Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1991 Marvin Frínmimsson, Selfossi - Minning Við Marvin Frímannsson fluttum á Selfoss um svipað leyti og kpmum báðir neðan frá ströndinni. Ég frá Stokkseyri en hann frá Borg í Eyr- arbakkahreppi. Það var vorið 1948 sem okkar fyrstu nánu kynni hófust, þegar við fengum leyfi frá störfum hjá Kaup- félagi Árnesinga, til þess að fara á síldveiðar norður fyrir land á mb. Svani RE 88 með Andrési Finn- bogasyni. Eg hafði verið nokkur sumur á síldveiðum en þetta var fyrsta og eina síldarvertíð Marvins. Síðan stofnuðum við báðir heim- ili, og þegar frístundir gáfust fórum við fjölskyldurnar saman í útilegur um helgar. Þegar börnin okkar voru vaxin úr grasi og sum farin a heim- an, fórum við að ferðast til sólar- landa. Það var mikið tilhlökkunar- efni að komast í þær ferðir og margar ógleymanlegar ánægju- stundir í þeim ferðum. Þetta var fastur punktur í tilverunni að ferð- ast saman innanlands og utan, og koma saman á eftir og rifja upp það sem skeði og fyrir augu bar. Nú þegar leiðir skilja, þakka ég og konan mín, sem er systir hans, allar ánægjustundir, tryggð og vin- áttu. Eftirlifandi eiginkonu, Ingibjörgu Helgadóttur, bömum og fjölskyld- um þeirra sendum við innilegar 'samúðarkveðjur. Engilbert Þórarinsson í dag verður jarðsettur frá Sel- fossi tengdafaðir minn, Marvin Frímannsson bifvélavirki. Þar munu kveðja hann og fylgja síðasta spöl- inn vandamenn hans, vinir og kunn- ingjar, steinsnar frá Engjáveginum þar sem hann lifði og starfaði mest- an hluta ævi sinnar. Minning: Fæddur 11. september 1897 Dáinn 3. febrúar 1991 Hin langa þraut er liðio nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin bjðrt upp runnin, á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Hann Jón afi er dáinn eftir stutta en stranga sjúkdómslegu. Alltaf kemur dauðinn manni jafn mikið á óvart, jafnvel þó maður hafi talið sig vera undirbúinn. Áfallið og tómarúmið sem afi skilur eftir sig er mikið hjá okkur, það vantar eitt- hvað. Jón afi fæddist 1897 að Klas- barða, V-Landeyjum. Hann kvænt- ist Margréti Einarsdóttur frá Nýjabæ, V-Eyjafjöllum, og hófu þau sinn búskap að Norðurhjáleigu, V-Landeyjum. 1930 flytja þau að Vesturholtum, V-Eyjafjöllum, og þá voru erfíðir tímar. Ekki var húsa- kostur góður og jörðin í órækt, sem þau rifu upp af stökum myndarskap og byggði afi húsin sem standa enn þann dag í dag. Ekki voru fjárráð mikil í þá daga, en afi var annálað- ur hraustleika- og handverksmaður þar í sveit og fram á dauðadag. Fórst þeim búskapurinn vel úr hendi enda hagsýni látin ráða. Afi og amnía eignuðust fjögur börn, Ein- ar, Ingibjörgu og tvíbura sem fædd- ust andvana, auk þess gekk hann í föðurstað' Kristni syni ömmu og leit ávallt á hann sem sitt barn. Afi missti konu sína 1958. Árið 1962 hætti hann búskap og lét búið í hendurnar á dóttur sinni Ingi- björgu og Lárusi tengdasyni sínum. Hann flutti suður til okkar, þar sem hann bjó allt til þess síðasta. Það var skrítin tilfinning fyrir lítinn strákgutta að fá afa til sín, hann sem hafði verið svo langt í burtu upp í svéit. En við nutum góðs af Marvin ól svo til allan sinn aldur á Suðurlandi, fyrst í uppvextinum á Borg í Eyrarbakkahreppi, en síðan bjó hann og starfaði öll sín fullorðinsár á Selfossi. Hann lærði bifvélavirkjun og vann fyrst á verk- stæði Kaupfélags Árnesinga en síðan um áratugaskeið sjálfstætt starfandi í sinni iðngrein. Hann sérhæfði sig í bifreiðaréttingum og mun handaverka hans og einstaks handbragði víða sjá stað í þeim efn- um. Þeir voru og ófáir sem áttu hann að kunningja gegnum starfíð og viðskiptahópur hans var stöðug- ur og bar vitni um það traust og þær vinsældir sem hann aflaði sér með verkum sfnum. Marvin var traustur maður og vandaður í allri viðkynningu, dag- farsprúður en þó glaðlegur í við- móti og rekur mig ekki minni til þess að hafa hitt nokkurn mann svo að hann bæri honum ekki vel sög- una. Einstök snyrtimennska og vandvirkni var einkennandi þáttur í allri umgengni og öllum störfum Marvins. Snyrtimennska á vinnu- stað hans og heimili og hvar sem hann gekk um var sérstök og bar þeirri verklagni, natni og dugnaði sem Marvin bjó yfir ótvírætt vitni. Það var hollt okkur ýmsum sem ekki getum státað af jafn mikilli snyrtimennsku og vandvirkni í verklegum efnum að kynnast hon- um og háttum hans að þessu leyti. Eins og títt er um mikla verkmenn átti hann erfitt með að sitja auðum höndum og féll raunar sjaldnast verk úr hendi. Var sama hvar borið var niður, hvort heldur á ferðalög- um, á vinnustað eða heimili, jafnan var Marvin mættur þar sem eitt- hvað mátti betur fara eða færa þurfti í lag eða búa betur í haginn. Marvin hafði yndi af ferðalögum góðmennsku og sameiginlegum áhugamálum okkar. Sátum við oft og ræddum um lífið og tilveruna. Afi stundaði verkamannavinnu allt til 90 ára aldurs af stakri samvisku- semi og trúmennsku. Eftir að Ingi- björg og Lárus fluttu búferlum frá Vesturholtum, var það markmið okkar að halda húsunum við og láta þau ekki grotna niður eins og maður sér mörg eyðibýlin fara. Og var þetta markmið allra í fjölskyld- unni og þótti afa mjög vænt um þessa ákvörðun okkar og ráðlagði okkur hvenær sem hann gat. Margs er að minnast þegar horft er um öxl. Börnin mín nutu þess eins og ég að alast upp með afa og var alltaf mikil gleði og kátína á heim- ili foreldra minna, þegar allir hitt- ust og var afi oftar sem ekki hrók- ur alls fagnaðar. Afí bjó hjá foreldr- um mínum frá því að hann flutti suður 1962 og naut hann þar hlýju og fómfýsi þeirra enda vildi hann hvergi annarstaðar vera. Oft á síðkvöldum austur undir Eyjafjöll- um var setið og rætt, hann sagði okkur frá liðnum árum og örnefnum þar í kring og voru þetta yndisleg kvöld þar sem við nutum hand- leiðslu ógleymanlegs manns. Hugur afa var mjög oft fyrir austan eftir að hann hætti að geta komið með okkur þangað. Þegar við komum heim aftur var alltaf fyrsta spurn- ingin: Hvernig var í Vesturholtum? Afi var laghentur mjög, jafnt í tré og járn og var oft leitað til hans um smíði ýmissa hluta frá liðinni tíð og naut Minjasafnið í Skógum meðal annarra góðs af því. Dauðinn er eitt af því sem geng- ur yfir okkur öll. Ég hef reynt að skýra út fyrir börnum mínum af hverju afi er dáinn, hann sem var alltaf svo hress og kátur. Tók alltaf á móti þeim opnum örmum og fylgdist vel með þroska þeirra og og útiveru og ófáar voru þær ánægjustundir sem hann átti með fjölskyldunni síðasta áratuginn tæpan við gróðursetningu og önnur störf í sumarlandinu að Miðhúsum. Þar tók hann til hendinni af sama dugnaði og sömu ósérhlífni og endranær, hvort heldur var við byggingaframkvæmdir, girðingar- störf eða gróðursetningu. Þá var gjarnan farið í langar gönguferðir upp um ása eða róið út í Miðhúsa- hólma og fyrir þær ágætu samveru- stundir sem og aðrar vil ég þakka honum. Þær geymast en gleymast ekki. Marvin mun hafa tekið róttækar skoðanir nánast í föðurarf, en þó hann flíkaði þeim ekki mikið né hefði sig í frammi á þeim vettvangi fór ekki hjá því að slíkt bæri stund- um á góma okkar í millum eins og í pottinn var búið með mín störf. Þá kom oft á daginn að hann hafði ákveðnar og fastmótaðar skoðanir á ýmsum grundvallaratriðum í kjaramálum, félagslegum réttinda- málum eða þjóðfrelsismálum sem mótuðust af afstöðu hans til vinn- unnar og ríkri réttlætiskennd. En nú er erfíðri baráttu Marvins við óbiigjarnan sjúkdóm lokið. Sláttumaðurinn mikli hefur farið yfír teig hans allan og hvíldin er framgangi í lífinu. Fóru þau eins oft og þau gátu tii hans og ræddu við hann margar dagstundir. Fræddi hann þau um lífið eða setið var yfir bókum eðá spilum og erum við hjónin mjög þakklát fyrir að þau fengu að njóta sömu leiðsagnar og ég hafði fengið á mínum uppvaxt- arárum, því það eru ekki allir sem fá að njóta þeirra unaðsstunda með yndislegum afa. Það kemur dagur eftir þennan dag og nú er komið að kveðjustund og okkur finnst erf- itt að kveðja vegna þess að hann var okkur svo kær. En við eigum allar góðu minningarnar sem munu lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Guð blessi minningu hans. Við sendum hans nánustu innilegar samúðarkveðjur og megi guð styrkja þau í þessari sorg. Sigurður H. Einarsson og fjölskylda. í dag, 9. febrúar, verður til mold- ar borinn elskulegur afi minn, Jón Sigurðssori. Afi fæddist að Eystri- Klasbarða, V-Landeyjum, 11. sept- ember 1897 og var því á 94. aldurs- ári þegar hann lést. Það er hár ald- ur og mikið starf liggur eftir hann. Afi var sonur hjónanna Jórunnar Pálsdóttur frá A-Klasbarða og Sig- urðar Eiríkssonar frá Stóragerði í framundan að loknu ærnu dags- verki. Samverustundirnar hefðu svo sannarlega getað orðið fleiri, en þegar þannig ber undir er hið eina rétta hugarfar að þakka þær sem okkur, sem eftir stöndum, áskotn- uðust. Það er mér ljúft og skylt að gera þar sem Marvin á í hlut. Bless- uð sé minning hans. Steingrímur J. Sigfússon Með örfáum orðum langar mig til að minnast tengdaföður míns, Marvins Frímannssonar bifvéla- virkja, til heimilis á Engjavegi 8, Selfossi, en harin lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 2. febrúar sl. eftir langa og erfiða baráttu gegn sjúkdómi sem læknavísindin kunna engin ráð við. Marvin fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1928, sonur hjónanna Frímanns Einarssonar frá Þingskál- um og fyrri konu hans, Maríu Björnsdóttur. Móður sína missti Marvin aðeins 10 daga gamall og þá gekk Kristín Ólafsdóttir honum í móðurstað, en Kristín varð síðar seinni kona Frímanns. í Reykjavík elst Marvin upp til 10 ára aldurs, en þá flytur Frímann með fjölskyldu sína austur að Borg í Eyrarbakkahreppi. Frá veru sinni á Borg átti Marvin margar góðar minningar, enda var Eyrarbakki í þá daga höfuðstaður Suðurlands og þar í plássi voru mikil umsvif sem vöktu áhuga ungs manns. Þegar Marvin er 17 ára flyst hann að Selfossi og ræður sig til vinnu hjá Bifreiðasmiðju Kaupfélags Árnes- inga sem þá var í miklum vexti og starfsmenn þar voru annálaðir fyrir vönduð og góð vinnubrögð. Við slíkar aðstæður lærir Marvin iðn sína, bifvélavirkjun. Hjá KÁ starfar Marvin samfleytt í 24 ár, en frá 1969 rak hann eigið verkstæði á Engjavegi 3, ásamt samstarfsfé- laga sínum, Ármanni Einarssyni, og síðustu árin vann Marvin svo í bílskúrnum heima hjá sér við bif- reiðaviðgerir. Aðallega fékkst Mar- vin við bifreiðaréttingar og fór gott orð af honum fyrir einstaka vand- Hvolhreppi, sá fimmti í röðinni af átta börnum þeirra hjóna en þau voru Pálína, f. 14. október 1887, Þorbjörg, f. 30. mars 1889, Soffía, f. 16. ágúst 1893, Jóhanna, f. 27. febrúar 1896, afí, f. 11. september 1897, Sigurður, f. 19. mars 1900, Björn, f. 22. febrúar 1902, og Ást- rós, f. 13. nóvember 1905 og nú eru aðeins tvö eftir af þessum stóra systkinahóp, þau Ástrós og Sigurð- ur. Ungur að árum flutti afi með foreldrum sínum frá Klasbarða að Norðurhjáleigu í sömu sveit. Eins og þá var títt mun skólaganga hafa verið lítil en notadijúg það sem var, því áhugi var nægur og vottur þess var fögur rithönd og góð reikn- ingskunnátta, en um eiginlegt nám var ekki að ræða hjá fátækum al- þýðuheimilum í þá daga. Fljótlega eftir fermingu fór afi á vertíð til Vestmannaeyja, starfaði þar bæði til sjós og lands og var alstaðar eftirsóttur sökum dugnaðar og lag- virkni. í Vestmannaeyjum kynntist hann ömmu minni sem ég því mið- ur sá aldrei, hún hét Margrét Ein- arsdóttir frá Nýjabæ undir V-Eyja- fjöllum. Þau gengu í hjónaband 28. janúar 1928. Þá um vorið hófu þau búskap í Norðurhjáleigu í félagi við foreldra afa. Á vordögum 1930 fluttu þau að Vesturholtum, V-Eyjafjallahreppi og bjuggu þar, þar til amma lést í júlí 1958. Eftir það bjó afi með dóttur sinni og tengdasyni til ársins 1962 er hann flutti til Reykjavíkur til sonar síns og tengdadóttur, en hjá þeim átti hann heimili þar til hann lést í Borgarspítalanum 3. þessa mánað- ar. Afí og amma eignuðust fjögur börn, tvö fæddust andvana, þau sem lifa eru Einar, f. 1928 og Ingi- björg, f. 1930, auk þess gekk afi í föðurstað Kristni syni ömmu og leit ætíð á hann sem sitt barn, einn- ig var Lárus, síðar tengdasonur hans, nokkur ár hjá þeim og fleiri börn voru hjá þeim í sumardvöl. Ekki hefur verið búsældarlegt í Vesturholtum er þau hófu þar bú- skap. Til þess að komast að bænum var yfir fúakeldur að fara svo að Jón Sigurðsson ________________________________35 virkni og snyrtimennsku, enda var ævinlega mikið að gera á verkstæð- inu við Engjaveginn. í einkalífi sfnú var Marvin mikill gæfumaður, bæði það að hann ólst upp á góðu heimili, í stórum og glaðværum systkinahópi og svo síðar þegar hann stofnar til sinnar eigin Ijölskyldu, en 10. ágúst 1952 kvænist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Helgadóttur frá Miðhúsum í Gnúpveijahreppi. Þau Marvin og Ingibjörg eignuð- ust 6 mannvænleg börn og í dag eru barnabörnin orðin 10 talsins. Með fjölskyldu sinni fann Marvin sína lífsfyllingu. Hann var konu sinni traustur eiginmaður og börn- um sínum góður og mildur faðir, enda urðu þau öll mjög elsk að honum, sem og tengdabörnin og barnabörnin, því nú er sárt saknað góðs manns sem fallinn er frá, langt fyrir aldur framn. Árið 1982 reisti fjölskyldan sér sumarbústað í landi Miðhúsa í Gnúpveijahreppi og þar undi Mar- vin sér vel við útiveru og trjárækt. Ekki var síðri áhugi hans heima fyrir við ræktun heimilisgarðsins á Éngjavegi 8 þar sem hann tók virk- an þátt. í umhirðu garðsins með eig- inkonu sinni, og fengu þau viður- kenningu fyrir fallegan garð í fyrra- sumar. Þannig var og um annað sem Marvin fór höndum um, allt var vel gert og umhirðan einstak- lega góð. Bílarnir sem hann átti voru alltaf eins og nýir, vandlega bónaðir og snyrtilegir. Marvin lagði sig fram við að halda góðum tengslum við skyld- menni sín og vini. Hann var ólatur við að heimsækja sína nánustu, og á heimili hans var ætíð gestkvæmt. Nú þegar leiðir skilja er mér efst í huga þakklæti fyrir þær samveru- stundir sem ég átti með Marvin og þá ekki síður þakkir fyrir alla hjálp sem svo fúslega var innt af hendi ef á þurfti að halda. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Valdimar Bragason hestar lágu nærri í. Húsakostur lélegur, tún þýfð og ógirt, en afi hófst handa, bætti heimreiðina, byggði upp hús, hlóð garð kringum túnið og girti, sléttaði tún og engj- ar og þurrkaði. Þama hefur mikið starf verið unnið, því fyrstu árin fór afí á vertíð til Vestmannaeyja. Hlut- ur ömmu hefur verið ómældur í þessu öllu enda bæði alþekkt að vinnusemi og dugnaði. Frá Eyja- fjallasandi reri afi á áraskipi, meðan gömlu skipunum Happasæl og Breka var haldið úti. Þar sem ann- arstaðar var hann eftirsóttur verk- maður. Um þessi ár afa mætti skrifa langt mál en mig brestur þekking til þess. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en afi væri einn af fjölskyldunni, var hann þá oft að smíða ýmislegt smálegt handa okk- ur bræðrunum, sleða, bíla, hús, staf sem ég notaði er ég átti erfitt um gang eftir slys o.fl. Afi ferðaðist mikið með pabba og mömmu og okkur bræðrunum, fórum við vítt um landið bæði í byggð og óbyggð og naut hann þessara ferða, einnig hafði hann mjög gaman af að veiða á stöng og var lúsfiskinn eins og sagt er. Þegar maður lítur yfir liðin ár og minnist afa verður manni ljósara hvers virði sú samfylgd hefur verið á lífsgöngunni, hún var mér mikils virði á uppvaxtarárunum og til hins síðasta, fyrir það ber að þakka nú. Afi var varkár í sínum áætlunum, reisti sér ekki hurðarás um öxl, að standa í skilum og vera sjálfbjarga. Hér er stiklað á stóru í lífssögu afa, án efa hefur mörg ævisagan verið skrifuð af minna tilefni Ég kveð afa minn með miklum söknuði. Guð blessi minningu hans. Yfir haf, sem heima skilur héðan leitar sálin þín. Alvaldshöndin upp þig leiðir inn í dýrðarrikin sín. Vertu sæll! Við sjáumst aftur saman 511, er lífið þver. Far vel, vinur! fijáls úr heimi! Friður Drottins sé með þér. . (Sáltnur,). Grétar J. Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.