Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991 Viðskipti við Sovétríkin: Riftun otíusamnings stóralvarlegt mál - segir forstjóri Skeljungs SAMNINGAMENN sovéska samvinnusambandsins hafa frestað viðræð- um við fulltrúa Álafoss, og sagði Ólafur Ólafsson, forsljóri, að þó ekki væri hægt að tengja það beint Litháensmálinu, væri kyndugtað það kæmi upp núna. Hugsanlegt viðskiptabann Sovétríkjanna á Island í kjölfar þess að stjórnmálasamband yrði tekið upp við Litháen hefði alvarlegar afleiðingar fyrir olíufélögin, en ekki mikið að segja varð- andi útflutning á freðfiski þar sem engir samningar eru í gildi. Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj- gætu tekið tíma og ófyrirséð er um ungs, sagði að ef Sovétmenn hættu viðskiptum við íslendinga og það myndi leiða til þess að samningi um olíukaup á þessu ári yrði ríft, væri það mjög alvarlegt fyrir olíufélögin. „Sá samningur er um gasolíu og svartolíu, sem við getum ekki fengið jafn góða annarsstaðar nema með ærnum tilkostnaði, og er á verði sem er eins hagstætt og verð er á hverjum tíma í heiminum. Upphæðin í samn- ingnum breytist með heimsmarkaðs- verði olíu, en þegar samningurinn var undirritaður í nóvember hljóðaði hann upp á um 100 milljónir dollara. Ef aðgerðir Sovétmanna þýddu við- skiptabann er ég hræddur um að menn þyrftu vægast sagt að rjúka upp til handa og fóta varðandi olíu- málin. Þar yrði fyrst og fremst um fjárhagslegt áfall að ræða fyrir olíu- félögin og íslenska neytendur, en einnig þýddi það að við yrðum að grípa til annarra ráðstafana, sem hvernig gengju," sagði Kristinn. Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, sagði að Sovétríkin hefðu verið gott viðskipta- land fyrir íslenskan freðfisk um ára- bil, en hins vegar hefði dregið mjög úr kaupum þeirra á undanförnum árum, og engin sala eða afhending hefði verið þangað í rúmlega hálft ár. „Við vorum með sölusamning, sem ekki var uppfylltur, því Sovét- menn hafa ekki getað útvegað gjald- eyri til að ljúka þeim viðskiptum. Viðskiptabann nú myndi ekki hafa mikil áhrif á frystinguna ef undan- skildar eru þær lítilsháttar birgðir sem ganga áttu upp í þann samning." Benedikt Sveinsson, forstjóri Is- lenskra sjávarafurða hf., sagði að hann gæti ekki séð hvaða áhrif það hefði ef Sovétmenn hættu kaupum á freðfiski af íslendingum, þar sem nú ættu engin slík viðskipti sér stað. „Við höfum ekki sent fisk til Sov- étríkjanna síðan síðastliðið sumar, og þeir borguðu okkur í haust allt sem þeir skulduðu okkur. Síðasti milliríkjasamningur rann út um ára- mótin, og nýr rammasamningur hef- ur ekki verið undirritaður. Engir við- skiptasamningar eru í gangi hvað freðfisk varðar, og því lítið við því að segja ef Sovétmenn hótuðu við- skiptabanni." Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Þeir sigldu skipinu heim. Frá vinstri Guðmundur Sigurðsson vélstjóri, Jón Sigurðsson stýrimaður, Asgeir Gunnarsson 2. stýrimaður, Reynir Arnarson yfirvélstjóri og Gunnar Asgeirsson skipstjóri. Höfn: Annar Portúgalinn kominn Höfn. GUNNAR Ásgeirsson skipstjóri SF-25 í fyrsta sinn að bryggju 6. febrúar. Þinganesið sem er 152 lesta fj'ölveiðiskip er smíðað í Portúgal og kemur í stað eldra báts með sama nafni, en sá varð eldi að bráð er stutt var í að hann yrði úreltur sumarið 1989. Skipið er 26 metrar að lengd og 7,9 metra breitt. Aðalvélin er 1.000 hestafla og áhöfn hans lögðu Þinganesi á Höfn síðastliðinn miðvikudag, Deutz. Þinganes er eitt þriggja skipa sömu tegundar sem smíðuð er í Carnave-skipasmíðastöðinni í Aveiro í Portúgal. Þau eru hönnuð af Bolla Magnússyni hjá Ráð- garði. Haukafellið kom í ágúst í fyrra og vonir standa til að Æsk- an komi í sumar eða haust. Skipið er útbúið fyrir nótaveiði, netaveiði og togveiði. Áhöfn verð- ur 9 manns og verður haldið til veiða eftir viku með fiskitroll. Eigandi Þinganess er Þinganes hf. á Höfn og aðaleigendur þess eru bræðurnir og skipstjórnar- mennirnir Gunnar og Ingvaldur Ásgeirssynir. - JGG. Nýskipan lyfjamála: Stefnt er að samkeppni sem verkRjarvais á að leiða til lægra lyfjaverðs Og nattliran Heilbrigðisráðherra vonast til að innkaupsverð á lyfjum lækki um 10% Eitt verk Kjarvals er nefnist Fyrstu snjóar (1953). I austursal Kjarvalsstaða er sýning á verkum eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval úr eigu safns- ins. Sýningin ber yfirskriftina „Kjarval og náttúran". Sýnd eru olíuverk, vatnslitamyndir og teikningar, sem lýsa náttúrusýn Kjarvals. í austurforsal eru sýningar- kassar með persónulegum munum Kjarvals. Safnakennari tekur á móti skólanemendum alla virka daga frá kl. 8-16, tímapantanir í síma 26188. Á fimmtudögum milli kl. 14 og 15 er tekið á móti eldri borgurum. NÝSKÖPUN lyfjamála hér á landi á að leiða til þess að lyf lækka i verði um allt að 10%. Endurskipuleggja á yfirsrjórn lyfjamála með það fyrir augum að gera hana einfaldari. Verðtilboða verður leitað erlendis til þess að fá lyf á sem hágstæðustu kjörum. Apótekin eiga að í'á þóknun fyrir þjónustu sína þannig að dregið verði úr því beina sambandi sem er á milli lyfjaverðs og afkomu apóteka. Sjúkrahús og heilsugæslustöðvar eiga að fá leyfi til að afhenda almenningi lyf. Þetta eru helstu atriði væntanlegs frumvarps sem Guðmundur Bjarna- son, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, kynnti í gær ásamt Guð- jóni Magnússyni og Páli Sigurðssyni. Gert er ráð fyrir að yfirstjórn lyfjamála verði einfölduð og sam- ræmd með því að setja á laggirnar Lyfjastofnun ríksins, sem verði und- ir lyfjamálaráði. Með þessu er í reynd verið að sameina lyfjamáladeild heil- Komið er upp bákni sem leiðir ekki til sparnaðar - segja apótekarar um nýskipan lyfjamála APÓTEKARAR sem Morgunblaðið hafði tal af í gær sögðust ekki hrifn- ir af hugmyndum um nýskipan í lyfjamálum. Benedikt Sigurðsson, varaformaður Apótekarafélagsins, segir að ef þessar hugmyndir nai fram að ganga sé verið að koma upp gríðarlegu bákni sem alls ekki sé fallið til sparnaðar fyrir ríkið. Benedikt segir að með því að flytja öll lyfjamál í landinu undir Lyfja- stofnun, sem Iyfjamálaráð eigi að stýra, af og skipta henni niður í ýmis svið, sé augljóslega verið að búa til mikið bákn. Auk þess benti hann á að það leiddi varla til sparnað- ar að fj'ölga afhendingarstöðum lyfja, en í tillögunum er gert ráð fyrir að sjúkrahús og heilsugæslustöðvar geti afhent lyf. „Við getum ómögulega séð hvern- ig þetta allt á að lækka kostnað. Við efumst mjög um það og erum reynd- ar handvissir um að svo er ekki. Við teljum að hagstæðara kerfi en nú er sé vandfundið. Sjálfs er höndin hollust, segir í spákmæli og það á við hér. Menn reka þetta fyrir eigin reikning og halda því vel utanum hlutina. Með því að koma á fót bákni hverfur þetta allt saman," sagði Benedikt. Hann sagði að apótekarar hefðu ekki verið kallaðir til skrafs og ráða- gerða um þessa hluti. „Við eigum eftir að skoða þessar hugmyndir bet- ur og ræða þær í okkar hópi. Þangað til vil ég ekki tjá mig frekar um þetta, nema hvað að við tökum enga ábyrgð á neinu af þessu." Almar Grímsson, apótekari í HaftiT arfirði, tók í sama streng. „Með þessu er aðeins verið að búa til bákn. Það þarf ekki að stokka núverandi kerfi upp til að ná þeim markmiðum sem menn virðast vera að setja sér. Ég get ekki séð að hlutirnir verði einf ald- ari og ódýrari með þessum breyting- um. Ég held að fleiri dreifmgarstaðir leiði aðeins til meiri lyfjanotkunar, og það getur varla verið markmiðið. Það sem er einna alvarlegast í þessu er að yfirvöld hafa ekki notað þau stjórntæki sem þau hafa í núverandi kerfi, og þá á ég fyrst og fremst við lyfjaverðlagsnefnd. Það er í sjálfu sér allt í lagi að einfalda boðleiðir í núverandi kerfi en ég held það náist ekki með þessum breytingum," sagði Almar. brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins, Lyfjaeftirlit ríkisins og Lyfja- nefnd auk þess sem Lyfsölusjóður og Lyfjaverðlagsnefnd verða lagðar niður. Lyfjastofnun verður skipt upp í fj'ögur svið og er ætlað að hafa yfirsýn yfir fj'ár- og lyfjastreymi á markaðnum og hafa sérstakt eftirlit með verði og verðmyndum lyfja. Lyfjastofnun á að annast útboð og samninga vegna lyfjakaupa. Hún á að semja um verð, afhendingu, birgðahald og dreifingu til þeirra aðila sem afhenda lyf til neytenda. Með þessu verður skráning lyfja ekki lengur hluti af verði þeirra. Lyf verða þess í stað keypt á alþjóðlegum markaði þar sem verð og skilmálar eru hagstæðastir hverju sinni. í verðkönnum á lyfjum í Evrópu, sem gerð var 1989, kemur í ljós að Danir eru með næsthæsta lyfjaverð-. ið, en frá umboðsaðilum í Danmörku kemur mikill hluti þéirra lyfja sem hér eru á markaði. Verðsamanburð- ur, sem Lyfjaeftirlitið gerði á lyfj'um hér og í Svíþjóð, sýnir að innkaups- verð á lyfjum er 11% hærra hér og smásöluverðið 49% hærra. Heildar- lyfjakostnaður fyrir hvern einstakl- ing hér á landi er um 18 þúsund krónur en um 11 þúsund á hinum Norðurlöndunum. Eðlilegar skýring- ar eru á hluta þessa en engu að síður telja menn muninn of mikinn. Fram kom á fundi heilbrigðisráðu- neytisins í gær, að álagsprósenta lyfja hefur þótt há hér á landi og að kostnaðarlega skiptir innflutning- ur á lyfjum þar mestu máli. Með því að beina lyfjainnkaupum til landsins í annan farveg er mögulegt að ná tökum á lyfjaverði. Til að leita ann- arra leiða við innkaup er því nauð- synlegt að losa utn einokun þess umboðsmannakerfis sem hér hefur verið. Gert er ráð fyrir að endurgjald, sem komi fyrir þjónustu lyfjadreif- enda, apótekanna, verði að hluta til í formi þóknunar, sem verði samn- ingsatriði milli Tryggingastofnunar og lyfjadreifenda. Þóknunin verður að hluta til fast afgreiðslugjald og að hluta stiglækkandi álagning. Þetta er gert til að draga úr beinu sambandi lyfjaverðs og afkomu apó- tekanna. Þetta jafnar afkomu þeirra — bætir afkomu þeirra minni en dregur úr hagnaði hinna stærri. Ráðherra sagði að rætt hafi verið um að gefa lyfjasölu alfarið frjálsa en að vel athuguðu máli hefði verið fallið frá því enda væri þetta svið þar sem markaðslögmálin giltu ekki. Ríkið greiðir um 80% lyfseðils- skyldra lyfja og því er erfitt að koma við samkeppni. Auk þess er það ekki neytandinn sem ákveður hvort hann neytir lyfs og þá hvaða lyfs, heldur læknirinn. Hér gilda því ekki markaðslögmál frjálsrar samkeppni. Að lokum er gert ráð fyrir að sjúkrahús og heilsugæslustöðvar geti fengið heimild til að afhenda lyf til almennings. Þetta er gert í sam- ræmi við óskir nokkurra sjúkrahúsa um að þau geti afhent sjúklingum lyf þegar þeir eru tímabundið heima eða við útskrift. í máli ráðherra kom fram að með þessum breytingum er stefnt að því að lækka verð á lyfjum um 5-10%, en hann sagði ekki hægt á þessari stundu að segja nákvæmlega til um hversu mikið sparaðist. Lyfjakostn- aður ríkisins á síðasta ári var um fjórir og hálfur milljarður. Hann sagðist vonast til að frumvarp þetta yrði að lögum á yfirstandandi þingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.