Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 22
8£ reei HAuaaaí .e HUDAaaAOUAJ aiaAjawuoaoií 22 1----:------~ MÖRGUNBLAÐIÐ IAUGARDÁGUR“9.'FEBRUAR'199T' Evrópuþingið um Eystrasaltsríkin; ■ MOSKVU. Höfuðsmaður í sov- éska flughernum fórst fyrr í vik- unni þegar orrustuþota hans hrap- aði, að sögn dagblaðsins Krasnaya Zvezda á föstudag. Blaðið er gefíð út af sovéska vamarmálaráðuneyt- inu. í blaðinu sagði að vélin, sem er af gerðinni Su-27 og flogið var af Pavel Ettinger, hefði horfið af radarskjám eftir 22 mínútna æf- ingaflug nálægt borginni Khab- arovsk á miðvikudag. Björgunar- menn á þyrlu fundu brak vélarinnar í þéttum skógi daginn eftir. Rann- sókn stendur yfír á atburðinum. ■ STOKKHÓLMI. Sölusamn- ingur sænskra bænda á hveiti til Sovétríkjanna virðist ekki ætla að ganga eftir vegna deilu um ábyrgð lána, að sögn talsmanna Sölusam- bands sænskra hveitiframleiðenda á föstudag. Per Ericsson, útflutn- ingstjóri samtakanna, sagði að Sov- étmenn hefðu viljað fá tveggja ára greiðslufrest vegna kaupa á 500.000 tonnum af hveiti en stjóm sænska útflutningslánasjóðsins vildi aðeins veita 6 mánaða frest. Formaður stjórnarinnar, Ragnar Solman, sagði: „Stefna okkar er að veita ekki langtímalán vegna skammtímaneyslu.“ ■ AÞENU. Brak grískrar her- flutningavélar, sem saknað hafði verið síðan á þriðjudag með 63 manns um borð, fannst í gær á fjall- stoppi I Mið-Grikklandi, að sögn háttsettra herforingja. Lögreglu- maður sagði að það væri algjört kraftaverk ef einhver hefði lifað slysið af. Herþyrla fann brakið á toppi Othris-fjalls og sérstakar hersveitir vom sendar til að brjót- ast í gegnum tveggja metra þykkan snjó til að komast að slysstaðnum. Ekki er vitað hváð olli slysinu en óvenjuvont veður hefður verið á svæðinu þar vélin fórst síðustu þrjár vikur. ■ ANKARA. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að veita 82 milljónum Bandaríkjadala í aukahernaðarað- stoð til Tyrkja, að sögn bandaríska sendiráðsins í Tyrklandi í gær. Tyrkland er eina aðildarríki Atl- antshafsbandalagsins sem á landamæri að írak og hafa Tyrki gefíð leyfí fyrir því að bandarískar orrastuvélar fari í árásarferðir frá herflugvöllum í Tyrklandi. Tals- maður sendiráðsins sagði að yfír- völd í Washington hefðu samþykkt að veita 82 milljónum dala til við- bótar 553,4 milljónum sem sam- þykktar höfðu verið. Tyrkland er þriðji stærsti viðtakandi hemaðar- aðstoðar frá Bandaríkjunum og eft- ir ísrael og Egyptalandi. ■ FENEYJUM. Síkin í Feneyjum eru ísi Iögð vegna kuldakasts, sem gengur nú yfír Evrópu. Embættis- menn segja að ísinn valdi erfiðleik- um við matvæladreifingu til mið- borgarinnar. Á Norður-Italíu hefur skólum verið lokað vegna snjóa og íss. Nokkrum flugvöllum við Adría- hafsströndina hefur verið lokað og tafír hafa orðið á lestarferðum. ■ KAUPMANNAHÖFN. 13.000 íbúar í höfuðstað Grænlands, Nuuk, skulda hinu opinbera 241 milljón DKR. Flestir skulda húsa- leigu fyrir félagslegt húsnæði. Á vegum bæjarfélagsins er 621 leigu- taki, af þeim eru aðeins 79 sem ekki skulda húsaleigu. Greinilegur klofningur í af- stöðu til sjálfstæðiskrafna Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Á AUKAÞINGFUNDI Evrópu- þingsins í vikunni komu fram skiptar skoðanir um afstöðuna til Eystrasaltsríkjanna. Hluti þingmanna hvatti þau til að sýna þolinmæði, meira væri um vert að treysta umbætur Míkhaíls Gorbatsjovs í sessi en að ýta und- ir ótímabærar kröfur ríkjanna sem héfðu aldrei verið hluti Sov- étríkjanna heldur hernumin af þeim. Frans Andriessen úr fram- kvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins (EB) hvatti þingmenn til að afgreiða tæplega tveggja milljarða króna neyðaraðstoð við Sovétríkin í þessum mánuði. Greinilegur klofningur kom fram á þinginu í afstöðu þingmanna til sjálfstæðiskrafna Eystrasaltsríkj- anna. Annars vegar eru þeir sem vilja styðja við endurbótastefnu Gorbatsjovs hvað sem það kostar og hins vegar þeir sem telja að stuðningur við sjálfstæðiskröfur Eystrasaltsríkjanna eigi að hafa Frans Andriessen Reuter allan forgang inna EB. Þýski jafn- aðarmaðurinn Magdalene Hoff sagði að ekki ætti að sniðganga kröfur Eystrasaltsríkjanna en þau Saljút-geimstöðin kom niður í Andesfjöllum Colorado Springs. Reuter. LEIFAR sovésku geimstöðvarinnar Saljút sjöundu hröpuðu til jarðar í Andesfjöllum í Argentínu, að sögn talsmanns stjórnstöðvar banda- rísku geimferðastofnunarinnar í Cheyennefjalli. Þaðan var fylgst með því er geimstöðin kom inn í andrúmsloftið í fyrrinótt og varð að eldhnetti á himnum. Saljút-stöðin kom inn í gufu- hvolfið klukkan 3.44 að íslenskum tíma aðfaranótt fímmtudags. Geim- farið var 40 tonn að þyngd og á stærð við stóra rútu. Kviknaði í því vegna loftmótstöðu og sagði tals- maður geimferðastofnunarinnar á Cheyenne-fjalli að bjarminn hefði lýst upp himinhvolfið. Sovéska fréttastofan TASS full- yrti að Saljút-stöðin hefði brunnið upp í andrúmsloftinu. Áður höfðu fulltrúar sovésku geimvísindastofn- unarinnar sagt að allt að 250 hlut- ar stöðvarinnar sem vega samtals um tvö tonn myndu falla. alla leið til jarðar. Ekki hafði verið gengið úr skugga um það á fímmtudag hvort brak væri að finna í Andes- fjöllunum en talsmaður bandarísku geimferðstofnunarinnar fullyrti að hlutar stöðvarinnar hefðu fallið til jarðar. Hún hefði verið smíðuð með það í huga að komast í gegnum gufuhvolfið án þess að brenna upp. yrðu á móti að taka tillit til ann- arra hagsmuna en sinna eigin. Leo Tindemans, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Belgíu, lagði hins vegar áherslu á sérstöðu Eystrasaltsríkj- anna, þau væru hernumin og staða þeirra á engan hátt sambærileg við önnur ríki Sovétríkjanna. Danski þingmaðurinn Niels Anker Kofoed sagði að Eystrasaltsríkin væru alls ekki ein af lýðveldum Sovétríkjanna heldur sjálfstæð fullvalda ríki sem hernumin væru gegn vilja íbúanna. Hann hvatti til þess að send yrði þingmannanefnd U1 Eystrasaltsríkj- anna sem fyrst. í sama streng tók breski íhaldsmaðurinn Christopher Beazly, sem vísaði til þess að nú þegar hefðu danska og norska þing- ið send sendinefndir auk þings Evr- ópuráðsins. í máli þingmanna kom fram að ekkert væri því til fyrirstöðu að einstök aðildarríki EB viðurkenndu Eystrasaltsríkin og tækju upp stjórnmálasamband við þau. Spænski sósíalistinn Carlos Bru Puron hvatti þjóðirnar við Eystra- salt til að sýna þolinmæði, þær væru búnar að bíða í fímmtíu ár, þær gætu þess vegna beðið lengur, ef til vill ekki fímmtíu daga heldur fímmtíu mánuði, frekar en að hætta á gagnbyltingu íhaldsaflanna í Sov- étríkjunum. Frans Andriessen, sem fer með samskipti við ríki utan EB innan framkvæmdastjómarinnar, beindi því til þingmanna að afgreiða áætl- un um neyðaraðstoð við Sovétríkin á þingfundi í mánuðinum og sömu- leiðis aðstoð við Rúmeníu og Búlg- aríu sem tilheyrir sama málinu. Að undirlagi Frakka mætti fulltrúi Lúxemborgar, sem situr í forsæti ráðherraráðs EB, ekki á fundinn vegna þess að hann var haldinn utan Strasborgar. Búkarest-búi mokar snjó með innrömmuðu málverki af Elenu, konu Nicolae Ceausescus fyrrverandi einræðisherra Rúmeníu. Óvenju snjóþung’- ur vetur í Evrópu Lundúnum. Reuter. HRIÐARBYLUR og snjókoma hefur valdið usla í Evrópu undan- fama þijá daga og hefur veturinn víðast hvar verið sá kaldasti í áraraðir. Átta manns létust í umferðar- slysum í Frakklandi á fimmtudag vegna ófærðar. Snjór féll á Frönsku rívíerunni í fyrsta sinn í fímm ár og var um 20 cm djúpur í gær. í borgunum Charleville og Troyes í austurhluta Frakklands var 15 gráða frost og í París var kuldinn svo_ mikill að eldsneyti vörubíla fraus þannig að þeir tepptu umferð. Þá hijáðu kuldar fólk í Rúm- eníu, þar sem eldsneyti er af mjög skornum skammti. Þarlend yfír- völd hafa gripið til þess ráðs að loka nokkrum verksmiðjum í tvo mánuði til að Rúmenar geti kynt heimili sín í vetur. Um 250.000 verkamenn hafa lagt niður vinnu vegna spamaðaraðgerðanna. „Þetta er næstum eins og á valda- tíma Ceausescus," sagði rúmensk húsmóðir og minntist með hryll- ingi kulda og rafmagnsleysis er Nicolae Ceausescu var við völd í Rúmeníu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.