Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 48
lor^iimMafoiíí VOLVO Besti vinur sjómannsins! LAUGARDAGUR 9. FEBRUAR 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Hekla gýs með hléum EKKI gaus í Heklu í gær, en í *Tyrradag var þar nokkuð ösku- gos. Daginn þar áður gaus ekk- ert. Að undanförnu má segja að það hafi gosið annan hvern dag. Að sögn Páls Einarssonar, jarð- eðlisfræðings, sem er við Heklu, var ekkert gos sjáanlegt í gær en nokk- uð öskugos var í fyrradag. Á mið- vikudag var nokkuð um sprengingar í gígnum. Páll sagði í gærkvöldi að enginn bjarmi sæist frá fjallinu og svo virtist sem gosið lægi niðri. Engin aska hefði komið úr Heklu síðustu tvær vikurnar, en ómögulegt væri að segja fyrir um hvort Hekla væri hætt að gjósa. „Hún á það til að rífa sig upp aftur,“ sagði Páll. Fulltrúa frá Alþingi boð- ið til Litháen FORSETAR Alþingis munu á mánudaginn ræða erindi Litháa þess efnis að fulltrúi þingsins taki " átt í hátíðarhöldum þar laugar- ginn 16. febrúar, sem er fyrr- verandi þjóðhátíðardagur Litháa. Guðrún Helgadóttir, forseti sam- einaðs þings, sagði í gærkvöldi að erindi um ráðstefnu, sem hófst á fimmtudaginn var og lýkur laugar- daginn 16. febrúar, hefði borist á miðvikudaginn. „Erindið var mjög óljóst og kom of seint til að við gætum sent full- trúa á ráðstefnuna sjálfa. Ég mun hins vegar taka það fyrir á forseta- fundi á mánudaginn hvort einhver fer á sjálfa hátíðina sem verður 16. febrúar,“ sagði Guðrún. Flugveður eftir fárviðri Morgunblaðið/RAX Taxti leignbíla hækkar um 4% TAXTI leigubíla hækkaði á fimmtudaginn um 4%, en verð- lagsráð heimilaði hækkunina á fundi í síðustu viku. Hækkunin var fyrst og fremst heimiluð vegna hækkunar sem orð- ið hefur á dísilolíu, en einnig vegna launahækkana og hækkunar á þungaskatti. Þingsályktun um Litháen verður flutt á mánudag: Sj álfstæðisviðurkenning frá 1922 verður ítrekuð Málið kynnt fyrir bandalagsþjóðum og óskað viðræðna við Sovétmenn SAMKOMULAG er um það í ut- anríkismálanefnd Alþingis að flutt verði þingsályktunartillaga um að viðurkenning Islendinga á sjálfstæði Litháens frá 21. janúar 1922 sé í fullu gildi. Þingsályktun- artillagan verður flutt í þinginu á mánudag, og mun einnig gera ráð fyrir að þingið feli ríkisstjórn- inni að verða við þeirri ósk lithá- enskra stjórnvalda að koma á stjórnmálasambandi ríkjanna. Formenn allra stjórnmálaflokka áttu fund í gær og náðist þar sam- staða um að hvika í engu frá þeirri stefnu að taka upp sljórn- málasamband við Litháa. Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, og Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, hafa áður sagt að ekki sé þörf á að ítreka viðurkenninguna á sjálfstæði Lithá- Allgóð loðnuveiði skammt frá Hornafirði: „Maður verður bjartsýnn þegar hún kemur sér tíl“ ÞRJÚ skip, sem taka þátt í loðnuleitarleiðangri Hafrannsóknastofn- unar, veiddu þokkalega skammt út af Hornafirði í gærkvöldi. Það eru Grindvíkingur GK, Guðmundur VE og Bjarni Olafsson AK og voru þau öll langt komin að fylla sig í gærkvöldi. Að sögn Will- ards Olasonar skipstjóra á Grindvíkingi er loðnan falleg og á venju- legri hrygningarslóð. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur og leið- angurssljóri á Bjama Sæmundssyni sagði ekki vera hægt að kveða upp úr með hvort meira væri af loðnu heldur en fyrri athuganir hafa gefið til kynna, fyrr en búið væri að athuga þessa göngu nánar. Willard sagði að þetta væri eðli- að henni í dag.“ Willard sagði legt ástand, eins og var út af Homafírði í gærkvöldi. Hann vildi ekkert segja um hvort nóg væri af loðnunni. „Maður verður oft bjartsýnn er hún kemur sér til. En við erum búnir að sjá töluvert þessa loðnu sem veiddist í gær vera mjög góða og á venjulegri gönguslóð hrygningarloðnu. Hann kvaðst ekki hafa heyrt neitt verð ennþá í gærkvöldi. „En, þeir bera sig vel sem eru að hringja, þá vantar loðnu, karla- greyin.“ Hjálmar Vilhjálmsson sagði ekki vera hægt að meta hvort ástand loðnustofnsins sé betra heldur en fyrri athuganir hafa gefið til kynna fyrr en búið væri að kanna þessar göngur nánar. „Ég treysti mér ekki til að segja um það fyrr en við erum búnir að skoða þetta. Það er ekki góður siður að slá ein- hvetju fram út í loftið,“ sagði hann. „Það hefur verið leiðindaveður hér þangað til í dag, þannig að við erum bara rétt nýbyijaðir að mæla. ens. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hins vegar lagt áherzlu á að svo verði gert. Jóhann Einvarðsson, formað- ur utanríkismálanefndar Alþingis, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að tæknilega væri það senni- lega rétt að ekki væri þörf á form- legri ítrekun. Hins vegar væri langt um liðið frá 1922 og ísland væri orðið sjálfstætt lýðveldi. „Þetta er dálítið móralskt atriði, og annað, sem skiptir máli, er að sjálfstæði Litháens hlaut viðurkenningu löngu fyrir ólögiegan samning Þjóðverja og Rússa og innlimun Eystrasalts- landanna í Sovétríkin. Það er verið að staðfesta að við höfum aldrei viðurkennt þá atburði,“ sagði Jó- hann. Texti þingsályktunartillögunnar er ekki frágenginn. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ekki fullt samkomulag um orðalag- ið á seinni liðnum um stjórnmála- samband, hversu sterkt þar eigi að kveða að orði. Unnið verður að því að ná samstöðu um orðalagið yfir helgina og munu formenn flokk- anna meðal annars koma nálægt því verki. Mikil áherzla er lögð á að ná fullri samstöðu. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði að loknum fundi flokksformannanna að ljóst væri að pólitísk samstaða væri um málið. „Menn viðurkenna það nú fúslega að þetta er ekki bara spurn- ing um einhveija daga. Svo ég nefni dæmi er lögð á það rík áherzla að .vanda undirbúninginn og einnig að kynna bandalagsþjóðum okkar rök- stuðning okkar og málsmeðferð, og jafnframt verður óskað eftir við- ræðum við stjórnvöld í Sovétríkjun- um til að skýra okkar málflutning. Þetta tekur Öhjákvæmilega ein- hvern tíma,“ sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin sagði að íslendingar vonuðu að aðrar þjóðir myndu sigla í kjölfarið er stjórnmálasamband við Litháen yrði tekið upp, en ekki væru miklar líkur á því nú. „Þær líkur kynnu að vænkast er við höf- um kynnt þeim okkar rökstuðning og hann er með þeim hætti að þær geti fallizt á hann.“ Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að lokn- um fundi flokksformannanna að umræður formannanna hefðu leitt til þess að samstaða ætti að geta orðið um áframhaldandi aðgerðir. Þorsteinn sagðist telja mikilvægt að kynna bandalagsþjóðum okkar málflutning íslendinga. Hann teldi mikilvægt að undirbúa og kynna aðgerðir ríkisstjómarinnar vel og það hlyti að taka einhvern tíma. „Aðalatriðið er að menn eru sam- mála um að hrökkva ekki til baka. Hvort formlegar lyktir málsins koma deginum fyrr eða síðar skipt- ir ekki höfuðmáli,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að væntanlegur samn- ingur Litháa við rússneska lýðveld- ið hefði mikla þýðingu fyrir Litháen og eðlilegt væri því að líta til hans, en samningurinn yrði aldrei for- senda eða skilyrði fyrir ákvörðunum íslendinga. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.