Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/LESBOK cuöunlilníiiíi STOFNAÐ 1913 33. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1991 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Bandaríkjastjórn sögð íhuga að slíta sljórnmálasambandi við Jórdaníu; Hússein konungfur sagð- ur ganga erinda Saddams > ___ Irakar neita Rauða krossinum um að kynna sér aðbúnað stríðsfanga í Bagdad Washington, London, París, Nikósíu. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN sagði í gærkvöldi að Hússein Jórdaníukonung- ur hefði tekið afstöðu með Irökum í Persaflóastríðinu. Var hann sakað- ur um að ganga erinda Saddams íraksforseta og reyna að kynda und- ir andúð meðal araba í garð Bandaríkjanna. „Það fer ekki á milli mála að [Hússein] hefur tekið upp málstað þeirra. Jórdanir hafa gert banda- lag við íraka. Yfirlýsingar konungs og ásakanir í garð Bandaríkjanna voru mjög nákvæmar," sagði Marlin Fitzwater talsmaður Hvíta hússins og átti þar við sjónvarpsræðu Jórdaníukonungs sl. miðvikudag. For- seti Alþjóða Rauða krossins sagði í gær að írösk stjórnvöld hefðu synj- að beiðni samtakanna um að fá að hitta stríðsfanga sem þeir hefðu í haldi og kynna sér aðbúnað þeirra en synjunin brýtur í bága við Gen- farsáttmálann um meðferð stríðsfanga. í kjölfar sjónvarpsræðu Hússeins konungs ákvað Bandaríkjastjórn að endurskoða hernaðar- og efnahags- aðstoð við Jórdani sem hafa lengi átt góð samskipti við Bandaríkin og notið ríkulegrar fjárhagsaðstoðar. Heimildir í Washington hermdu í gærkvöldi að Bandaríkjastjórn íhug- aði að slíta stjómmálasambandi við Jórdani. Dick Cheney varnarmálaráðherra og Colin Powell yfírmaður banda- ríska herráðsins komu í gær til Saudi-Arabíu til þess að ráðfæra sig við Norman Schwarzkopf hershöfð- ingja um hvenær landher banda- manna leggur hugsanlega til atlögu við innrásarher íraka í Kúveit. Tom King varnarmálaráðherra Bretlands sagði í jgær að um fimmtungur her- styrks Iraka hefði verið eyðilagður í loftárásum bandamanna og ekki yrði blásið til orrustu á landi fyrr en hlut- fallið væri um 50%. Cheney sagði blaðamönnum að beðið yrði með landhemað þar til sýnt þætti að mannfall yrði í lágmarki. Af hálfu bandamanna var því haldið fram í gær að 600 af um 4.500 skriðdrekum Iraka í suðurhluta íraks og í Kúveit hefðu verið eyðilagðir og 400 af um 3.200 stórskotavopnum. í fyrrinótt var írösku TNC-45 varðskipi sem gat borið Exocet-flugskeyti sökkt fyrir botni Persaflóa, Scud-eldflaugaskot- pallur var eyðilagður í suðurhluta Iraks og fjarskiptamiðstöð í íbúða- hverfi í Bagdad. Flugvélar fjölþjóða- hersins fóru 600 árásarferðir á skot- mörk á vígveliinum í Kúveit í gær og 150 sprengjuferðir voru farnar gegn stöðvum lýðveldishersins. Enn- fremur flýðu 13 íraskar orrustuþotur til írans í gær og hefur 147 íröskum herflugvélum þá verið flogið þangað frá upphafi stríðsins. Sjö íraskir lið- hlaupar voru sagðir hafa gefið sig fram við bandamenn í gær og hafa þá verið teknir 936 stríðsfangar frá 17. janúar. írakar slitu í gær stjórnmálasam- bandi við Frakka vegna stríðsins. Sjá einnig bls. 20-21. * Ovenjuleg sjón í Cannes Snjókoma var á frönsku Rivíerunni í gær, þriðja daginn í röð, og gaf þessa óvenjulegu sjón þar að líta; skíðagöngumenn á miklu blússi í fjörunni fyrir fram- an Carlton-hótelið í Cannes þar sem algengara er að sjá ríka fólkið flatmaga í sólinni. lieuter Atkvæðagreiðsla um sjálfstætt Litháen 1 dag; Herinn sagður reyna að torvelda kosningarnar Atkvæðagreiðsla í Litháen um sjálfstæði var undirbúin af kappi i gær. Þingmenn hafa undanfarna daga ferðast um landið til að kynna almennjngi um hvað kosn- ingin snúist. A sama tíma hefur herinn verið sakaður um að reyna að hafa áiirif á kosningaþátttök- una með ógnunum í framhaldi af tilskipun Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta um að kosningarnar séu ólöglegar og þeim sé beint gegn sovésku þjóðaratkvæða- greiðslunni 17. mars næstkom- andi. Bandarísk stjórnvöld gagn- rýndu Gorbatsjov í gær fyrir af- stöðu hans til kosninganna. Starfsmaður þings Litháens sagði Vytautas Landsbergis forseti Litháens í samtali við Morgunblaðið: Stjómmálasamband yrði okkur vemd VYTAUTAS Landsbergis, forseti Litháens, sagði í samtali við Morg- unbiaðið í gærkvöld að stjórnmálasamband við Island myndi vera vernd fyrir Litháa í sjálfstæðisbaráttu þeirra. Landsbergis sagðist telja að nokkur ríki væru í grundvallaratriðum reiðubúin til að fara að dæmi íslendinga en þvi mætti ekki gleyma að þau sættu mismunandi miklum þrýstingi af hálfu Sovétstjórnarinnar. Samkomulag það sem náðist kennd og stjórnmálasambandi milli íslensku stjórnmálaflokkanna í gær um að ekki skuli hvikað frá þeirri stefnu að koma á stjórnmála- sambandi við Litháen og gert verði átak til að kynna bandalagsríkjum íslands málið var borið undir Landsbergis. „Ef þessi samþykkt felur í sér að málið verður leitt til lykta, ríkisstjórn Litháens viður- komið á milli ríkjanna, þá hlýt ég að fagna henni. Einnig er það mik- ilvægt að ísland tali okkar máli á alþjóðavettvangi,“ sagði forsetinn. — En hvað hefur þú að segja um þá fullyrðingu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra að hann og íslenska þingmanna- nefndin hafi ekki fengið réttar upp- lýsingar frá Vilnius um að önnur ríki myndu feta í fótspor íslands? „Það gerist ekki strax. En ein- hver verður að vera fyrstur. Og þá verður um að ræða fordæmi fyrir önnur ríki.“ — En utanríkisráðherra segir að þær upplýsingar hafi verið gefn- ar í Vilnius að Póivetjar, Tékkar og ef til vill Danir og Kanadamenn myndu fara að dæmi íslendinga. Við eftirgrennslan hafi þetta ekki reynst réttar upplýsingar. „Þetta er spurning um tíma. Þeir hafa ekki sagt berum orðum að þeir muni fylgja fordæmi Islend- inga. En í grundvallaratriðum eru þessir aðilar tilbúnir til þess.“ — Nú segir utanríkisráðherra að stjórnmálasambands sé ekki að vænta innan örfárra daga, þetta taki sinn tíma. Hvað viltu segja um það? „Við biðum í fimmtíu ár og höf- um því mikla biðlund. En spurning- in er hvort leið biðarinnar er fær. Sovétmenn eru að undirbúa nýjar aðgerðir til að bijóta okkur á bak aftur. Akvörðun um stjórnmála- samband yrði okkur til verndar." Sjá frétt á baksíðu. í samtali við Morgunblaðið í gær að rólegt væri um að litast í þinghús- ingu þessa dagana. „í þrjá daga hafa ekki verið haldnir þingfundir í Vilnius. Þingmenn hafa verið úti á meðal kjósenda til að veita upplýsing- ar um atkvæðagreiðsluna og svara spurningum. Kjörstaðir verða opnað- ir klukkan 7.00 og búist er við bráða- birgðaúrsiitum á sunnudagsmorg- un.“ Að sögn starfsmannsins reynir sovéski herinn með öllum ráðum að hindra framgang kosninganna. „Herþyrlur dreifa flugritum, og her- menn reyna að hafa áhrif á fólk og hvetja það til að taka ekki þátt í kosningunum. Einnig hefur her- stjórnin í Eystrasaltsríkjunum boðað heræfingar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen á sunnudag. Enginn veit hvað það merkir. Sovéski herinn er óútreiknanlegur." í atkvæðagreiðslunni sem yfirvöld í Litháen kjósa að kalla skoðana- könnun er fólk spurt hvort það sé sammála fyrstu grein nýrrar stjórn- arskrár Litháens þar sem segi að landið sé sjálfstætt lýðveldi með lýð- ræðislegu stjómarformi. Búist er við að yfirgnæfandi meirihluti Litháa svari spurningunni játandi. „Sjá „Litháar sakaá bls. 2L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.