Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 23
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991 23 Evrópubandalagið: Litlar líkur á samkomulagi í GATT-viðræðunum í bráð Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FRANS Andriessen, sem fer með samskipti Evrópubanda- lagsins (EB) við ríki utan þess, segist mjög svartsýnn á að ár- angur náist í GATT-viðræðun- um um alþjóðaviðskipti og tolla- mál á næstunni. Landbúnaðarráðherrar EB hafa lýst því yfir að tilslakanir þeirra frá í desember séu ekki lengur í gildi en búist er við því að fram- kvæmdastjórnin fái heimildir til smávægilegra tilslakana á fundum GATT í Genf. Utanríkis- og landbúnaðarráð- herrar EB ræddu stöðuna í GATT-viðræðunum á fundum á mánudag og þriðjudag í Brussel. Utanríkisráðherrarnir töldu litlar líkur á því að samkomulag lægi fyrir 1. mars og sögðu þá dagsetn- ingu ekki skipta sköpum en samn- ingsumboð Bandaríkjastjórnar frá þinginu rennur út þann dag. í yfir- lýsingu lögðu ráðherrarnir áherslu á að viðræðunum yrði lokið sem fyrst og beindu því til fram- kvæmdastjórnarinnar að hún neytti allra bragða til að svo gæti orðið. Landbúnaðarráðherrarnir lögðu hins vegar áherslu á að samnings- umboð framkvæmdastjórnarinnar ..frá 6. nóvember í fyrra stæði enn. Tilslökunum EB hefði verið hafnað á GATT-fundinum í Brussel og þess vegna væru þær úr gildi falln- ar. Þá höfnuðu ráðherrarnir því að landbúnaðarmálin væru tekin úr samhengi við aðra þætti GATT-viðræðnanna. Austurríki: Sönnimargögn í 14 ára sakamáli koma fram ERLENT Vín. Reuter. RANNSÓKNARMENN, sem safna sönnunargögnum í einu stærsta og dularfyllsta morð- og svikamáli sem upp hefur komið í Austurríki, hafa hugsanlega fundið flak skips sem sökk í Ind- landshafi fyrir 14 árum, að sögn austurrískrar útvarpsstöðvar. Dómstóll í Vín fyrirskipaði Ieit að flakinu í maí á síðasta ári til að reyna að komast að því hvort skipið hefði hugsanlega verið sprengt í loft upp af ásettu ráði. Talsmaður dómstólsins sagði að myndband, sem tekið var úr litlum kafbáti, sýndi málmstykki um það bil á þeim stað þar sem skipið sökk og á þeim væri nafn fyrirtækis í eigu Udo Proksch. Proksch hefur verið kærður fyrir tryggingasvik að upphæð rúmlega 2,5 milljarðar ÍSK og morð á sex manna áhöfn skipsins Lucona, sem fórst þegar skipið sökk fyrir sunnan Indland árið 1977. Farmur Lucona átti að hafa verið mjög verðmætur kjarn- orkubúnaður en rannsóknarmenn telja hann hafa verið verðlaust drasl. Lucona-málið leiddi til afsagnar tveggja stjórnmálamanna í Sósíal- istaflokknum, þeirra Karls Blecha, fyrrverandi innanríkisráðherra, og Leopolds Gratz, fyrrverandi ut- anríkisráðherra. E vr ópubandalagið: Viðræður um aukaaðild þriggja ríkja Brussel. Reuter. VIÐRÆÐUR hófust í gær um aukaaðild Tékkóslóvakíu, Pól- lands og Ungverjalands að Evr- ópubandalaginu (EB). Slíkir samningar um aukaaðild myndu koma til viðbótar núgildandi viðskipta- og samstarfssamningum EB og þessara ríkja. Ríkin þijú líta á aukaaðild sem undanfara fullrar aðildar. Talsmaður framkvæmda- stjórnar EB sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna . að næst myndu hefjast viðræður við Búlg- aríu og Rúmeníu um svokallaða „Evrópusamninga“. Frans Andries- sen sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórninni heimsækir löndin fimm í byijun næsta mánað- ar til að meta samningsstöðuna. Reuter Bæjarar bregða á leik íárlegum hátíðahöldum Þessir ungu Bæjarar létu ekki 17 gráða frost aftra sér frá því að taka þátt í hátíð, „Fasching", sem haldin er árlega um þetta leyti í Bæjaralandi. Á hátíð þessari klæðast menn alls kyns skrautlegum búningum og standa fyrir ýmsu sprelli. Þátttaka í hátíðahöldunum mun hafa verið minni en áður vegna ótta manna við hryðjuverk í tengslum við stríðið fyrir botni Persaflóa. ii Lágmúla 5, sími 681555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.