Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991 AFREKSMANNASJOÐUR ISI Fjórir styrkþegar bætast við FRAMKVÆMDASTJÓRN íþróttasambands íslands samþykkti ífyrrakvöld tillögu afreksmannasjóðs þess efnis að Ragnheiður Runólfsdóttir, sundkona, spjótkastararnir Sigurður Einarsson og Sig- urður Matthfasson, og Vé- steinn Hafsteinsson, kringlu- kastari, bætist við sem styrk- þegar sjóðsins. Sjóðurinn styrkir þrjá íþróttamenn að auki; Bjarna Á. Friðriksson, júdómann, Einar Vilhjálms- son, spjótkastara, og Pétur Guðmundsson, kúluvarpara. Fjórmenningarnir, sem voru allir styrkþegar a'síðasta ári, fá 40.000 kr. á mánuði til ágúst- loka, en að sögn Friðjóns Friðjóns- sonar,_ formanns afreksmanna- sjóðs ÍSÍ, er styrkveitingin skilyrt að vissu leyti. íþróttafólkið þarf að leggja fram æfinga- og keppn- RagnheiAur Runólfsdóttir isáætlun og þau markmið, sem keppt er að á tímabilinu og greiðslur fara ekki fram fyrr en samstarfssamningur í sjö liðum hefur verið undirritaður. Þar er meðal annars kveðið á um að lyfjanefnd ÍSÍ hafi óskorað vald til að kalla viðkomandi í lyfjapróf Sigurður Einarsson hvenær sem er. í nóvember s.l. var fækkað á listanum, en ákveðið að hækka mánaðarlega styrkveitingu til þriggja íþróttamanna — Bjarna, Einars og Péturs — úr 40.000 kr. í 60.000 kr. Samningur við þá var til aprílloka, en hann var fram- Sigurður Matthíasson lengdur í gær og gildir út ágúst- mánuð eins og hjá hinum. Golfsambandið, Körfuknatt- leikssambandið, Júdósambandið og Badmintonsambandið sóttu einnig um styrki úr sjóðnum, en afgreiðsla þeirra mála var frestað. Friðjón sagði að samkvæmt fjár- Vésteinn Hafsteinsson hagsáætlun væru tekjur sjóðsins 4,5551 milljón á árinu. Ef þessir sjö íþróttamenn halda styrknum út árið verða 631.000 krónur eft- ir til ráðstöfunar, sem er ekki há upphæð til skiptanna, og því var ákveðið að bíða og sjá til með frekari styrkveitingar á árinu. ] | \ SKÍÐI Reuter Elena Vyalbe eftir sigurinn. ÚRSLIT ~ skiai Garmisch-Partenkirchen, Þýskalandi Heirasbikarkeppnin, brun kvenna: Chantal Bournissen (Sviss).....1:37.01 Caroie Merle (Frakklandi)......1:37.08 Veronika Wallinger (Austurriki).1:37.45 Barbara Sadleder (Austurríki)..1:37.57 Kerrin Lee-Gartner (Kanada)....1:37.82 Warwara Zelenskaja (Sovétr.)...1:37.84 Anja Haas (Austurríki).........1:37.88 Sabine Ginther (Austurriki)l:37.97 Tatiana Lebedeva (Sovétr.).....1:37.98 Nathalie Bouvier (Frakklandi)..1:38.01 Vyalbe örugg ígöngu Elena Vyalbe frá Sovétríkjunum var öruggur sigurvegari í 15 km göngu kvenna með hefðbund- inni aðferð á HM í norrænum grein- um á Ítalíu í gær. Vilabe, sem hef- ur sigrað samanlagt undanfarin tvö tímabil og er með forystu á þessu tímabili, var síðust í rásröðinni og nýtti sér það. „Brautin var góð og ég fann mig vel. Ef mér gengur vel í 10 kíló- metra göngu með fijálsrí aðferð þarf ekki að spyija að leikslokum í fimm og 30 kílómetra göngunni," sagði Vialbe, sem hreppti gull í Lahti fyrir tveimur árum — 15 mánuðum eftir barnsburð. Trude Dybendahl frá Noregi varð í öðru sæti og það kom henni ekki á óvart. „Ég held að ég geti farið hraðar yfir,“ sagði sú norska. Ítalska stúlkan Stefania Belm- ondo brást ekki stuðningsmönnum sínum. Hún býr í 25 manna þorpi og allir íbúarnir voru á staðnum, er hún hreppti bronsið. Fumiko Aoki hafnaði í 13. sæti og varð fyrst japanskra stúlkna til að vinna stig á HM í norrænum greinum. Reuter Chantal Bournissen sigraði í bruni kvenna á heimsbikarmótinu í Garmisch- Partenkirchen í Þýskalandi í gær. Loks brunsigur hjá Boumissen Svissneska stúlkan Chantal Bo- urnissen sigraði í bruni kvenna á heimsbikarmótin'ú í Garmisch- Partenkirchen í Þýskalandi í gær. Bournissen, sem er 23 ára, hefur verið nálægt sigri í allan vetur, en tókst Ioks ætlunarverkið. Jafnframt var þetta fyrsti sigur hennar í bruni á HM síðan 1987, en hún sigraði í risasvigi á HM í desember s.l. og IMykanen keppir á HM HEIMSMEISTARAKEPPNIN í norrænum grein- um skíðaíþrótta hófst í Val di Fiemme á Ítalíu í fyrradag. Opnunarathöfninni var aflýst vegna - Persafióastríðsins eins og á HM í alpagreinum í Saalbach. Miklar öryggisráðstafanir eru við- hafðar og eru 200 lögreglumenn sem sjá um að gæta öryggis keppenda þá 11 daga sem keppnin stendur yfir. Finnar, sem unnu 15 verðlaun á síðasta móti í Lahti fyrir tveimur árum, senda ekki eins öflugt lið til keppni að þessu sinni. Finninn fljúgandi, Matti Nykanen, verður með á mótinu en það hefur ekki ~~i'arið mikið fyrir honum á stökkmótum í vetur. „Ég held að hann eigi eftir að koma á óvart á mótinu,“ sagði Jari Piirainen, liðsstjóri finnska liðsins. Nykan- en, sem unnið hefur fern gullverðlaun á Ólympíuleik- um, hefur átt við áfengis- og agavandamál að stríða og var settur út úr finnska landsliðinu í desember. En Finnar geta ekki án hans verið og hafa valið hann í landsliðið sem keppir á HM. Ef Nykanen mistekst að vinna til verðlauna gera Finnar sér helst vonir um að hjónin Harri og Marja- Finninn fljúgandi, Matti Nykanen, verður með. Liisa Kirvesniemi nái góðum árangri. Þau geta þó ekki varið titlana frá því á HM 1989 þar sem þau keppa bæði í styttri vegalengdum nú. Harri, sem er 32 ára og sigraði í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð á HM 1989, keppir í 10 km göngu og kona hans, Máija-Liisa, sem er 35 ára og vann 10 km gönguna 1989, keppir nú í 5 km göngu. varð heimsmeistari í alpatvíkeppni kvenna á nýafstöðnu heimsmeist- aramóti í Saalbach. Bournissen kunni vel að meta aðstæður og fékk timann 37,01 sek. Carole Merle frá Frakklandi varð í öðru sæti og austurríska stúlkan Veronika Wallinger fékk bronsið. Skíðadrottningin Petra Kronber- ger, sem er með mjög örugga for- ystu samanlagt, gat ekki tekið.þátt vegna meiðsla, en gerir sér vonir um að vera á meðal keppenda á mótunum í Japan um næstu mánað- armót. GETRAUNIR Um helgina HANDKNATTLEXKUR Landslcikur á mánudag: Fyrri landsleikur íslands og Ung- veijalands í handknattleik fer fram í Laugardalshöll á mánudag og hefst kl. 21. Laugardagur 1. deild karla: Höll, Vikingur-Stjaman....16:30 Se(jaskóli, IR-Fram.......16:30 Seltj.nes, Grótta-Selfoss.16:30 Strandgata, Haukar-KA.....16:30 1. deild kvenna: Höll, Víkingur-Valur.........13 Kaplakriki, FH-Fram.......18:30 Sunnudagur Selfoss, Selfoss-Grótta......15 6. flokks mót í Hafnarfirði Um 40 lið taka þátt í 6. flokksmót- inu, sem hófst í Hafnarfirði í gær og heldur áfram um helgina. Keppt er í Kaplakrika og íþróttahúsi Víði- staðaskóla frá kl. 8:30 - 19 í dag og á morgun. Gert er ráð fyrir að úr- slitaleikir hefjist um kl. 15:15 á morgun í Kaplakrika. KÖRFUKNATTLEIKUR Sijörnuieikur í Grindavík Stjörnuleikur á vegum Körfuknatt- leikssambandsins og Samtaka íþróttafréttamanna fer fram í Grindavík á morgun, sunnudag, og hefst hátíðin klukkan 15. Úrvalsdeild: Tindastóll og KR mætast á Sauðár- króki í dag kl. 14. BLAK Laugardagur Karlar: Akureyri, KA-Fram.........14:30 Neskaupst., Þróttur N-HK..13:30 Konur: Akureyri, KA-Víkingur.....15:45 Neskaupst., Þróttur N-HK..14:45 SUND Sundmót Ármanns Sundmót Ármanns fer fram í Sund- höll Reykjavíkur í dag og á morgun. Keppni hefst kl. 10 og 15:30 í dag, en kl. 10:30 á rrforgun, sunnudag. BADMINTON íslandsmót í öðlinga- (40 ára og eldri) og æðsta flokki (50 ára og eldri) í badminton fer fram í TBR- húsinu í dagog hefst kl. 14. Á morg- un kl. 15:10 leika Úaraldur Korne- líusson og Reynir Guðmundson til úrslita í Á-flokki. Teningurinn á 9 leiki Sjónvarpsleikurinn á Anfield ferfram l\l íu leikjum á íslenska get- raunaseðlinum hefur verið fre- stað og verður því teningi varpað til að fá rétt merki. Fimm hliðar á teningnum gefa heimasigur, ijórar jafntefli og þijár útisigur. Þrír leikir fara fram og eiga veil- irnir það sammerkt að vera með hitalagnir undir grasinu. ■ Sjónvarpsleikurinn heldur velli — Liverpool og Everton leika á Anfield. Liðin hafa mæst 22 sinnum síðan 1979. Liverpool hefur sigrað 11 sinnum, Everton fjórum sinnum og átta leikjum hefur lokið með jafntefli. ■ Manchester City og Chelsea leika á Main Road. Heimamenn hafa ekki fagnað sigri síðan 1979. ■ Sunderland tekur á móti Wimbledon, en síðast léku liðin á Roker Par 1985 og þá unnu heima- menn 2:1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.