Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 4
c ieei HAUHaau .e hudacihaouaj cuaAjaviuoHOM t . ~ “..........MORGUNBLAÐrÐ LAUGARDAGUR' 97 'FEBRÚAR 1991 Verðbólga hér er svipuð og í öðrum OECD löndum KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í febrúarbyrjun 1991. Vísitalan í febrúar reyndist 150,0 stig, eða 0,3% hærri en í janúar. Síðustu 12 mánuði hefur framfærsluvísitalan hækkað um 6,0%. Undanfarna 3 mánuði hefur hún hækkað um 1,2%, sem sam- svarar um 4,9% verðbólgu á ári. í frétt frá forsætisráðherra er ÍSLENSKAR getraunir hafa ákveðið að hækka verð á hverri röð á getraunaseðlum úr 10 kr. í 15 kr. eða um 50% frá og með 18. febrúar næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn í rúm þrjú ár sem röðin hækkar hjá Getraunum. Sigurður Baldursson fram- kvæmdastjóri sagði að ekki hefði fengist hækkun síðasta haust eins VEÐUR sagt að verðbólga hér mælist nú í fyrsta sinn í 20 ár svipuð og í öðrum aðildarlöndum OECD. í fréttinni segir að verðbólgan hafi mælst mun minni en Seðlabank- inn spáði og bankamir hafa byggt vaxtaákvarðanir á. Verðhækkanir undanfarna tvo mánuði hafi verið minni en reiknað var með þegar for- sendur kjarasamninganna voru end- urskoðaðar í lok nóvember, meðal og ráðgert hefði verið en slíkt væri löngu tímabært. Hann sagði að potturinn hefði verið orðinn rýr vegna óbreytts verðs hjá Getraun- um á sama tíma og aðrar verðhækk- anir hafa dunið yfir. Búast má við að potturinn hækki tij samræmis við hærra verð á get- raunaseðlum. annars vegna lækkunar olíuverðs. Þá segir að Þjóðhagsstofnun telji líklegt að verðbólgan, á mælikvarða framfærsluvísitölu, verði um 6% á næstu mánuðum samanborið við 7% til 8% í fyrri spám. „Erfiðara er hins vegar að segja fyrir um verðbólgu á síðari hluta ársins. Meðal annars ríkir óvissa um launaþróun þegar gild- istíma kjarasamninga lýkur í sept- ember. Það veltur því fyrst og fremst á efnahagsstefnu stjórnvalda og kjarasamningum í haust hvort verð- bólgan á árinu verður meiri eða minni,“ segirí frétt forsætisráðherra. Vísitalan nú, 150,0 stig, er miðuð við grunn 100 í maí 1988. Samsvar- andi vísitala samkvæmt eldra grunni, 100 stig í febrúar 1984, er 367,7 stig. Af einstökum verðbreytingum eru í frétt frá Hagstofunni nefndar 3,8% lækkun bensínverðs, sem veldur 0,2% lækkun vísitölunnar, og 0,9% hækk- un matvöruverðs, sem veldur 0,2% hækkun. Verðhækkun ýmissa vöru- og þjónustuliða veldur um 0,3% hækkun framfærsluvísitölunnar. íslenskar getraunir: Röðin hækkar úr 10 í 15 kr. VEÐURHORFUR IDAG, 9. FEBRÚAR YFIRLIT I GÆR: Yfir Skandinavíu er 1042 mb hæð og frá henni hæðarhryggur í átt til landsins. Á sunnanverðu Grænlandshafi er 994 mb lægð sem þokast hægt norðvestur. SPÁ: Suðaustan gola eða kaldi en sumstaðar stinníngskatdi suð- vestanlands. Snjó- eða slydduél sunnan- en léttskýjað nyrðra. Hiti 1-4 stig sunnanlands og vestanlands en vægt frost á Norður- og Austurlandi. VEÐURHORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Suðaustanátt, skúrir eða slydduél og frostlaust sunnanlands og vestan en hægviðri, léttskýjað og vægt frost um norðan- og austan- vert landíð. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * '* * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 2 hálfskýjað Reykjavík 4 þokumóða Bergen 2 léttskýjað Helsinki +8 þokumóða 1 c I Q. +3 snjókoma Narssarssuaq +12 léttskýjað Nuuk +9 skýjað Osló +8 skýjað Stokkhólmur -r-4 snjókoma Þórshöfn 3 skúrás.klst. Algarve 13 iéttskýjað Amsterdam 5 snjókoma Barcelona 13 léttakýjað Beriin +8 snjókoma Chicago vantar Feneyjar 0 þokumóða Frankfurt +4 snjókoma Glasgow 1 sniókoma Hamborg +5 mlstur tas Palmas 20 léttskýjað London +2 snjókoma LosAngele3 12 þoka Lúxemborg vantar Madríd 8 skýjað Malaga 15 léttskýjaö Mailorca 14 skýjað Montreal +1 hálfskýjað NewYork vantar Oriando vantar Paris +6 heiðskirt Róm 13 skýjað Vín +3 snjókoma Washlngton vantar Winnipeg 0 léttskýjað Morgunblaðið/KGA Systurnar Viktoría Sif, til vinstri, og Guðlín Kristinsdætur með dætur sínar á sængurkvennadeild Landspitalans í gær. Systum- ar em að sjálfsögðu saman í stofu. Systur ólu dætur á sömu mínútunni: Við systumar vorum óvenju samtaka núna - segir Viktoría Sif Kristinsdóttir „STELPAN mín átti að fæðast þann 3. febrúar, en Guðlin syst- ir átti ekki að eiga sína fyrr en 19. febrúar. Þær fæddust hins vegar á sömu mínútunni og því má segja að við systumar höf- um verið óvenju samtaka. Það er gaman að þessu og þetta ein- faldar auðvitað heimsóknir fjölskyldunnar til okkar,“ sagði Vikt- oría Sif Kristinsdóttir í samtali við Morgunblaðið. Viktoría Sif og Guðlín Kristin- dætur ólu báðar dætur skömmu eftir miðnætti í gær. „Legvatnið fór hjá mér um klukkan 10.30 á fimmtudagsmorgun og hjá henni um klukkan 11,“ sagði Viktoría Sif. „Ég fór fljótlega á fæðingar- deild Landspítalans, en Guðlín kom síðar um daginn. Fæðingin gekk vel hjá okkur báðum og fimm mínútum yfír miðnætti, að- faranótt föstudags, fæddust báð- ar stelpumar okkar. Þær era báð- ar við bestu heilsu. Stelpan mín er 14 merkur og 51 sentimetri, en stelpan hennar Guðlínar er 12 merkur og 47 sentimetrar. Þær era ekkert líkar, enda líkjast þær báðar feðram sínum." Viktoría Sif og Guðlín era 21 og 20 ára. „Við eram á sitt hvoru árinu, en fæddar í sama mánuði,“ sagði Viktoría Sif. „Við vorum báðar að eiga okkar fýrsta bam, en það er þegar ákveðið að stelp- urnar verða skírðar saman." Feður stúlknanna litlu era Erl- ingur Hugi Kristvinsson, maður Viktoríu Sifjar og Benedikt Elfar, maður Guðlínar. Akureyrin E A var með mesta aflaverðmæti 1990 AKUREYRIN EA var með mesta aflaverðmætið í fyrra, eða 683 milljón- ir króna. Örvar frá Skagaströnd kom næstur, 588 milljónir, og Júlíus Geirmundsson ÍS var í þriðja sæti með 465 milljónir. í fyrra var heildar- aflaverðmæti 103ja togara samtals 21,2 milljarðar króna, þar af var aflaverðmæti 25 frystitogara 8,3 milljarðar og 78 ísfisktogara 12,9 milljarðar, samkvæmt skýrslu LÍÚ. Akureyrin EA var aflahæsti togar- inn í fyrra, með 6.075 tonn. Næst aflahæsti togarinn var Ottó N. Þor- láksson RE með 5.608 tonn og Guð- björg ÍS var sá þriðji aflahæsti með 5.369 tonn. Örvar var með mesta meðalskiptaverðmætið á úthaldsdag í fyrra, eða 1,547 milljónir króna. Akureyrin EA var í öðra sæti með 1,528 milljónir og í þriðja sæti ,var Ýmir HF með 1,165 milljónir. Ofangreindir togarar eru allir frystiskip, nema Ottó N. Þorláksson RE og Guðbjörg ÍS. Þorsteinn Björnsson, fv. Fríkirkjuprestur, látinn Séra Þorsteinn Björnsson, fyrrverandi Fríkirkjuprestur í Reykjavík, lést á Hrafnistu á fimmtudag. Hann var á 82. ald- ursári. Þorsteinn þjónaði fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík í 28 ár. Þorsteinn fæddist þann 1. júlí árið 1909 í Miðhúsum í Garði, son- ur Björns Þorsteinssonar bónda þar og konu hans, Pálínu Þórðardóttur. Hann lauk guðfræðiprófi frá Há- skóla íslands árið 1936, var aðstoð- arprestur í Árnesprestakalli í Strandasýslu frá 1936-1937 og sóknarprestur þar frá þeim tíma til 1942. Þorsteinn var sóknarprestur í Sandaprestakalli í V-ísafjarðar- sýslu frá 1943-1950. Lengst af var hann prestur evangelisk-lútherska fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, eða frá 1950-1978, þegar hann lét af prestskap. Þorsteinn var pófdómari við Núpsskóla 1944-1949 og forstöðu- maður kvöldskóla á Þingeyri frá 1947-1949. Hann sat í skattanefnd þar frá 1943-1949. Um fjögurra ára skeið, 1950-1954, átti hann sæti í stjón Prestafélags íslands. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Sigurrós Torfadóttir. Þau eign- uðust átta börn, sjö syni og eina dóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.