veðrið en enginn gerir neitt í málinu."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.