Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991 í tilefni Reykjavíkurbréfs eftir Ólaf Örn Arnarson Sunnudag 3. febrúar sl. er birt Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins, sem fjallar um væntanlegar kosn- ingar og þau mál, sem bréfritari telur að eigi að fjalla um í kosninga- baráttunni. Hann telur að þýðingar- mestu málin og þau sem æskilegt er að baráttan snúist um séu fisk- veiðistefnan, þróunin í Evrópu og þar á eftir frjálst atvinnulíf, aukin samkeppni, menningarlegt sjálf- stæði, byggðamál og ríkisfjármál. Bréfritari tekur þar einarða afstöðu til ýmissa þessara mála og er bréf- ið því mjög athyglisvert frá því sjón- armiði. Hinsvegar hlýtur maður að sakna umfjöllunar um ýmiss önnur mikilsverð mál sem skipta almenn- ing miklu máli í daglegu lífí og nauðsynlegt er að jafn stór og víðfeðmur stjórnmálaflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn er verður að taka afstöðu til ætli hann að höfða til þorra kjósenda. Nú hlýtur það hinsvegar að vera mjög einstaklingsbundið hvað menn telja stærstu málin og verður þar hver að dæma fyrir sig. Víst er að þúsundir manna eiga til dæmis mikið undir því komið að fjallað sé um heilbrigðismál í þessum kosn- ingum og er það ekki að ástæðu- lausu svo mjög sem framlög til þeirra mála hafa verið skorin niður á þessu kjörtímabili og þjónusta við sjúka dregist saman. Stjórnvöld tala gjarnan um sparnað í þessu sambandi en auðvitað hefur ekki verið um annað að ræða en hreinan niðurskurð á þjónustu. A sömu opnu og Reykjavíkur- bréfið er birt er að finna Helgi- spjall M. Hann segir þar m.a.: „Gifta Sjálfstæðisflokksins er undir því komin hvort honum tekst að sannfæra fólk um það að honum sé betur treystandi til að standa vörð um borgaralega mannúðar- „í stað þess að líta á heilbrigðiskerfið sem vandamál ríkiskassans þarf að koma til nýr hugsunarháttur sem byggist á því að trygg- ingahugtakið verði haf- ið til vegs á ný og fólk kaupi sér rétt til heil- brigðisþjónustu sem verði veitt þegar á þarf að halda.“ stefnu en öðrum þjóðfélagsöflum; hann sé ábyrgasta stjómmálaafl landsins á upplausnar- og breyting- artímum." Og nokkru síðar segir M.: „Auk þess má hafa það í huga að það var á forsendum félagslegs markaðskerfis eða borgaralegrar Ólafur Örn Arnarson mannúðarstefnu Erhards sem Þýskaland reis af rústum; velferðar- stefnu sem vísar fram en ekki aftur -ÚTSALJk Viö fflytium brátt á nýian stciö Næstu 12 daga getur pu gert reyfarakaup - Við leysum pín heimílistækjamál Kæliskápar - Kæli/frystiskápar - Frystiskápar - Frystikistur Gerð Heiti Kælir Frystir HxBxD Lista- OtsölU' Þú sparar Lýsing lítrar lítrar sm verð kr. verf) kr. kr. ZI-9243 Kæliskópur til innb. 240 18 122 x 56 x 55 58.535 40.975 17.561 Z-916/2 Kæli/frystiskúpur 160 124 166 x 54 x 60 78.931 55.252 23.679 Z-9350 Frystiskúpur m/2 hurðum 350 210x60x60 101.278 70.895 30.383 Z-9410 Kæliskópur m/2 hurðum 410 210x60x60 96.475 67.533 28.943 Z-9165 Kæliskúpur 160 85 x 55 x 57 39.691 27.784 11.907 Z-6225BS Sumb. kæli-/frystiskúpur 128 52 82 x 90 x 60 71.911 50.338 21.573 Z-614/4 Kæli/frystiskópur 140 40 122 x 50 x 60 45.408 39.051 6.357 Z-618/8 Kæli/frystiskúpur 180 80 140 x 55 x 60 56.806 48.853 7.953 Z-619/4 Kæli/frystiskópur 190 40 142 x 53 x 60 50.648 43.557 7.091 Z-620VF Frystiskópur 200 125 x 55 x 57 57.932 49.822 8.110 Z-622/9 Kæli/frystiskúpur 220 100 175 x 60 x 60 75.567 64.988 10.579 Z-6235C Kæliskúpur 240 125 x 55 x 57 48.499 41.709 6.790 Z-300H Frystikistu 271 85 x 92 x 65 44.150 37.969 6.181 Z-400H Frystikista 398 85 x 126 x65 52.985 45.567 7.418 Eldavélar - Eldavélasett — Stakir ofnar - Helluborð Gerð Heiti Fjöldi Stærð HxBxD Lista- Otsölu- Þú sparar Lýsing hellna ofns 1. sm verð kr. verð kr. kr. EEH-63CWLB Innb. ofn m/bl., hvítur 65 59 x 59 x55 79.222 55.455 23.767 EM-60-W Helluborð, 4 hroðsuðuhellur 4 4x58x51 17.093 11.965 5.128 EM-80-E Ryðfrítt helluborð 4 4x77x51 21.055 14.739 6.317 EK-60-SWZ Keromik helluborð - útlg. 5 4x58x51 40.424 28.297 12.127 EKS-62-W Keramik helluborð m/rofum 4 4x58x51 49.434 34.604 14.830 EH-540-WN ■ Eldavél frístondondi 4 58 85 x 50 x 60 41.517 35.705 5.812 EH-640-WN Eldovél frístondondi 4 65 85 x 60 x 60 47.351 40.722 6.629 A 40 B Rafho eldavél 4 63 85 x 60 x 60 51.849 44.590 7.259 Þvottavélar - Þurrkarar - Uppbvottavélar - Þeytlvindur Gerð Heiti Fjöldi Vindu HxBxD Lista- Útsölu- Þú sparar lýsing valk. hraði sm verð kr. verf) kr. kr. ZF-700 x G Þvottavél 16 700 85 x 60 x 60 56.543 46.365 10.178 ZF-800 Þvottovél 18 800 85 x 60 x 60 61.685 50.582 11.103 ZF-1142 x G Þvottovél 1100 85 x 60 x 60 80.626 66.113 14.513 ZD-120 Þurrkori 85 x 60 x 60 39.542 32.424 7.118 ZD-201 Þurrkori 85 x 60 x 60 54.067 44.335 9.732 Z-710 Þeytivindo 1400 18.542 15.204 3.338 ZW-106 Uppþvottovél hvít 12 p. 4 85 x 60 x 60 65.206 53.469 11.737 ID-5020W Uppþvottovél innh. 12 p. 1 85 x 60 x 60 67.691 55.507 12.184 Þvottavélarnar eru með ryðfríjum belg og tromlu OrbylgjuDfnar - Eldhúsvittur - Ryksogui - Pottar - Pönnur - 0. II. Útsöluveið ei miðað vlð staðgreiðsln. Opið sem hér segir: Laugardag 9. febrúar frá kl. 9.00 til kl. 18.00. Sunnudag 10. febrúar frá kl. 10.00 til kl. 16.00. Virka daga til 15. febrúar frá til kl. 19.00. Laugardag 16 febrúar frá kl. 10.00 til kl. 16.00. Okkar frábæru greiðslukjör! Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar í allt að 12 mánuði. Verslunin Rafhn, Lækjargötu 22, Hafnarfirði, sími 50022. eins og margar úreltar kennisetn- ingar.“ Og M. bætir við að kjörorð Sjálfstæðisflokksins ætti að vera frelsi með mannúð að leiðarljósi, og skal svo sannarlega undir það tekið hér. Velferðarkerfið í sinni núverandi mynd stefnir í hreint óefni. Á sama tíma og fjöldi aldraðs fólks mun tvöfaldast á næstu áratugum og þörf þjónusta við þetta fólk því aukast í samræmi við það, hefur ríkið nánast gefist upp á að mæta þessum þörfum. Það virðist helst hafa áhuga á að koma í veg fyrir að sjúklingar fái sjálfsagða og eðli- lega þjónustu sem þeir í reynd eiga fullan rétt á með þátttöku sinni í velferðarkerfinu undanfarna ára- tugi. Stefnumótun Sjálfstæðisflokks- ins í heilbrigðismálum hefur ekki verið mjög frábrugðin stefnu ann- arra flokka. Nú er kominn tími til að flokkurinn marki sína eigin stefnu í þessum málum með ofan- gi-eind markmið sem M. nefndi í huga. Núverandi stjórnarflokkar hafa hneppt heilbrigðiskerfið í fjötra ríkisrekstrar og miðstýringar og raunar innleitt það kerfi sósíal- isma, sem aðrar þjóðir eru sem óðast að brjótast undan. Sjálfstæð- isflokkurinn getur ekki fallist á þessa stefnu því að hún stríðir á móti grundvallarhugmyndum flokksins. í stað þess að líta á heil- brigðiskerfið sem vandamál ríkis- kassans þarf að koma til nýr hugs- unarháttur sem byggist á því að tryggingahugtakið verði hafið til vegs á ný og fólk kaupi sér rétt til heilbrigðisþjónustu sem verði veitt þegar á þarf að halda. Reksturinn þarf að taka úr höndum ríkisins að miklu leyti og fela hann einstakling- um, fijálsum félagasamtökum og sveitarfélögum í vissum tilvikum í því skyni að gera hann sem hag- kvæmastan og færa alla ákvarð- anatöku nær notendunum. Tak- marka á hlutverk ríkisins við al- menna stefnumótun, setningu staðla og eftirlit með framkvæmd og gæðum. Um þetta verður fjailað í væntanlegri landsfundaráiyktun Sjálfstæðisflokksins sem ég er sannfærður um að ritstjórn Morg- unblaðsins mun kynna sér og taka afstöðu til. Ég vona að ritstjórnin verði sammála mér um að hug- myndir málefnanefndarinnar upp- fylla kröfur M. um vígorð flokks- ins: Frelsi með mannúð að leiðar- Ijósi. Það væri meiriháttar pólitískt slys, ef Sjálfstæðisflokkurinn tak- markaði kosningabaráttu sína að- eins við þá málaflokka, sem um var fjallað í áðurnefndu Reykjavíkur- bréfi. Höfundur er yfirlæknir. Listasafn Sigrirjóns: Bókmennta- dagskrá á- sunnudag BÓKMENNTADAGSKRÁ verður næstkomandi sunnudag 10. febr- úar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi. Dag- skráin átti að vera s.l. sunnudag en féll þá niður vegna óðveðurs- ins. Lesið verður úr íslenskum þýðing- um, sem gefnar voru út fyrir síðustu jól og verða að þessu sinni kynnt skáldverk eftir höfunda sem ekki hafa verið þýddir áður á íslensku. Ámi Bergmann mun lesa úr þýð- ingu sinni á Undirleikaranum eftir Nínu Berberovu. Viðar Eggertsson les úr bókinni Utz eftir Bruce Chat- win, sem Unnur Jökulsdóttir og Þor- björn Magnússon hafa þýtt. Ólöf Eldjárn mun lesa úr eigin þýðingu á bókinni Heimur feigrar stéttar eftir suður-afrísku skáldkonuna Nadine Gordimer. Margrét Ákadóttir les úr Blóðbrúðkaupi eftir Yann Queffélec í þýðingu Guðrúnar Finnbogadóttur og Sigurður A. Magnússon les úr þýðingu sinni á skáldsögunni Dreggj- ar dagsins eftir Kazuo Ishiguro. Dagskráin hefst kl. 15.00 og stendur í um það bil klukkustund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.