Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 29
 2¥ Framhaldsskólinn á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu: Boðið upp á nýjungar eins og ferðamála- og íþróttadeild FRAMHALDSSKÓLINN á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu var stofnað- ur fyrir rúmum tveimur árum og leysti þá af hólmi Héraðsskólann á Laugum, þannig að skólahald á staðnum á að baki rúmlega 65 ára sögu. Námsframboð skólans er fjölbreytt, þar er boðið upp á 10. bekk grunnskóla, fomámsdeild, almennt bóknám, viðskiptabraut og þá þefur skólinn bryddað upp á nýjungum. Á síðasta ári fór af stað sérstök iþróttadeild við skólann og nú í haust ferðamáladeild. Einnig er starf- rækt við skólann öldungadeild og farskóli í samstarfi við Framhalds- skólann á Húsavík. Rými er í skólanum fyrir 120 til 150 nemendur, en heimavist er við skólann og þar er starfrækt mötu- neyti auk þess sem í boði er þjón- usta með þvotta. Kennslustofur hafa verið gerðar upp, bókasafn skólans er gott, sérstofur eru til tungumála- kennslu og kennslu raungreina, þar er og tölvuver, kennslueldhús, sund- laug og nýlegt íþróttahús með sér- stökum þreksal. Páll Dagbjartsson skólameistari sagði að um þriðjungur nemenda væri úr nágrenninu, en aðrir nem- endur kæmu víðs vegar að af landinu, m.a. frá Vestfjörðum, Austfjörðum, Norðurlandskjördæmunum, Suður- nesjum, Suðurlandi og Reykjavík. Hann sagði skólagöngu manna sífellt að lengjast og sækti fólk í auknum mæli inn í skólana þegar þrengist á vinnumarkaði. Þegar svo væri hugsaði fólk, bæði nemendur og foreldrar, um atvinnumöguleika er það velur sér námsleið og í því sambandi mætti nefna að ferðamála- deild skólans hefur vakið mikla at- hygli enda sæi fólk að á því sviði væru margir ónýttir möguleikar. Áhugi fullorðinna á hvers kyns námi er vaxandi. í haust tóku fram- haldsskólamir á Laugum og Húsavík upp samstarf um fullorðinsfræðslu undir nafninu Farskóli Þingeyinga. Þar er öldungadeildamám og ýmis námskeið og hafa verið haldin nám- skeið á svæðinu allt frá Mývatns- sveit og að Raufarhöfn. Þátttakendur eru komnir hátt á annað hundrað. Kostur að hafa stórt og gott íþróttahús til umráða Unnar Vilhjálmsson er deildar- stjóri íþróttadeildar, en þar er um að ræða eina af nýjungunum í skóla- starfinu. Markmið deildarinnar er að koma til móts við þá nemendur sem hafa sérstakan áhuga á íþróttum og starfi tengdu þeim. Unnar sagði að deildin hefði nokkra sérstöðu miðað við aðrar slíkar í framhaldsskólum landsins, því mikil áhersla er lögð á sérgreinar svo og verklegar kennslu- æfingar, en nemendur deildarinnar taka þátt í íþróttakennslu ásamt íþróttakennurum bæði í sínum heimaskóla, Litlulaugaskóla og í Skútustaðaskóla í Mývatnssveit. Nám við íþróttadeildina tekur þijú ár og útskrifast nemendur með rétt- indi til leiðbeinenda- og þjálfunar- starfa sem viðurkennd eru m.a. af ÍSÍ og sérsamböndum þess. Unnar sagði að námið væri góð undirstaða fyrir þá nemendur sem hyggjast halda áfram námi og afla sér kennsluréttinda í íþróttum. í sumar er nemendum gert að skila 50 æf- ingatímum, en skólinn hefur for- göngu um að útvega nemendum störf hjá félagasamtökum eða sveitarfé- lögum yfir sumarið á meðan á nám- inu stendur við margskonar æsku- lýðsstarfsemi og er það hluti af heild- arnámi þeirra. „Okkar sérstaða byggist ekki síst á því að við höfum stórt og gott íþróttahús alveg fyrir okkur, en það er ekki víða sem svo háttar til því yfirleitt þurfa skólar að deila íþrótta- húsum með öðrum. Þetta gerir okkar nám markvissara og nemendur fá mikið að spreyta sig. Þeir kynnast öllum hiiðum málsins og vita því að námi loknu hvort þeim falli kennsla eða hvort þjálfun henti þeim betur,“ sagði Unnar. Sérstaða ferðamáladeildar byggir á miklu verklegu námi Nám í ferðamáladeild hófst við skólann síðasta haust og er Öm Þór Emilsson deildarstjóri þeirrar deildar, en nemendur á fyrsta starfsárinu eru 12. Námið er sérhæft og fellur ekki beint að hefðbundnu framhaldsskóla- námi, þó margir áfangar séu hinir sömu. Mikil áhersla er löefð á tungu- málakennslu, jafnt sem hinar ýmsu sérgreinar sem tengjast ferðaþjón- ustu, s.s. jarðfræði, sögu og landa- fræði, en að auki er farið yfír ýmsá ' hagnýta þætti sem tengjast þessu sviði og einnig tæknileg atriði eins og samgöngur, efnahagsmál, far- miðasölu og kennslu í framreiðslu- og hótelstörfum. Sérstaða deildar- innar byggist einkum á því hve stór hluti námsins er verklegur, bæði í skólanum sjálfum og einnig munu nemendur vera í starfsnámi sumarið áður en þeir hefja nám á þriðja ári. Þeim býðst m.a. að vinna á sumar- hóteli skólans eða á öðrum ferðaþjón- ustustöðum og hefur til að mynda Morgunblaðið/Rúnara Þór Nemendur á íþróttabraut Framhaldsskólans á Laugum búnir að hnýta á sig svunturnar áður en pönnuköku- og pítubrauðsbaksturinn hófst. Frá vinstri eru Ragnar, Sævar, Guðmundur, Kristján, Völund- ur, Friðrik, Jóakim, Jóhann, Garðar, Baldur, Heiðar og eina stúlkan í deUdinni hún Jóhanna, en lengst til vinstri er kennarinn Hjördís Stefánsdóttir. Aðstaðan hér er mjög góð - segir Hjördís Stefánsdóttir kennari og hótelsljóri HJÖRDÍS Stefánsdóttir kennir nemum á íþrótta- og ferðamálabraut matreiðslu og næringarfræði að vetrinum en yfir sumarmánuðina er hún hótelstjóri á sumarhóteli sem skólinn rekur. Hún sagði að nemend- ur væru afar áhugasamir um námið og aðstaðan í skólanum væri mjög góð. Nemendur íþróttadeildar fá kennslu í eina önn, en þeir sem eru í ferðamáladeild tvær annir. Hjördís sagði að í upphafí námsins væri fjall- að um manneldismarkmiðin, áhersla lögð á aukna neyslu koms og græn- metis og fólki ráðlagt að draga úr neyslu fitu og sykurs. Fjallað væri um hollustu og lífsvenjur og næring- argildi fæðunnar. Nemamir útbúa máltíðir, fást við margskonar hráefni og einnig er í náminu komið inn á hvernig borið er á borð. Hvað nema í íþróttadeild Varðar sagði Hjördís að þeir myndu eflaust í framtíðinni oft lenda í því að hafa umsjón með stórum hópum bama og unglinga, á keppnisferðalagi. Þvi væri markmið námsins m.a. að búa þá undir það með tilliti til næringar, en ekki væri sama á hveiju þau nærðust. Þeir fengu leiðbeiningar um hvaða fæðutegunir væru heppileg- astar og hvað æskilegast væri að borða. Nemar í ferðamáladeild fá einnig Páll Dagbjartsson skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Náms-: framboð í skólanum er fjölbreytt, en m.a. hefur verið bryddað upp á nýjungum í skólastarfinu og tvær nýjar deildir hafið þar starf- semi, ferðamáladeild og íþróttadeild. verið haft samband við aðila í ferða- þjónustu í héraðinu varðandi starfs- námið. Örn sagði að ferðaþjónusta væri vaxandi atvinnugrein í dreifbýli, en náminu væri m.a. ætlað að veita því fólki sem áhuga hefði á að starfa að greininni staðgóða undirstöðu. Um er að ræða þriggja vetra nám auk starfsnáms eitt sumar. Öm tók fram að markmið deildarinnar væri ekki það að mennta hótelstjóra eða stjórnendur, en námið gæti orðið þeim nemendum sem á slíkt nám hyggja gott veganesti, standi hugur þeirra til slíks náms. Nemendur ættu að náminu loknu að vera tilbúnir til að sinna þjónustuhlutverki því sem ferðaþjónustunni fylgir og vita um hvað atvinnugreinin snýst. Rætt væri um að hvað mestur vaxtar- broddur væri í þessari atvinnugrein um þessar mundir og gjarnan líka að menntað fólk skorti til að starfa að henni. Nemendur fengju góða undirstöðu í námi sínu og ættu að vera tilbúnir til að takast á við íslenskan raunvemleika eftir að þeir hafa útskrifast. að kynnast fínni matreiðslu, „því það er aldrei að vita í hverju þau geta lent seinna, þess vegna viljum við að þau kynnist sem flestum þátt- um,“ sagði Hjördís. „Við höfum mjög góða aðstöðu héma, bæði er hér kennslueldhús og einnig mötuneyti- seldhús og það kemur sér mjög vel því stór hluti námsins er verklegur." Yfir sumarmánuðina er Hjördís hótelstjóri sumarhótelsins sem skól- inn rekur og sagði hún rekstur þess vera góðan bakhjarl fyrir ferðamála- deildina, en hluti nemendanna mun starfa við hótelið í sumar. Á hótelinu em 80 herbergi, mikil umferð er á þessum slóðum yfír sumarið og því iðulega mikið að gera. Kann afar vel við mig - segir Jón Heiðar Rúnarsson nemi „ÞETTA ER nyög skemmtilegt nám og það er líka afar gaman að vera hér í skólanum," sagði Jón Heiðar Rúnarsson nemi í ferðamáladeiid Framhaldsskól- ans á Laugum. Jón Heiðar er tvítugur Akureyringur, en hann heyrði af tilviljun af því að kennsla á ferðamálabraut ætti að hefjast við skólann síðasta haust og dreif sig í að sækja um. Eftir grunnskóla fór Jón Heiðar í gmnndeild rafíðna i Verkmennta- skólanum á Akureyri, einkum til að fylgja félögunum. Hann fann sig ekki í náminu, hætti og fór að vinna, m.a. í frystihúsinu og einnig var hann til sjós um tíma. „Það var svo seint síðasta sumar að mamma heyrði af þessu námi og sagði mér frá því. Ég hafði sam- band við námsráðgjafa og renndi síðan hingað austur og leist mjög vel á allt héma,“ sagði Jón Heiðar um tildrög þess að hann hóf námið í deildinni. Hann sagðist ekki hafa starfað við ferðaþjónustu, en er hann hafi farið að íhuga atvinnu- möguleika framtíðarinnar hafí hon- um vel þótt koma til greina að starfa við þessa atvinnugrein og því valið umrætt nám. „Ég kann afar vel við mig hér, það er góður andi í skólanum og hér þarf engum að leiðast því fé- lagslífið er fjölbreytt og alltaf eitt- hvað um að vera. Þá er námið skemmtilegt og ég hef sérstaklega gaman af þeim fögum sem tengjast Morgunblaðið/Rúnar Þór Jón Heiðar Rúnarsson nemi í ferðamáladeild segir námið skemmtilegt og andann í skólan- um einkar góðan. ferðaþjónustunni, þessum hagnýtu þáttum,“ sagði Jón Heiðar. Hvað framtíðina varðar kvaðst hann vel geta hugsað sér að læra meira á þessu sviði og stefnir hann að fram- haldsnámi í hótelskóla í útlöndum. Norræna félagið Aðalfundur Akureyrardeildar Norræna fé- lagsins verður haldinn næstkomandi mánudag, 11. febrúar, kl. 20.30 í Dynheim- um, Hafnarstræti 73. Allir velkomnir. Stjórnin. BEINT FLUGi HUSAVIK - REYKJAVIK - HUSAVIK miövikudaga • laugardaga • sunnudaga Farpantanir: Húsavík 41140 Reykjavík 690200 <Æ fluqfélaq noróurlands hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.