Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991 Landsbyggðin situr við annað o g verra borð í húsnæðismálum eftir Halldór Blöndal Augn manna eru smátt og smátt að opnast fyrir því, að Jóhanna Sig- urðardóttir hafi ekki yfirsýn yfir húsnæðismálin. Byggingarsjóður ríkisins er kominn í greiðsluþrot, eins og kunnugt er af fréttum. Og það sem verra er: Fólk verður að sættá sig við svo mismunandi vaxta- og greiðslukjör, að hér er að verða mesti lífskjaramunur hjá ungu fólki, sem orðið hefur frá stríðslokum. Þeir, sem fjármagna íbúðir sínar með húsbréfum, sæta afarkostum borið saman við hina, sem komast inn í félagslega kerfið. Munurinn á greiðslubyrði af 5 millj. kr. láni er ekki minni en 400 þús. kr. á ári eftir því hvemig afföll eru reiknuð. Eg þekki dæmi af ungum hjónum á Akureyri, sem hafa ekki meiri tekjur en svo, að þau eru innan við Samgönguráðherra um jarðgangagerð á Vestfjörðum: Hef traustar heimild- ir til að hefja útboð STEINGRÍMUR J. Sigfússon, samgönguráðherra, segist ætla að heimila Vegagerð ríkisins að senda út útboðsgögn á næstu dögum vegna jarðgangagerðar á Vestfjörðum. Segir hann að stofnað hafi verið til framkvæmdanna með góðum undirbúningi. Steingrímur segir að Alþingi hafi þegar veitt mjög traustar heimildir til að hefja undirbúning verksins með útboði enda þótt ekki sé búið að afgreiða lántökuheimild í lánsfjárlagafrumvarpinu. Kveðst hann eiga von á að það hljóti afgreiðslu innan tveggja vikna á alþingi. Steingrímur sagði að fyrir lægi undirbúningsíjárveiting á vegaá- ætlun síðasta árs. Þá hafi Alþingi gert sérstaka samþykkt á sl. vori um að hraða skuli þessum fram- kvæmdum og þær fjámagnaðar með tilteknum hætti, m.a. með lán- tökum til viðbótar tekjustofnum á vegaáætlun. „Fyrsti áfangi þeirrar lántöku 120 fm íbúðir til sölu Á veðursælum stað í Grafarvogi eru vel skipulagðar íbúðir til sölu. Góðar suðursvalir. Stórar stofur. Þvotta- hús á hæðinni. Bílskúr fylgir. íbúðirnar eru til sýnis fullbúnar á næstu dögum. Örn ísebarn, byggingameistari, sfma 31104. 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJÓRI KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRl. löggiltur fasteignasali Til sölu er að koma m.a. eigna: Góð íbúð við Vesturberg 4ra herb. íbúð á 1. hæð, 95,6 fm. Teppi, harðviður, Danfosskerfi. Sér lóð. Sólverönd. Rúmg. geymsla. Gott lán. Sanngjarnt verð. Séríbúð í Laugarneshverfi 3ja herb. jarðh./kj., 84,5 fm nettó. Lítið eitt niðurgrafin. Sérinng. Sérhiti. Nýtt gler og fl. Ágæt sameign.Vinsæll staður. Sanngjarnt verð. Nýendurbyggð séríbúð 2ja herb. á jarðh./kj. 53,5 fm nettó. Á vinsælum stað í Skerjafirði. Öll nýendurbyggð. Allt sér. Tvíbýli. Laus strax. Gott húsnæðislán fylgir. Góð íbúð með bílskúr 2ja herb., bæði við Stelkshóla og við Nýbýlaveg, Kóp. Vinsaml. leitið nánari upplýsinga. Sérhæð við Miklubraut Endurnýjuð 4ra herb. efri hæð um 100 fm nettó. Tvennar svalir. Rúm- gott geymsluris. Verð aðeins 7,7 millj. Á einni hæð við Yrsufell Endaraðhús ein hæð með sólstofu, rúmir 150 fm. Nýl. parket og fl. Góður bílskúr 23,1 x2 fm. Verð aðeins 10,5 millj. Eignaskipti möguleg. Lítil hæð með góðu láni 2ja-3ja herb. efri hæð í þríb.húsi í Norðurmýri. Nýtt eldhús. Nýl. sturtu- bað. Húsnæðislán 2,3 millj. í lyftuhúsi við Hrafnhóla Stór og góð 4ra herb. íb. á 5. hæð. Tvöf. stofa, 3 svefnherb. Frábært útsýni. Laus 1. apríl nk. Tilboð óskast. Þurfum að útvega fjársterkum kaupendum Einbýlishús eða raðhús í Mosfellsbæ, borginni, Kópavogi, Garðabæ eða Hafnarfirði. Æskilegar stærðir: 150-200 fm auk bílskúrs. Ýmiskon- ar eignaskipti möguleg. • • • Opið ídag kl. 10-16. Gott einbýlishús óskast til kaups á Seltjarnarnesi. Fjársterkur kaupandi. ALMENNA FflSTEIGNASALAM LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 tekjumark verkamannbústaða. Þau uppfylla þar með skilyrði laganna um félagslegar íbúðir. En það hefur ekki dugað til. Þau hafa þess vegna tekið út sparifé sitt og vilja nú kaupa nýja íbúð á ftjálsum mark- aði. Húsnæðisstofnun hefur yfirfar- ið kostnaðaráætlun ungu hjónanna og samþykkt, að byggingarkostn- aður sé kr. 5.500.000 miðað við 15. janúar sl. Bréf þessa efnis er dag- sett 7. desember sl. í samræmi við þetta festu ungu hjónin kaup á íbúðinni og væntu þess að fá húsbréf fyrir kr. 3.575.000. Hinn 21. janúar skrifaði Húsnæðisstofnun annað bréf. Nú er ekki lengur miðað við 5,5 millj. kr., heldur kr. 4.920.000 og þar með er lánið til ungu hjónanna lækkað um 377 þús. kr. í kr. 3.198.000. Þessi ungu hjón eru ekki að fá neitt gefins. Þau verða að sætta sig við 12-15% afföll og raunvextir verða ekki lægri en 7% borið saman við 1% í verkamanna- bústöðum. Þessi ungu hjón hafa orðið fyrir barðinu á húsnæðis- stefnu Alþýðuflokksins og Jóhönnu Sigurðardóttur. Þau munar um 377 þús. kr. í húsbréfum. Skýringin á því, að Húsnæðis- stofnun vill ekki miða við bygging- arkostnað er sú, að lánið er „mark- aðstengt“ og íbúðin á Akureyri. Ég hélt því fram, að 5,5 millj. kr. væri markaðsverð, úr því að íbúðin seldist fyrir það á frjálsum markaði. Þá var mér undireins bent á, að nýjar íbúðir á Akureyri lækk- uðu um a.m.k. 10% um leið og flutt væri inn í þær, sem þær gerðu ekki í Reykjavík — hjá ungu hjónunum um 580 þús. kr. Ég þykist vita að matið sé lægra á Húsavík en á Akureyri og lækki enn, þegar kom- ið er norður í Norður-Þingeyjar- sýslu. Starfsfólk Húsriæðisstofnunar, sem ég hef kynnst og leitað til, er allt af vilja gert og vill leysa vanda- mál eins og ég hef hér rakið með því að bjóða upp á það, að endur- mat fari fram á viðkomandi íbúð. Gagnrýni mín beinist ekki að því, heldur ráðherranum og ríkisstjórn- inni. Þaðan koma fyrirmælin um, að fólk skuli ekki sitja við sama borð varðandi húsbréfin. Ég geri mér vonir um, að það dæmi, sem ég hef rakið leiðréttist. En síðara bréf Húsnæðisstofnunar hefur þeg- ar kostað leiðindi og valdið ungum hjónum þungum áhyggjum. Ég vona sannarlega að það takist að greiða úr þeirra málum. Halldór Blöndal „Og það sem verra er: Fólk verður að sætta sig við svo mismunandi vaxta- og greiðslukjör, að hér er að verða mesti lífskjaramunur hjá ungu fólki, sem orðið hefur frá stríðslokum.“ Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðuriandskjördæmi eystra. var tekinn inn í útgjaldatölu vega- gerðarinnar í fjárlögum sem Alþingi hefur þegar afgreitt, og er það um 350 milljónir króna, sem koma til viðbótar því fé sem reiknað er rrieð að renni. úr stórverkefnaflokki vegaáætlunar til Vestfjarða á þessu ári. Samtals gerir það nálægt 400 milljónum króna,“ sagði samgöngu- ráðherra. ífcOsisíM máíl Umsjónarmaður Gísli Jónsson Vilhelm G. Kristinsson í Reykjavík sendir mér efnismikið og vel skrifað bréf, og birtist hér meginhluti þess: „Kæri Gísli. Nú um nokkurt skeið hef ég í síauknum mæli orðið var við málnotkun sem ég leyfi mér að nefna yfirlætisfullt orðaval starfsmanna í heilbrigðisþjón- ustu, meðvitað eða ómeðvitað. Nefni ég hértvö dæmi um þetta: 1) „Heilsugæslustöðin við Hraunberg í Breiðholti óskar skjólstæðingum sínum gleðilegs árs.“ Þannig hljóðaði ein af mörgum nýárskveðjum í Ríkisútvarpinu um nýliðin ára- mót. Fleiri kveðjur voru lesnar frá læknum og hjúkrunarliði annarra hliðstæðra stofnana, allar til skjólstæðinga. 2) Aðspurður um reykinga- bann í sjúkrahúsum segir hjúkr- unarframkvæmdastjóri á Landa- kotsspítala í viðtali við Morgun- blaðið hinn 11. janúar sl.: „Ef við veltum því fyrir okkur, hveij- ir það eru, sem sækja þjónustu til sjúkrahúsa, þá eru það skjól- stæðingar, sem sjúklingar ann- ars vegar og aðstandendur sjúkl- inga hins_ vegar.““ Vilhelm heldur áfram: „Þetta skjólstæðingatal hef ég heyrt víðar af munni starfs- manna heilbrigðisstofnana, einkum lækna og hjúkrunar- kvenna, og þykir mér það afar ósmekklegt. Svo gæti virst sem starfsmenn hefðu tekið sig sam- an um að tala niður á viðskipta- menn sína með þessum hætti. Málvitund mín segir mér að skjóístæðingur sé einhver sem á undir högg að sækja og nýtur velvilja samborgara sinna. Þann- ig lætur vel í mínum eyrum þeg- ar talað er um skjólstæðinga Mæðrastyrksnefndar, skjólstæð- inga Hjálparstofnunar kirkjunn- ar og skjólstæðinga móður Ther- esu. Að mínu viti er skjólstæð- ingur sá sem hlífiskildi er haldið yfir í lífsins ólgusjó. Ég get ekki sætt mig við að maður, sem leitar í sjúkrahús eða á lækningastöð til þess að fá við kvefi eða láta taka úr sér kirtla, sé skjólstæðingur starfs- manna sem hann á viðskipti við. Ekki fremur en að hann væri skjólstæðingur bifvélavirkjans sem setti nýjan blöndung í bílinn hans.“ Hér fellir umsjónarmaður niður ofurlítinn hluta bréfsins, en svo tekur Vilhelm aftur til máls: „Best gæti ég trúað að þarna væru menn að þýða erlenda orð- ið „client“ ög væru feimnir við að nota orðið sjúklingur. Mér þykir hins vegar ekkert óeðlilegt við orðið sjúklingur, eða einfald- lega viðskiptavinur eða við- skiptamaður þegar sá sem eftir þjónustu leitar er ekki sjúkur. Ég gæti líka unað því vel að vera nefndur gestur á stofnun, væri ég að heimsækja sjúkling sem þar dveldist sér til heilsubót- ar...“ „Úr því að ég er farinn að fetta fingur út í málnotkun starfsmanna heilbrigðiskerfisins get ég ekki látið hjá líða að nefna annað dæmi sem angrar mig afskaplega mikið. Það er þegar starfsmenn tala um að vinna með fólk. Þroskaþjálfar, félags- ráðgjafar, sjúkraþjálfarar og margir fíeiri segjast vinna með fólk, rétt eins og þeir væru kjöt- iðnaðarmenn. Trúlega er hér um að ræða áhrif frá dönsku eða öðrum skandinavískum málum, þar sem mikill fjöldi starfsmanna í þessum starfsgreinum hefur sótt sér menntun og fyrirmyndir til frændþjóða okkar á Norðurlönd- um. Danir tala til að mynda um að „arbejde með folk“. Þegar þessum orðum er hins vegar snúið beint á íslensku verður úr þvættingur sem alls ekki er starfsmönnunum sæmandi og er beinlínis niðrandi fyrir þá sjúklinga sem hlut eiga að máli. Skömminni skárra væri að starfsmenn töluðu um að vinna með fólki, enda eru þeir í raun að vinna'með fólki að lausn vanda þess... Með bestu kveðju.“ 576. þáttur Umsjónarmaður þakkar þetta skörulega bréf. Hann hefur al- veg sömu skoðun á síðari lið þess og bréfritari, en þessu með skjólstæðingana hafði ég ekki veitt athygli. Ég geri fastlega ráð fyrir því, að skýring V.G.K. sé rétt, að þarna séu áhrif frá enska orðinu client. Fyrsta þýð- ing á því í orðabók Arnar og Orlygs er einmitt „skjólstæðing- ur“. I Nudansk ordbog segir hins vegar undir klient meðal annars: „ogsá om læges patient- er og om modtagere af sociale ydelser“, en það mun þýða: einn- ig um sjúklinga læknis og þá sem þiggja félagslega aðstoð. Eins og fyrri daginn eru svo lesendur hvattir fremur en lattir til þess að láta frá sér heyra um álitamál eins og hér hefur verið hreyft. Jón Ólafsson frá Grunnavík (1705-1779) ritaði margt um málfræði, og þykir mönnum nú sem fræði hans séu nokkuð kími- leg. Hann hafði uppi þá kenn- ingu, að öll orð væru styttingar. Dæmi: köttur ■*- kömpóttur, grænn <— grasvænn, hundur ■*- hússvandur, happ ■*- handa- klapp, kona V- karl vonandi, dauður ■*- dugauður, karl •*- kappharðligur, milti ■*- maga- veltandi. (Sjá tímaritið Islenskt mál, 10.-11. ár.) Færi betur að ekki væri bros- að að okkar lærdómsskrifum eftir 250 ár, eða skiptir það kannski engu? Hlymrekur handan kvað: Ég vil banana heldur en ber, og brauð kýs ég fremur en smér, og um hárið á mér: mér finnst flott að það er, en djöfulli fúlt ef það fer. P.s. í síðasta þætti umsnerist dánarár Sturlu Þórðarsonar og varð „1248“ í stað 1284. Beðist er afsökunar á þessu. tUÍVLÁáéAaiíÁAit-ji 14. *í 1 AééiAAAs* íi • ÍÍiii 2 1 4 ií l.í-* «: -".i - ji'ii-iíiljjíliíiii ,|‘F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.